Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 19

Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 Beðið eftir eigandanum Snædís setti ekki upp hundshaus, heldur beið þolinmóð eftir því að eigandinn kláraði spjallið við vinkonu sína sem hún hitti á Laugaveginum í góðviðrinu í gær. Ómar Í kosningabarátt- unni voru gefin loforð um að bæta kjör ör- yrkja og eldri borgara sem hafa mátt þola umtalsverðar kjara- skerðingar frá efna- hagshruninu haustið 2008. Framsóknar- flokkurinn taldi eitt brýnasta viðfangsefnið vera að hækka lífeyris- greiðslur til aldraðra og öryrkja vegna kjaraskerðinga og kjaragliðn- unar sem þeir hafa orðið fyrir á samdráttartímum. Sjálfstæðisflokk- urinn ályktaði á landsfundi að sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og öryrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009, yrði tafarlaust afturkölluð og að um forgangsmál væri að ræða. Ný ríkisstjórn er tekin við og bíð- ur fólk óþreyjufullt eftir því að fá kjör sín leiðrétt og bætt enda lang- þreytt á stöðugum niðurskurði og hækkun kostnaðar í heilbrigðiskerf- inu ásamt gegndarlausum verð- hækkunum á ýmsum nauðsynjum. Forsætisráðherra tilkynnti að standa skyldi við gefin loforð. Í kvöldfréttum RÚV 25. maí sl. sagði hann að strax á sumarþingi myndu leiðréttingar á tekjutengingum og réttindaskerðingum lífeyrisþega sem tóku gildi 1. júlí 2009 verða að veruleika. Í fréttum RÚV 27. maí sl. staðfesti félags- og húsnæðis- málaráðherra að kjör öryrkja og eldri borgara yrðu bætt, skerðing- arnar frá júlí 2009 afnumdar og bætur hækkaðar á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra lýsti því jafn- framt yfir að velferðarmálin myndu njóta forgangs og á móti yrði sparað ann- ars staðar í rík- isrekstrinum. Aðeins hluti af skerðingum leiðréttur Loks barst tilkynn- ing frá félags- og hús- næðismálaráðherra um frumvarp, lagt fram á Alþingi 25. júní sl., sem fæli í sér afturköllun tveggja skerðinga af sex sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Um er að ræða verulega hækkun á frítekjumarki vegna at- vinnutekna fyrir ellilífeyrisþega og að lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri almannatrygg- inga, sem er mikil réttarbót. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi 1. júlí nk. og koma til framkvæmda 1. ágúst nk. Því megi lífeyrisþegar eiga von á breytingum á sínum kjör- um til batnaðar strax í sumar. Gagnast fámennum hópi öryrkja Ofangreindar leiðréttingar eru já- kvæðar fyrir þá sem fá leiðréttingar á sínum kjörum og er full ástæða til að fagna því. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að einungis tvær af skerðingunum frá 1. júlí 2009 verði leiðréttar, sem greinilega eru valdar m.t.t. þess að þær kosta minnst fyr- ir ríkissjóð og ekki er gert ráð fyrir að þær gildi afturvirkt. Samkvæmt því virðast stjórnvöld ekki ætla að standa við gefin loforð strax á sum- arþingi nema að hluta til. Notast er við smáskammtalækningar sem nýt- ast ekki þeim sem eru með lágar tekjur. Staðreyndin er sú að ef frum- varpið fer óbreytt í gegnum þingið mun einungis mjög fámennur hópur örorkulífeyrisþega njóta þess, því ekki er um að ræða hækkun á fjár- hæðum einstakra bótaflokka heldur minni tekjutengingar hjá þeim sem hafa einhverjar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Hækkun á frítekjumarki á launatekjum varð- ar eingöngu ellilífeyrisþega og af- nám skerðinga á grunnlífeyri vegna lífeyrissjóðstekna nær einungis til fámenns hóps öryrkja. Sú forgangs- röðun vekur furðu að leiðréttingar á kjörum sem byrjað er á ná ekki til þeirra sem þurfa að framfleyta sér á lágum bótum og hafa litlar eða eng- ar aðrar tekjur. Þessi hópur á erf- iðast með að ná endum saman en mun ekki fá leiðréttingar á sínum kjörum strax að loknu sumarþingi og mikil óvissa ríkir hvenær þeir megi vænta þess. Aðgerðaáætlun nauðsynleg Í 28. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirritaði 2007, við- urkenna aðildarríkin rétt fatlaðs fólks til viðunandi lífskjara og til sí- fellt batnandi lífsskilyrða. Þá hefur eftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna, með samningi um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg réttindi, lýst því yfir að þegar efnahagserf- iðleikar steðja að þurfi stjórnvöld að lágmarka skaðann og gera ná- kvæma áætlun um hvenær og hvernig skerðingar skuli ganga til baka. Alþingi fullgilti samninginn árið 1979. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld ekki sett fram tímasetta áætlun um hvernig niðurskurður hjá öryrkjum og eldri borgurum verði bættur. Brýnt að hækka bætur Brýnast er að hækka bætur al- mannatrygginga verulega sem kem- ur öllum lífeyrisþegum til góða. Frá janúar 2009 til janúar 2013 hafa þær hvorki náð að halda í við verðlags- hækkanir, almenna launaþróun né hækkun lægstu launa og er mun- urinn umtalsverður. Þessi þróun leiddi til þess að meðaltekjur ör- yrkja hækkuðu einungis um 4,7% (4,1% eftir skatt), á meðan launa- vísitala hækkaði um 23,5% og neysluvísitala um 20,5% (sjá mynd). Þá þarf að hækka ýmis tekjuviðmið og frítekjumörk sem hafa verið fryst frá 2009 og valdið því m.a. að sífellt færri fá ákveðna uppbót- arflokka og þær litlu hækkanir á bótum sem hafa verið hafa ekki skil- að sér til allra. Falskar vonir? Margir öryrkjar gera ráð fyrir því að bætur þeirra hækki strax í sumar, enda hefur fréttaflutningur gefið tilefni til þess að ætla það. Fjölmargir öryrkjar hringja dag- lega til Öryrkjabandalagsins til að fá upplýsingar um hversu mikið bætur þeirra muni hækka. Því mið- ur er fátt um svör þar sem bætur hjá meirihluta þeirra munu ekki breytast og stjórnvöld hafa ekki upplýst um hvernig og hvenær kjör þeirra lífeyrisþega sem fá ekki kjarabætur 1. ágúst nk. verða leið- rétt. ÖBÍ hvetur stjórnvöld til að standa við gefin loforð og leiðrétta kjör lífeyrisþega verulega og það tafarlaust. Eftir Lilju Þorgeirsdóttur » Staðreyndin er sú að ef frumvarpið fer óbreytt í gegnum þingið mun einungis mjög fá- mennur hópur örorku- lífeyrisþega njóta þess. Lilja Þorgeirsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Loforð stjórnvalda Heimildir: Tafla frá TR: Greining á 11.086 örorkulífeyrisþegum 2009-2013 meðaltekjur, útreikn- ingar Talnakönnunar. Miðað við janúar ár hvert. Paraður samanburður. Hækkun meðalheildartekna öryrkja janúar 2009 til janúar 2013.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.