Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 1
Jón von Tetzchner, annar stofnenda norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera og fjárfestir, hefur komið með um tvo milljarða króna til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðla- bankans. Hann hefur sex sinnum nýtt sér fjárfestingarleiðina. Sú leið veitir 20% afslátt af krónukaupum sé fjárfest hér á landi til langs tíma. Jón efnaðist í Noregi en hætti sem framkvæmdastjóri Opera árið 2010. „Þær fjárfestingar sem ég hef ráðist í frá því ég hætti hjá Opera eru flestar hér á landi. Ég hef mikla trú á því að Ísland eigi eftir að ná aftur vopnum sín- um með góðri við- spyrnu,“ segir hann Á Íslandi hefur hann einna helst fjárfest í fast- eignum en einnig í fjórum minni tæknifyrir- tækjum: Oz, Bud- in.is, SmartMedia og Hringdu. Vegna áhættustýringar kýs hann að fjárfesta mikið í fast- eignum. »Viðskipti Jón von Tetzchner kom með tvo milljarða Jón von Tetzchner F I M M T U D A G U R 1 8. A P R Í L 2 0 1 3  Stofnað 1913  89. tölublað  101. árgangur  BREGÐA SÉR Í FJÖLMÖRG ÓLÍK HLUTVERK AF ÖR- BIRGÐ OG RÍKIDÆMI BEST AÐ VERA MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM VIÐSKIPTABLAÐ EINKAVERKEFNI DRIFKRAFTURINN 10KVENNAFRÆÐARINN 50 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Neikvæð afskipti Bankasýslu ríkisins af störfum bankaráðs Landsbankans hafa komið niður á störfum ráðsins og þannig lagt lamandi hönd á stjórn bankans. Þetta kom fram í ræðu Gunnars Helga Hálfdan- arsonar, fráfarandi for- manns bankaráðs Lands- bankans, í kveðjuræðu á aðalfundi bankans í gær. Vísaði hann þar til af- skipta Bankasýslunnar undanfarið ár. Umrædd afskipti séu handan hlutverks Bankasýslunnar og komi niður á getu bankaráðs til að auka verðmæti bankans sem er nú að 98% í eigu ríkisins og 2% í eigu starfsmanna. „Að mínu mati væri það skaðlegt frekari framþróun bankans og þar með verðmæti hluta- bréfaeignar ríkisins ef þessi hlutverkaskipting er ekki virt … Þegar líða tók á síðasta starfsár þótti fráfarandi bankaráði sem Bankasýslan væri að fara inn á valdsvið þess,“ sagði Gunnar Helgi m.a. Eignarhluturinn um 220 milljarðar Eigið fé bankans var um áramótin 225 millj- arðar og eignarhlutur ríkisins um 220 milljarðar. Að mati Gunnars Helga eru allar líkur á að fjár- festar sem sýni áhuga á að kaupa hluti í Lands- bankanum verði innlendir. Því sé brýnt að þeir hafi trú á „að það sé í lagi að vera minnihlutaeig- andi með ríkið sem yfirgnæfandi hluthafa“. Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálf- stæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra. Hún var stofnuð 2009 og fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Ríkið þarf að lengja í 92 milljarða kr. skulda- bréfi við uppgjör milli gamla og nýja bankans. MOfmetið eignasafn »2 Veikir Lands- bankann  Formaður bankaráðs gagnrýnir Bankasýsluna Starfi í 5 ár » Fram kemur á vef Bankasýsl- unnar að hún skuli hafa lokið störfum eigi síð- ar en 5 árum eftir stofnun hennar. » Henni er m.a. ætlað að stuðla að samkeppni á fjármálamarkaði. Höfuðborgarbúar voru heldur betur undrandi í gær þegar tók að snjóa en fönnin fer frekar illa sam- an við þá skoðun margra að vorið sé komið. Hestamenn í Víðidal létu snjókomuna ekki stöðva sig enda harðir af sér og, líkt og hrossin, vanir öllu mögulegu veðri á hvaða árstíma sem er hér á landi. Morgunblaðið/Ómar Á fákum fráum í snjódrífu Um fjórðungur kjósenda í Norð- vestur- og Norðausturkjördæmum telur byggðamál einn mikilvæg- asta málaflokkinn á næsta kjör- tímabili. Þá telja 15-16% kjósenda í þessum kjördæmum og Suður- kjördæmi að samgöngumál séu meðal mikilvægustu málaflokk- anna. Í hugum kjósenda á suðvest- urhorninu eru þessir málaflokkar hins vegar ekki mikilvægir. Þar leggur um fjórðungur kjósenda áherslu á stjórnarskrármál og lítið færri á Evrópumál. Íbúar á lands- byggðinni leggja hins vegar minni áherslu á þessi mál. Kjósendur um allt land virðast hins vegar sammála um að skulda- mál heimilanna, heilbrigðismál og atvinnumál séu mikilvægustu mála- flokkarnir á næsta kjörtímabili. Þetta má lesa út úr könnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands gerði fyrir Rúnar Vilhjálms- son prófessor og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. gummi@mbl.is. MKosningar 2013 » 18-23 Misjöfn áhersla á sam- göngu- og byggðamál  Bandarísk yfirvöld hafa undir höndum mynd af karlmanni sem er grunaður um að hafa borið svarta tösku og hugsanlega skilið hana eftir þar sem sprengja sprakk við endamark Boston-maraþonsins á mánudaginn. Dagblaðið Boston Globe sagði frá þessu seint í gærkvöldi að íslensk- um tíma en mynd af hinum grunaða fylgdi ekki fréttinni. Þeir sem koma að rannsókn ódæðisverksins báru í gær til baka fréttir um að meintur tilræðismaður væri í haldi lögregl- unnar. »24 Telja sig hafa mynd af sprengjumanni Sorg Ungmenni komu saman við minningarathöfn í Boston í gær. –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG  „Stóru fyrirtækin eru meira eða minna að næra sig erlendis,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, um stöðuna í mann- virkjagerð. Húsagerð á vegum hins opinbera, við fangelsi á Hólmsheiði og fræða- hús við Háskóla Íslands hafi hleypt lífi í byggingariðnað og brátt hefj- ist framkvæmdir við Vaðlaheiðar- göng og Norðfjarðargöng. Nánast sé kyrrstaða í öðru. »4 Verkefni erlendis en víða kyrrstaða Skarfabakki Unnið við lengingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.