Morgunblaðið - 02.07.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
Sumarheftið
komið út
Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og
menningu — hefur nú komið út í níu ár
í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári
— vetur, sumar, vor og haust.
Tímaritið fæst í lausasölu í helstu
bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum,
en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr.
Áskriftarsími: 698-9140.
Björn Bjarnason skrifar:
Skömm þeirrasem stóðu að
ákærunni að Geir H.
Haarde er nú komin
á spjöld mannrétt-
indasögu Evr-
ópuráðsins.
Málið er bletturfyrir íslenskt
stjórnmálalíf og er í
raun ótrúlegt að
meirihluti þing-
manna skuli hafa
gengið erinda Steingríms J. Sigfús-
sonar, formanns VG, í þessu máli.
Hann sagðist hafa greitt atkvæðimeð ákærunni „með sorg í
hjarta“ en lét Þuríði Backman,
flokkssystur sína og samþingmann
frá NA-kjördæmi, verða sér enn
frekar til skammar á Evrópuráðs-
þinginu í Strassborg með séráliti við
álitið að baki tillögunni sem þingið
samþykkti föstudaginn 28. júní.
Sagt var frá málinu í sjónvarps-
fréttum ríkisins í kvöld.
Hið furðulega við þann frétta-flutning var að birtar voru
myndir frá Brussel af byggingum
Evrópusambandsins undir text-
unum.
Varla er fréttastofan svo illa aðsér að hún geri ekki mun á Evr-
ópusambandinu og Evrópuráðinu?
Ekki tók síðan betra við í frétta-tímanum þegar birt var viðtal
við Martin Schulz, forseta ESB-
þingsins, og ummæli hans um lýð-
ræðisríki þýdd á þann veg að hann
talaði um „lýðveldi“. Lýðræðisríki
geta vissulega verið lýðveldi en þau
geta einnig verið konungdæmi, lýð-
veldi á íslensku er notað um stjórn-
kerfi þar sem þjóðhöfðinginn er for-
seti.“
Geir H. Haarde
Með skömm í hjarta
STAKSTEINAR
Steingrímur J.
Sigfússon
Veður víða um heim 1.7., kl. 18.00
Reykjavík 10 léttskýjað
Bolungarvík 8 skýjað
Akureyri 8 skýjað
Nuuk 1 þoka
Þórshöfn 10 alskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 léttskýjað
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 23 léttskýjað
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 13 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 16 léttskýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 22 skýjað
Vín 21 léttskýjað
Moskva 22 skýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 11 léttskýjað
Montreal 12 súld
New York 14 skýjað
Chicago 10 léttskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:09 23:56
ÍSAFJÖRÐUR 1:57 25:18
SIGLUFJÖRÐUR 1:27 25:14
DJÚPIVOGUR 2:25 23:38
„Lögreglumenn upplifa ekki veruleikann eins og
hann birtist í þessum tölum vegna þess að færri
lögreglumenn eru til staðar nú en áður,“ segir
Ólafur Örn Bragason, deildarstjóri hjá ríkislög-
reglustjóra, um þá tölfræði afbrota sem greint var
frá í Morgunblaðinu á laugardag.
Þar kom fram að hefðbundnum ofbeldis- og
auðgunarbrotum hefur fækkað hér heima jafnt
sem erlendis á undanförnum árum, en Snorri
Magnússon, formaður Landssambands lögreglu-
manna, sagði veruleika lögreglu vera annan í
Morgunblaðinu í gær.
„Gríðarleg fækkun í lögreglustétt síðustu ár út-
skýrir þetta að hluta. Það er ekkert minna að gera
hjá einstökum lögreglumönnum heldur þvert á
móti meira álag á hvern og einn eftir niðurskurð.“
Breytt skráningarkerfi veldur misræmi
Ólafur segir breytt skráningarkerfi geta valdið
misræmi í mælingum líkt og Snorri talaði um, en
lögreglan tók upp nýtt skráningarkerfi árið 2005.
„Áður fyrr gat líkamsárás verið skráð þegar
tveir menn voru að pústra og enginn slasaðist eða
kærði. Í dag þarf hins vegar að liggja fyrir kæra
eða alvarlegar afleiðingar til að það teljist vera
líkamsárás.“
Ólafur bendir á að minniháttar líkamsárásum
hefur fækkað frá 2007-2011 en á sama tíma er lítill
marktækur munur á tíðni alvarlegra líkamsárása.
„Slíkar árásir koma inn á borð rannsóknarlög-
reglumanna og því finna þeir ekki fyrir þessari
fækkun á minniháttar árásum.“
Alþjóðleg þróun nær líka til Íslands
Minniháttar afbrotum fer fækkandi í Evrópu og
Bandaríkjunum og Ólafur telur Ísland ekki vera
undanskilið slíkri þróun. Hann tekur undir orð
Helga um að aldursdreifing sé mikilvægur áhrifa-
valdur þar sem hæsta tíðni afbrota er hjá fólki á
aldrinum 15-25 ára. „Fjöldi einstaklinga í árgangi
skiptir gríðarlega miklu máli og það endurspegl-
ast í færri brotum.“ jonheidar@mbl.is
Fækkun lögregluþjóna skýrir mun