Morgunblaðið - 16.08.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Ásgerður Halldórsdóttir, bæj-
arstjóri á Seltjarnarnesi, telur að
safnahúsið á Seltjarnarnesi sem
upphaflega átti að hýsa Lækn-
ingaminjasafn henti vel undir Nátt-
úruminjasafn Íslands. Ásgerður er
tilbúin að ganga til samninga við
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið um málið þar sem hug-
myndir um flutning safnsins í Perl-
una virðast í uppnámi.
Framkvæmdir við hið sérhann-
aða safnahús á Seltjarnarnesi
stöðvuðust fljótlega eftir hrun en
byggingin stendur fokheld.
Töluverður kostnaður
Fram hefur komið að kostnaður
ríkissjóðs vegna leigu á Perlunni
undir Náttúruminjasafn Íslands sé
um 80 milljónir á ári en samning-
urinn er til 15 ára. Þá bendir Ás-
gerður á að um 400 milljónir þurfi
til að fullklára húsnæðið á Sel-
tjarnarnesi sem sé sama upp-
hæð og samþykkt var að
leggja til uppsetningar á
náttúruminjasýningu á fjár-
lögum ársins 2013.
Fulltrúar bæjaryfirvalda á
Seltjarnarnesi og mennta-
málaráðuneytisins hafa átt við-
ræður um hvernig megi
ljúka byggingu safnahúss-
ins á Seltjarnarnesi. „Í
Una Sighvatsdóttir
Sunna Sæmundsdóttir
Árás farþega á leigubílstjóra aðfara-
nótt fimmtudags hefur verið kærð og
er rannsökuð sem kynferðisbrot.
Árásarmanninum var sleppt úr haldi
lögreglu í gærkvöldi eftir yfir-
heyrslur.
Árásir á leigubílstjóra má fyrst og
fremst rekja til aukinnar vímuefna-
neyslu, að sögn framkvæmdastjóra
BSR. Hann segir þær þó heyra til al-
gjörra undantekninga.
Bílstjórinn sem ráðist var á keyrði
leigubíl frá BSR. Farþeginn, sem var
37 ára karlmaður, sat fyrir aftan hana
þegar hann réðst á hana og tók hana
meðal annars hálstaki. Konan náði að
slíta sig lausa og kalla eftir aðstoð.
Búin að kæra árásina
Konan leitaði í kjölfarið til slysa-
deildar og má eiga von á því að hún
leggi fram áverkavottorð, að sögn
Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns
kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. Konan lagði
fram kæru í gær og er árásin rann-
sökuð sem kynferðisbrot. Björgvin
segir ekki tímabært að gefa upplýs-
ingar um hvers eðlis brotið var.
Árásarmaðurinn var handtekinn á
staðnum og færður í fangaklefa, en
hann var vart viðræðu hæfur sökum
ölvunar. Yfirheyrslum lauk í gær-
kvöld og var árásarmanninum sleppt
að þeim loknum.
Þungt vasaljós til varnar
Guðmundur Börkur Thorarensen,
framkvæmdastjóri BSR, segir að
árásir á leigubílstjóra séu sem betur
fer fátíðar. Samkvæmt heimildum
mbl.is hefur þó þeim leigubílstjórum
fjölgað sem bera á sér eitthvað til að
verja sig.
Einn leigubílstjóri sem mbl.is
ræddi við segist sem dæmi geyma
stórt og þungt vasaljós frammi í bíln-
um sem hann geti gripið í til að berja
frá sér ef slíkar aðstæður koma upp.
Guðmundur Börkur telur að fjölg-
un mála af þessu tagi tengist al-
mennri fjölgun á ofbeldisglæpum.
„Það hefur orðið aukning frá því í
gamla daga og það tengist fyrst og
fremst hörðum vímuefnum, alveg eins
og flest svona ofbeldis- og þjófnaðar-
mál í samfélaginu í dag. En 99,9% af
okkar viðskiptavinum eru bara þægi-
legir og fínir.“
Ekki von á skilrúmum í bíla
Fátítt er að öryggisbúnaður eins og
til dæmis skilrúm milli farþega og bíl-
stjóra sé í íslenskum leigubílum. Að-
spurður segir Guðmundur ekki í kort-
unum að slík skilrúm verði sett upp í
bílum BSR.
„Bílstjórarnir keyra náttúrlega
margar ferðir í viku og um helgar og
þetta er eitthvað sem heyrir til al-
gjörra undantekninga. Ef 99,9% af
viðskiptavinum eru í lagi, er þá rétt að
setja upp skilrúm til að forðast þetta
0,01%? Væri ekki nær að reyna að
losna við vandræðaseggi samfélags-
ins?“
Guðmundur bendir á að leigubílar
séu í dag búnir staðsetningarbúnaði
og öryggishnappi þannig að bílstjórar
geti óskað eftir aðstoð með skjótvirk-
um hætti. „Það fer beint inn á sam-
skiptamiðstöðina okkar og til annarra
bílstjóra, og þeir eru yfirleitt fljótari á
staðinn heldur en lögreglan.“
Árás á bílstjóra
rannsökuð sem
kynferðisbrot
Tók leigubílstjóra hálstaki Geyma
gjarnan eitthvað til varnar í bílnum
Morgunblaðið/Sverrir
Öryggis gætt Skjótvirk aðstoð fæst
með aðstoð öryggishnapps og stað-
setningarbúnaðar.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
„Við erum fyrst og fremst að mót-
mæla þessu nýja aðalskipulagi
Reykjavíkurborgar,“ sagði Vignir
Örn Guðmundsson, flugstjóri hjá
Flugfélagi Íslands og einn aðstand-
enda hópsins Hjartað í Vatnsmýr-
inni, sem berst fyrir því að Reykja-
víkurflugvöllur verði áfram í
Reykjavík. „Hjartað í Vatnsmýrinni
samanstendur af hópi flugmanna,
lækna og verkfræðinga sem hafa
þekkingu á flugmálum.“
Stríðir gegn öryggi
„Þessi gjörningur að flytja flug-
völlinn úr Vatnsmýsinni stríðir gegn
öryggi og heilsugæslu landsins alls,
sem fólkið á rétt á. Að sama skapi
er Reykjavík höfuðborg Íslands og
hún hefur skyldur sem slík. Flugið
er okkar samgöngukerfi í hrjóstr-
ugu, fámennu landi án lestakerfis.
Með því að leggja flugvöllinn af í
áföngum munu lífsgæði landsbyggð-
arfólks vera skert. Þetta er hags-
munamál fyrir alla Íslendinga og
engan veginn einkamál Reykvík-
inga,“ sagði Vignir, og kallar eftir
sátt um núverandi staðsetningu
flugvallarins um ókomna tíð.
Kroppað úr flugvellinum
Vignir segir það að klippa út
brautir flugvallarins í áföngum eyði-
leggja allar forsendur fyrir innan-
landsflugi. „Reykjavíkurflugvöllur
og til dæmis Akureyrarflugvöllur
lúta ekki sömu lögmálum þar sem
er bara ein braut. Í Reykjavík eru
allt aðrir vindar og veður. Það er
enginn annar kostur í stöðunni í
Vatnsmýrinni ef þetta er hugsað út
frá kostnaði. Aðrar lausnir eru ein-
faldlega of dýrar. Hólmsheiðin er
ekki fýsilegur kostur, Löngusker
eru allt of dýr og Bessastaðanesið
er því miður ekki í boði, sem þó
væri sennilega besti kosturinn.
Færsla til Keflavíkur myndi þýða að
innanlandsflug myndi hreinlega
leggjast af,“ sagði Vignir.
Hann segir að mikil atvinnustarf-
semi sé á flugvellinum og í störfum
honum tengdum sem myndu glatast
við flutning hans.
Um hádegi á morgun ýta stuðn-
ingsmenn flugvallarins
úr vör undirskriftasöfnun til
stuðnings hans á slóðinni www.lend-
ing.is.
Vilja völlinn áfram í Vatnsmýri
Boða til undirskriftasöfnunar til stuðnings Reykjavíkurflugvallar Segir Vatnsmýrina eina raun-
hæfa kostinn á höfuðborgarsvæðinu Núverandi staðsetning vallarins öryggisatriði fyrir landið allt
Morgunblaðið/Golli
Reykjavíkurflugvöllur Deilur hafa lengi staðið um staðsetningu flugvall-
arins. Hjartað í Vatnsmýrinni kallar eftir sátt um núverandi staðsetningu.
300-400 milljónir króna þarf til að ljúka við safnahús undir Lækn-
ingaminjasafn á Seltjarnarnesi ef ljúka á framkvæmdum í samræmi við
upphaflegar teikningar. Upphaf framkvæmdanna má rekja til samn-
ing sem Seltjarnarnesbær, menntamálaráðuneytið, Læknafélag
Íslands og Þjóðminjasafnið gerðu um stofnkostnað, byggingu
og rekstur fyrir lækningaminjasafn og menningartengda starf-
semi árið 2007.
Heildarkostnaður við framkvæmdina var áætlaður 345
milljónir og skiptist kostnaður milli samningsaðila, þau
framlög hafa dugað til að gera bygginguna fokhelda, í það
horf sem hún er í núna. Í samningnum segir að safnbygg-
ingin sé samtals 1.266 fm. Þess ber að geta að bygging-
unni hefur verið lokað og engin hætta er á skemmdum
á henni.
Stendur fokhelt á nesinu
SAFNAHÚSIÐ SEM ÁTTI AÐ VERÐA LÆKNINGAMINJASAFN
Ásgerður
Halldórsdóttir
desember á síðasta ári sendi ég
Katrínu Jakobsdóttur (þáverandi
menntamálaráðherra) erindi fyrir
hönd bæjarstjórnar þar sem farið
var fram á að finna þessari bygg-
ingu nýtt og verðugt hlutverk í
samvinnu við ráðuneytið,“ segir
Ásgerður og bætir við að málið
hafi ekki náð lengra. Nú hafi hún
farið fram á fund með nýjum
menntamálaráðherra, Illuga Gunn-
arssyni.
Ásgerður er þeirrar skoðunar að
fáir staðir séu jafn vel til þess
fallnir og friðlandið á Seltjarn-
arnesi til að hýsa Náttúruminja-
safn Íslands.
Tækifæri í staðsetningunni
Þá bendir hún að aðgengi að
húsinu sé gott, tengsl þess við opin
svæði og fjölbreytta náttúru gefi
slíku safni aukið vægi og mörg
tækifæri.
Einnig er Ásgerður þeirrar
skoðunar að safnið staðsett á Sel-
tjarnarnesi gæti orðið vinsæll
áfangastaður ferðamanna sem í
auknum mæli leggi leið sína á Sel-
tjarnarnes, m.a. í norðurljósaferðir.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Menning Hið volduga safnahús sem stendur á Seltjarnarnesi er í nálægð við fjölbreytta náttúru og opin svæði.
Telur húsnæðið henta
undir náttúruminjasafn
Bæjarstjóri tilbúinn að ganga til samninga við ráðuneytið