Morgunblaðið - 02.07.2013, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2013
Við ætlum að fara saman nokkrir félagar í veiðiferð í tilefniaf afmælinu mínu,“ segir Eyjólfur Þorsteinsson, landsliðs-knapi og reiðkennari. Eyjólfur, sem er þrítugur í dag, er
einn sterkasti reiðmaður landsins eins og fjölmargir Íslandsmeist-
aratitlar segja til um og er hann einnig ríkjandi heimsmeistari í
samanlögðum fjórgangsgreinum. Hann segir afmælisdagana sína
oftast hafa farið í hestamennsku. „Það eru oftast einhver mót í
gangi á afmælisdaginn minn, þannig að ég næ oft ekki að halda
sérstaklega upp á daginn. Ég er þannig séð ekkert sérstaklega
mikið afmælisbarn.“
Eyjólfur æfir á fullu þessa dagana fyrir Íslandsmótið í hesta-
íþróttum sem fram fer í Borgarnesi í næstu viku. Hann mun þó
halda upp á afmælisdaginn sinn í þetta skiptið, enda stóramæli á
ferðinni. Ætlar hann sér að taka sér dags frí frá stífum æfingum
til þess að fara í veiðiferð með vinum sínum. „Við ætlum að skella
okkur saman í veiði í Grímsá í Borgarfirði.“ Eftir Íslandsmótið er
svo heimsmeistaramót í Berlín í ágúst þannig að ég ætla að njóta
þessa eina frídags eins og ég get,“ segir Eyjólfur að lokum.
bmo@mbl.is
Eyjólfur Þorsteinsson er 30 ára í dag
Fagnar afmæli
með veiðiferð
Landsliðsknapi Eyjólfur Þorsteinsson er einn sterkasti reiðmaður
landsins og ríkjandi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum.
Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Hveragerði Hekla
Maren Þráinsdóttir
fæddist 15. maí kl.
7.13. Hún vó 3368 g
og var 50,5 cm
löng. Foreldrar
hennar eru Thelma
Rún Runólfsdóttir
og Þráinn Ómar
Jónsson.
Nýir borgarar
A
rnór fæddist á Sauðár-
króki. Hann gekk í
barnaskóla Staðar-
hrepps í Skagafirði á
Melsgili (1.-6. bekkur) og
svo í Varmahlíðarskóla (7.-9. bekkur).
Hann útskrifaðist af náttúrufræði-
braut MH vorið 1983 og úr lagadeild
HÍ vorið 1988. Nam við Kaup-
mannahafnarháskóla veturinn 1990-
1991 (gestastúdent án sérstakrar
prófgráðu í rekstrarhagfræðideild).
Tók meistaragráðu frá London School
of Economics í lögfræði haustið 1992.
Vann við ýmis sveitastörf á búi for-
eldra sinna, Útvík í Skagafirði, á
skólaárunum. Einnig við lönd-
unarstörf, fiskvinnslu og slátrun á
Sauðárkróki fyrir menntaskólaár. Á
menntaskólaárunum var hann í bygg-
ingavinnu hjá Trésmiðjunni Björk á
Sauðárkróki. Í kringum tvítugsald-
urinn var hann eitt sumar í Þýskalandi
við landbúnaðarstörf og annað við
byggingarstörf í Noregi.
Vann lengi að hafréttarmálum
Í fríum og fyrst eftir útskrift úr
lagadeild starfaði hann hjá sýslu-
mannsembættinu á Sauðárkróki.
Starfaði í lögfræðideild Útvegsbanka
Íslands hf., síðar Íslandsbanka hf.
1988-1990 og sinnti stundakennslu í
sjórétti við Stýrimannaskólann hluta
af þeim tíma. Starfaði sem sérfræð-
ingur og deildarstjóri hjá sjávarút-
vegsráðuneytinu á árunum 1993-2000
og hafði þá einkum með höndum al-
þjóðleg verkefni á sviði hafréttar,
þ.m.t. verkefni er tengdust úthafs-
veiðimálum og hvalveiðum. Sat í fjölda
samninga- og sendinefnda fyrir Ís-
lands hönd á þeim árum, m.a. á úthafs-
veiðiráðstefnu SÞ árin 1993-1995, í
samninganefnd vegna Smuguvið-
ræðna og í sendinefndum hjá fisk-
veiðistjórnunarstofnunum o.fl. Var
formaður NAMMCO (North Atlantic
Marine Mammal Commission) árin
1997-1999. Héraðsdómslögmaður árið
2000. Hefur rekið eigin lögmannsstofu
í félagi við aðra lögmenn frá árinu
2000, til að byrja með með áherslu á
hafréttarmálefni en í síðari tíð með að-
aláherslu á hlutafélagamálefni og ný-
sköpun. Er nú meðal eigenda að Meg-
in lögmannsstofu í Reykjavík.
Áhugamál
Meðal félagsstarfa má nefna að
Arnór sat í stjórn Orators 1985-1986.
Hann hefur einnig sinnt unglinga- og
mótastarfi hjá knattspyrnudeild
Þróttar í Reykjavík. Helstu áhugamál
eru hestamennska, einkum ferðalög
um hálendið og víðar, skíðamennska,
bridgespil og ýmis tónlistariðkun.
Hefur hann t.a.m. sungið með ýmsum
kórum og sönghópum og hefur alvöru-
Arnór Halldórsson Hafstað, héraðsdómslögmaður – 50 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Hjörleifur, Árni, Hjördís Edda, Arnór og Helga við fermingu Árna árið 2012.
Lögmaður í hnakknum
Ljósmyndari/Rut
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Frá því að Garðlist ehf var stofnað fyrir 23 árum síðan, höfum við haft það að leiðarljósi að veita framúrskarandi
þjónustu fyrir garðinn á einum stað. Við þökkum þeim þúsundum einstaklinga, húsfélaga og fyrirtækja sem við
höfum átt í viðskiptum við undanfarin ár, á sama tíma og við bjóðum nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna.
ALHLIÐA GARÐÞJÓNUSTATUNGUHÁLSI 7 » 110 REYKJAVÍK » SÍMI 554 1989 » GARDLIST.IS
ALLT FYRIR
GARÐINN
Á EINUM
STAÐ
» Trjáklippingar
» Trjáfellingar
» Garðsláttur
» Beðahreinsun
» Þökulagnir
» Stubbatæting
» Gróðursetning
» Garðaúðun o.fl.