Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013 Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Ár hvert sækir sama grágæsin Blön- dósinga heim og vekur koma hennar ætíð kæti hjá heimamönnum. Gæsin, sem er kvenkyns, var merkt við lög- reglustöðina í bænum árið 2000 ásamt 113 öðrum gæsum. Gæsin, sem er svokölluð heiðursgæs bæj- arins, er nokkuð gæf og á hún sér fastan dvalarstað á túnunum við Heilbrigðisstofnunina, áður héraðs- hælið. Hún spígsporar gjarnan fyrir ut- an íbúðir eldri borgara, þeim til mik- illar gleði, að sögn Jóns Sigurðs- sonar, fréttaritara Morgunblaðsins. Þetta er því í fjórtánda skipti, að minnsta kosti, sem gæsin lætur sjá sig hér landi. Hún er sú síðasta úr hópnum sem skilar sér enn heim frá Bretlandseyjum, að því best er vitað. Síðast sást til hennar um 5. júlí í fyrra. „Þá var hún frekar tætingsleg og þar að auki bæði afkvæma- og makalaus,“ segir Jón. Þetta þótti benda til þess að hún væri á síðasta snúningi. Annað kom á daginn því nú er hún mætt á svæðið, þrátt fyrir hrakspár, með karl sér við hlið. Heimahagarnir tóku ekki vel á móti heiðursgæs sinni því nú er snjór og kalt á Blönduósi. Talið er að gæsin hafi vetursetu við austur- strönd Bretlandseyja. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Velkomin heim Grágæsin fræga sést hér á túni fyrir utan Heilbrigðisstofun Blönduóss ásamt maka sínum. Heiðursgæs Blöndu- óss komin til landsins  Fjórtánda skipti hennar í bænum  Gleður heimamenn Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Handagangur í öskjunni Krían lætur iðulega sjá sig hér á landi eftir 20. apríl ár hvert og er því væntanleg á næstu dögum. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Hann hefur það nokkuð gott. Hann er með slitin liðbönd í hné, skrámaður og svolítið lemstraður líka,“ segir Jökull Bergmann, sem rekur fyrirtækið Arctic Hele Ski- ing sem annast þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga, um ástand leiðsögu- mannsins sem lenti í snjóflóði í fyrrakvöld. Hann segir leiðsögu- manninn einn þann reyndasta hér á landi á þessu sviði og með mikla reynslu af þyrluskíðaferðaleiðsögn frá Kanada. Hann mun ekki fara á skíði aftur í vor að sögn Jökuls en þó er talið að hann nái sér að fullu og geti farið á skíði strax á næstu vertíð. „Þeir voru að bíða eftir að hann kannaði aðstæður í brekkunni. Þeir voru á öruggum stað og fundu ekk- ert fyrir flóðinu nema að horfa upp á það,“ segir Jökull um fjóra bandaríska ferðamenn á vegum fyrirtækisins sem voru ásamt fjallaleiðsögu- manni á skíðum í fyrrakvöld þegar snjóflóð féll á leiðsögumanninn á Sauðanesi. Jök- ull segir ekkert ama að ferða- mönnunum og þeir hafi fljótt verið komnir heim í kvöldmat. Hann segir snjóflóð vera eitt- hvað sem þyrluskíðaferðamenn þurfi að takast á við oft og tíðum á hverjum vetri. Að sögn Jökuls liðu 23 mínútur frá því flóðið féll og þangað til leið- sögumaðurinn var kominn á sjúkrahúsið á Akureyri, en hann var á þyrlu ekki langt frá og flutti manninn til Akureyrar. Jökull segir að verkferlar fyrir- tækisins hafi allir staðist og sam- skipti við 112, sjúkrahúsið og flug- turn hafi verið með miklum ágætum. Var kominn á spít- ala 23 mínútum eftir að flóðið féll  Með slitin liðbönd í hné  Þurfa að takast oft á við snjóflóð á hverjum vetri Jökull Bergmann Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Jákvæðu fréttirnar sem Árni Jó- hannsson, forstöðumaður mann- virkjasviðs hjá Samtökum iðnaðar- ins, getur nefnt er að verið sé að byggja heldur fleiri íbúðir, hús og hótel og þá hleypi framkvæmdir við fangelsi á Hólmsheiði og Hús ís- lenskra fræða við Háskóla Íslands lífi í verktakamarkaðinn. Fram- kvæmdir við Vaðlaheiðargöng og Norðfjarðargöng hefjist líka brátt. „En það er nánast kyrrstaða í öðru en þessum byggingarframkvæmd- um,“ segir Árni og undir það taka forsvarsmenn tveggja stórra verk- takafyrirtækja sem rætt var við í gær. Árni bendir á að framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun séu um það bil að klárast og lítið annað í píp- unum, nema þá helst framkvæmdir á Bakka við Húsavík. Ef allt fari þar á besta veg muni jarðvinna hefjast þar í haust og framkvæmdir hefjast með vorinu 2014 en alls þurfi að byggja fyrir um 40 millj- arða. „Stóru fyrirtækin eru meira eða minna að næra sig erlendis,“ segir Árni. Fá verkefni í Noregi Staðan hjá Suðurverki er í sjálfu sér góð, segir Guðmundur Jónsson, verkefnisstjóri hjá fyrirtækinu. Suðurverk er m.a. að leggja nýjan Vestfjarðaveg um Kjálkafjörð og Mjóafjörð og er með verkefni á Búðarhálsi og í Noregi í samvinnu við Ístak. Þá átti fyrirtækið lægsta tilboð í gerð Norðfjarðarganga í samvinnu við Metrostav. „Við get- um ekki kvartað en almennt er þetta frekar dauft,“ segir hann. Verkefnastaðan hjá Íslenskum aðalverktökum hefur verið ágæt en Karl Þráinsson, forstjóri ÍAV, segir þó að bransinn sé almennt dapur á Íslandi. Mörgum verkefnum er nú að ljúka, s.s. viðbyggingu við Há- skólatorg og frystigeymslu á Granda. Á móti kemur að fram- kvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefj- ast brátt og í Noregi bíður þeirra að öllum líkindum 20 milljarða króna jarð- gangaverkefni, Solbak- ken-göngin. Stóru fyrirtækin næra sig erlendis  Bygging fangelsis og fræðahúss hleypa lífi í markaðinn  Jarðgöng á Íslandi og Noregi  Almennt dapur bransi Svo virðist sem nokkrar farfuglategundir séu seinna á ferðinni í ár en oft áður. Kalt hefur verið í Evrópu síðustu vikur og er það talin vera skýring á seinkomu fuglanna. „Auðvitað hefur það áhrif,“ segir Brynjúlfur Brynj- ólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði. „Ef þú þarft að fita þig fyr- ir svona ferð og allt er frosið, þá leggur þú ekki af stað.“ Hann segir sandlóuna vera eina af þeim tegundum sem er heldur seinna á ferðinni en venjulega. „Við höfum ekki séð sandlóu ennþá,“ seg- ir Brynjúlfur. „Ég spái því að krían komi fljúgandi með sumarið 24. apríl,“ segir hann og slær á léttari strengi. Seinni á ferðinni KULDINN Í EVRÓPU SEINKAR KOMU FARFUGLANNA Vegagerðin hefur 12,5 milljarða á fjárlögum 2013 til viðhalds vega og nýframkvæmda. Á þessu ári renna flestar krónur í Norðfjarðargöng eða 1,2 milljarðar og í breikkun Suð- urlandsvegar á Hellisheiði, 1,1 millj- arður. Framkvæmdir við Vaðlaheið- argöng eru ekki teknar með enda eru göngin grafin af Vaðlaheið- argöngum hf., reyndar með láni frá ríkinu. Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir að miðað sé við að viðhald á bundnu slitlagi kosti þrjá milljarða árlega en nú sé 2,2 milljörðum varið í þann lið, af samtals 5 milljörðum sem ætlaðir eru til viðhalds vega. Til nýframkvæmda eru ætlaðir tæplega 7,5 milljarðar. Fram- kvæmdir við Vestfjarðaveg kosta um milljarð á þessu ári og 540 milljónir renna í veginn á milli Dettifoss og Norðausturvegar. Um 900 milljónir kostar að leggja bundið slitlag á ýmsa tengi- vegi, svo nokkur af helstu verkefn- unum séu nefnd. Hefðu þurft meira í viðhald FÆR 12,5 MILLJARÐA TIL VIÐHALDS OG NÝFRAMKVÆMDA Það geta allir notað golfkortið Til eru tvær gerðir af golfkortinu, einstaklingskort og fjölskyldukort. Einstaklingskort kostar kr. 9.000 Fjölskyldukort kostar kr. 14.000 og gildir fyrir tvo fullorðna og tvö börn 16 ára og yngri. 30 Golfvellir 1 kort Golfkortið veitir fría spilun á 28 golfvelli víðsvegar um landið. Að auki gildir kortið 2 fyrir 1 á nokkra velli. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.golfkortid.is www.golfkortid.is www.golfkortid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.