Morgunblaðið - 16.08.2013, Page 2

Morgunblaðið - 16.08.2013, Page 2
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun eiga vinnu- kvöldverð með Barack Obama, for- seta Bandaríkjanna, og öðrum leið- togum Norðurlandanna í Svíþjóð hinn 4. september nk. Fredrik Rein- feldt býður til fundarins í tilefni af heimsókn Obama til Svíþjóðar. Að sögn forsætisráðuneytisins verður megintilgangur fundarins að undirstrika og ræða samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlandanna þegar horft er til sameiginlegra áskorana 21. aldar. Leiðtogarnir munu meðal annars ræða samstarf í utanríkismálum, eflingu hagvaxtar og þróunar í heiminum, nýjungar er snúa að hreinni orku og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Obama verður staddur í opinberri heim- sókn í Svíþjóð 4. og 5. september. bmo@mbl.is Sigmundur hittir Obama 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Betra og öruggara aðgengi fyrir t.d. fatlaða og aldraða. Verð frá 99.773 kr. (rafknúin hurðapumpa + armur) RAFKNÚIN HURÐAPUMPA FYRIR INNIHURÐIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Haldið sofandi í öndunarvél  Eiginkonan segir hann alltaf hafa sýnt af sér varkárni Katrín Björk Baldvinsdóttir, eig- inkona Eyþórs Más Bjarnasonar sem lenti í alvarlegu vélhjólaslysi um helgina, segir enn óvíst um til- drög slyssins. „Það er ekki vitað almennilega hvað gerðist annað en að hann keyrði aftan á bílinn,“ út- skýrir Katrín. „Hann hefur aldrei verið með glannaskap eða stundað hraðakstur heldur einmitt hneyksl- ast á þeim sem það gera, svo mér finnst ólíklegt að það hafi verið ástæðan án þess að geta fullyrt það.“ Eyþór Már var með opinn hjálm án kjálka og hlaut því talsverða áverka í andliti. Hann fór í aðgerð á andliti á sunnudagskvöldið og tók hún tæplega ellefu klukku- stundir. „Hann er ótrúlega heill ut- an frá séð, þeir settu bara fullt af plötum og skrúfum og virðast hafa náð að setja öll brot saman.“ Eyþóri er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu. „Nú er aðallega beðið eftir því að lungun styrkist svo hægt sé að minnka öndunaraðstoðina, svo hægt sé að vekja hann. Hann hefur líkast til gleypt eitthvað af blóði og fékk loftbrjóst í annað lungað, svo nú þarf bara tíma fyrir lungun til að jafna sig. Það verður farið mjög varlega í það að minnka öndunar- aðstoðina.“ Vinir og vandamenn hafa sett af stað söfnun fyrir fjöl- skylduna en þau hjón eiga tvenna unga tvíbura og berst Katrín Björk við krabbamein. „Fólk virð- ist vera að deila þessari söfnun ótrúlega mikið en ég hef ekki hug- mynd um hvernig þetta gengur. Þetta er ótrúlega góður stuðn- ingur að fá,“ segir Katrín að lok- um. hhjorvar@mbl.is Fjölskylda Eyþór Már ásamt eig- inkonu sinni, Katrínu Björk og tvennum tvíburum þeirra. „Það er allavega ekki laus staða fyrir mig á mynd- greiningu,“ segir Katrín Sigurð- ardóttir, formað- ur Félags geisla- fræðinga. Morgunblaðið greindi frá því um helgina að hún hefði farið í at- vinnuviðtal á Landspítalanum í síð- ustu viku. Í þessari viku fékk hún þau svör að ekki væri laus staða fyrir hana á sviðinu sem hún starfaði við áður, myndgreiningarsviði. „Ég sendi inn opna atvinnuumsókn og það á ennþá eftir að koma í ljós hvernig þetta endar. Það er núna ver- ið að athuga aðra möguleika. Það skýrist væntanlega eitthvað eftir helgi,“ segir Katrín. Forsvarsmenn spítalans höfðu áð- ur gefið til kynna að atvinnuumsókn Katrínar fengi flýtimeðferð og í kjöl- farið dró stór hluti geislafræðinga uppsögn sína til baka. Katrínu var sagt upp á Landspítalanum í maí- mánuði eftir 33 ára starf. bmo@mbl.is Ekki fengið stöðu ennþá Katrín Sigurðardóttir  Svör eftir helgi Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og eiginkona hans, Jóhanna Jóhanns- dóttir, voru á meðal gesta við opnun kampavínsklúbbs á Stígamótum í gær, en á myndinni má sjá hjónin ræða við Guðrúnu Jónsdóttur, stofnanda Stígamóta, á meðan dyravörður gætir að tímanum. Á klúbbnum bauðst gestum að kaupa tíu mínútna einkaskemmtiatriði fyrir tuttugu þúsund krónur og var frítt kampavín í boði meðan á atriðum stóð. Á meðal þess sem fram fór á bak við tjöldin var prjónakennsla, skemmtiatriði í Abba-stíl um mansal og reynslusögur kvenna af vændi og nauðgunum. Guðrún Jóns- dóttir, talskona Stígamóta, sagði verðlagninguna fylgja öðrum kampavíns- klúbbum, en rukkað væri sérstaklega fyrir konur sem reynslumiklar væru. Konur og kampavín í boði fyrir borgarstjóra Morgunblaðið/Kristinn Barack Obama Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Samningur grunnskólakenn- ara við sveitar- félög er í dag laus, en Félag grunnskólakenn- ara hefur gert viðræðuáætlun við sveitarfélögin til loka febrúar 2014. „Við mun- um marka rammann í kringum samningaviðræðurnar nú á næstu vikum,“ segir Ólafur Loftsson, for- maður Félags grunnskólakennara. Í vikunni hélt samninganefnd félags- ins vinnufund í Borgarnesi þar sem meðal annars voru endurskoðuð samningsmarkmið. „Viðræðurnar sigldu í strand hjá okkur í janúar og febrúar þegar við vorum aðallega að ræða atriði í vinnuumhverfi okkar eins og starfs- aðstæður, hópastærðir og þess hátt- ar. Nú erum við að fara af stað með trúnaðarmannafundi um allt land og haustþing þar sem við ætlum að spyrja okkar félagsmenn að því hvað sé það sem við ættum að setja í for- gang í komandi viðræðum.“ Viðræður gætu orðið erfiðar Ólafur býst við því að viðræðurnar geti orðið erfiðar. „Við erum að skoða launaþróun stéttarinnar mið- að við aðrar stéttir og þær tölur liggja vonandi fyrir á næstu vikum. Viðræðurnar fara í raun af stað núna strax í haust. Þess er hins vegar ekki að vænta að það komi niðurstaða fyrr en upp úr áramótum í fyrsta lagi.“ Undirbúa samningslotu  Samningsmarkmið grunnskólakennara gætu breyst frá síðustu viðræðum  Niðurstöðu að vænta í fyrsta lagi um áramótin  Verið að skoða launaþróun Ólafur Loftsson Lausir samningar » Grunnskólakennarar eru í dag án samnings við sveit- arfélögin. » Viðræðuáætlun við sveit- arfélögin er í gildi til loka febr- úar 2014. » Unnið er að endurskoðun á samningsmarkmiðum í sam- ráði við félagsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.