Morgunblaðið - 02.07.2013, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ráðgjaf-arhópuriðnaðar- og
viðskiptaráðherra
um mögulega lagn-
ingu raforku-
sæstrengs til Evrópu skilaði
niðurstöðum í liðinni viku. Nið-
urstöðunum fylgdu sérfræðiálit
sem keypt höfðu verið auk til-
lagna hópsins. Tillögurnar voru
í meginatriðum þær að ástæða
væri til að halda áfram að skoða
málið og ræða við bresk stjórn-
völd um möguleg tækifæri til
orkusölu þangað.
Af sérfræðiálitunum og
skýrslu ráðgjafarhópsins fer
ekki á milli mála að óvissan um
raforkustrenginn er gríðarlega
mikil, hvort sem litið er til hag-
kvæmni eða tæknilegra þátta,
en raforkustrengur héðan og til
Skotlands yrði sá lengsti og
dýpsti í heimi og þegar af þeirri
ástæðu er óvissan mikil.
Óvissan um áhrif á kostnað
heimilanna í landinu er einnig
töluverð, en þó er nokkuð ljóst
að verð á raforku mundi hækka.
Þá er umhverfisþátturinn einn-
ig nokkurri óvissu háður, en þó
má ætla að þrýstingur um aukn-
ar virkjanir, hvort sem um er að
ræða jarðhita-, vatnsafls- eða
vindorkuvirkjanir, mundi
aukast.
Sem stendur er lítið sem ekk-
ert hægt að segja um hag-
kvæmni raforkustrengsins enda
áætlaður kostnaður og áætlaðar
tekjur á svo breiðu bili að litla
vísbendingu gefur.
Við alla þessu óvissu bætist
nú, og hefur farið vaxandi,
óvissa vegna orkubúskapar
Breta og þeirra aðgerða sem
þar kann að verða gripið til. Hér
á landi hafa áhugamenn um
könnun raforkusæstrengs ekki
síst litið til þess að orkubúskap í
Evrópu hefur farið hrakandi og
að á Bretlandi er að óbreyttu
spáð mögulegum orkuskorti á
næstu árum. Þetta hljómar
óneitanlega áhuga-
vert fyrir mögulega
orkusala, en þá er
nauðsynlegt að
hafa í huga þær að-
gerðir sem Bretar
kunna að grípa til vegna þessa
ástands.
Daginn eftir að ráðgjafar-
hópurinn íslenski skilaði ráð-
herra skýrslu sinni um raf-
orkusæstreng fengu bresk
stjórnvöld í hendur niðurstöðu
jarðfræðikönnunar á mögulegu
magni af gasi sem vinna mætti
úr leirsteini (e. shale gas). Þetta
jarðgas hefur valdið byltingu í
orkubúskap Bandaríkjanna á
síðustu árum og þó að Evrópa
hafi stigið varlegar til jarðar í
þessum efnum er ekki ástæða til
að ætla að þar verði þessar auð-
lindir látnar liggja óhreyfðar
þrátt fyrir hækkandi orkuverð.
Þetta má meðal annars lesa
út úr bresku jarðfræðikönn-
uninni og viðbrögðum við henni.
Könnunin bendir til að meira sé
af jarðgasi undir bresku landi
en áður var talið og að þótt að-
eins um tíundi hluti þess væri
vinnanlegur gæti það uppfyllt
gasþörf Breta næstu fjörutíu
árin. Óvissan um magnið er
mikil en ekki er ósennilegt að
um sé að ræða töluvert meira
gas en Bretar hafa unnið úr
Norðursjó frá upphafi, eða fyrir
rúmum fjórum áratugum.
Breski orkumálaráðherrann
segir niðurstöðurnar spennandi
og að Bretland sé farið að taka
þessa gasvinnslu alvarlega enda
geti hún þýtt lægri orkureikn-
ing fyrir neytendur.
Eins og áður segir komst ís-
lenski ráðgjafarhópurinn að því
að ástæða væri til að skoða
mögulegan raforkusæstreng
nánar. Sjálfsagt er að gera það,
en þó er óvissan slík og áhættu-
þættirnir svo stórir, að óhjá-
kvæmilegt er að farið verði
gætilega og væntingum stillt
mjög í hóf.
Óvissan er óþægi-
lega mikil og ábat-
inn alls ekki vís}
Raforkusæstrengur
Vef-Þjóðviljinntelur að þing-
mennirnir sem
samþykktu að gefa
út ákæru á hendur
Geir Haarde hafi
orðið sér til
skammar:
„Margir þessara
þingmanna sitja
enn á þingi. Tveir eru ráð-
herrar.
Eitt það versta við ákvörð-
unina um ákæru var að margir
þingmenn, sem hana tóku, virt-
ust alls ekki skilja á hvaða for-
sendum þeir mættu gera það.
Margir þeirra töluðu nefnilega
eins og þeir tækju ekki afstöðu
til sektar eða sakleysis, það
ætti bara að fá niðurstöðu um
það fyrir lands-
dómi. Slíkt er frá-
leitt. Ákærandi má
ekki gefa út ákæru
nema hann telji
meiri líkur á sak-
fellingu en sýknu.
Hann má ekki gefa
út ákæru til að
prófa. Eða til að
friðþægja einhverjum. Eða af
því að vitnaleiðslurnar geti orð-
ið fróðlegar eða að það væri
bara betra fyrir Geir að „fá að
hreinsa sig“.
Það er ótrúleg misnotkun á
ákæruvaldi þegar þingmenn
greiða atkvæði með ákæru, án
þess að vera sjálfir alveg sann-
færðir um sekt mannsins.“
Þetta er bæði rétt og satt.
Það segir ekkert um
lögin um Landsdóm
að eftir 100 ár
ákváðu pólitískir
misindismenn að
misnota þau }
Urðu sér til skammar S
tundum er sagt að skattarnir sem
við greiðum í sameiginlega sjóði
séu gjald fyrir siðað samfélag.
Auðvitað kostar sitt að halda úti
þjóðfélagi með styrka innviði vel-
ferðar og þjónustu. Skýrara verður þetta
varla og fyrir vikið borga flestir skattana sína
án þess að röfla neitt að ráði. Þá er líka svo
ljómandi gott að fólk getur, séu forsendur og
skilyrði til staðar, fengið opinberan stuðning
til alls mögulegs. Ef hlutirnir eru til þess
fallnir að bæta mannlífið má oft fá klink í
kassann. Öflugt menningarstarf er okkur al-
veg bráðnauðsynlegt og listamannalaun nýt-
ast skapandi fólki vel. Úr þess smiðju kemur
margt ágætt sem gefur okkur alþýðunni
tækifæri til þess að sjá tilveruna í nýju ljósi.
Til þess er leikurinn líka gerður.
Í síðustu viku skapaðist nokkur umræða um hvort
starfsstyrkir sem rithöfundarnir Bjarni Bjarnason og
Jónína Leósdóttir, makar tveggja ráðherra í fyrrverandi
ríkisstjórn, nutu, hefðu verið fyrirgreiðsla og spilling af
síðustu sort. Ekkert bendir til að svo sé, en hitt er annað;
hverjir njóta opinbers stuðnings af þessum toga verður
alltaf umdeilanlegt. Vargdýr eru alltaf snögg að finna
bráðina. Almennt er umræðan um listamannalaunin eins
og hún birtist okkur í síðustu viku þó alveg fáránleg. Hún
er hins vegar auðskilin og hentar því vel þegar sýna skal
pólitísk töfrabrögð
Til þess að gera hefur verið nokkur almenn samstaða
um listamannalaun og þess stuðnings sem
kúnstverkið nýtur. Vissulega er deilt um blæ-
brigðamun en meginlínurnar eru skýrar. Sama
gildir um landbúnaðarmál. Fyrirkomulag þess
stuðnings sem búskapur í sveitum landsins nýt-
ur hefur verið óbreytt um árabil og er nokkuð
almenn samstaða um það.
Með góðum vilja má þó búa til glæp úr mál-
inu. Á Alþingi sitja að minnsta kosti tveir mekt-
arbændur, hvor úr sínum stjórnarflokknum, og
eðlilega fá bú þeirra beingreiðslur úr ríkissjóði,
en þær eru stuðningur við landbúnaðinn og
jafnframt niðurgreiðsla á verði til neytenda.
Þingbændurnir Haraldur Benediksson á Vest-
ari-Reyni undir Akrafjalli og Ásmundur Einar
Daðason á Lambeyrum í Dölum, eru því, svo
röksemdirnar um listamannalaunin séu notuð,
báðir á ríkisjötunni og þar með gjörspilltir. Eða
finnst einhverjum svo vera? Ég held varla – enda sýnir
þetta að umræðan um listamannalaunin er úti í hött.
Öll njótum við velferðar og opinbers stuðnings á ein-
hvern hátt og í flestum tilvikum á fullkomlega eðlilegum
forsendum. Gamli maðurinn sem ég sá í apótekinu spurði
um hve mikið tryggingarnar greiddu í lyfjaskammtinum.
Foreldrarnir sem ég talaði við þurfa með barnið sitt til
læknis og fá þjónustuna niðurgreidda. Og svo framvegis.
Já, þetta er auðvitað ofboðsleg spilling, rétt eins og lista-
mannalaunin og landbúnaðurinn.
En svona án gríns, eigum við ekki að lyfta umræðunni á
örlítið hærra plan? sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Á örlítið hærra plan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Líf og fjör var hjá smábáta-sjómönnum um allt land ígær. Nýtt tímabil strand-veiða hófst með nýjum
mánuði og í gær mátti hefja króka-
veiðar á makríl. Fyrstu bátarnir
héldu til makrílveiða í gærmorgun,
en makríll hefur þegar gengið inn á
Breiðafjörð og þar hefur frést af
vaðandi makríl. Víðast hvar gaf til
veiða í gær og samkvæmt upplýs-
ingum um sjósókn á vef Landhelg-
isgæslunnar voru hátt í 800 skip og
bátar af öllum stærðum og gerðum á
sjó um hádegi í gær.
Áhugi umfram væntingar
Alls koma 3.200 tonn af makríl í
hlut báta sem stunda færaveiðar á
makríl. Veiðunum er stýrt innan
tveggja tímabila, þannig að í júlí má
veiða allt að 1.300 tonn og frá 1.
ágúst til vertíðarloka 1.900 tonn.
Áhugi á veiðunum er langt umfram
það sem búist var við og var sótt um
leyfi fyrir alls 239 báta á vertíðinni. Í
fyrra stunduðu 17 bátar færaveiðar
á makríl. Ekki er ljóst hversu marg-
ir skila sér til veiðanna í ár og eitt-
hvað var um að nauðsynlegir papp-
írar væru ekki til staðar þegar sótt
var um leyfin fyrir um tveimur mán-
uðum.
Á strandveiðum er landinu
skipt í fjögur veiðisvæði og á A-
svæði frá Arnarstapa til Súðavíkur
hefur leyfilegur hámarksafli náðst
bæði í maí og júní. Veiðidagar í maí
voru 11 og 9 í júní. Langflestir bátar
eru skráðir til strandveiða á þessu
svæði og hafa 232 verið notuð af alls
620 nýttum leyfum. Á hverju hinna
svæðanna er fjöldi leyfa svipaður,
eða um 130 á hverju svæði.
Fyrningarnar bætast við
Á þremur svæðanna hefur við-
miðunarafli ekki náðst þó bátarnir
hafi róið alla 30 leyfða veiðidaga í
maí og júní. Tíðarfar hefur á stund-
um verið erfitt fyrir minni báta á
strandveiðunum auk þess sem fiskirí
hefur verið tregt, t.d. á svæði C,
norðaustursvæðinu. Þar er algengt
að afli aukist er líður á sumarið.
Fyrningarnar bætast við afla júlí-
mánaðar, því samkvæmt reglugerð
flyst heimildin á milli mánaða, allt til
ágústloka, sé hún ekki fullnýtt.
Á A-svæði er heimilt að veiða
858 tonn í júlí. Á svæði B, frá Norð-
urfirði til Grenivíkur, má veiða 611
tonn í júlí og auk þess 97 tonn, sem
ekki náðust í júní. Á svæði C, frá
Þingeyjasveit til Djúpavogs, má
veiða 661 tonn í júlí og auk þess 323
tonn frá júní, þar sem aðeins náðist
að veiða 40% af leyfilegum afla mán-
aðarins. Á svæði D, frá Hornafirði til
Borgarbyggðar, má veiða 225 tonn í
júlí og 323 tonn frá fyrra mánuði.
Á Twitter-síðu Fiskistofu kom
fram í lok síðustu viku að um 150
bátar hafi verið með umframafla á
strandveiðum í maí. „Greiðsluseðlar
á leið í heimabankann – samtals um
2,9 milljónir sem renna í ríkissjóð,“
sagði þar.
Fjöldi minni báta á
makríl og strandveiðum
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Strandveiði Flestir eru skráðir til veiðanna á Snæfellsnesi og Vestfjörðum.
Þar hefur hámarksafli náðst í maí og júní og veiðidagar verið skertir.
Frá og með síðasta fimmtudegi, 27. júní, var það magn sem áætlað var
til línuívilnunar á þorski uppurið. Línuívilnun reiknast því ekki á þorsk
það sem eftir er af fiskveiðiárinu. Þetta er í fyrsta sinn sem þau 3.375
tonn af þorski sem ætluð eru til línuívilnunar dagróðrabáta nægja ekki
til að fylla fiskveiðiárið, segir á heimasíðu Landssambands smábátaeig-
enda, enda voru aflabrögð í þorski mjög góð í vetur og vor.
Á þessu fiskveiðiári hafa 199 bátar á 52 stöðum allt í kringum landið
fengið línuívilnun, en í fyrra voru bátarnir 217. Útgerðir á Bolungarvík,
Suðureyri, Ólafsvík, Hellissandi, Hólmavík, Drangsnesi, Skagaströnd,
Eyjafjarðarsvæðinu, Húsavík og Djúpavogi eru meðal þeirra sem hafa
nýtt sér möguleika línuívilnunar. Línuívilnun í þorski hófst með fisk-
veiðiárinu 2004/05 og er yfirstandandi fiskveiðiár því það níunda í röð-
inni sem hún er við lýði. Öll fyrri ár hefur viðmiðunin dugað.
Samkvæmt reglugerð geta dagróðrabátar á línuveiðum í einstökum
róðrum landað afla umfram aflamark í þorski, ýsu og steinbít. Þessi
heimild er bundin við ákveðið hámark í hverri tegund og skilgreind
tímabil. Meðal skilyrða fyrir línuívilnun er að línan hafi verið beitt í landi
og má þá landa 20% umfram þann afla sem reiknast til kvóta. Hafi lín-
an verið stokkuð upp í landi má landa 15% umfram þann afla sem reikn-
ast til kvóta.
Línuívilnun í þorski uppurin
199 BÁTAR Á 52 STÖÐUM HAFA NÝTT SÉR LÍNUÍVILNUN