Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013
plóg þó utan starfsrammans væri.
Við Svanborg vorum samstarfs-
menn í aldarfjórðung og fyrir þá
samvinnu vil ég þakka heilshugar.
Við hjónin minnumst margra
ánægjulegra samverustunda á
fyrri tíð og hluttekningar á erfiðri
stund. Við sendum Jóni Bjarna,
börnunum og þeirra fjölskyldum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Óskar og Þórunn.
Kær samferðakona hefur nú
kvatt og lagt upp í sína ferð og vil
ég gjarnan minnast hennar með
miklu þakklæti fyrir ljúfmennsku
hennar og góð kynni.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
gamla Barnaskólahúsinu á Eyrar-
bakka þegar ég sem sóknarprest-
ur heimsótti litlu kennarastofuna
þar. Ég held að kennarastofan
hafi þá verið ein sú minnsta á land-
inu og vinnuaðstaða nánast engin.
Það var því eins gott að kennar-
arnir kæmu sér saman enda var
það svo og andinn í hópnum góður.
Úr þessu rættist þó þegar ný við-
bygging við skólann var tekin í
notkun og þar kenndum við Svan-
borg saman í 17 ár eða þar til ég
hætti kennslu.
Svanborg kenndi við skólann í
yfir 40 ár og var farsæll kennari
og nemendur hennar tóku fram-
förum. Hún var áhugasöm og hug-
myndarík auk þess sem hún var
félagslynd og átti góð samskipti
við fólk. Hún var skipulögð í öllum
sínum störfum og tók gjarnan for-
ystu ef undirbúa þurfti árshátíð
eða opna viku og var þannig virk í
öllum þáttum skólastarfsins. Þol-
inmæði átti hún í ríkum mæli ef á
þurfti að halda, sem er góður eig-
inleiki í skólastarfi.
Samkennarar hennar mátu
hana mikils og minnast hennar
með hlýju. Vil ég sérstaklega
þakka góðar stundir á heimili
hennar er hún bauð allri kennara-
stofunni heim eftir skólaslit að
vori og nutum við þar gestrisni
þeirra hjóna og áttum góðar sam-
verustundir.
Svanborgu voru falin ýmis
trúnaðarstörf á Eyrarbakka og vil
ég hér þakka störf hennar í sókn-
arnefnd kirkjunnar en þar starf-
aði hún reyndar fyrir mína tíð en
ég veit hún lagði þar gott til mála,
enda var hún tillögugóð og góður
mannasættir og sérlega umtals-
góð um annað fólk.
Það er ætíð eftirsjá þegar
mannkostafólk kveður en um það
er ekki að fást. Mest er breytingin
hjá maka hennar og nánustu fjöl-
skyldu. Sendi ég þeim öllum
kveðju mína með bæn um blessun
Guðs og ósk um að þetta sár grói
og Guð gefi góðar stundir.
Úlfar Guðmundsson.
Sofðu vært hinn síðsta blund,
uns hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
Heim frá gröf vér göngum enn.
Guð veit, hvort vér framar fáum
farið héðan, að oss gáum,
máske kallið komi senn.
Verði, Drottinn, vilji þinn,
vér oss fyrir honum hneigjum,
hvort vér lifum eða deyjum,
veri hann oss velkominn.
(Vald. Briem)
Í dag kveðjum við samstarfs-
konu okkar Svanborgu Oddsdótt-
ur. Nafn hennar og Barnaskólans
á Eyrarbakka og Stokkseyri er
samofið. Hún kenndi við skólann í
áratugi og er okkur efst í huga
þakklæti fyrir það trygglyndi og
trúmennsku sem hún sýndi skól-
anum alla tíð. Svanborg var góður
félagi sem verður sárt saknað af
starfsfólki og nemendum.
Við sendum fjölskyldu Svan-
borgar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur um leið og við þökkum
samfylgdina við hana á liðnum ár-
um.
F.h. starfsfólks Barnaskólans á
Eyrarbakka og Stokkseyri,
Magnús J. Magnússon
skólastjóri.
✝ Stefán ÞórIngason fædd-
ist 11. september
1953 í Reykjavík.
Hann andaðist á
heimili sínu í Riga í
Lettlandi 29. júlí
2013.
Foreldrar hans
voru Hrefna Ingi-
marsdóttir frá
Hnífsdal, f. 30.
ágúst 1931, d. 26.
september 2005, og Ingi Þór
Stefánsson, f. 16. september
1931, d. 22 apríl 1966. Bróðir
Stefáns er Sigmar Þór Ingason,
f. 13. maí 1958, Sigmar á einn
dreng með fyrrverandi sambýlis-
konu sinni Guðrúnu Einarsdótt-
ur, Einar Inga Sigmarsson, f. 4.
október 1983.
Stefán á þrjú börn með fyrr-
verandi eiginkonu sinni Elvu
Sigurðardóttur, f. 8 maí 1960,
þau slitu samvistum árið 2001.
Börn þeirra eru: 1) Sigríður El-
ísabet Stefánsdóttir, f. 24. maí
1986, gift Jónasi Þór Sveinssyni,
f. 24. apríl 1983, og saman eiga
þau Hrefnu Lind, f. 3. ágúst
láði frá Núpi í Dýrafirði, Versl-
unarskólann og Stýrimannaskól-
ann. Hann byrjaði ungur að ár-
um í sjómennskunni og gegndi
hinum ýmsu störfum meðfram
námi. Eftir að hann lauk Stýri-
mannaskólanum hóf hann að
starfa sem stýrimaður og skip-
stjóri. Hann vann lengst af á Páli
Pálssyni frá Ísafirði en starfaði
einnig á Stakfelli frá Þórshöfn á
Langanesi sem og fleiri skipum.
Þegar Stefán varð fertugur sett-
ist hann á skólabekk á nýjan leik
og kláraði þá iðnrekstrarfræði
frá Tækniskóla Íslands. Eftir að
Stefán og Elva slitu samvistum
fluttist Stefán til Riga í Lettlandi
vegna vinnu sinnar. Þar starfaði
hann við ýmiss konar inn- og út-
flutning ásamt því að hafa unnið
fyrir Nordic Barter í ár. Stefán
stofnaði að lokum sitt eigið fyr-
irtæki þar sem hann hélt áfram
að starfa við inn- og útflutning á
stáli, timbri og byggingarefnum
og vann við það fram á síðasta
dag. Stefán var mikill fjölskyldu-
maður og var börnum sínum
góður faðir sem og barnabörn-
um góður afi.
Útför Stefáns Þórs fer fram í
dag, 16. ágúst 2013, frá Akureyr-
arkirkju og hefst athöfnin kl.
13.30.
2010. Áður átti Sig-
ríður soninn Snæ-
björn Inga, f. 26.
janúar 2007, með
Þorbirni Jóhanns-
syni. 2) Ingi Þór
Stefánsson, f. 13.
ágúst 1987, unnusta
hans er Sylvía Hall-
dórsdóttir, f. 21.
mars 1993. Fyrir á
Ingi Þór dótturina
Írisi Dögg, f. 17. jan-
úar 2011, með Margréti Gunn-
arsdóttur. 3) Atli Ágúst Stef-
ánsson, f. 13. janúar 1993,
unnusta hans er Guðbjörg Helga
Lindudóttir, f. 26. ágúst 1993.
Stefán var í sambúð með Krist-
ine Stendere, f. 29. júlí 1976, þau
voru barnlaus og ógift.
Stefán ólst upp í Reykjavík en
var mikið í Hnífsdal hjá afa sín-
um og ömmu á sumrin. Húsið
sem þau bjuggu í gekk undir
nafninu Spýtuhúsið og þaðan átti
Stefán margar góðar minningar.
Stefán var alla tíð stoltur af upp-
runa sínum og talaði ætíð um
Hnífsdal sem besta stað í heimi.
Stefán kláraði landspróf með
Þetta er allt svo skrýtið, ég vil
ekki trúa að þú sért farinn, að þú
komir ekki aftur, hversvegna
varst þú tekinn frá okkur svona
snemma? Ég sem ætlaði að koma
þér út eftir að þú færir frá Ís-
landi. Þetta gerðist svo snögg-
lega að maður áttar sig ekki á því.
Ég óska mér þess helst af öllu að
þetta sé ein stór martröð og ég
vakni fljótlega og þá standir þú
hjá mér og segir „Þú ert litli ung-
inn minn og þú getur alltaf talað
við gamla manninn, hann pabba
þinn“ eins og þú sagðir alltaf. Ég
hef alltaf getað talað við þig um
allt og fengið hjá þér fullt af
hjálp, bæði andlega og líka á hina
hliðina.
Áður en ég skrifaði þessar lín-
ur, fór ég á facebook og skoðaði
vegginn hjá þér, pabbi minn, eins
og ég gerði hvern einasta dag.
Þar fann ég myndir af okkur síð-
an 2010, þar sem ég knúsaði þig í
Danmörku í ferðalaginu okkar
góða. Þá fór ég að hugsa meira og
meira til þín, mér finnst það svo
skrítið en ég held að þú sért kom-
inn til mín hingað í sveitina því
um leið og ég lokaði myndinni
kom hellidemba eins og rigningin
sem kom úti í Riga þegar ég kom
til ykkar Kristine með ömmu
Hrefnu, þessu mun ég aldrei
gleyma. En nú ert þú kominn til
ömmu og mér finnst svo gott að
vita að það er einhver sem tekur
á móti þér, þó svo að ég hefði vilj-
að að það hefði verið ég sem fengi
að taka á móti þér hér á flugvell-
inum og fá að knúsa þig. Ég mun
sakna þín svo mikið, við áttum
svo margt ógert saman. Ég veit
eiginlega ekki hvernig mér á að
líða, þetta er allt svo skrítið. Mér
finnst eins og ég sé búinn að
skrifa helling en er samt bara
rétt að byrja. Mér líður eins og
unganum sem varð aldrei fleyg-
ur, ég er enn fastur í hreiðrinu,
þú varst alltaf hjá mér og ég var
unginn þinn en þú flaugst í burtu
og ég gat ekkert gert, ekkert
nema bara staðnað og reynt að
komast af á eigin fótum. Minning
þín verður ætíð í hjarta mínu, þú
átt alltaf stað í hjarta mínu og ég
á alltaf eftir að sakna þín, elsku
pabbi minn.
Atli Ágúst Stefánsson.
Elsku pabbi minn, á öllu átti ég
von frekar en þessu, að þú skulir
vera horfinn á brott vil ég ekki
samþykkja. Það reynist mér svo
erfitt að kyngja þessum bita og
þú af öllum veist hversu mörgum
stórum bitum ég hef kyngt í
gegnum árin en munurinn á núna
og þá er að áður hafði ég þig til að
hjálpa mér í gegnum hlutina. Þú
varst ekki fullkominn frekar en
ég, en mikið sem við komumst nú
nálægt því eins og þú sagðir svo
oft við mig. Þú kenndir mér svo
margt, pabbi, þú kenndir mér að
elska, þú kenndir mér rökfærslu,
ákveðni, kurteisi, þú kenndir mér
hve lífið getur verið gott, að smá-
munirnir eru í raun mikilvægast-
ir og að framkoma manns við
aðra skiptir öllu máli. En það
mikilvægasta sem þú kenndir
mér var að fyrirgefa. Og elsku
pabbi ég skal lofa að muna þetta
allt, alltaf því eins og þú sagðir
fyrirgefningin gerir lífið sjálft
svo miklu auðveldara. Ég lofa,
elsku pabbi, að ég skal að lokum
fyrirgefa æðri völdum fyrir að
hafa tekið þig frá okkur svona
snemma en ég get það ekki strax,
missirinn er of mikill og sár. Það
er svo margt sem við eigum eftir
að gera; ég sem ætlaði að koma út
til ykkar Kristine núna seinna í
ágúst og stunda nám út í Riga
eina önn, við ætluðum að halda
jólin úti í Orlando, fara með
krakkana í nýja garðinn sem ver-
ið var að opna út í Riga, vinna að
öllum þeim verkefnum sem okk-
ur var alltaf að detta í hug, þú
manst að það nýjasta innihélt
sokka og vettlinga. Pabbi, það
sakna þín allir, við systkinin
misstum ekki bara besta pabb-
ann heldur líka sannan vin og
börnin mín misstu besta afa sem
ég get hugsað mér. Krakkarnir
eru ungir og eiga erfitt með að
skilja en ég lofa að vera dugleg
við að segja þeim frá þér. Snæ-
björn Ingi minn á sem betur fer
margar góðar og skemmtilegar
minningar um þig en Hrefna mín
er svo lítil að ég veit ekki alveg
hvað hún man. Við eigum myndir
og óteljandi minningar sem ég er
svo þakklát fyrir því það hjálpar
okkur á þessum erfiðu tímum.
Ég er svo þakklát fyrir dagana
sem við áttum saman eftir brúð-
kaup okkar Jónasar en þá grun-
aði mig ekki að það yrði í síðasta
sinn sem við sæjumst. Pabbi, ég
gæfi allt fyrir eitt símtal frá þér,
eitt knús frá þér eða fyrir að
heyra þig segja mér einu sinni
enn hversu stoltur þú ert af mér
og að þú elskir mig. Þú varst sem
betur fer alltaf duglegur við að
segja mér þetta og fyrir það verð
ég þér alltaf þakklát, ég lærði líka
af þér og mömmu að vera alltaf
dugleg við að segja mínum nán-
ustu hvers virði þau eru mér og
það er ég og mun alltaf vera, ég
lofa pabbi að ég muni standa mig
vel í framtíðinni og ég veit að þú
vakir yfir okkur öllum, fylgist
með okkur og verndar. Lífið er
erfitt án þín og svo sárt, allir
segja að þetta verði auðveldara
svo ég bíð eftir því. Jónas er
kletturinn okkar allra, hann hef-
ur nú tekið við af þér og passar
upp á litlu stelpuna þína.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ég elska þig, pabbi minn, og
kveð þig með miklum söknuði,
þangað til næst.
Þín elskandi dóttir,
Sigríður Elísabet
Stefánsdóttir.
Elsku besti afi, við söknum þín
rosalega mikið og vildum að við
gætum hitt þig aftur en mamma
og pabbi segja að þú sért núna
kominn til himna en við vitum að
þú ert í skýjunum því það er
miklu skemmtilegra og að þú sért
búinn að hitta ömmu Hrefnu og
afa Inga. Þau sögðu okkur líka að
þú heyrðir í okkur þegar við töl-
uðum við þig og það er gott. Við
vinkuðum þér í gær og ætlum
alltaf að muna eftir þér því þú
varst alltaf svo góður við okkur
og skemmtilegur.
Snæbjörn Ingi og
Hrefna Lind.
Það voru þung spor að koma til
Riga og þurfa að kveðja barns-
föður og vin. Þó svo að við höfðum
skilið fyrir 12 árum vorum við
alltaf í sambandi (mismiklu þó).
Ég vildi bara ekki trúa því þegar
þú veiktist að þú myndir ekki ná
þér, það var okkur báðum erfitt
þegar þú komst ekki í brúðkaup
dóttur okkar sökum veikindanna.
Í síðasta tölvupósti sagðir þú að
þið kæmuð til Íslands 2. ágúst og
þú hlakkaðir mikið til. Ég er svo
þakklát fyrir að Sigga og Jónas
skyldu fara út til ykkar eftir
brúðkaupið og það hefði verið
kvikmyndað og þú getað séð það.
Þegar Ingi Þór veiktist stóðst
þú eins og klettur við bakið á mér
og hringdir áður en ég hafði sam-
band og sagðir mér á varfærn-
islegan hátt þegar útlitið var
svart, en sem betur fer náði hann
sér en þinn stuðningur var mér
mikils virði.
Einnig var það gleðilegt að
Hrefna og Atli fóru saman í heim-
sókn til ykkar og var það mikil
gæfa fyrir Atla að hafa farið með
ömmu sinni því hún lést ekki
löngu seinna og var þessi ferð
mjög ánægjuleg fyrir þau bæði.
Á þessari stundu verðum við
öll að hlúa vel að hvert öðru og
gefa hvert öðru styrk, það er erf-
iðara en orð fá lýst að horfa upp á
sorg barnanna en ég trúi því og
veit að þú verndar börnin okkar.
Ég kynnist Kristínu fyrst við
andlát þitt og er hún indælis kona
og gátum við deilt bæði gleði og
sorg. Ég er þér svo þakklát fyrir
margt, þær stundir sem við átt-
um saman en þó mest fyrir börn-
in okkar sem standa sig eins og
hetjur á þessum erfiðu tímum.
Farðu í friði, kæri vinur, og við
sjáumst þegar minn tími er kom-
inn.
Elva Sigurðardóttir.
Stebbi frændi er látinn.
Ég var stödd á Akureyri þegar
Halldóra frænka, hringdi heiman
frá Sigmari Þór, bróður Stefáns,
og sagði mér dapurleg tíðindin.
Frændi okkar hafði veikst í des-
ember á fyrra ári, en var að jafna
sig áður en hann kæmi til Ís-
lands, frá Lettlandi, þar sem
hann hafði búið ásamt konu sinni
þarlendri, Kristine Stendere, í
mörg ár.
Ég á margar góðar minningar
af Stebba, en mæður okkar voru
hálfsystur og góðar vinkonur alla
tíð. Vestfirskar en bjuggu síðar í
Reykjavík.
Stebbi og Simmi tengdust fjöl-
skyldunni á Víðimel frá fyrstu tíð.
Ég var sjö ára, þeir ófæddir, þeg-
ar foreldrarnir settu upp hring-
ana inni í fatahengi þar á bæ. Hve
stelpu þótti þetta allt merkilegt.
Allir svo glaðir, Hrefna og Ingi
Þór með breiða hringa á fingri.
Trúlofuð. Ekki var gleðin minni
síðar, er frumburðurinn fæddist.
Það var 11. september, á afmæl-
isdegi afa míns, Valda Björns, en
auk þess skírnardagur þessarar
níu ára frænku sem var raun ekki
ánægð með að þurfa að burðast
með sitt skrýtna nafn lengur, er
hún hafði fengið við fæðingu,
reyndi allt til að að fá að heita Sif,
eins og Sísí í næsta húsi hét. Svo
var hringt heim, síðla þetta
merka kvöld, 1954, og það símtal
kórónaði daginn, ég varð sátt við
nafnið mitt, en fréttirnar sem
Hrefna og Ingi færðu var til-
kynning um fæðingu drengs,
myndardrengs sem hún hafði
„lofað“ afa mínum, í tilefni af 65
ára afmæli hans. Góðar minning-
ar sem hafa varðveist í huga.
Oft var rölt næstu ár að Kvist-
haga 9, í vesturbænum, stundum
fékk frænkan litla svo að passa
frændann, seinna tvo frændur,
þegar hún var orðin eldri, þá á
nýju heimili þeirra.
Foreldrar Stefáns og Sigmars
Þór voru báðir, meðal annars,
íþróttaskólamenntaðir, og ekki
laust við að Stebbi litli hafi verið
kominn í þjálfun hjá pabbanum
nokkurra mánaða, en þá var hann
tekinn upp í fangið, síðan tekið í
báða hæla hans, í lófann, lyft hátt
upp og stóð teinréttur og örugg-
ur, stökk varla bros, horfði
áhugasamur í kringum sig, á
gesti, og mömmu, svo til pabba,
sem tók hann í fangið, áður en
hann fékk að fara aftur í styrkt-
aræfingu. Hve þetta var nú gam-
an.
Stefán hafði áhuga á mörgu
sem tengdist sjónum, og stofnaði
eigið fyrirtæki í Lettlandi, ein-
hverjir frændur hans og félagar
munu eflaust minnast hans þar,
ég vissi að hann var þakklátur
vegna þess að gott fólk sá um fyr-
irtækið í veikindum hans í Riga,
Lettlandi.
Blessuð sé minning kærs
frænda.
Kristine, og börnum Stefáns;
Sigríði, Inga Þór og Atla, barna-
börnum hans, Sigmari Þór votta
ég djúpa samúð á viðkvæmri
stund.
Norma E. Samúelsdóttir.
Kær vinur og nafni, Stefán
Þór, er fallinn frá langt um aldur
fram. Okkar kynni hófust árið
2005 vegna viðskipta með bygg-
ingavörur, hann staðsettur í Riga
og ég á Íslandi. Viðskipti okkar
Stefáns Þórs voru mikil frá
fyrstu kynnum og myndaðist
fljótlega góð vinátta okkar á milli.
Þess má einnig geta að margir af
stærstu verktökum landsins
stunduðu viðskipti við Stefán Þór
og var hann umsvifamikill í þeim
viðskiptum. Hann hafði myndað
mikil og sterk tengsl við marga
birgja víða um lönd, þó aðallega í
Lettlandi. Stefán Þór var ein-
staklega úrræðagóður, hafði
góða tækniþekkingu á þeim vöru-
flokkum sem hann tengdist og
naut virðingar hjá þeim birgjum
sem áttu í viðskiptum við hann. Á
ég margar góðar minningar um
allar heimsóknir til hans í Riga og
víðar vegna viðskiptanna. Hann
bjó sér ásamt Kristine sambýlis-
konu sinni fallegt heimili í Riga
sem gott var að heimsækja. Hann
veiktist alvarlega fyrir nokkrum
mánuðum síðan en vann samt
áfram eins og þrek leyfði. Þrem-
ur dögum áður en hann dó rædd-
um við saman í síma, þá átti hann
flug viku seinna til Íslands að
leita sér lækninga vegna veikinda
og var hann kátur og bjartsýnn á
framhaldið. Raunin varð önnur
og ég kveð góðan vin með söknuði
og minnist allra góðu stundanna
sem við áttum saman.
Farðu i friði, minn kæri vinur,
við sjáumst svo síðar. Kristine og
börnum Stefáns Þórs sendi ég
einlægar samúðarkveðjur.
Stefán Árni.
Stefán Þór Ingason
Elsku Bubbi frændi, nú er
komið að leiðarlokum að sinni og
ert þú kominn á góðan stað með
foreldrum þínum og systkinum.
Þú varst alltaf svo hlýr og góður
og ekki vantaði spaugið í þig þeg-
ar við fjölskyldan komum að
heimsækja þig og Dóru. Það var
alltaf svo gaman að koma í heim-
sókn því þú hafðir svo margar
sögur að segja af pabba og hans
systkinum, sem öll fóru frá okkur
langt fyrir aldur fram. Þú varst
hlekkurinn sem hélt þeirra minn-
ingu uppi. Sakna ennþá sunnu-
daganna heima hjá ömmu Jó-
hönnu á Heiðarveginum. Eftir að
hún fór þá áttum við bara þig og
Guðbrandur
Kristjánsson
✝ GuðbrandurKristjánsson
frá Hólum í Helga-
fellssveit, fæddist
7. mars 1943 í
Stykkishólmi, hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 26. júlí
2013.
Útför Guðbrands
fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 1.
ágúst 2013.
Dóru að sem föður-
fjölskyldu. Ég á
margar góðar minn-
ingar heiman frá
ykkur síðan ég var
barn og svo þegar
ég eignaðist börn
sjálf fór ég að koma
með þau með mér í
heimsókn til Bubba
frænda og Dóru
sem þeim fannst
alltaf jafn skemmti-
legt. Þar sem þau kynntust aldrei
afa sínum en fengu á vissan hátt
að kynnast honum í gegnum þig.
Mér og Þóri þykir ótrúlega vænt
um að hafa fengið að ná að kveðja
þig. Og erum við og börnin okkar
þakklát fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við fengum að njóta með
þér. Mér þykir alveg óendanlega
vænt um þig og fjölskylduna.
Okkur langar að ljúka þessu með
smá texta úr laginu Kveðja eftir
Bubba Morthens
Farðu í friði vinur minn kær
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Þórunn Sveins, Þórir
og börn.