Morgunblaðið - 18.04.2013, Blaðsíða 1
Jón von Tetzchner, annar stofnenda
norska hugbúnaðarfyrirtækisins
Opera og fjárfestir, hefur komið með
um tvo milljarða króna til Íslands í
gegnum fjárfestingarleið Seðla-
bankans. Hann hefur sex sinnum
nýtt sér fjárfestingarleiðina. Sú leið
veitir 20% afslátt af krónukaupum
sé fjárfest hér á landi til langs tíma.
Jón efnaðist í Noregi en hætti sem
framkvæmdastjóri Opera árið 2010.
„Þær fjárfestingar sem ég hef
ráðist í frá því ég hætti hjá Opera
eru flestar hér á landi. Ég hef mikla
trú á því að Ísland eigi eftir að ná
aftur vopnum sín-
um með góðri við-
spyrnu,“ segir
hann
Á Íslandi hefur
hann einna helst
fjárfest í fast-
eignum en einnig
í fjórum minni
tæknifyrir-
tækjum: Oz, Bud-
in.is, SmartMedia
og Hringdu. Vegna áhættustýringar
kýs hann að fjárfesta mikið í fast-
eignum. »Viðskipti
Jón von Tetzchner
kom með tvo milljarða
Jón von
Tetzchner
F I M M T U D A G U R 1 8. A P R Í L 2 0 1 3
Stofnað 1913 89. tölublað 101. árgangur
BREGÐA SÉR Í
FJÖLMÖRG ÓLÍK
HLUTVERK
AF ÖR-
BIRGÐ OG
RÍKIDÆMI
BEST AÐ VERA
MEÐ MÖRG
JÁRN Í ELDINUM
VIÐSKIPTABLAÐ EINKAVERKEFNI DRIFKRAFTURINN 10KVENNAFRÆÐARINN 50
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Neikvæð afskipti Bankasýslu ríkisins af störfum
bankaráðs Landsbankans hafa komið niður á
störfum ráðsins og þannig lagt lamandi hönd á
stjórn bankans.
Þetta kom fram í ræðu
Gunnars Helga Hálfdan-
arsonar, fráfarandi for-
manns bankaráðs Lands-
bankans, í kveðjuræðu á
aðalfundi bankans í gær.
Vísaði hann þar til af-
skipta Bankasýslunnar
undanfarið ár.
Umrædd afskipti séu
handan hlutverks
Bankasýslunnar og komi
niður á getu bankaráðs
til að auka verðmæti
bankans sem er nú að
98% í eigu ríkisins og 2%
í eigu starfsmanna.
„Að mínu mati væri það skaðlegt frekari
framþróun bankans og þar með verðmæti hluta-
bréfaeignar ríkisins ef þessi hlutverkaskipting er
ekki virt … Þegar líða tók á síðasta starfsár þótti
fráfarandi bankaráði sem Bankasýslan væri að
fara inn á valdsvið þess,“ sagði Gunnar Helgi m.a.
Eignarhluturinn um 220 milljarðar
Eigið fé bankans var um áramótin 225 millj-
arðar og eignarhlutur ríkisins um 220 milljarðar.
Að mati Gunnars Helga eru allar líkur á að fjár-
festar sem sýni áhuga á að kaupa hluti í Lands-
bankanum verði innlendir. Því sé brýnt að þeir
hafi trú á „að það sé í lagi að vera minnihlutaeig-
andi með ríkið sem yfirgnæfandi hluthafa“.
Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálf-
stæða stjórn sem heyrir undir fjármálaráðherra.
Hún var stofnuð 2009 og fer með eignarhluti
ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Ríkið þarf að lengja í 92 milljarða kr. skulda-
bréfi við uppgjör milli gamla og nýja bankans.
MOfmetið eignasafn »2
Veikir
Lands-
bankann
Formaður bankaráðs
gagnrýnir Bankasýsluna
Starfi í 5 ár
» Fram kemur á
vef Bankasýsl-
unnar að hún
skuli hafa lokið
störfum eigi síð-
ar en 5 árum eftir
stofnun hennar.
» Henni er m.a.
ætlað að stuðla
að samkeppni á
fjármálamarkaði.
Höfuðborgarbúar voru heldur betur undrandi í gær þegar tók að snjóa en fönnin fer frekar illa sam-
an við þá skoðun margra að vorið sé komið. Hestamenn í Víðidal létu snjókomuna ekki stöðva sig
enda harðir af sér og, líkt og hrossin, vanir öllu mögulegu veðri á hvaða árstíma sem er hér á landi.
Morgunblaðið/Ómar
Á fákum fráum í snjódrífu
Um fjórðungur kjósenda í Norð-
vestur- og Norðausturkjördæmum
telur byggðamál einn mikilvæg-
asta málaflokkinn á næsta kjör-
tímabili. Þá telja 15-16% kjósenda
í þessum kjördæmum og Suður-
kjördæmi að samgöngumál séu
meðal mikilvægustu málaflokk-
anna.
Í hugum kjósenda á suðvest-
urhorninu eru þessir málaflokkar
hins vegar ekki mikilvægir. Þar
leggur um fjórðungur kjósenda
áherslu á stjórnarskrármál og lítið
færri á Evrópumál. Íbúar á lands-
byggðinni leggja hins vegar minni
áherslu á þessi mál.
Kjósendur um allt land virðast
hins vegar sammála um að skulda-
mál heimilanna, heilbrigðismál og
atvinnumál séu mikilvægustu mála-
flokkarnir á næsta kjörtímabili.
Þetta má lesa út úr könnun, sem
Félagsvísindastofnun Háskóla Ís-
lands gerði fyrir Rúnar Vilhjálms-
son prófessor og fjallað er um í
Morgunblaðinu í dag.
gummi@mbl.is.
MKosningar 2013 » 18-23
Misjöfn áhersla á sam-
göngu- og byggðamál
Bandarísk yfirvöld hafa undir
höndum mynd af karlmanni sem er
grunaður um að hafa borið svarta
tösku og hugsanlega skilið hana
eftir þar sem sprengja sprakk við
endamark Boston-maraþonsins á
mánudaginn.
Dagblaðið Boston Globe sagði frá
þessu seint í gærkvöldi að íslensk-
um tíma en mynd af hinum grunaða
fylgdi ekki fréttinni. Þeir sem koma
að rannsókn ódæðisverksins báru í
gær til baka fréttir um að meintur
tilræðismaður væri í haldi lögregl-
unnar. »24
Telja sig hafa mynd
af sprengjumanni
Sorg Ungmenni komu saman við
minningarathöfn í Boston í gær.
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
„Stóru fyrirtækin eru meira eða
minna að næra sig erlendis,“ segir
Árni Jóhannsson, forstöðumaður
mannvirkjasviðs hjá Samtökum
iðnaðarins, um stöðuna í mann-
virkjagerð.
Húsagerð á vegum hins opinbera,
við fangelsi á Hólmsheiði og fræða-
hús við Háskóla Íslands hafi hleypt
lífi í byggingariðnað og brátt hefj-
ist framkvæmdir við Vaðlaheiðar-
göng og Norðfjarðargöng. Nánast
sé kyrrstaða í öðru. »4
Verkefni erlendis
en víða kyrrstaða
Skarfabakki Unnið við lengingu.