Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Það var mjög gaman að flytja
jómfrúræðuna í dag. Það var fín æf-
ing að brjóta ísinn með fyrirspurn
til menntamálaráðherra,“ segir
Freyja Haraldsdóttir, varaþing-
maður Bjartrar framtíðar sem
flutti jómfrúræðu sína á Alþingi í
gær í umræðum um störf þingsins.
Freyja vakti athygli á því að
breytingar á reglum Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna um náms-
framvindu kæmu sér illa fyrir
ákveðna hópa, til að mynda ein-
stæða foreldra, fatlaða námsmenn
og foreldra langveikra barna.
Spurði hún hvernig ætti að tryggja
að slíkum hópum yrði ekki mis-
munað með nýjum reglum.
Illugi lagði áherslu á að verið
væri að breyta reglunum um náms-
framvindu til samræmis sem áður
var. Þá gat ráðherrann þess að
hann ætti fund með forystumönn-
um námsmannahreyfinganna þar
sem málefni meðal annars fatlaðra
og langveikra barna yrðu til um-
ræðu varðandi breytingar á reglum
LÍN.
Lærir á hverri sekúndu
„Það er mikill heiður að fá að
starfa á Alþingi þó það sé bara í
nokkra daga, mér er mjög umhug-
að um að vanda mig og standa mig
vel,“ segir Freyja sem bætir við að
dagarnir sem hún hafi nú setið á
þingi hafi verið góðir. Freyja situr
á Alþingi fyrir Guðmund Stein-
grímsson, formann Bjartrar fram-
tíðar, til og með fimmtudegi.
„Ég er að læra eitthvað nýtt á
hverri einustu mínútu og ég við-
urkenni að þetta er smá stress. En
þetta mun þroska mann alveg pott-
þétt.“
Vonast eftir betra aðgengi
„Auðvitað er það ekki ásættan-
legt að geta ekki flutt ræðu úr
pontu í nútímasamfélagi. Við ætt-
um að vera farin að átta okkur á því
að fatlað fólk fari líka á þing. Það
eru hinsvegar allir að gera sitt
besta í stöðunni og það var allt í
góðu,“ segir Freyja en hún flutti
ræðuna úr sæti sínu þar sem hljóð-
nema var komið fyrir og myndavél-
arnar stilltar með öðrum hætti.
„Ég veit af því að það er verið að
vinna við að gera breytingar og ég
vona að það gangi hratt og vel fyrir
sig,“ segir Freyja, en hún vonar að
breytingin verði á kjörtímabilinu,
mikilvægt sé að gera breytingar
sem þessar alls staðar í samfélag-
inu og þar með talið á Alþingi.
Átti sig á að fatlaðir fara líka á þing
„Ekki ásættanlegt að geta ekki flutt ræðu úr pontu í nútímasamfélagi“ Jómfrúræðan var
fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra Langar að vanda sig og standa sig vel
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Ræðumaður Freyja flutti ræðuna úr stól sínum en ekki úr pontu.
Sunna Sæmundsdóttir
sunnasaem@mbl.is
Til stendur að reisa metangasverk-
smiðju á næstu misserum. Áætluð
staðsetning er í Álfsnesi, en þangað
fer allt óflokkað sorp á höfuðborg-
arsvæðinu, þar með talinn lífrænn
úrgangur. Verkefnið er á vegum
SORPU og fjárfestingin er áætluð
upp á tvo milljarða króna. „Verk-
smiðjan myndi spara okkur mikinn
tíma. Það sem með henni vinnst er að
metanið í verksmiðju myndast á
þremur til fjórum vikum. Ferlið tek-
ur allt frá tíu upp í þrjátíu ár, eins og
staðan er í dag,“ segir Björn H. Hall-
dórsson, framkvæmdastjóri
SORPU. Þá verður einnig unnt að
stýra framleiðslunni betur, hægt
verður að stjórna atriðum líkt og
hitastigi og pH-gildi. Þegar metanið
er tekið upp úr urðunarhaugnum er
hins vegar litlu hægt að stjórna.
SORPA er eini metangasframleið-
andi landsins, en í dag er metanið
framleitt með þeim hætti að hauggas
er tekið upp úr urðunarstaðnum og
hreinsað. Við hreinsunina verður
metanið eftir, en það myndar sjálft
eldsneytið.
Verksmiðjunni er ætlað að taka
við öllum lífrænum úrgangi frá heim-
ilum ásamt einhverju magni frá at-
vinnulífinu, þó ekki sé komin ná-
kvæm áætlun um endanlega stærð
hennar.
Björn segir eftirspurn eftir met-
aneldsneyti sífellt vera að aukast.
Notkun metaneldsneytis er í dag um
2.000 smábílaígildi, en ef bílarnir
sem það nota eru taldir gerir það um
1300-1400 ökutæki.
Metaneldsneytið telst vera um-
hverfisvænni kostur en hefðbundið
eldsneyti og einnig er það töluvert
hagkvæmara. Miðað við verðlag
eldsneytis í gær er rúmmetri af met-
angasi um 39% ódýrari en lítri af
bensíni, en metangasið var á 149 kr.
og bensínið á 246 kr. Orkunýtingin
er svo til sú sama.
Framleiðslutími styttur um áratugi
Sorphaugar Hér vinna starfsmenn að þjöppun sorphauganna í Álfsnesi.
Metangasverksmiðja fyrirhuguð í Álfsnesi Fjárfesting fyrir tvo milljarða króna Framleiðsla
sem nú tekur áratugi tæki einungis nokkrar vikur Ætlað að taka við öllum lífrænum úrgangi heimila
Um 100 hjólabrettaiðkendur og stuðningsmenn
íþróttarinnar tóku þátt í mótmælum á Ingólfs-
torgi í gær. Þeim finnst að sér þrengt eftir að
grasflöt, stólum og nú síðast stórum blómapotti
var komið fyrir á torginu.
Andri Sigurður Haraldsson segir að nú séu tvö
höfuðvígi hjólabrettakappa að falla; Hjartagarð-
urinn og Ingólfstorg, þar sem hjólabrettamenn-
ingin hafi orðið til.
Morgunblaðið/Golli
Barist fyrir
brettatorgi
„Við fórum fyrst
að græða landið
upp í kringum
Landeyjahöfn ár-
ið 2007, en þá
sáðum við mel-
gresi. Árið 2010
kláruðum við svo
að sá á öllu svæð-
inu,“ segir Gúst-
av M. Ásbjörns-
son, héraðs-
fulltrúi hjá Landgræðslu ríkisins.
Svæðið er nú iðagrænt og ljóst að
landgræðslan hefur tekist vel. „Það
hefur sprottið mjög vel upp þarna,
við höfum borið tilbúinn áburð á
svæðið um það bil árlega og mun
verkefnið klárast á þessu ári eða
því næsta.“
Markmiðið er að svæðið standi
undir sér sjálft. Auk melgresis var
einnig sáð einhverju af lúpínu-
fræjum, en lúpínan hefur látið á sér
standa enn sem komið er. Búist er
við lágum gróðri á svæðinu. „Það
gætu í mesta lagi komist einhverjir
víðirunnar í efri hluta svæðisins, en
annars verður þarna aðallega
gras.“ bmo@mbl.is
Melgresið
þekur Land-
eyjasand
Uppgræðsla geng-
ur vel Lýkur í ár
Stækkun á endurvinnslu-
stöðvum Sorpu í Ánanaustum í
Reykjavík og Blíðubakka í Mos-
fellsbæ hefur verið samþykkt af
stjórn félagsins, en áformin
bíða þó enn staðfestingar eig-
enda. Reisa á tvo móttökuskúra
og breyta á móttökunni að
skilagjaldsskyldum umbúðum
að kröfu Endurvinnslunnar. Til
stendur að hafa vélræna flokk-
un sem les strikamerki og þarf
því hvorki að flokka né telja
dósir eða flöskur.
Lesa merkin
VÉLRÆN FLOKKUN
Skannaðu
kóðann til að
sjá ræðuna.