Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Forsvarsmenn Loftmynda ehf.
hafa margoft bent á að aðferðin
sem Loftmyndir nota til að kort-
leggja vegi og slóða utan hins hefð-
bundna vegakerfis sé bæði mun
ódýrari og fljótlegri en aðferð
Landmælinga. Ef aðferð Loft-
mynda hefði verið notuð hefði fyrir
löngu mátt ljúka við kortagrunn
um vegi og slóða á hálendinu og
sömuleiðis við kortagrunn fyrir
slóða á láglendi, segja þeir. Stjórn-
völd hafi ekkert hlustað á þeirra
rök. „Sú aðferðafræði sem er verið
að beita í dag er bæði dýr og óhag-
kvæm,“ segir Karl Arnar Arn-
arson, framkvæmdastjóri Ísgrafs
ehf. sem er samstarfsaðili
Loftmynda.
Landmælingar, í samvinnu við
Ferðaklúbbinn 4x4, hafa frá 1999,
með hléum, ekið um vegi og slóða
á hálendinu í þeim tilgangi að
mæla þá upp með GPS-tækjum.
Tilgangurinn er að búa til korta-
grunn yfir löglega vegi en akstur
utan þeirra yrði flokkaður sem ut-
anvegaakstur. Verklok hafa dregist
og verkið legið niðri frá árinu 2009
vegna fjárskorts en forstjóri Land-
mælinga segir að lokið sé við kort-
lagningu á um 90% af hálendinu.
Ekki er byrjað á kortagrunni fyrir
slóða utan marka hálendisins.
Örn Arnar Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri Loftmynda, bendir á
að málið snúist um að ákveða hvort
aka megi eftir slóðum og vegum
eða ekki. Slíkar ákvarðanir séu í
höndum sveitarstjórnarmanna og
gerð kortagrunnsins sé því fyrst og
fremst verkefni stjórnsýslunnar en
ekki kortagerðarmanna. Nú þegar
liggi allar upplýsingar um vegi og
slóða fyrir hjá Loftmyndum og
engin þörf á að aka um og safna
GPS-punktum.
Aðferðin sem Loftmyndir nota
til að búa til vegakort felst í stuttu
máli í að teikna vegi ofan í loft-
myndir.
Tefja þjóðþrifamál
Karl Arnar Arnarson segir að í
langflestum tilvikum sé auðvelt að
sjá vegi og slóða á loftmyndum.
Það sé helst ef leiðir liggi yfir
sanda og árfarvegi og hverfi þess
vegna árlega eða jafnvel vikulega
sem nauðsynlegt sé að mæla slóð-
irnar með GPS-tæki. Slíkir slóðar
séu þó tiltölulega fáir. Kort sem
gerð eru eftir loftmyndum séu
jafnvel nákvæmari en kort sem
byggja á GPS-mælingum. Við
GPS-mælingar sé alltaf hætta á að
GPS-tækið sé vanstillt eða að illa
standi á gervitunglum þegar mæl-
ingin fer fram en það dragi úr ná-
kvæmninni.
Máli sínu til stuðnings sýnir
Karl blaðamanni tvö dæmi um að
vegir á kortagrunni frá Landmæl-
ingum, sem mældir voru með GPS-
tæki, liggi fyrir utan hin raunveru-
legu vegastæði samkvæmt loft-
myndum.
Nákvæmnin sé þó ekki aðal-
atriðið heldur aðferðin. Sú aðferð
sem Landmælingar beiti sé bæði
tímafrekari og dýrari. Það sjáist
vel á því að eftir áratuga langt
starf sé kortagrunnurinn ekki enn
tilbúinn. Fljótsdalshérað hafi hins
vegar ákveðið árið 2006 að nota að-
ferð Loftmynda og aðeins hafi tek-
ið um tvö ár að ljúka kortlagningu
og ákveða hvaða slóðar eigi að vera
opnir. Barátta gegn utanvegaakstri
sé þjóðþrifamál og tafir á gerð
kortagrunnsins bitni á henni.
Óþarfi að safna slóðum í GPS-tæki
Segja aðferð ríkisins við kortlagningu vega og slóða dýrari og tímafrekari en aðferð Loftmynda
Fyrst og fremst verkefni stjórnsýslunnar en ekki kortagerðarmanna Stjórnvöld ekkert hlustað
Ljósmynd/Loftmyndir
Samstarf Feðgarnir Örn Arnar
Ingólfsson og Karl Arnar Arnarsson.
Vegamynd Loftmynd sem tekin er af Hagafelli austan Þorbjarnar, bæjarfjalls Grindavíkur, sýnir glöggt að þar liggja margir slóðar, vegir og stígar.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2013
Loftmyndir hafa unnið að korta-
gerð með ýmsum fyrirtækjum,
stofnunum og félagasamtökum.
Samvinnan felst í því að Loft-
myndir láta þeim í té kortagrunn
og í hann er hægt að bæta við
upplýsingum eftir þörfum; Rarik
setur t.d. inn upplýsingar um
legu rafstrengja og Lands-
samband hestamannafélaga
lætur teikna inn reiðleiðir.
Karl Arnar Arnarson segir að
svipaðri aðferð mætti beita
vegna kortagrunns yfir vegi og
slóða. Sveitarstjórnarmenn
gætu fengið aðgang að vefgátt
með kortagrunni og merkt
hvaða slóðar eigi að vera opnir,
hverjir lokaðir og hverjir með
takmarkaðri umferð. Ef sveit-
arstjórnir teldu að einhverja
slóða vantaði inn á myndir eða
kortagrunn Loftmynda væri
hægt að teikna þá inn eða benda
á þá á öðrum kortum eða gögn-
um.
Merkja slóða
í tölvunni
AÐGANGUR AÐ VEFGÁTT
Loftmyndir hafa látið taka loftmyndir af öllu landinu. Þegar myndir eru
teknar af þéttbýli er flogið í 1.400 metra hæð og í 3.000 metra hæð yfir
dreifbýli.
Nú eru um 37.000 km af vegum og slóðum í gagnagrunninum.
Þeim er skipt í 13 flokka:
Aðalbrautir – tengibrautir – safnvegir, heimreiðar og húsagötur – slóð-
ar sem eru akfærir og nothæfir slóðar, oft árstíðarbundið – fjallvegir sem
eru hluti af þjóðvegakerfinu en opnir árstíðarbundið – vegir samkvæmt
skipulagi en er ekki búið að leggja – ferjuleiðir – reiðleiðir – gönguleiðir,
reiðhjólavegir, slóðar sem ekki er hægt að flokka eða eru afar illfærir –
reið- og gönguleiðir.
Um 37.000 km af vegum og slóðum
Ársfundur Landspítala 2013
í Salnum í Kópavogi
Þriðjudaginn 23. apríl kl. 14:00-16:00
Öryggismenning í öndvegi
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
Ávarp
Björn Zoëga forstjóri
Öruggir verkferlar
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Ársreikningur Landspítala 2012
Afhending styrks úr Verðlaunasjóði í læknisfræði
Verðlaunahafinn kynnir rannsóknir sínar
Carl-Johan Wallin, svæfingalæknir á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
Lean Healthcare and Safety Culture in Hospitals
Starfsmenn heiðraðir
Björn Zoëga forstjóri og Erna Einarsdóttir starfsmannastjóri
Fundarstjóri: Benedikt Olgeirsson, aðstoðarforstjóri Landspítala