Morgunblaðið - 02.07.2013, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Vogmær veiddist í Grímsey
2. 17 ný umferðarmerki taka gildi
3. Róbert Arnfinnsson látinn
4. Loftfimleikakona hrapaði til bana
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Formleg sumaropnun Ljóðaseturs
Íslands á Siglufirði fer fram í dag kl.
17. Þar mun Sigurður Pálsson skáld
lesa upp úr verkum sínum. Ljóðasetr-
ið verður opið alla daga milli kl. 14.00
og 17.30 til 15. ágúst nk.
Ljóðasetur Íslands
opnað á Siglufirði
Hópur tónlistar-
manna siglir
hringinn í kring-
um landið á Húna
og heldur sextán
rokktónleika í júlí-
mánuði til styrkt-
ar Slysavarna-
félaginu Lands-
björg. Fyrstu tón-
leikar áhafnarinnar verða við
bryggjuna á Húsavík annað kvöld,
hinn 3. júlí, kl. 20.
Áhöfnin á Húna rokk-
ar fyrst á Húsavík
Hljómsveitirnar Nóra, Boogie
Trouble og Dj. flugvél og geimskip
spila á Faktorý annað kvöld. Þetta
verða líklega einu tónleikar Nóru í
borginni í sumar en hljóm-
sveitin ætlar með
þeim að kveðja
Faktorý. Aðrir tón-
leikar hafa ekki
verið skipulagðir
með henni í borg-
inni í sumar.
Tónleikarnir
hefjast kl.
22.00.
Boogie Trouble og
Nóra kveðja Faktorý
Á miðvikudag Austlæg átt, 5-10 m/s. Yfirleitt skýjað og úrkomu-
lítið á landinu, en súld sunnantil um kvöldið. Hiti 8 til 15 stig, hlýj-
ast vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan- og norðvestan 8-13 m/s og rigning
norðantil, en hægara og þurrt að kalla syðra. Hiti 10 til 15 stig
sunnantil, en 5 til 10 stig fyrir norðan.
VEÐUR
„Í fyrsta lagi fékk ég mitt
framtíðarstarf hér heima og
byrja í því í ágúst. Ég var ekki
tilbúin að sleppa því eins og
staðan er í dag á Íslandi. Það
er aðalástæðan fyrir því að við
séum að koma heim. En svo
vorum við líka ekki nógu
ánægðar þarna úti, ekki til
þess að vera þar svo eitt ár í
viðbót, þannig að þetta var
besta lausnin,“ segir Ólína G.
Viðarsdóttir sem er komin í Val
ásamt Eddu Garðarsdóttur. »1
Framtíðarstarf og
óánægja í London
Englendingurinn Gary Martin er orð-
inn markahæstur í Pepsi-deild karla í
fótbolta eftir að hann skoraði þrennu
gegn Fylkismönnum í fyrrakvöld. „Ég
elska að búa hérna. Íslendingar eru
frábærir og þetta
er gott og hreint
land,“ segir Mart-
in sem ætlaði að
dvelja á Akranesi í
tíu vikur árið 2010 en
hefur verið á Ís-
landi síðan.
Hann er leik-
maður 9. um-
ferðar hjá
Morgunblaðinu.
»2-3
Vikurnar tíu orðnar að
þremur árum á Íslandi
Stjarnan er komin með átta stiga
forystu í Pepsi-deild kvenna eftir
sigur á Breiðabliki, 2:1, í uppgjöri
tveggja efstu liðanna á Kópavogs-
velli í gærkvöld. ÍBV náði öðru sæt-
inu af Blikum með því að sigra Þór/
KA, 3:2, í Eyjum. Íslandsmótið er
hálfnað en eftir þessi úrslit er ljóst
að erfitt verður að stöðva Stjörn-
una í seinni umferðinni. »2-3
Átta stiga forysta
hjá Stjörnukonum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
„Það er áhugavert að sjá hvernig líf-
ið var,“ segir Bergþóra Góa Kvaran,
sem er á meðal tíu þátttakenda í
rannsóknarverkefninu Eyðibýli á Ís-
landi. Hópurinn ferðast í kringum
landið og skráir býli sem komin eru í
eyði, en þetta er þriðja sumarið sem
verkefnið stendur yfir. Í sumar
kannar hópurinn eyðibýli á Vest-
fjörðum og Norðvesturlandi, en þeg-
ar hefur hópur starfað á Suður-,
Vestur- og Austurlandi.
Ökum að hverju einasta húsi
Húsin þurfa að uppfylla ákveðin
skilyrði til að hópurinn skrái þau
sem eyðibýli. „Það þurfa að vera
fjórir uppistandandi veggir og húsið
má ekki vera í notkun,“ segir Berg-
þóra.
Hópurinn styðst við lögbýlaskrár,
lista yfir allar jarðir á Íslandi, þegar
leitað er að býlunum. „Síðan förum
við á staðinn og ökum upp að hverju
einasta húsi,“ segir Bergþóra. Oft
leynast gömul íbúðarhús á bak við
húsin á jörðunum. „Bestu heimild-
irnar eru þegar við hittum einhvern
staðkunnugan sem getur sýnt okkur
hvar eyðibýlin eru.“
Landsmenn hafa tekið skrásetj-
urunum vel og verið þeim innan
handar við leitina. „Þegar þeir sjá
áhuga okkar á sveitinni þeirra taka
þeir okkur opnum örmum,“ segir
Bergþóra en hópnum er oftar en
ekki boðið inn í kaffi og meðlæti.
Hvað verður um okkur?
„Mér finnst skemmtilegast að
koma að húsum sem eru dálítið af-
skekkt, þar sem fólk kemur ekki á
hverjum degi,“ segir Bergþóra. Á
þessum býlum virðist tíminn oft hafa
staðið í stað. Diskar og glös standa á
borðum, bækur liggja á kommóðum,
rúmin standa auð og ekki er alltaf
vitað af hverju heimilið var yfirgefið
á þennan hátt.
„Það er mjög sérstök tilfinning að
koma inn í eyðibýlin,“ segir Berg-
þóra og bætir við að það sé sér-
staklega þegar komið er að húsum
sem lítið hefur verið hreyft við. „Við
reynum að fara um af varkárni,“
segir hún. „Maður finnur að maður
er inni á heimili einhvers.“
Hópurinn skráði býlið Ytri-
Hjarðardal í Önundarfirði í sumar.
Eigandinn hafði stefnt að því að rífa
húsið en síðan fór hann og konu hans
að dreyma par sem spurði ítrekað
hvað yrði um þau þegar húsið hefði
verið rifið. Miðill var fenginn á svæð-
ið og sagðist hann finna fyrir nær-
veru parsins. Ákveðið var, í samráði
við parið, að tvö tré yrðu gróðursett
eftir að húsið yrði rifið, og virðist því
hafa náðst sátt um málið.
Líkt og tíminn hafi staðið kyrr
Tíu manna hóp-
ur skráir yfirgefin
hús víða um landið
Ljósmynd/Rósa Þórunn Hannesdóttir
Hópurinn Þátttakendurnir tíu í rannsóknarverkefninu Eyðibýli, efri röð frá vinstri: Bergþóra Góa Kvaran, Arnar
Logi Björnsson, Hafþór Óskarsson og Anton Svanur Guðmundsson. Neðri röð frá vinstri: Axel Kaaber, Margrét
Björk Magnúsdóttir, Olga Árnadóttir, Sunna Dóra Sigurjónsdóttir og Rósa Þórunn Hannesdóttir.
Ljósmynd/Gísli Sverrir Árnason
Stendur tómt Eyðibýlið Skíðastaðir í neðri byggð í Skagafirði var fyrsta
steinhúsið í Lýtingsstaðahreppi. Byggt árið 1911 og fór í eyði 1959.