Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 22

Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013 VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Helgi MárArthursson fæddist á Ísafirði 19. febrúar 1951. Hann lést á hjarta- lækningadeild Landspítalans 14. júní 2013. Helgi Már var sonur Arthurs Gestssonar, f. 12. janúar 1927, d. 6. september 2009 og Önnu Maríu Helgadóttur, f. 15. september 1927. Systkini hans eru Elín Alma, f. 21. febrúar 1956 og Erlingur, f. 20. febrúar 1961. Eftirlifandi eiginkona Helga Más er Sigríður Árnadóttir, f. 24. maí 1960. Börn þeirra eru Gunnar Arthúr Helgason, f. 23. janúar 1994 og Elín Þóra Helga- dóttir, f. 26. júlí 1996. Helgi Már átti fyrir þrjár dætur. Önnu Mar- íu Helgadóttur, f. 1. nóvember 1971. Hún á dæturnar Rakel þýðublaðinu og vikublaðinu Nýju landi 1980 og 1981, sá um útgáfu, fræðslu- og upplýsinga- mál fyrir BSRB 1982-1986 og var ritstjóri BSRB tíðinda. Hann var blaðamaður og ritstjóri á Helgarpóstinum til 1988. Helgi Már var eftir það fréttamaður á Stöð 2 og síðar í Sjónvarpinu, þar sem hann var meðal annars þingfréttamaður. Hann hvarf til starfa í heilbrigðisráðuneytinu árið 1998 og var upplýsinga- fulltrúi og síðar skrifstofustjóri þar til ársloka 2010 þegar vel- ferðarráðuneytið var stofnað. Hann sat í stjórn Blaðamanna- félags Íslands um árabil. Helgi Már hafði brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum, sögu, ætt- fræði, bókmenntum og atburð- um líðandi stundar. Æskustöðv- arnar fyrir vestan voru honum afar kærar og saga forfeðra hans og -mæðra var honum ávallt hugleikin. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um ljós- myndun og eftir hann liggja þús- undir mynda. Helgi Már var rit- fær og nýttist það vel í störfum hans. Helgi Már Arthursson verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, 2. júlí 2013, kl. 13. Gunhild og Sölku Rigmor með Boris Schiøler. Móðir Önnu Maríu er Brynja Birgisdóttir. Rebekku Andrínu- dóttur Humphris, f. 26. janúar 1981, maki hennar er Christopher David Humphris. Söru Andrínudóttur, f. 14. apríl 1983. Maki hennar er Rasmus Poulsen, dótt- ir þeirra er Petra Rebekka Ras- musardóttir. Móðir þeirra Re- bekku og Söru er Andrína G. Jónsdóttir. Helgi Már ólst upp á Ísafirði, lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1971 og nam sálar- og bókmennta- fræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla frá 1971-1978. Hann var kennari við Menntaskólann á Ísafirði 1978- 1980. Hann var blaðamaður á Al- Birtu bregður bróðurmissir. Minningar merla margt á hugann sækir fátt verður sem fyrr. (S. Stef.) Ótal myndir líða hjá. Lítil stúlka horfir aðdáunaraugum upp til stóra bróður síns. Hann í jakkafötum, dökkhærður og brúneygður. Hún ljós á brún og brá. Hann tyllir fingri undir höku systur sinnar og blíðan skín úr fallegu augunum. Margar og góðar minningar. Frá uppvaxt- arárunum í faðmi fjallanna á Ísa- firði sem við unnum bæði. Frá Hafnarstræti við Silfurtorg upp að fjallsrótum á Hlíðarvegi, í Danmörku og í höfuðborginni. Hann var skarpur, fallegur, skemmtilegur, heiðarlegur, stríðinn, réttsýnn, hafði frásagn- argáfu, vissi og var áhugasamur um margt og var jafnrétti í blóð borið. Hann var ágætur íþrótta- maður og stundaði bæði skíði og spilaði fótbolta. Hann hafði líka mikinn sannfæringarkraft. Gat meira að segja oft sannfært mig um að bursta skítuga fótboltas- kóna sína, aftur og aftur, fyrir ekkert kaup. Nema þá bros og gleðina yfir að eiga flottasta bróðurinn á fótboltavellinum. Fyrir hans tilstilli fékkst nasa- sjón af Bítlaæðinu. Hann fékk stofuna heima fyrir sig þegar Lög unga fólksins hljómuðu á öldum ljósvakans. Aldrei gleym- ast loftköstin þegar þekkt apr- ílgabb um að Bítlarnir væru á leið á Loftleiðahótelið hljómaði í útvarpinu. Hann var algjörlega frá sér numinn og átti þá einu ósk á þeirri stundu að vera staddur sunnan heiða. Bróðir minn var líka oft skjótráður. Það átti t.d. við þeg- ar kjötbiti stóð í móður okkar og pabbi á sjó. Ekkert gekk að losa bitann og stefndi í óefni. Þá hringdi hann á miðstöð og bað um samband við lækni. Í þann mund sem læknirinn svaraði þá hrökk bitinn upp. Fumlaust sagði hann þá; afsakið vitlaust númer. Hann sýndi líka ótrúlega útsjónarsemi við að næla sér í jólasmákökurnar, jafnvel þótt boxin væru límd aftur, enda súkkulaðigrís. Ég veit að hann þótti góður kennari og hann uppfræddi mig um ýmislegt í gegnum tíðina. Á árum áður var það bæði bók- menntaleg uppfræðsla og póli- tísk, að ógleymdri ættfræðinni. Hann var vel lesinn og hugsaði margt. Gaf mér hljómplötu með upplestri Þórbergs Þórðarsonar og frá Kóngsins Köben barst Kvennafræðarinn vestur á firði. Fór meira að segja með systur sína í skoðunarferð í Istedgade 1975 þegar sú gata var og hét. Hún reyndist ekki lík götunum heima á Ísó. Hann hafði gott vald á tungu- málinu og auga fyrir ýmsum hliðum tilverunnar og hefði gjarnan mátt skrifa meira til birtingar. Við skröfuðum margt saman á fullorðinsárum, um lífið og tilveruna og samfélagið frá öllum hliðum. Vorum sammála um að ekkert væri fallegt við fá- tæktina. Bárum margar mikil- vægar ákvarðanir hvort undir annað og hann spurði réttu spurninganna. Þannig áttum við mörg samtöl sem aldrei fóru nema á milli tveggja. Eitt símtal gleymist aldrei öðrum fremur og það var þegar hann tilkynnti mér að nafna mín væri fædd. Þá var gaman. Þótt stundum gæfi á bátinn hélt hann sjó með Siggu sér við hlið. Hún var hans mesta gæfa. Þótt heilsan hefði mátt vera betri hin síðari ár varð hann aldrei „sjúklingur“. Hvernig þau tóku saman á þeim málum er bæði til eftirbreytni og aðdáunarvert. Allt fram á síðustu stund. Hug- urinn reikar – fátt verður sem fyrr. Elín Alma Arthursdóttir. Sigga systir mín kynntist Helga Má haustið 1985. Hún var þá flutt að heiman en ég var enn í foreldrahúsum. Eitt kvöld í októ- ber bauð hún mér í mat þar sem pabbi og mamma voru stödd í út- löndum. Hún var ólík sjálfri sér þetta kvöld og áður en ég fór heim hafði mér tekist að draga upp úr henni að hún hefði hitt mann stuttu áður og sá hafði greinilega fengið hjarta hennar til að slá örar. Fréttaflutningur af þessu sambandi var þó í al- gjöru lágmarki næstu vikurnar og ekki var í boði að hitta mann- inn. Á þessum tíma vann hún við morgunþátt Útvarpsins og þurfti því að fara eldsnemma á fætur. Kærastinn var greinilega alveg sérstakur því hann lét sig ekki muna um að vakna með henni hvern einasta morgun og útbúa dýrindismorgunverð. Ég hitti Helga fyrst rétt fyrir jólin sama ár og kunni strax ljómandi vel við hann. Fljótlega kom að því að mér fyndist hann alltaf hafa ver- ið í fjölskyldunni. Grunnur var lagður að vináttu sem aldrei bar skugga á. Það var gleðidagur þegar Sigga og Helgi gengu í hjóna- band í Tjarnarkirkju í Svarfað- ardal í ágúst 1993. Ekki var síður gleðilegt þegar börnin þeirra tvö, Gunnar Arthúr og Elín Þóra, fæddust. Sú ótrúlega til- viljun að við systurnar skyldum eignast börn af sama kyni á nán- ast sama tíma í tvígang gerði það að verkum að samgangur fjöl- skyldna okkar var enn meiri en annars hefði orðið. Margar minningar eru tengdar ballett- sýningum og fótboltamótum. Helgi, sem var frábær ljósmynd- ari, festi oft skemmtileg atvik á filmu í tengslum við þessa at- burði. Daginn eftir var oftar en ekki komin myndasending frá Helga í tölvupósti. Í júní 2004 vorum við öll stödd í Vestmanna- eyjum í tilefni af Pollamótinu þar sem Gunnar Arthúr og Birgir Örn voru meðal þátttakenda. Veðrið gat varla verið verra, úr- hellisrigning og 27 m/s á Stór- höfða. Við vorum svo heppin að geta gist inni, öll í einu rými, og vorum meira að segja með sjón- varp! Við sátum eitt kvöldið og horfðum á EM í fótbolta. Leik- urinn var æsispennandi og end- aði í vítaspyrnukeppni. Helgi var mjög áhugasamur, enda sjálfur liðtækur knattspyrnumaður á árum áður. Hann tilkynnti okkur fyrir- fram hvort viðkomandi leikmað- ur myndi skora eða brenna af og reyndist sannspár. Við hlógum mikið að þessu. Áramótaveislan hjá Helga og Siggu á Kaplaskjólsveginum var eins fastur liður og áramótin sjálf. Helgi var fremstur í flokki þegar kom að því að skjóta upp flugeldum, börnunum til ómældrar ánægju. Helgi var vel inni í nánast öll- um málum og það var ótrúlega gaman að ræða við hann. Hann var algjör sérfræðingur í öllu sem tengdist tölvum og hjálpaði mörgum í fjölskyldunni með þau mál. Hann var einnig húmoristi fram í fingurgóma og hafa bæði Gunnar Arthúr og Elín Þóra erft þann eiginleika. Ég var stödd á Ísafirði, heimabæ Helga, síðasta daginn sem hann lifði. Sólin braust fram úr þokunni og náttúran skartaði sínu fegursta. Helga er sárt saknað. Það er bjart yfir minn- ingunni um hann. Auður Þóra Árnadóttir. „Blessuð. How is life?“ Þannig hófust oft símtölin. Alltaf áhuga- samur. Alltaf að fylgjast með. Alltaf styðjandi. Betri móður- bróður hefði ég ekki getað átt. Svo miklu meira en bara frændi. Það er margs að minnast. Sagnanna sem þú skrifaðir fyrir mig um krókódílana Kalla og Palla sem bjuggu í læknum við bústaðinn hjá ömmu og afa inni í Skógi á Ísó. Kajakferðar í Vatns- firði þar sem þú endaðir á bóla- kafi í sjónum og mamma ætlaði að æða út í að bjarga þér. Ferð- arinnar sem ég fór með ykkur Köplunum til Flórída fyrir nokkrum árum þar sem við átt- um svo góðar og eftirminnilegar stundir. Þú varst í essinu þínu í búðunum og með bros á vör keyptirðu meðal annars flíkur með áletruninni „Old guys rule“. Þú varst flottasti frændinn í sjónvarpinu. Á yngri árum lang- aði mig að verða fréttamaður, eins og þú. Ég fékk að fara með þér að út- rétta þegar Gunnar Arthúr var nýfæddur. Ég, 10 ára, sat í aft- ursætinu og ég sé enn fyrir mér hvernig þú leist með stríðnis- glampa í brúnu augunum í bak- sýnisspegilinn á miðjum Grens- ásveginum og spurðir hvernig mér litist á nafnið Sakarías. Það varð fátt um svör frá mér á því augnabliki en ég viðraði „áhyggj- ur“ mínar síðar við mömmu og taldi geta orðið vandræðalegt að segja við vinkonurnar að ég væri að fara að passa barn með þessu nafni. En það var þó alveg ljóst að þennan litla frænda ætlaði ég sko að passa. Og ég átti eftir að passa Gunna og Elínu Þóru, sem bættist í hópinn við mikla gleði tveimur og hálfu ári síðar, oft og tíðum. Á milli okkar þriggja er sterk- ur strengur, mikil væntumþykja og vinátta. Ég lofa þér því, að ég mun styðja þau og styrkja af öll- um mætti á þessum erfiðu tímum og þegar fram líða stundir. Við munum alltaf verða þrenning. Ég er svo þakklát fyrir síðasta skiptið sem ég talaði við þig. Þá hringdum við Ella til að lýsa fyr- ir þér ógleymanlegum Muse-tón- leikum í Boston. Þú varst svo glaður að heyra af tónleikunum og heyra af ferðum okkar um borgina – sem þér fannst svo skemmtileg og hafðir tekið af skarið með að þau kæmu út til mín. Hálfum mánuði síðar fórstu á spítalann. Í þetta skiptið átt- irðu ekki afturkvæmt. Það hefur stórt skarð verið höggvið í fjölskylduna. Ég er óskaplega þakklát fyrir allar stundirnar og sérstaklega það að þú skyldir lifa hjartaáfallið af ár- ið 1997. Þá hefði sannarlega get- að farið illa. Elsku uppáhaldsfrændinn minn. Þín verður sárt saknað. Ég vona að þú sért búinn að hitta alla forfeðurna sem þú hafðir svo mikinn áhuga á. Takk fyrir allt. Þín Agnes Gísladóttir. Helgi Már Arthursson er fall- inn frá. Hann kvaddi allt of fljótt. Við tengdumst fjölskyldubönd- um þar sem við Sigríður, konan hans, erum systrabörn. Utan fjölskyldunnar áttum við Helgi mikil samskipti þegar hann starfaði sem fjölmiðlafulltrúi í heilbrigðisráðuneytinu. Við unn- um á sama starfsvettvangi og var gott að leita til hans varðandi hin ýmsu mál og hafði hann ótrú- lega góða yfirsýn yfir þjóðfélags- mál og stöðuna á hinum pólitíska vettvangi. Við áttum ófáar stundir saman þar sem spjallað var um nýjustu fréttir jafnt sem um hið daglega líf. Það var greinilegt að Helgi naut mikillar virðingar meðal samstarfsmanna sinna. Ekki síst hjá þeim sem hann vann fyrir. Starf fjölmiðla- fulltrúa krefst mikillar yfirsýnar og oft skjótra úrræða. Þar var Helgi á heimavelli þar sem hann á sinn rólega og yfirvegaða hátt var ávallt með rétt stöðumat á erfiðum úrlausnarefnum. Þekk- ing hans á umhverfi fjölmiðla og á stjórnkerfinu var mikil. Það var alltaf hægt að fá góð ráð hjá Helga og minnist ég margra funda þar sem hann lagði fram lausnir sem engum öðrum hafði dottið í hug. Þannig var Helgi. Hafi hann þökk fyrir. Þegar við hittumst síðast hafði hann nýlega jafnað sig eftir áfall. Ekki var annað að sjá en að hann væri líkur sjálfum sér. Spjallið var gott. Þetta var okkar síðasti fundur. Elsku Sigga, Elín Þóra og Gunnar Arthúr, minning Helga mun lifa áfram og sendum við ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Magnús Heimisson og fjölskylda. Ég kynntist Helga Má fyrst þegar hann ásamt fleiri Ísfirð- ingum settist í fjórða bekk MA haustið 1968 eftir að hafa tekið þriðja bekk veturinn áður á Ísa- firði. Við vorum í sama fjórða bekknum, bjuggum á Hótel Varðborg sem var heimavist og vorum mikið saman fyrir utan skólatímann. Helgi útvegaði okkur svo sitthvort herbergið tvo síðustu veturna fyrir norðan hjá Helgu og Pétri í Þórunnar- strætinu. Það gekk á ýmsu á þessum árum, mikill órói í skól- anum, Víetnamstríðið í gangi og margt fleira mætti tína til. Helgi hafði þá þegar mjög ákveðnar stjórnmálaskoðanir og lífsskoð- anir sem var jafnaðarmennska og réttlætiskennd sem ég held að hafi ekki mikið breyst í gegnum tíðina. En þarna eignaðist ég trúnaðarvin og vináttan bara styrktist með árunum. Stundum skildi leiðir vegna náms eða vinnu en sambandið rofnaði aldr- ei. Ekki veit ég hvað hann hugs- aði þegar hann hóf nám í sálar- fræði en ég held að hann hafi frekar nálgast sinn heimavöll þegar hann stundaði nám í bók- menntum o.fl. í Kaupmannahöfn en í sálfræðináminu. Eftir kennslu í Menntaskólanum á Ísafirði lá leið hans í blaða- mennskuna. Þá fann maður strax að hann hafði fundið sitt svið. Sama má segja þegar hann starf- aði á fréttastofu RÚV og frétta- stofu Stöðvar 2 og einnig sem upplýsingafulltrúi heilbrigðis- ráðuneytisins. Fyrir mörgum árum boðaði ég Helga og tvo aðra vini úr MA frá Ólafsfirði þá Guðmund Ólafsson leikara með meiru og Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing og rit- höfund í gönguferð á laugar- dagsmorgni með kaffi og sérbök- uðu vínarbrauði í bakaríi á eftir. Þetta varð síðan fastur liður flesta laugardagsmorgna eða á öðrum tíma ef sá tími gekk ekki upp og alltaf gengið útfrá bak- aríum og endað með Café Latte og sérbökuðu og stór og smá mál tekin fyrir. Það sem tengdi okk- ur alla svo vel saman voru sam- eiginleg áhugamál eins og hvers konar bókmenntir, saga, fjöl- miðlar og stjórnmál, svipaðar lífsskoðanir og að okkar mati sérlega góður húmor innan hóps- ins. Mikið var rætt um þau verk sem voru í vinnslu hjá sagnfræð- ingnum hverju sinni og þá kom alltaf í ljós ótrúlegt minni og kunnátta hjá Helga Má, sérstak- lega er varðar stjórnmálasögu landsins og embættismannakerf- ið í gegnum tíðina. Þá var hann líka í gegnum tengsl úr blaða- mennskunni og við stjórnmála- menn ýmsum hnútum kunnug- um hvað var að gerast á bak við tjöldin. Á sunnudagsmorgnum beið oft tölvupóstur frá honum þar sem hann hafði kannað nán- ar það sem um var rætt og e.t.v. þráttað um í hópnum daginn áð- ur. Ég held að við vinir hans þrír höfðum allir vonað að hann færi að skrifa þegar hann var hættur að vinna, t.d. um Ásgeirsversl- unina á Ísafirði sem var mikið áhugamál hans. Það er sárt að sjá á eftir svo góðum vin sem Helgi Már var en missirinn er auðvitað mestur fyr- ir Siggu og börnin og aðra ná- komna ættingja sem við Adda vottum öllum samúð okkar. Víðir. Helgi var sálfræðingur með meiru, en ólíkt öðrum þá var hann með samskiptakortið í lagi, svo maður tali nú eins og tölvu- karl. Ég og fjölskylda mín bjuggum á stúdentagarðinum Solbakken í Kaupmannahöfn árin 1971-1973 og kynntumst náið Helga og hans fjölskyldu. Við vorum báðir á sjöundu hæð í íbúðum B og A. Rædd voru ýmis mál, þar á með- al um sálfræðileg og hugmynda- fræðileg efni. Hæg hvíld fyrir mig frá hinum endalausu út- reikningum og fyrirhyggju sem verkfræðin elur af sér. Í bakgrunni var Kaupmanna- höfn, hin iðandi stórborg Íslend- inga með tilheyrandi lífi og freistingum. Helsta verslunar- gatan var Istedgade. Hipparnir á fullu. Á þessum árum voru tölvur að koma inn í alla útreikninga og tók undirritaður þátt í þeim leik að fullu. En ótal smáir hlutir, sem tengjast daglegu lífi, voru jafnan í gangi. Hvernig svo sem það gerðist þá varð Helgi mikill vinur og órjúfanlegur hluti af mínu lífi á þessum árum og þakka ég fyrir það. Við skulum taka undir með skáldinu Þresti J. Karlssyni: Er trumbur loftsins óma og elding ber á góma en laufsins vindar líða hjá og hvína, þá liðin tíð að dyrum ber lyftir hatti og heilsar þér, ég sendi þér, Helgi, sumarkveðju mína. Ég vil líka kveðja þig, vinur, með eftirfarandi valsi eftir Björgu Elínu Finnsdóttur: Húmar að kvöldi og haustar að, hjarta þitt slær ekki lengur, dreymi þig betur, dreymi þig vel, dreymi þig allt er óskaðir þér, dreymi þig vel, dreymi þig vel, dreymi þig betur og lengur. Allt sem að áður óskaðir þér, Alfaðir mun þér láta í té, dreymi þig vel, dreymi þig vel. Skúli Jóhannsson. Gamall félagi, samstarfsmað- ur og vinur – Helgi Már Arth- ursson – er látinn. Hann var einn af þeim ungu Ísfirðingum sem áttu eftir að setja svipmót á stjórnmála- og félagslíf þjóðar- innar. Foreldrar Helga Más, þau Arthur Gestsson og Anna Helga- dóttir, voru bæði tvö virtir og gegnir borgarar í bænum. Arth- ur fengsæll og farsæll sjómaður og Anna virkur þátttakandi í fé- lagslífinu – átti m.a. sæti í bæj- arstjórn fyrir Alþýðuflokkinn. Helgi Már Arthursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.