Morgunblaðið - 16.08.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.08.2013, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Komdu og skoðaðu úrvalið! Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Toyota Land Cruiser 200 Árgerð 2008, dísil Ekinn 112.000 km, sjálfsk. Ásett verð: 9.590.000 kr,- Lexus IS250 Árgerð 2008, bensín Ekinn 54.000 km, sjálfsk. Ásett verð: 3.990.000 kr,- Audi A6 2,0 TFSI Árgerð 2010, bensín Ekinn 23.000 km, sjálfsk. Ásett verð: 5.990.000 kr,- Porche Cayenne turbo Árgerð 2007, bensín Ekinn 81.000 km, sjálfsk. Ásett verð: 8.500.000 kr,- FERÐAFÉLAGAR AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM HJÁ HEKLU NOTUÐUM BÍLUM Audi Q7 3,0 TDi Árgerð 2011, dísil Ekinn 49.000 km, sjálfsk. Ásett verð: 10.950.000 kr,- Íbúar í úthverfi Bagdad virða fyrir sér vettvang bíl- sprengju sem sprakk nærri höfuðstöðvum sjónvarps- stöðvar sem tengist hópi herskárra sjía-múslíma. Á þriðja tug manna féllu í sex sprengjuárásum í borginni í gær sem beindust að svæðum þar sem sjíar eru í meirihluta. A.m.k. 70 aðrir særðust í árásunum. AFP Fjöldi sprengjuárása í Bagdad í gær Ibrahim Boubacar Keita er nýr for- seti Malí en hann vann stórsigur í seinni umferð kosninga sem fóru fram í landinu á sunnudag. Þær töl- ur sem gefnar hafa verið út benda til þess að Keita hafi hlotið 77,6% greiddra atkvæða á móti 22,4% and- stæðings síns Soumaila Cisse. Áætl- að er að kjörsókn hafi verið um 45,8%. Keita er 68 ára gamall og var áð- ur forsætisráðherra landsins. Kosn- ingarnar marka tímamót í landinu eftir átök sem þar hafa geisað und- anfarin ár. Þau leiddu meðal annars til þess að Frakkar sendu þangað herlið til að stilla til friðar. Frið- argæslulið frá Sameinuðu þjóðunum hefur fengið það verkefni að taka við af frönskum hermönnum til að tryggja friðinn. Alþjóðleg fjárhags- aðstoð við Malí hefur verið í bið frá því að valdarán var framið í landinu árið 2012 í kjölfar uppreisnar ísl- amista. Keita vann stórsigur í Malí  Losar um neyðar- aðstoð til landsins Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Bandaríska fyrirtækið CACI International hefur krafið fyrrverandi fanga í Abu Ghraib-fangelsinu alræmda í Írak um málskostnað vegna máls sem þeir höfðuðu gegn fyrirtækinu. CACI sá um yf- irheyrslu- og túlkaþjónustu í fangelsum banda- ríska hersins í landinu. Fangarnir, alls 256 tals- ins, kærðu það fyrir bandarískum dómstól árið 2004 fyrir stríðsglæpi, kynferðisofbeldi, þátttöku í pyntingum og aðra misnotkun. Málinu var vísað frá dómi í Virginíuríki nú í júní á þeim forsendum að þar sem brotin hefðu átt sér stað erlendis féllu þau utan valdsviðs dómstólsins. CACI hefur nú stefnt föngunum til að greiða málskostnaðinn við upphaflega mála- reksturinn en hann nemur um 15.500 dollurum, jafnvirði tæpra tveggja milljóna króna. Vakti reiði víða um heim Það var árið 2004 sem upp komst að banda- rískir fangaverðir í Abu Ghraib-fangelsinu hefðu niðurlægt og pyntað íraska fanga þar. Myndir sem sýndu fangaverðina gera sér að leik að nið- urlægja og níðast á föngunum vöktu mikla reiði í Írak og víðar um heimsbyggðina. Í kjölfarið voru nokkrir bandarískir hermenn sakfelldir af herdómstól vegna misnotkunarinn- ar á föngunum. Hafa ekki efni á að borga Lögmenn fanganna hafa áfrýjað þeirri nið- urstöðu að vísa málinu frá og halda því fram að þar sem brotin voru framin innan svæðis sem var á valdi bandaríska hersins þá heyrðu starfs- menn fyrirtækisins enn undir bandarísk lög. Ekki er hægt að lögsækja fyrirtækið í Írak því samkvæmt þarlendum lögum nýtur það friðhelgi gegn málsóknum sem verktaki ríkisstjórnarinn- ar. Lögmennirnir segja jafnframt að fangarnir hafi ekki efni á að greiða lögfræðikostnað banda- ríska fyrirtækisins enda séu tekjur þeirra afar lágar, jafnvel þótt miðað sé við önnur lönd en Bandaríkin. Krefja Abu Ghraib-fanga um fé  Máli fanganna vegna stríðsglæpa vísað frá bandarískum dómstól fyrr í sumar Niðurlæging Ein myndanna sem birtust af mis- notkun á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu. Bradley Mann- ing, hermað- urinn sem var sakfelldur af herrétti fyrir að hafa lekið miklu magni af skjölum til uppljóstr- anavefjarins Wikileaks, segist nú sjá eftir gjörð- um sínum og biðst afsökunar á þeim. Þetta sagði hann þegar hann ávarpaði dómstólinn sem ákveður nú refsingu hans. „Ég iðrast afleiðinga minna sem ég ætlaði ekki. Þegar ég tók þessar ákvarðanir trúði ég því að ég væri að hjálpa fólki en ekki að skaða það,“ sagði Manning þegar hann reyndi að sannfæra dómstólinn um að sýna sér vægð við ákvörðun refs- ingar. Hann sagðist jafnframt iðr- ast þess að gjörðir sínar hefðu skaðað Bandaríkin. Sér eftir upp- ljóstrunum Bradley Manning Bandaríkin Vísindamenn hafa kortlagt 21 meiri háttar stökkbreytingu í genum manna sem er orsök flestra krabba- meina, þar á meðal heila-, lungna-, bris- og brjósta- krabbameins. Niðurstöður rannsóknar þeirra á erfðamengjum fleiri en 7.000 krabbameinssjúkl- inga voru birtar í vísindatímaritinu Nature í vikunni. Þó að læknar og vísindamenn þekki eða hafi góða hugmynd um orsakir um helming þeirra gena- breytinga sem valda ýmsum krabbameinum, eins og reykingar og útfjólublá geislun, þá eru orsak- ir hinna enn óþekktar. Vonir standa til að með því að kortleggja stökkbreytingarnar á genunum verði hægt að finna orsakir fleiri tegunda krabbameina. Kort af stökk- breytingum Vísindi Sumar orsakir þekkja menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.