Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 20

Morgunblaðið - 02.07.2013, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 lÍs en ku ALPARNIR s Trekking (Petrol og Khaki) Kuldaþol -20 Fyrir líkamsstærð 190 eða 175cm Þyngd 190/1,70 kg og 175/1,65 kg Verð kr. 13.995,- Tjaldasalur - verið velkomin Kúlutjöld - fjölskyldutjöld - göngu tjöld Savana Junior (blár og rauður) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 150 cm Þyngd 0,95 kg VERÐ 11.995,- Savana (blár) Kuldaþol -15°C Fyrir líkamsstærð 195cm Þyngd 1,45 kg Verð kr. 13.995,- Micra (grænn og blár) Kuldaþol -14°C Fyrir líkamsstærð 195 eða 185cm Þyngd 195/1,0 kg og 185/0,95 kg Verð kr. 16.995,- Stakir stólar kr. 5.995.- Stök borð kr. 5.995.- FAXAFENI 8, 108 REYKJAVÍK • SÍMI 534 2727 • ALPARNIR@ALPARNIR.IS • WWW.ALPARNIR.IS Eldhúsborð Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Útsölustaðir: Bústoð Keflavík, Bjarg Akranesi www.facebook.com/solohusgogn Máni Hringlaga eldhúsborð með ryðfríum stálkanti og harðplastlagðri plötu. Stærð og litur að eigin vali. Verð frá kr. 85.000 E-60 Eldhússtóll Flogið hefur fyrir, að íslenska þjóðin, 320 þúsund manns, hafi á sínum snærum í kringum 70 þúsund opinbera starfsmenn í það heila tekið. Kunn- ugir reikna út að það séu um 42% af vinnu- markaðnum. Margur gæti haldið að landið mundi ekki sporðreisast þó fækkað yrði nokkuð í þessari vösku sveit. Nota svo þá fjármuni sem þannig mundu sparast á einhvern skyn- samlegan hátt. Þess er að minnast að eitt sinn sögðu sjálfstæðismenn: Báknið burt. Þessu eru allir löngu búnir að gleyma. Báknið umrædda er löngu vaxið okkur yfir höfuð. Það hefur tútnað út eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta vita allir menn, góði, eins og séra Baldur mundi segja. Þegar nýr meirihluti tók við í Árborg árið 2010 stefndi í tækni- legt gjaldþrot sveitarfélagsins og að það tæki fjölmörg ár að snúa við viðvarandi hallarekstri. Það hefur aftur á móti tekist á örfáum árum og í dag hafa skuldir sveitarfé- lagsins verið lækkaðar töluvert. Þetta sagði Eyþór Arnalds, for- maður bæjarráðs Árborgar, í þætt- inum Viðskipti með Sigurði Má á mbl.is um daginn. Það er þjóð- arnauðsyn að vekja athygli á þessu viðtali. „Samkvæmt þriggja ára áætlun sem var lögð fram árið 2009 þá stefndi í að eigið fé yrði neikvætt, tæknilegt gjaldþrot, og það var við- varandi halli á sveitarfélaginu sem ekki var talið að snúið yrði við fyrr en eftir mörg, mörg ár. En okkur tókst að snúa þessu við á skemmri tíma en við höfðum þorað að vona og höfum skilað afgangi árin 2010- 2012,“ segir Eyþór. Hann telur að lykillinn að þess- um árangri hafi verið að byrja á sjálfum sér, en stjórnunarstöður hjá sveitarfélaginu voru skornar niður um helming. Þannig hafi boð- leiðir styst og stjórnkerfið verið minnkað um eitt lag. „Við vorum með stóra hljómsveit og allskonar stöður, en við fækk- uðum þessu niður í bassa, hljóm- borð og gítar,“ segir hann. Þessa skemmtilegu samlíkingu Eyþórs Arnalds má vel yfirfæra á Báknið okkar í heild. Að vera að burðast með 70 þúsund manna dixieland- hljómsveit til að þjóna okkar litlu þjóð hlýtur að vera einum of mikið hvernig sem á er litið. En því mið- ur. Fátt bendir til annars en þetta Big band sé komið til að vera. Enda erum við sjálfsagt tæknilega gjaldþrota. En hvert eiga þá hljóð- færaleikararnir sem ofaukið er í bandinu að fara? Þeir eiga bara að stofna sína eigin hljómsveit, mundi sveitamaðurinn segja. Og fara að framleiða til útflutnings með hvatn- ingu og stuðningi þess opinbera. Parkinson heitinn mundi örugglega taka undir það. Þjóðarnauðsyn að fækka í hljómsveitinni Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson Hallgrímur Sveinsson »Eitt sinn sögðu sjálf- stæðismenn: Báknið burt. Þessu eru allir löngu búnir að gleyma. Báknið umrædda er löngu vaxið okkur yfir höfuð. Hallgrímur er bókaútgefandi og létta- drengur á Brekku í Dýrafirði og Bjarni er fyrrum útgerðarstjóri og núverandi ellilífeyrisþegi á Þingeyri. Bjarni Georg Einarsson Í okkur öllum blund- ar einhvers konar góð- ilmur. Það er reyndar kannski svolítið mis- djúpt á honum. En hann er þarna og er þess albúinn að vera kallaður fram og rækt- aður. Vektu ilminn sem í þér blundar endilega upp og nærðu hann svo hann fái að njóta sín. Svo angan hans fái smogið um umhverfi þitt og fyllt loftið kærleika og gleði. Til að svo megi verða er gott ráð að anda að sér þeim anda lífsins sem okk- ur hefur verið blás- inn í brjóst. Þeim lífsins anda sem við skiljum ekki en höf- um meðtekið og þeg- ið og hvílum í. And- anum sem getur viðhaldið lífinu um eilífð. Öndum því daglega að okkur þeim lífsins anda svo ilmurinn hald- ist við, dofni ekki, fjari út eða kafni. Ilmur sem smýgur Andi lífsins er ekki öfgar og hann þrengir sér ekki inn. Hann er öllu heldur eins og ilmur sem smýgur inn og fyllir hjörtu okkar af himnesku súrefni og tæru lífi. Heilögum anda lífsins sem fylgir ólýsanleg von, ómetanlegur kær- leikur og óskiljanlegur friður. Andi friðar sem fylgir fyrirgefn- ing, auðmýkt og virðing fyrir Guði, fólki og náttúrunni. Við erum að tala um andann sem færir okkur lífið. Lífið sem enginn og ekkert megnar frá okkur að taka. Ekki einu sinni sjálfur dauðinn. Að rækta garðinn sinn Veistu að höfundur og fullkomn- ari lífsins vill fá að planta blessun sinni í garðinum þínum. Hann vill að hún fái að þroskast þar og nær- ast, vaxa upp, dafna, springa út og njóta sín. Því er svo mikilvægt að rækta garðinn sinn, hugsa um hann og halda honum við. Vökva hann reglulega og muna eftir að reyta arfann. Það er mjög mikilvægt svo blessunin kafni ekki í illgresi sök- um hirðuleysis. Eins og sáðkorn Láttu því friðinn úr hjarta þínu spretta sem ilmandi blóm svo hann verði að angan sem smýgur og fyllir loftið af kærleika. Þannig og aðeins þannig berum við þann ávöxt sem okkur er ætlað að gera. Vera til blessunar í um- hverfi okkar, sjálfum okkur til heilla og höfundi og fullkomnara lífsins til dýrðar. Í augum hans er- um við nefnilega eins og sáðkorn. Hvorki meira né minna. Sáðkorn sem ætlað er að bera ávöxt. Spurn- ingin er síðan hvort við föllum hjá götunni eða í grýtta jörð? Munum við visna eða skrælna sökum þess að við náum aldrei að skjóta rót- um? Föllum við kannski meðal þyrna og köfnum? Eða föllum við í góða jörð og berum margfaldan ávöxt eins og okkur var ætlað að gera? Um það höfum við sjálf heil- mikið að segja. Það er nefnilega að miklu leyti val. Spurning um hug- arfar og lífsafstöðu. Gleymum ekki að reyta arfann Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Það er mikilvægt að rækta garðinn sinn, muna eftir að vökva og gleyma ekki að reyta arfann svo blessunin kafni ekki í illgresi sökum hirðuleysis. Sigurbjörn Þorkelsson. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.