Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tekist er á um fullveldisrétt á Svalbarðasvæðinu og jafnræðis- reglu fyrir norskum dómstólum. Þýski togarinn Kiel, sem er í eigu Deutsche Fischfang-Union, var í september í fyrra tekinn fyrir að hafa fengið of mikið af ýsu í tveim- ur hölum þar sem hann var að veiðum á hefðbundnum þorskmið- um á svæðinu. Miðað var við regl- ur sem giltu fyrir aðra en Norð- menn, Rússa og Grænlendinga. Útgerð og skipstjóri voru dæmd til sektar, alls að upphæð rúmlega ein milljón króna. LÍÚ vill að fast verði staðið á rétti Íslands á svæðinu Í grunninn snýst málið þó ekki aðeins um nokkur tonn af ýsu heldur, samkvæmt heimildum blaðsins, um heimild Norðmanna til að setja og breyta reglum sem mismuna þjóðum. Miklir hagsmun- ir geta verið í húfi og ákvað DFFU að fara með málið fyrir dómstóla. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur í mörg ár hvatt ís- lensk stjórnvöld til að standa fast á rétti Íslands á svæðinu. Í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu fyrir ári var fjallað um full- veldisréttinn og kom þar fram að Svalbarði var einskismannsland á 19. öld og þar til margar þjóðir undirrituðu Svalbarðasáttmálann í París 9. febrúar 1920. Noregur fékk þá fullveldisrétt á Svalbarða en með ýmsum tak- mörkunum sem helguðust m.a. af öðrum ákvæðum samningsins á grundvelli jafnræðisreglunnar. Takmarkanir þessar gilda jafnt á Svalbarða sjálfum, innan 12 mílna landhelginnar, innan 200 mílna lögsögunnar og á landgrunni Sval- barða. Þegnar ríkja sem undirrit- uðu Svalbarðasáttmálann skyldu t.d. hafa jafnan rétt til atvinnu- rekstrar, veiða og auðlindanýting- ar á sjó og landi. Norðmenn lýstu yfir 200 sjó- mílna fiskverndarsvæði út frá Svalbarða árið 1977 á grundvelli laga um norska efnahagslögsögu og töldu sig mega úthluta þar fisk- veiðikvótum með vísan til sögu- legra veiðiréttinda. Íslensk stjórn- völd viðurkenndu ekki rétt Noregs til að stjórna veiðum á svæðinu og það gerðu raunar ekki önnur ríki sem hagsmuna áttu að gæta. Ís- lendingar og fleiri töldu þessi yf- irráð ekki styðjast við Svalbarða- samninginn en norsk stjórnvöld hafa hafnað því að samningurinn, þ. á m. jafnræðisregla hans, gildi utan landhelgi Svalbarða, þ.e. í 200 mílna lögsögunni og á land- grunninu. Lengi rætt um að Íslendingar myndu höfða mál Íslendingar gerðust aðilar að Svalbarðasamningnum árið 1994 og fengu þar með hlut í rétti aðild- arríkja sáttmálans. Um miðjan 10. áratug síðustu aldar var það tals- vert rætt hér á landi að höfða mál gegn Norðmönnum fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag til að skera úr um rétt þeirra á svæðinu í kring- um Svalbarða. Svalbarði Frá Longyearbyen, helsta þéttbýli Svalbarða.  Tekist á um fullveldisrétt og jafnræði  DFFU leitar réttar síns fyrir dómi Miklir hags- munir í húfi við Svalbarða Þökulagnir - Sólpallasmíði - Hellulagnir ofl. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Það er aðeins ein vika síðan ég þurfti að flýja heimili mitt. Þá voru eldarnir komnir svo nálægt að við sáum þá greinilega. Það er mjög erf- ið tilfinning að þurfa að ganga frá heimili sínu og reyna að ákveða í flýti hvað á að taka með, vitandi að það sem skilið er eftir verði hugsanlega ekki til staðar daginn eftir,“ segir Eva María Einarsdóttir, íslensk kona sem býr í Prescott í Arizona, um skógareldana á svæðinu. Á sunnudag létust 19 slökkviliðs- menn frá Prescott í eldunum. Eva María fékk að snúa aft- ur heim og nú loga eldarnir í um 25 mílna fjarlægð. „Það eru allir gríðarlega sorgmæddir hér í bænum, en um leið er fólk duglegt að rétta fram hjálpar- hönd,“ segir Eva sem hef- ur búið í bænum í 24 ár. Tvö börn hennar, 12 og 16 ára, búa hjá henni. Mik- ill reykur er í bænum og að sögn Evu skiptir vindáttin öllu máli um það hvernig eldurinn muni þróast. „Ég hef mikl- ar áhyggjur, það getur allt breyst á örskotsstund.“ Bjóða húsaskjól Eva María er hárgreiðslumeistari í bænum. „Það sem snerti mig einna mest var að kærasti viðskiptavinar míns lést í eldinum. Hann var 30 ára gamall. Það er ósanngjarnt þegar ungt fólk er tekið í burtu með þess- um hætti,“ segir Eva, sem hefur opn- að heimili sitt fyrir fjölskyldur í neyð. „Fólk er duglegt við að bjóða þeim húsaskjól sem hafa misst heim- ili sín í eldunum eða hafa þurft að flýja.“ Talið er að um 250 heimili hafi nú þegar brunnið. Margir sem hafa misst heimili sín dvelja í skólum, kirkjum og hótelum í Prescott. „Það er einnig mikil hætta af dá- dýrum, villisvínum og öðrum villtum dýrum í bænum sem hlaupa yfir vegi þar sem þau eru að flýja eldinn. Fólk þarf að hafa varann á við akstur á götunum hérna,“ segir Eva María. Stranglega hefur verið bannað að kveikja eld utandyra. Ekki má t.d. kveikja á eldspýtu, kerti eða grilli. Þurfti að flýja heimili sitt vegna skógarelda  19 slökkviliðsmenn létust við slökkviliðsstörf í Arizona María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra og Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra hafa óskað eft- ir því á fundi með oddvitum stjórnarandstöðuflokkanna að sam- komudegi nýs þings í haust verði frestað en samkvæmt þingskapalög- um ætti þing að koma saman 10. september. „Við höfum opnað á um- ræður um það og það hefur mætt ágætum skilningi hjá öðrum flokk- um,“ segir Bjarni Benediktsson. „Nú þegar þingsetningardagur hefur færst fram þá er tími til að leggja fram fjárlagafrumvarpið knappari en áður. Þar að auki mun í haust taka gildi ný regla sem kveður á um að ríkisstjórninni beri líka skylda til að koma með tekjuöflunarfrumvörp á sama tíma og fjárlagafrumvarpið er lagt fram en fram að þessu hafa þau alltaf verið mun seinna á ferðinni. Þegar þessir þættir fara saman við kosningaár og þegar þingað hefur verið um sumarið þá er ljóst að menn lenda í tímaþröng hvað þetta varð- ar.“ Menn tregir til samstarfs „Já, það hefur verið rætt við okkur og við munum taka það til athugun- ar,“ segir Árni Páll Árnason, þing- maður Samfylkingarinnar. „Ég neita því ekki að maður er tregur til þess að verða við þeirri beiðni þar sem maður ætlast til þess að ríkisstjórnin ráði við það að gera fjárlög á réttum tíma í samræmi við lagaákvæði. Sér- staklega í ljósi þess að undanfarið hefur mikil áhersla verið lögð á það að bæta vinnubrögð við gerð fjár- laga.“ Ögmundi Jónassyni, þingmanni VG, virðist lítast verr á hugmyndina, miðað við orð hans á Alþingi í gær- kvöldi: „Við erum að tala um það, að með þeim pennastrikum sem við er- um að verða vitni að núna er verið að skerða á næstu mánuðum tekjur rík- issjóðs um 12 milljarða króna. Og síðan heyrist það fljúga fyrir hér í þinginu, að menn séu að tala um það í alvöru að fresta þinginu í haust vegna þess að ríkisstjórnin kunni að þurfa meiri tíma til að ganga frá fjár- lögum. Það er ekki að undra ef vinnubrögðin eru þessi.“ Vilja fresta haustþingi  Segja knappan tíma til fjárlagagerðar  Breyta þarf þingskapalögum  Árni Páll tregur til að verða við beiðninni Slökkviliðsmenn berjast enn við gríðarlega skógarelda í Arizona- ríki, en talið er að um 3.200 hektarar hafi brunnið. Bætt hefur í vind á svæðinu sem gerir baráttu við eldinn enn erfiðari. Í gær voru um 400 slökkviliðsmenn að störfum við að slökkva eldinn og hafði þeim fjölgað um helming frá því á sunnudag. Um 250 heimili í bænum Yarnell hafa brunnið. Slökkviðliðsmennirnir 19 sem létust voru í sérsveit slökkviliðsins gegn skógar- eldum. Aðeins einn úr teyminu lifði af. Yngsti slökkviliðsmaðurinn sem lést var 21 árs gamall. Vindur eflir eldinn meira 250 HEIMILI BRUNNIN AFP Eldar Íslensk kona sem býr í Prescott í Arizona þurfti að flýja heimili sitt í síðustu viku en býður nú fólki húsaskjól sem misst hafa heimili sín. Yfir bænum er mikill reykur og er eldurinn nú í um 25 mílna fjarlægð frá Prescott.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.