Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 13

Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17. citroen.is CITROËN C3 FRÁ 2.490.000 KR. Einstaklega sparneytinn, lipur og þægilegur. Notar einungis frá 3,4 l/100 km í blönduðum akstri. Há sætisstaða, gnótt rýmis og ríkulegur staðalbúnaður veita þér hámarks notagildi og frelsi. Auk þess fær hann frítt í stæði í Reykjavík. C3MEÐ FRUMLEIKA KEMUR FRELSI Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu Umferð einkaflugvéla og þotna er nú aftur að aukast eftir að hafa dal- að töluvert frá árinu 2008. „Ísland er aftur að sjá aukningu, á undan Ameríku og Evrópu, vegna góðrar staðsetningar í Atlantshaf- inu,“ segir Davíð Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Suðurflugs, sem þjón- ustar einkavélar á Keflavíkur- flugvelli. Hann segir viðskiptin hafa dregist saman um 30% árið 2008, en nú sjái hann aftur hæga stígandi. „Við fórum hratt niður og förum hratt upp aftur miðað við önnur lönd.“ Farþegar eru sóttir á þyrlu Mest er umferðin yfir sumarmán- uðina, en Davíð segir töluvert um að menn sem eigi slíkar vélar komi hér við, fari í Bláa lónið, skoði Gullfoss og Geysi eða aðrar náttúruperlur, og haldi svo ferð sinni áfram. Þá segir hann veiðitímann sem nú stendur yfir vera mikinn annatíma og koma þá stundum limmósínur eða þyrlur að sækja ferðalangana og flytja þá á réttan áfangastað. „Fræga fólkið kemur einnig mikið í gegn, en hér fær það að nota aðstöð- una hjá okkur, fá sér sitt kaffi og vera í friði fyrir ágangi fjölmiðla á meðan bensíni er dælt á þotuna.“ Stórfyrirtæki eiga einkaþotur Forstjórar og háttsettir starfs- menn stórfyrirtækja líkt og Coca- cola, Pepsi og Harley-Davidson eru einnig algeng sjón, en Davíð segir fyrirtæki af þeirri stærðargráðu gjarnan hafa yfir einkaþotu að ráða og þurfa að millilenda hér þegar ferðin er löng. Suðurflug veitir einnig sjúkra- flugvélum sem hér þurfa að milli- lenda þjónustu, en hann segir bein- brotnu fólki á landinu eflaust fjölga mikið í febrúar og mars þegar verið er að sækja brotna Ameríkana í Alp- ana. sunnasasem@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Einkaþotur Sex einkavélar lentu á Reykjavíkurflugvelli um liðna helgi. Umferð einkavéla færist í aukana  Dróst saman um 30% árið 2008 Þrátt fyrir heldur færri sólardaga í júní en oft áður á Suðvesturlandinu og úrkomu yfir meðallagi telst tíð- arfarið í nýliðnum mánuði hag- stætt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Óvenjuhlýtt var á Akureyri, en mánuðurinn mun líklega verða íbú- um höfuðborgarsvæðisins minnis- stæður vegna fárra tækifæra til að njóta sólarinnar. Óvenjuhlýtt á Akureyri Meðalhitinn á Akureyri í júní- mánuði var 11,4 stig og hefur ekki verið jafn hár síðan í júní árið 1953, eða í 60 ár. Aftur á móti mældist meðalhitinn í Reykjavík 9,9 stig og er það 0,6 stigum undir meðaltali síðustu tíu júnímánaða. Hæsti hiti mánaðarins mældist á sjálfvirkri stöð á Skjaldþingsstöð- um þann 10. júní, eða 22,8 stig. Hæstur var meðalhiti mánaðarins á Torfum í Eyjafirði, 11,7 stig. Lægstur var meðalhitinn á Brúar- jökli, 2,7 stig. Á láglendi var með- alhitinn lægstur í Seley, 6,6 stig. Lægstur mældist hitinn á Brúar- jökli þann 2. júní síðastliðinn, 4,3 gráðu frost. Bíða enn eftir sólinni Reykvíkingar hafa beðið lengi eftir sólinni, en óvenjusólarlítið var í borginni í júní. Sólskinsstundirnar mældust aðeins 121,7 í borginni en á Akureyri var hins vegar óvenju- sólríkt. Sólskinsstundir mánaðar- ins mældust 260,6 og er það 84 stundum fleiri en í meðalári. Kvartanir höfuðborgarbúa vegna vætutíðar að undanförnu eru víst ekki úr lausu lofti gripnar. Í júní mældist úrkoma í Reykjavík 65,6 mm og er það 30 prósentum um- fram meðallag. Úrkomudagar hafa ekki verið fleiri í júní í Reykjavík síðan 2003. Úrkoma á Akureyri mældist 8,1 mm í júní og er það rúmlega fjórðungur meðalúrkomu í þessum mánuði. Þurrkmet voru sett á nokkrum stöðvum um landið norðaustan- og austanvert. Hlýtt fyrri hluta árs Hlýtt hefur verið fyrstu sex mán- uði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meðalhiti í Reykjavík þessa mánuði er 4,2 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi ár- anna 1961 til 1990 en 0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík er úrkoma það sem af er ári um 9% yfir meðallagi, en í meðallagi á Akureyri. Sólskins- stundir það sem af er ári eru um 100 umfram meðallag í Reykjavík, en um 50 umfram meðallag á Ak- ureyri. larahalla@mbl.is Nutu sólarinnar sjaldnar en oft áður  140 fleiri sólarstundir í júní á Akureyri en í Reykjavík Morgunblaðið/Styrmir Kári Setið og beðið eftir sólinni Reykvíkingar nutu 121,7 sólarstunda í nýliðnum júnímánuði en á Akureyri mældust stundirnar 260,6. Á höfuðborgarsvæðinu bíða því enn margir eftir sólinni og líta björtum augum til júlímánaðar. Andstæður » Meðalhiti á Akureyri mæld- ist 11,4 stig í júní en 9,9 stig í Reykjavík. » Sólskinsstundir mældust 260,6 á Akureyri í júní en 121,7 stundir í Reykjavík. » Úrkoma í Reykjavík mældist 65,6 mm í júní en aðeins 8,1 mm á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.