Morgunblaðið - 16.08.2013, Side 20
BAKSVIÐ
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Landsvirkjun stefnir að því að
skuldabréfaútgáfur fyrirtækisins
verði í auknum mæli án ábyrgðar
íslenska ríkisins.
„Við áformum að auka hlutfalls-
legt vægi skulda fyrirtækisins sem
eru án ríkis-
ábyrgðar. Hvort
sem það gerist
með minni eða
stærri skulda-
bréfaútgáfum
verður tíminn
hins vegar að
leiða í ljós,“ seg-
ir Rafnar Lárus-
son, fram-
kvæmdastjóri
fjármálasviðs Landsvirkjunar, í
samtali við Morgunblaðið.
Tilkynnt var í fyrradag að
Landsvirkjun hefði – í fyrsta skipti
í sögu fyrirtækisins – gefið út
skuldabréf án ríkisábyrgðar. Út-
gáfan nam 30 milljónum Banda-
ríkjadala, jafnvirði 3,6 milljarða
króna, og er skuldabréfið til tíu
ára. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins voru kaupendur að
skuldabréfinu íslenskir lífeyris-
sjóðir.
Rafnar segir „mjög ánægjulegt“
fyrir Landsvirkjun að fjárfestar
hafi verið reiðubúnir að styðja fyr-
irtækið í þessum breytingum að
ráðast í útgáfu á skuldabréfi án
ríkisábyrgðar. Þrátt fyrir að útgáf-
an sé ekki stór miðað við efnahags-
reikning Landsvirkjunar þá telur
Rafnar mikilvægt fyrir framhaldið
að sýna öðrum mögulegum fjár-
festum að fyrirtækinu hafi tekist
að opna á slíka skuldabréfaútgáfu.
Lægri vextir en hjá ríkinu
Athygli vekur að vaxtakjörin á
skuldabréfunum – 4,45% fastir
vextir – eru nokkuð lægri en ávöxt-
unarkrafan á eftirmarkaði er um
þessar mundir á tíu ára skulda-
bréfum íslenska ríkisins sem gefin
voru út sumarið 2012 í Bandaríkj-
unum. Spurður hvernig standi á
þessum lágu vaxtakjörum, að
minnsta kosti í samanburði við
lánskjör íslenska ríkisins á erlend-
um mörkuðum, þá bendir Rafnar á
að það sé ólíku saman að jafna í
þessum efnum. Útgáfa Landsvirkj-
unar sé miklu smærri í sniðum – 30
milljónir dala borið saman við
milljarða dala hjá íslenska ríkinu –
og bréfin hafi verið seld á inn-
lendum markaði en ekki erlendum.
Aðspurður af hverju Landsvirkj-
un hafi ákveðið á þessari stundu að
ráðast í slíka útgáfu segir Rafnar
að fyrirtækið þurfi ávallt að huga
að endurfjármögnun til að viðhalda
eðlilegum líftíma á skuldabréfa-
safninu. Fyrirtækið hafi að und-
anförnu verið að greiða hratt niður
skuldir, útskýrir Rafnar – hreinar
skuldir Landsvirkjunar hafa lækk-
að um meira en 400 milljónir dala
síðustu fjögur ár – en með því er
verið að bæta fjárhagslegan grunn
félagsins til að takast á við næstu
fjárfestingar.
Fái lánsfé á eigin verðleikum
Ákvörðun Landsvirkjunar að
draga úr vægi ríkisábyrgðar í
skuldabréfaútgáfu er liður í þeim
áformum að fyrirtækið fjármagni
sig í auknum mæli á eigin verð-
leikum. „Vegna betri fjárhagsstöðu
fyrirtækisins getum við nú sótt
okkur lánsfjármögnun sem er ekki
með ríkisábyrgð. Með þeim hætti
verður áhugi fjárfesta einnig meiri
á sjálfum rekstri fyrirtækisins og
getu þess til að greiða skuldir sínar
til baka.“
Að sögn Rafnars mun Lands-
virkjun enn um sinn halda áfram
að gefa út skuldabréf með ríkis-
ábyrgð. Hins vegar sé fyrirtækið
nú að vinna að því að kynna áhuga-
sömum erlendum fjárfestum, sem
þekki ágætlega til reksturs Lands-
virkjunar, þann möguleika að fjár-
festa í skuldabréfum fyrirtækisins
án ríkisábyrgðar. Ekki sé þó hægt
að segja til um á þessari stundu
hvenær – eða hvort – af því verði.
Landsvirkjun áformar að
minnka vægi ríkisábyrgðar
Landsvirkjun seldi 30 milljóna dala skuldabréf án ríkisábyrgðar til lífeyrissjóða
Bætt staða Hreinar skuldir Landsvirkjunar hafa lækkað úr 2,9 milljörðum Bandaríkjadala í 2,4 milljarða dala frá árinu 2008.
Rafnar Lárusson
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Öryggismiðstöðin hefur gengið frá
kaupum á öllu hlutafé í Skaftfelli.
Skaftfell er elsta starfandi öryggisfyr-
irtæki landsins en það var stofnað ár-
ið 1968. Með kaupunum er Skaftfell
sameinað Öryggismiðstöðinni undir
merkjum Öryggismiðstöðvarinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fé-
laginu.
Starfsmönnum Skaftfells hafa verið
boðin áframhaldandi störf í kjölfar
samrunans. Nánar á mbl.is.
Kaupir Skaftfell
● Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís-
lands mun taka ákvörðun um stýrivexti
í næstu viku. Hagfræðideild Lands-
bankans spáir því að vöxtum verði hald-
ið óbreyttum. Það ráðist helst af því að
hagþróun frá síðasta fundi nefndar-
innar hafi verið tíðindalítil og ekkert
sérstakt gerst sem kalli á breytingu.
Spáir því að stýrivextir
verði óbreyttir
● Smásala í Bretlandi jókst um 3% í
júlímánuði miðað við sama mánuð í
fyrra og er aukningin skýrð með ein-
dæma veðurblíðu í mánuðinum, sam-
kvæmt því sem Financial Times greinir
frá í gær og vitnar þar í nýjar tölur
Bresku hagstofunnar, sem gerðar voru
opinberar í gær.
Sala í breskum stórmörkuðum jókst
um 2,5%. og sala á matvöru jókst um
2,1% sem er mesta söluaukning síðan í
apríl 2011.
Í upplýsingum frá Bresku hagstof-
unni kom fram að eigendur stórmark-
aða skýrðu söluaukninguna með því að
veðurblíðan í júlí hefði virkað hvetjandi
á neytendur, til þess að leyfa sér meira í
matarkaupum, áfengiskaupum og fata-
kaupum.
Innkaupagleði í
Bretlandi í júlímánuði
!"# $% " &'( )* '$*
+,-.,+
+/0.,0
++1.2+
,+.2-+
,-.2-+
+/.203
+,/.20
+.,,24
+/,.2
+35.14
+,-.3
+/0.04
++1.03
,+.212
,-.21+
+/.3,5
+,/./4
+.,,05
+/,.52
+1-.-/
,+3.,--3
+,-.05
+//.+5
++0.-5
,+.3,0
,-.3,+
+/.3/4
+,5.+5
+.,4+3
+/4.2/
+1-.34
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Þrátt fyrir að upphæðin sé ekki mikil þá er jákvætt að
Landsvirkjun sé farin að fjármagna sig án rík-
isábyrgðar. Hins vegar verður að teljast ólíklegt, með-
an fyrirtækið er í eigu ríkisins, að Landsvirkjun yrði
nokkurn tíma „leyft“ að vera tekið til gjaldþrotaskipta
þótt ekki sé bein ríkisábyrgð á öllum skuldum þess.
Þetta segir Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við
Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Gamma, í samtali
við Morgunblaðið. Ásgeir telur að það væri skyn-
samlegt skref að setja 30% hlut í fyrirtækinu á sölu á
hlutabréfamarkað. Þannig mætti styrkja eigið fé Landsvirkjunar og gera
henni kleift að gefa út skuldabréf – án ríkisábyrgðar – á góðum vaxta-
kjörum.
Hann telur „varhugavert“ að skattgreiðendur auki við ábyrgð sína-
vegna reksturs Landsvirkjunar – sérstaklega ef áformað er að setja egg-
in í sömu körfuna varðandi raforkusölu. „Ekki vegna þess að fyrirtækið
sé illa rekið heldur er áhættan einfaldlega of mikil þar sem um 75% raf-
orkusölunnar fara nú til þriggja fyrirtækja í sömu atvinnugreininni.“
Meiri ríkisábyrgð „varhugaverð“
LEKTOR Í HAGFRÆÐI VILL GANGA LENGRA OG SELJA 30% HLUT
Ásgeir Jónsson
FYRIR IÐNAÐINN
FYRIR HEIMILIÐ
- fyrsta flokks.
Stór orð sem
reynslan réttlætir
● Sænska húsgagnakeðjan IKEA hefur
innkallað mörg þúsund barnarúm, sem
hafa verið seld í verslunum keðjunnar
víða um heim. Ástæðan er hönnunar-
galli, sem getur valdið slysahættu,
samkvæmt frétt á fréttavef Breska
ríkisútvarpsins, BBC, í gær.
Rúmin eru af gerðinni Kritter og
Sniglar. IKEA greindi frá því að slysa-
hætta gæti myndast, við það að málm-
stangir í rúmunum brotnuðu, en fyrir-
tækið hafði fengið sjö tilkynningar um
að slíkt hefði gerst. Fyrirtækið greindi
frá því að í Svíþjóð hefðu verið seld um
10 þúsund slík rúm, en IKEA hafði ekki
upplýsingar um sölutölur í 16 öðrum
löndum, þar sem rúmin verða einnig
innkölluð.
IKEA innkallar mörg
þúsund barnarúm