Morgunblaðið - 16.08.2013, Side 11

Morgunblaðið - 16.08.2013, Side 11
Utanlands Kjurr heldur til Hollands í lok mánaðarins þar sem sveitin tekur þátt í evrópsku tónlistarverkefni. argömlu húsi í Litla-Skerjagarð- inum. Það brakar mikið í því og upptökurnar eru eftir því, okkur fannst nafnið því viðeigandi. Annars tók Einar ár í hljóðtækni í Amst- erdam svo hann er flottur hljóð- maður,“ segir Klemens. Aðspurður segir hann sveitina vera undir mikl- um áhrifum frá bresku sveitinni Bombay Bicycle Club og hinum bandaríska Toro y Moi. „ Svo er Sólrún líka mikill Agent Fresco-aðdáandi. Ég held að þetta skíni allt saman í gegnum tón- listina okkar,“ segir hann. Mikill metnaður sveitarinnar „Við munum spila á Menning- arnótt á sviðinu hjá Hörpu. Annars er stefnan alltaf sett út aftur, von- andi komumst við út aftur næsta sumar. Okkur finnst öllum skemmti- legt að ferðast, það er góð leið til að þroskast og kynnast nýju fólki,“ seg- ir hann. Klemens segir þau öll hafa mikinn metnað fyrir tónlistinni og að annað sitji svolítið á hakanum í bili. „Ég held að Einar setji ekkert rosalega mikinn metnað í viðskipta- fræðina. Ég held að hann sé meira að fara í hana til að setja ekki öll egg- in í sömu körfuna. Ég er sjálfur að læra húsgagnasmíði í Tækniskól- anum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að vinna með við og lang- ar að sérhæfa mig í hljóðfærasmíði. Sólrún hefur það síðan bara náðugt í Menntaskólanum við Hamrahlíð,“ segir Klemens að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Ég hef hingað til verið skept-ískur á fegrunaraðgerðir. Pistlahöfundur nokkurhafði að vísu orð á því að brjóstastækkun, sem flestir myndu óumdeilanlega flokka sem hégómlega fegrunaraðgerð, gæti í raun verið arðbær fjárfesting, ef hægt væri að finna tengsl milli aðgerðarinnar og þeim fjölda drykkja sem nýju brjóst- in færðu eigandanum á barnum. Þannig reiknaðist pistlahöfundi að ekki þyrfti nema 183 drykki á bar til að aðgerðin kæmi út á sléttu, restin væri skattfrjáls hagnaður. Sjálfur gekkst ég undir fegrunar- aðgerð sem kostaði mig, eða réttara sagt foreldra mína, hátt í tvær brjóstastækkanir, stækkun á fjórum brjóstum samtals. Tannréttingar eru sennilega sú fegrunaraðgerð sem hvað flestir gangast undir á lífsleiðinni og er jafnframt algjörlega laus við samfélagslega fordæmingu. Tannréttingalæknum virð- ist með snilli sinni hafa tekist að sannfæra fólk um að „skakkt bit“ sé það næstversta á eftir pestinni, og nauðsyn- legt sé að greiða morð- fjár til að rétta það. Að öðrum kosti verði eig- andi tannanna með króníska höfuðverki það sem eftir lifi æv- innar. Að vísu runnu á mig tvær grímur um nauðsyn þess að vera fimm ár í höndum læknisins þegar ég sá að doktorinn á ekki aðeins eitt glæsi- legasta húsið á höf- uðborgarsvæðinu, held- ur keypti hann húsið við hliðina og sameinaði það sínu. Brjóstastækkanir virðist hins veg- ar enn mæta því viðhorfi að þær séu framkvæmdar til að þóknast ein- hverjum ímyndarnormum samfélags- ins eða að sé sótt í klámmyndir. Í seinni tíð hef ég samt áttað mig á ágæti þessara hreinræktuðu fegr- unaraðgerða, og má segja að ég hafi bókstaflega fundið það á eigin skinni. Ég er nefnilega nær simpönsum í þróunarfræðilegum skilningi en flest- ir homo sapiens sapiens að því leyti að hárin á bakinu á mér mynduðu áður fyrr nokkuð samfelldan frumskóg sem doktor Davíð Li- vingstone hefði átt fullt í fangi með að kortleggja. Þreyttur á þessum simp- ansahætti mínum og eftir rakstur og tvær ólýsanlega sárs- aukafullar vaxmeðferðir gafst ég upp og leitaði varanlegra lausna og lagðist undir hár- eyðingarleysi- geisla, með til- heyrandi óheyrilegum kostnaði. Nú er eins gott að þessir drykkir komi á færibandi. »Eftir rakstur og tvær ólýsanlega sársaukafullar vaxmeð- ferðir gafst ég upp og leitaði varanlegra lausna. Heimur Gunnars Dofra Gunnar Dofri Ólafsson gunn- ardofri@mbl.is Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð sími 520 7700 eða sendu línu á raestivorur@raestivorur.is Heildarlausnir í hreinlætisvörum Sjáum um að birgðastaða hreinlætis- og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki, skóla og stofnanir. Hafðu samband og fáðu tilboð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.