Morgunblaðið - 16.08.2013, Side 30

Morgunblaðið - 16.08.2013, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 ✝ Ásgerður Ingi-marsdóttir fæddist á Flúðum í Hrunamannahr. 21. nóvember 1929. Hún lést 5. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sól- veig E. Guðmunds- dóttir, f. 26.2. 1893 á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, d. 25.1. 1971 og Ingimar Hall- grímur Jóhannesson, f. 13.11. 1891 í Meira-Garði í Dýrafirði, d. 2.4. 1982, skólastjóri. Systkini Ásgerðar: 1) Sigríður, f. 1.10. 1923, d. 28.4. 2008, g. Vilhjálmi Árnasyni. 2) Sólveig, f. 13.11. 1925, g. Kristni Gunnarssyni. 3) Guðmundur, f. 19.5. 1927, g. Ásthildi Sigurðardóttur. Ás- gerður giftist 29.12. 1951 Vic- tori Sævari Ágústssyni, f. 24.10. 1930 í Reykjavík, símvirkja- meistara og yfirdeildarstjóra hjá Pósti og síma. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Lauf- ey Guðlaugsdóttir, f. 28.7. 1906 á Stokkseyri, d. 13.5. 1975, og Ágúst Jónsson, f. 24.8. 1902, í Ártúni við Reykjavík, d. 28.7. 1989, bifreiðastjóri. Börn Ás- gerðar og Victors eru: A) Sól- veig, f. 7.2. 1953, var gift Gunn- jónssyni, f. 26.7. 1982. b) Bjarki Þór, f. 22.5. 1990, samb. Katrín Birgisdóttir f. 6.10. 1990. c) Jón- as Logi, f. 23.11. 1992. d) Una Dís, f. 21.9. 2000. D) Victor Örn, f. 25.1. 1962, g. Rúnu Stínu Ás- grímsdóttur, f. 5.5. 1962. Börn þeirra eru a) Viðar Örn, f. 15.5. 1982, g. Kolbrúnu Skagfjörð, f. 16.3. 1982, börn þeirra 1) Sig- rún Ásbjörg, f. 27.9. 2007. 2) Ás- grímur Bragi, f. 17.11. 2011. b) Egill, f. 1.4. 1988, samb. Íris Ósk Ingadóttir, f. 2.10. 1988, barn þeirra er 1) Victor Ingi f. 29.1. 2012. 2) Emílía Rut Ómars- dóttir, f. 6.12. 2007 c) Anna Lena, f. 13.10 1994, samb. Krist- ófer Þór Jóhannsson, f. 12.5. 1994. Ásgerður varð gagnfræð- ingur frá Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar 1947, hún starfaði sem ritari hjá forsætis- og mennta- málaráðuneytinu frá 1947 til 1960, sundlaugavörður á Flúð- um sumrin 1963-1965. Skrif- stofumaður hjá Kvenfélaga- sambandi Íslands 1968-1970. Skrifstofumaður og fram- kvæmdastjóri hjá Öryrkja- bandalagi Íslands á árunum 1970-1998, sat í ýmsum nefnd- um sem fjölluðu um málefni fatlaðra og áfengisvarnir. Ás- gerður starfaði sem félagi í Góðtemplarareglu Íslands um árabil. Ásgerður sinnti einnig ýmsum ritstörfum. Útför Ásgerðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 16. ágúst 2013, og hefst athöfnin kl. 13. ari Haraldssyni, f. 15.8. 1953, sonur þeirra er Haraldur Örn, f. 12.1. 1973, Hans börn eru: a) Embla Rut, f. 14.8. 1996, b) Victor Orri, f. 14.6. 2001, c) Yngvi Reyr, f. 29.11. 2002, móðir þeirra er Unnur Helga Ólafsdóttir, f. 23.2. 1975, og d) Sólveig Dögg, f. 29.12. 2010, sem hann á með eiginkonu sinni, Önnu Margréti Gunn- arsdóttur, f. 2.9. 1980. Seinni eiginmaður Sólveigar var Yngvi Hagalínsson, f. 17.11. 1950. B) Ágúst, f. 25.10. 1956, g. Ólöfu Alfreðsdóttur, f. 30.7. 1956. Börn þeirra eru: a) Erna Dóra, f. 15.8. 1977, b) Laufey, f. 23.10. 1982, hennar börn eru 1) Vikt- oría Anna Úlfarsdóttir, f. 1.3. 2001, faðir hennar Úlfar Óli Sævarsson, f. 13.11. 1981. 2) Margrét Ólöf, f. 1.11. 2005. 3) Ágúst Ýmir, f. 31.3. 2009, faðir þeirra er Sigurður Aðalsteins- son, f. 24.9. 1980. c) Ásgerður Júlía, f. 29.7. 1993. C) Ingimar Hallgrímur, f. 18.8. 1959, g. Sonju Jónasdóttur, f. 18.8. 1960. Börn þeirra: a) Ása Rún, f. 29.10. 1984, g. Marteini Guð- Ásgerður mín Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin. Þú tókst svo vel á móti mér þeg- ar við Aldís vorum að kynnast. Heimilið þitt var svo fallegt og gott var að koma til þín. Þú varst alltaf svo hress. Guð veri með þér, Ásgerður mín. Stefán Konráðsson. Í dag kveð ég tengdamóður mína, hana Ásu eins og hún var alltaf kölluð. Hún var ekki bara tengdamóðir mín heldur var hún líka amma dætra minna og langamma barnabarna minna og Gústa. Það var fyrir 38 árum að ég kynntist henni og Victori þegar ég kom fyrst inn á heimili hennar og Victors sem var í Sigluvogi 3. Strax við fyrstu kynni var ég velkomin inn á þeirra heimili. Þegar hugurinn reikar aftur í tímann er margs að minnast. Ása var alltaf tilbúin að hjálpa okkur með dætur okk- ar, fengu þær oft að vera hjá henni og var hún þó í fullri vinnu fyrir utan heimilið. Samt var alltaf sjálfsagt að hjálpa til. Hún var mikið fyrir að vera úti í ís- lenskri náttúru og nutu dætur okkar góðs að því. Hún gaf sér góðan tíma til að kenna þeim nöfnin á íslenskum plöntum sem finnast úti í villtri náttúrunni. Hún hafði gaman af að lesa fyrir þær og segja þeim sögur. Hún talaði oft um sveitina sína þar sem hún fæddist og ólst upp fyrstu árin sín. Seinna meir var hún þar í sveit og þau Victor byggðu sér síðan sumarbústað í sveitinni þar sem öll fjölskyldan hefur átt góðar stundir í gegnum árin og ekki síst öll barnabörnin. Tengdamömmu fannst gaman að ferðast bæði innanlands og utanlands og fórum við hjónin ásamt dætrum okkar í nokkrar slíkrar ferðir með henni sem ekki gleymast. Og nú þegar tengdamóðir mín er horfin og eftir situr minning ein, verðum við að læra að lifa áfram og reyna að láta ekki söknuðinn einan ná tökum á okkur heldur minnast þess að það er ekki í hennar anda að við sitjum hnípin og hljóð heldur reynum að gleðjast yfir því að lífið heldur áfram þrátt fyrir allt. Guð blessi minningu Ásgerðar Ingimarsdóttur Ólöf Alfreðsdóttir. Ég kveð í dag með trega og gleði í hjarta ástkæra tengda- móður mína Ásgerði. Trega yfir því að það verða ekki fleiri sam- verustundirnar yfir kaffibolla, í garðinum, í sumarbústaðnum, á ferðalögum, yfir hannyrðum eða bókaspjalli. Gleði yfir því að vera svo heppin að eiga þessar mörgu minningar sem ég geymi í minningasjóðnum og get rifjað upp. Haustið 1978 liggja leiðir okkar Ingimars saman og það var ekki seinna en um áramótin sem ég var flutt inn í Sigluvog- inn. Unga Hafnafjarðamærin hafði fengið starf í Reykjavík- inni og auðvitað var enginn hlut- ur eðlilegri en að hún fengi inni í Sigluvoginum. Og gegnum árin hafa börn, barnabörn og frænd- systkin fengið að eiga aðsetur í Sigluvoginum í lengri eða styttri tíma þegar á þurfti að halda, það var alltaf rúm fyrir einn í viðbót Það voru mikil umskipti fyrir einkadóttur foreldra sinna að tengjast þessari stórfjölskyldu, það voru ekki bara fjölskyldu- meðlimir og frændgarðurinn sem ég var kynnt fyrir heldur líka persónurnar sem bjuggu í bókaskápunum í stofunni svo sem Bjartur í Sumarhúsum, Kristín Lafransdóttir, Ditta mannsbarn og fleira gott fólk sem ég heillaðist af. Ása var mikil blómakona og voru mjaðurt og fífa upphá- haldsblómin hennar í sveitinni og óð hún gjarnan yfir mýrar og skurði til þess að ná fallegum fíf- um í blómavasa til þess að hafa í sumarbústaðnum í Birtingaholti. Og mjaðurtina, sem endilega þurfti að vaxa helst ofan í skurð- um í vegkanti, lagði hún mikið á sig til að ná, nokkrum stilkum. Hún átti stóran og fallegan garð í Sigluvoginum og voru ófáar stundirnar sem við tengda- mæðgurnar lágum á hnjánum og fjarlægðum illgresið sem var svo ólánsamt að vaxa á vitlausum stað, því það átti líka sinn rétt. Má kannski segja að það sama gilti um mannfólkið sem hún hitti á lífsleiðinni það höfðu allir jafnan rétt og allir áttu rétt á að fá tækifæri. Börnin okkar eru svo heppin að hafa fengið að eiga margar yndisstundir með Ásu ömmu í gegnum árin. Hún stytti Ásu Rún stundir þegar hún var lítil þegar enga dagmömmu var að hafa og gengu þær nöfnur mikið um vesturbæinn það haustið. Hún tók á móti Bjarka og Jónasi eftir skóla og minningin um kakósúpuna sem hún gaf þeim á köldum vetrardögum yljar þeim ennþá. Hún kom líka og tók á móti Unu Dís eftir að skóladegi lauk og hafragrauturinn sem amma hennar Unu gerði var orðin umtalaður í skólanum. Því komu reglulega einhverjir vinir með í hafragrautinn hjá Ásu ömmu. Svo voru það sumrin í litla sumarbústaðnum sem var ótrúlega lítill en rúmaði svo ótrúlega marga og alltaf var tími til þess að spjalla og spá. Það mátti gera svo margt hjá ömmu sem ekki var hægt að gera ann- ars staðar eins og að synda í Stóru Laxá, búa til bát úr flösk- um, þreyja manndómsraunir og fara út í kríuvarpið melunum. Þessar minningar um Ásu ömmu munu lifa áfram í hjörtum okkar hér á Tómasarhaganum og erum við óendanlega þakklát fyrir það. Sonja Jónasdóttir. Ég sit í stofunni í Sigluvog- inum og horfi á ömmu hekla. Sólin skín inn um gluggann og varpar geislunum yfir ömmu. Við erum að ræða gömlu dag- ana, æskuárin hennar ömmu í Skerjafirðinum og hvernig lífið var allt öðruvísi þegar hún var ung. Þegar ég hugsa um ömmu Ásu þá er þetta það fyrsta sem kemur í huga minn. Amma sitj- andi í brúna stólnum með handavinnuna í kjöltunni og all- ar sögurnar sem hún sagði mér. Amma hafði frá svo mörgu að segja og fannst mér fátt skemmtilegra en að sitja í stof- unni með ömmu og ræða um gömlu dagana, þegar amma dvaldi hjá langafa Ingimar eitt sumar í sumarbúðum fyrir drengi og það eina sem hún vildi var að fá að vera í alveg eins föt- um og strákarnir þó að langafi væri nú ekki alveg sammála. Þegar amma var í sveit hjá Rúnu í gröf og rak beljurnar á morgnana og strokkaði smjör á daginn. Þegar amma var sund- laugarvörður á Flúðum og pabbi og bræður hans eyddu flestum dögum í sundlauginni og Victor frænda var bara hent út laug á morgnana og sóttur á kvöldin. Þegar amma vann í ráðuneytinu og þegar amma og afi byggðu Sigluvoginn þegar ekkert var fyrir neðan Sæbrautina nema mói. Þegar ég les yfir þessar lín- ur þá er þetta eins og að lesa um annan heim heldur en ég þekki, annar tími, annar staður. Það var þó eitt málefni sem við amma gátum setið alveg heil- lengi og rætt um. Við kölluðum það að ræða „son min Lieuten- ant“ því hún og Sigga systir hennar höfðu sömu hefð þegar þær ræddu þetta sama málefni. Þetta málefni var málefni fatl- aðra og hafði amma gífurlega reynslu og þekkingu á því sviði. Amma var starfsmaður og fram- kvæmdastjóri hjá Öryrkja- bandalaginu í rúmlega tuttugu ár og sat í ýmsum nefndum sem fjölluðu um málefni fatlaðra. Fyrir mig þroskaþjálfanemann var þetta eins og eiga mitt eigið þekkingarsetur og gat ég ávalt reitt mig á ömmu til að gefa mér fleiri sjónarhorn á málefnum fatlaðra og fræða mig um hvern- ig tímarnir hafa breyst á sein- ustu árum og ég veit að ég fékk dýpri skilning á málefninu fyrir vikið. Meðan á náminu stóð er ég nokkuð viss um að amma hafi lesið allar ritgerðir sem ég skrif- aði og eitt sinn sagði hún mér að hana hefði alltaf langað til að læra meir þegar hún var yngri en tímarnir voru aðrir þá og hún hafði ekki tækifæri til þess. Þeg- ar hún varð áttræð fyrir nokkr- um árum gripum við Halli frændi tækifærið og útskrifuð- um ömmu sem guðlegan þroska- þjálfa enda hafði hún lesið yfir ritgerðir í guðfræði og þroska- þjálfafræði. Ég man ennþá hversu hissa og glöð hún var þegar við kölluðum hana upp í pontu og afhentum henni inn- rammað skírteini og upp á vegg fór það í Sigluvoginum. Í dag kveð ég ekki aðeins ömmu Ásu í Sigló heldur líka vinkonu sem ég gat ávallt leitað til og rætt um alla heima og geima við. Vináttan hún er vottur um það þó veröldin breytist um síð að enn bera mannlegu samskiptin samt sinn hlut gegnum hvarflandi tíð. Gott er að vita að vini þú átt sem vináttu hnýta bönd sem gleðjast og fagna ef gengur þér vel ef grætur þá rétta þér hönd (Ásgerður Ingimarsdóttir.) Ása Rún Ingimarsdóttir. Okkur systurnar langar til að minnast ömmu Ásu með fáeinum orðum. Það var alltaf gott að koma til ömmu og fá fréttir af fjölskyldunni. Hún hafði ein- stakt lag á að hlusta og gefa okkur góð ráð, enda leituðu margir til hennar og þó hún ætti orðið mörg barnabörn og barna- barnabörn hafði hún alltaf tíma fyrir alla sem komu til hennar. Amma var þekkt fyrir að lesa mikið og gaf hún alltaf eina bók með í pakka og alltaf voru þetta einstaklega skemmtilegar bæk- ur og eru ófáar bækur í hillunni heima hjá okkur sem hún hefur gefið okkur. Garðyrkja var hennar yndi enda garðurinn hennar í Sigluvogi 3 stór og flottur sem gott var að leika sér í. Amma vissi um allar blóma- tegundir sem til voru og sagði hún okkur frá þeim. Það eru ófá- ar stundir sem við áttum með ömmu í bústaðnum í Birtingar- holti. Þar hélt amma sína eigin útihátíð fyrir okkur með brennu og öllu tilheyrandi og þegar við vorum að heyja fyrir hestana gat amma skipt sér í tvo hluta, ann- ar hluti var upp á túni í hey- vinnu og hinn að gera hádeg- ismat þar sem ekkert var til sparað. Síðan var farið í göngu- túr um sveitina að tína í blóm- vönd eða tína kartöflur í garð- inum hjá Mumma bróðir ömmu og alltaf tókst ömmu að gera þetta að spennandi ævintýri. Ömmu þótti mjög gaman að ljóðum og sögum og lét okkur oft gera leikrit á jólunum og þegar allir í fjölskyldunni hittust á jóladag vildi amma alltaf að einhver væri tilbúinn með skemmtiatriði. Oft á veturna var gott að koma heim úr hesthúsum með afa, þá var hún tilbúin með heitt kakó og búin að fara í bak- aríið og baka ljúffenga eplaköku að hætti ömmu. Hún hafði ein- stakt lag á að vita hvenær við kæmum enda var samband ömmu og afa það einstakt að ekki þurfti að hafa mörg orð um hlutina. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað Ása amma var góðhjörtuð og hugsaði mikið um velferð annarra enda helgaði hún líf sitt því að bæta kjör fatl- aðra einstaklinga og kenndi okk- ur að ekki geta allir verið eins, annars væri lífið ekki jafn skemmtilegt. Við kveðjum Ásu ömmu með söknuði, og biðjum góðan Guð að geyma hana. Erna Dóra, Laufey og Ásgerður Júlía Ágústs- dætur. Amma, mamma, langamma. Þú verður alltaf falleg í okkar augum. Við verðum alltaf saman í okkar hjörtum, hvað sem ger- ist. Við elskum þig alltaf. Coke-ið verður alltaf í huga okkar. Gafst þú okkur þegar við komum í Sigluvoginn. Þú raular alltaf fyrir okkur eitthvað fallegt og gefur okkur ráð um erfiða tíma. Kemur sem fugl og syngur í sálarbrjósti okkar. Þú segir okkur sögur um tíma tvenna, þegar þú varst jafngöm- ul okkur. Elskum þig alltaf. Una Dís, Victor Orri og Yngvi Reyr. Í aldarfarsbókinni „Ísland í aldanna rás“ má líta ljósmynd á blaðsíðu 343 af unglingsstúlku í kamardyrum við torffjós austur í sveitum. Stúlkan er Ásgerður Ingimarsdóttir móðursystir mín og er myndin tekin að Gröf í Hrunamannahreppi. Ása horfir glettin um öxl á myndinni. Lífið blasti við og eins og umgjörð myndarinnar ber með sér var framundan mikil uppbygging þjóðlífsins. Stúlkan átti eftir að taka virkan þátt í henni enda má segja að með fæðingu Ásu hafi ákveðin uppbygging hafist þar sem hún er fyrsti innfæddi íbú- inn á Flúðum. Um svipað leyti og myndin er tekin hafði hún valið sér lífsförunaut, Victor Ágústsson. Þau hófu uppbygg- ingu sinnar eigin fjölskyldu, gerðust frumbyggjar í Voga- hverfi þaðan sem þau fluttu fyrir fáum árum. Ása starfaði utan heimilis lengst af hjá Öryrkja- bandalaginu. Það var hennar framlag til uppbyggingar vel- ferðarkerfisins sem er horn- steinn þess góða samfélags sem við búum við í dag. Hún var fé- lagsmálakona fram í fingurgóma og starfaði m.a. ásamt Victori innan vébanda Góðtemplararegl- unnar. Héldu þau uppi merki fjölskyldunnar á þeim vettvangi sem Ingimar afi hafði áður bor- ið. Árið 1999 tókst fjölskyldan á við það verkefni að láta reisa minnisvarða um föðurafa Ásu, Jóhannes Guðmundsson, og tvo aðra menn sem fórust við tilraun Hannesar Hafsteins til þess að stöðva breskan landhelgisbrjót á Dýrafirði. Ása flutti ávarp fyrir hönd fjölskyldunnar við athöfn í Mýrakirkju. Fórst henni það af- ar vel úr hendi og mig langar til að vitna beint í hennar eigin orð sem mér finnst lýsa henni og af- stöðu hennar til tilverunnar ágætlega. „Við erum hér í dag að minnast þessa sorglega at- burðar sem varð fyrir 100 árum og viljum að minningu þessara manna sé haldið á lofti meðan land byggist. Við viljum að þjóð okkar minnist þeirra sem þarna létu lífið í óeigingjörnum til- gangi. Guði sé lof eigum við Ís- lendingar engan her en þessir menn létu lífið fyrir land sitt og þjóð og þessi atburður markar e.t.v. upphaf þess að okkur Ís- lendingum skyldist að við urðum að eiga og ráða sjálf okkar fiski- miðum og vernda þau fyrir ágangi annarra þjóða. Við erum ekki fátæk og smá lengur. Við erum rík smáþjóð. Og það er kannski ekki bara í aurum og krónum talið heldur í öllum þeim auði sem felst í því að eiga skyldurækið fólk. Fólk sem eins og þeir þrír sem hér er minnst hugsar ekki fyrst og fremst um eigin velferð heldur allrar þjóð- arinnar“. Ég sendi samúðarkveðjur til Victors, barna og fjölskyldna þeirra en einnig til Eiu og Mumma sem kveðja nú systur sína. Ég vil ljúka þessum orðum með kvöldversi sem móðurafi Ásu, Guðmundur Ísleifsson á Stóru- Háeyri á Eyrarbakka, sendi barnabörnum sínum að Flúðum og Ingimar afi tengda- sonur hans hélt mjög á lofti. Hann taldi jafnvel að Guðmund- ur hefði ort það sjálfur og gæti hér allt eins verið um sjóferð- arbæn að ræða enda var hann valinkunnur formaður á sinni tíð. Voldugur drottinn veri mér fylgjandi, verndin hans á báðar hliðar standi, faðminn breiði, götuna greiði, Guð mig leiði, öllu eyði grandi. Arinbjörn Vilhjálmsson. Mamma hefur nú fengið vin- konu sína til sín og ég er viss um að hún tók vel á móti henni. Það var stutt á milli þeirra en þær voru báðar búnar að dvelja á sjúkrahúsi á sama eða svipuðum tíma í sumar. Mamma sagði rétt fyrir andlátið sitt „Það skyldi nú aldrei fara svo að hvorug okkar gæti fylgt hinni“ en þannig fór það einmitt því Ása var flutt á sjúkrahús að morgni 14. júlí, nokkrum klukkustundum eftir að mamma lést og hún sneri ekki aftur heim. Mamma og pabbi hafa verið nokkuð rík af vinum og Ása og Victor hafa verið einir af þeirra bestu vinum í fjölda ára svo ég hef þekkt þau allt mitt líf. Þegar ég var yngri gerði ég stundum grín að mömmu og sagði það augljóst við hverja hún hefði verið að tala eftir að hún hafði rætt við Ásu Ingimars í símann, Ása hafði sérstakan og skemmti- legan talanda og mamma fór alltaf að tala alveg eins og hún þegar þær töluðu saman í síma. Mömmu þótti mikið til Ásu koma, hún sagði alltaf að Ása væri einstaklega orðheppin og þeim hæfileika gædd að sjá það spaugilega í umhverfinu og segja frá því á skemmtilegan hátt. Ég fékk oft að heyra ýmsar setningar sem mamma hafði tek- ið og geymt með sér af því sem Ása hafði sagt. En ein setning stendur upp úr og ég hef vitnað í hana til að hughreysta aðstand- endur Alzheimersjúklinga oftar en einu sinni. Ása hafði sagt við mömmu, þegar hún var miður sín vegna ástands ömmu sem hafði þennan hræðilega sjúkdóm „Maður verður að brosa að þessu því annars fer maður bara að gráta“ en Ása hafði sjálf gengið í gegnum samskonar reynslu. Þessi setning segir svo margt og eftir að hafa séð með eigin augum hvaða áhrif þessi illvígi sjúkdómur hefur á fólk og þá ekki síst á aðstandendur þá finnst mér gott að muna þessi orð. Aðstandendur þurfa að geta ýtt frá sér sársaukanum og njóta augnablikanna og reyna að fremsta megni að varast að finna til gremju eða reiði þegar ná- kominn hættir að þekkja eða muna, heldur reyna að halda minningunni glaðlegri og það er það sem ég tel að Ása hafi átt við. Ása og mamma voru svo lán- Ásgerður Ingimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.