Morgunblaðið - 16.08.2013, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.08.2013, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 ávallt að því góða í fólki. Einnig kenndi hún manni aðra léttvæg- ari hluti eins og mikilvægi þess að eiga fallega skó og það nóg af þeim. Ég er ævinlega þakklát fyrir að þú hafir verið stór partur af mínu lífi, elsku amma mín, og fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og skemmtilegu minningarnar. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í mínu hjarta. Guðríður (Lilla). Okkur langar til að heiðra minningu yndislegrar ömmu okkar sem nú er fallin frá. Hjarta okkar er fullt af þakklæti, gleði og góðum minningum en erfitt er að byrja að setja eitt- hvað niður á blað því af svo mörgu er að taka. Nú þegar hún er farin sitja eftir góðar minn- ingar um umvefjandi blíðu, skiln- ing og hina óþrjótandi umhyggju um velferð okkar og hamingju sem hafði ótal birtingarmyndir eins og að setja stóla við rúmin svo við dyttum ekki framúr eða passa að við lærðum að skrifa fal- lega. Hún hafði alltaf tíma fyrir spjall í eldhúsinu yfir bakkelsi, eða var til í að spila eða lesa fyrir okkur. Margar voru gönguferðirnar út í búð, strætóferðirnar niður í bæ og tíminn hamingjuríkur í sveitinni fyrir austan hjá henni og Ásgeiri. Amma var ávallt til staðar, traust eins og klettur í lífi okkar. Hún kenndi með eigin for- dæmi hvernig það er að vera góð manneskja og hjálpaði okkur að þroskast, dafna og verða að því sem við erum í dag. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með henni og mun minning hennar lifa með okkur um ókomna tíð. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund, fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Lífið manns hratt fram hleypur, hafandi enga bið, í dauðans grimmar greipur, – gröfin tekur þá við. Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt, fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt. (Hallgrímur Pétursson) Þín ömmubörn, Arnhildur Lilý og Daníel Kristvin. Þegar ég hugsa um fyrstu minninguna um ömmu þá birtist mér kona í náttkjól. Ég var stundum í pössun hjá ömmu og fékk þá að taka þátt í því sem hún var að gera. Við löbbuðum saman í búðina, fórum í kirkjuna eða fórum niður í þvottahúsið þar sem risastórir balar og frum- stæð þvottaaðstaða sköpuðu æv- intýraveröld fyrir litla stelpu. Þegar ég fékk að gista, þá kom amma alltaf með mér fram á náttkjólnum, við settumst niður í eldhúsinu, kveiktum á útvarpinu og áttum saman notalega stund. Það er þessi minning um ömmu sem mér er hvað kærust. Þegar ég eltist og fór í fram- haldsskóla þá víkkaði sjóndeild- arhringurinn og virðing mín fyr- ir ömmu jókst. Á þessum tíma fékk ég að kynnast konunni Lilý og kraftinum sem í henni bjó. Lífið var henni ekki alltaf auðvelt en samt stóð hún með geislandi bros og tilbúin að njóta alls þess góða sem lífið gat boðið henni uppá. Ég man t.d. eftir því að ég gisti hjá henni eina nóttina áður en ég átti að fara í próf, amma var ekki heima um kvöldið því hún var úti að dansa en ég fékk að kúra með námsbækurnar í rúminu hjá henni á meðan. Dag- inn eftir settumst við vinkonurn- ar niður og fórum yfir stöðuna, við sem voru 17 ára og einhleyp- ar höfðum varið kvöldinu með námsbókunum en amma sem var að nálgast sjötugt og átti kær- asta fyrir austan notaði kvöldið til að kíkja út á lífið. Niðurstaðan var mjög einföld, amma var kona sem við ætluðum að taka okkur til fyrirmyndar. Eftir að ég kynntist móður- hlutverkinu af eigin raun sá ég ekki bara ömmuna Lilý og kon- una Lilý heldur fór ég líka að sjá mömmuna Lilý. Ömmu tókst ekki aðeins að ala upp þrjá frá- bæra eintaklinga heldur tók hún tengdabörnunum opnum örmum og batt þétt fjölskyldubönd sem við njótum öll góðs af. Ég man ennþá hvað ég var hissa þegar ég komst að því að flestir voru heima hjá sér á aðfangadags- kvöld. Í okkar fjölskyldu voru systkini pabba alltaf öll saman með ömmu á aðfangadagskvöld, við kaffærðum jólatréð í pökk- um, sátum á píanóbekk til að koma öllum fyrir við matarborðið og föðmuðum hvert annað þegar bjöllurnar hringdu inn jólin. Eft- ir því sem fjölskyldan hefur stækkað hafa sumar hefðir lagst af en böndin eru ennþá til staðar og það þykir mér mjög vænt um. Ég kveð ömmu í dag en eftir situr minning um lífsglaða og hugrakka konu sem gaf mikið af sér. Ásta Jenný Sigurðardóttir. Elsku Lilý mín. Þá er komið að kveðjustund sem er sár, en full af þakklæti, þakklæti fyrir það að hafa átt þig sem fóstursystur, þó að mér finnist systir vera það rétta. Þú ólst upp hjá Sigga afa og Jó- hönnu ömmu, þar sem þú misstir mömmu þína aðeins 4 ára gömul. Þau og mamma og pabbi bjuggu ætíð saman svo að við ólumst upp saman sem systur. Upp koma minningar frá því að við áttum heima á Njálsgötunni og síðar á Snorrabrautinni. Það voru ynd- islegir tímar og þar fengum við okkar herbergi. En einmitt á Snorrabrautinni kynntist þú honum Geira þínum. Ég man hvað mér fannst gaman að horfa á ykkur leiðast í göngu- túr. Þegar hann kom inn á heim- ilið, þá átti ég þig sem systur og græddi bróður. Þið giftuð ykkur 17. júní 1950. Árið 1951 fluttum við öll á Bústaðaveginn. Vorið 1953 eignaðist ég Ástu Huldu mína, en um haustið var von á ykkar fyrsta barni. Ég man sorg- ina og reiðina sem skall á okkur þegar þú fæddir dóttur sem ekki fékk að líta dagsins ljós. En árið 1955 fæddist ykkur Siggi og árið 1956 fæddist Kalli. Þá var hátíð heima, húsið var að fyllast af fjörugum börnum. Svo bættist Áslaug Adda mín við. Stundum fannst mér eins og við ættum öll börnin saman. Jólin á Bústó voru alveg sér- stök. Við vorum öll jólabörn og gleðin réð ríkjum. Við Siggi flutt- um að heiman árið 1960 og þið fluttuð árið 1962 í Stóragerðið. Þá bættust við yngstu ungarnir okkar. Sú yngsta mín, Helga Hanna, fæddist árið 1962 og þú áttir Möggu árið 1965. Fjölskyld- urnar okkar gerðu margt saman. Fóru í frí vestur í Dali og í veiði- túra austur í Laugardal. Það var alltaf gaman og gott að vera saman. En það syrti í álinn þegar Geiri greindist með krabbamein árið 1970 og lést tveimur árum síðar, aðeins 43 ára. Þetta voru erfiðir tímar fyrir þig og börnin en þú stóðst þig eins og hetja. Hélst áfram að sauma á aðra eins og þú hafðir gert í mörg ár. Þú varst alla tíð dugleg að ferðast bæði innanlands og utan. Þegar þú kynntist Garðari fór- uð þið í margar óbyggðaferðir og fóruð líka á gömlu dansana. Við Siggi skruppum iðulega með. Svo var aftur hoggið í sama kné- runn, þú misstir Garðar líka. En alltaf stóðst þú á móti áföllunum sem á þér dundu, stóðst sterk með börnin þér við hlið og þeirra fjölskyldur. Elsku systir mín, við Siggi og fjölskylda okkar, kveðj- um þig með vissu um að almættið leiði þig í ljósið þar sem kær- leikur og friður ríkir. Í anda sé ég öll þau sem þér þótti vænt um og elskaðir taka á móti þér með bros á vör. Elsku Siggi, Kalli, Magga og fjölskyldur, ykkur sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum Drottin að blessa ykkur og færa ykkur styrk. Þið getið verið stolt að hafa átt svona ynd- islega móður. Elsku systir mín, hafðu þökk fyrir árin 77 og allt sem þú varst mér og mínum. Guð blessi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Theodóra og Sigurður. Í dag kveðjum við yndislega manneskju og góða frænku. Við vorum heppin að vera samferða henni og njóta glaðværðar henn- ar og vináttu. Við eigum ómet- anlegar minningar um fjöl- skylduboðin, jólin og ferðalögin. Lilý var hlý kona og glæsileg og í návist hennar leið manni alltaf vel. Við þökkum góðar minning- ar og vottum Sigga, Kalla, Möggu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Áslaug Adda, Helga Hanna og fjölskyldur. Mig setti hljóða þegar Siggi frændi minn hringdi í mig og færði mér þær sorgarfréttir að Lilý frænka mín væri látin. Ég var stödd erlendis en vissi í hvað stefndi. Lilý hefur alltaf verið stór hluti í lífi mínu. Frá fæðingu var hún mér alltaf nálæg. Ég ólst upp á Bústaðavegi, en þar bjó stórfjölskyldan. Þröngt var búið og voru Siggi og Kalli mér eins og bræður á þessum árum. Seinna fluttust Lilý og Geiri með fjölskyldu sína í Stóragerði. Lilý starfaði sem saumakona og fannst mér mjög skemmtilegt þegar ég var yngri að sitja hjá henni og horfa á hana sníða og sauma. Lilý var mjög skemmti- leg og glaðleg kona. Hún var allt- af reiðubúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda og starfaði meðal annars í mörg ár í verslun Rauða krossins á Landakoti. Margar góðar minningar á ég um Lilý frænku og hennar fjöl- skyldu. Í mörg ár fóru Lilý, Geiri, Siggi og Kalli í veiðitúra í Gljúf- urá í Borgarfirði og ég var oftast með í för. Þrátt fyrir nokkurn aldurs- mun vorum við mjög góðar vin- konur, vorum saman í leikfimi í nokkur ár og hittumst oft. Stundirnar þegar ég kom til hennar á þriðjudagskvöldum í nokkra vetur eru mér dýrmætar. Oftast var hún þá búin að elda kvöldmat og naut ég góðs af því. Eftir það var gjarnan spjallað, saumað og mikið hlegið. Kæru Siggi, Kalli, Magga og fjölskyldur, megi algóður Guð veita ykkur styrk. Við Ömmi vottum ykkur innilega samúð. Lilý mín, nú er komið að leið- arlokum, ég þakka þér samfylgd- ina og hversu góð þú varst alltaf við mig. Guð blessi þig. Þín frænka, Ásta Hulda. Það var gríðarlegt áfall að frétta af andláti tveggja vina og samstarfsmanna mánudaginn 5. ágúst síðastliðinn. Aldrei hefði mig órað fyrir því þennan morg- un að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi TF-MYX taka á loft frá Akureyrarflugvelli með þeim fé- lögum innanborðs. Leiðir okkar Palla lágu fyrst saman sumarið 2007 þegar ég var nýr starfsmaður Mýflugs og fékk far með honum og samstarfs- manni okkar, Þorkeli Jóhanns- syni, sem þá var að þjálfa Palla til flugstjóra, á sjúkraflugvélinni til Reykjavíkur. Okkar eiginlega samstarf hófst rúmu ári síðar þegar ég hóf að fljúga á sjúkraflugsvöktum með honum ásamt öðrum flug- stjórum Mýflugs. Af öllum öðrum ólöstuðum þá þótti mér alltaf einstaklega gott að fljúga með Palla. Hann var góður flugmaður, ávallt í góðu skapi, fróður um margt og húm- orinn aldrei langt undan. Mér er minnisstætt sjúkraflug sem við fórum frá Grænlandi fyr- ir nokkrum árum síðan, þegar ég var ennþá nýr í sjúkrafluginu. Plássið um borð er takmarkað og er nálægð okkar flugmann- anna talsverð við farþegarýmið. Við vorum nýkomnir í farflugs- hæð þegar miður geðsleg lykt sem óþarfi er að lýsa nánar nær til okkar aftan úr farþegarýminu. Hvorugur okkar sagði neitt né lagði í það að líta aftur fyrir til að sjá hvað væri að gerast. Innan við mínútu síðar barst okkur svo sterk sótthreinsilykt að við tár- uðumst báðir tveir. Verður mér þá litið á GPS tækið, síðan á Palla og segi við hann: „Palli, þetta er ekki gott, það eru ennþá meira en 300 mílur (meira en klukkustundarflug) til Reykjavíkur“. Án þess að hika svaraði hann: „Hvaða aumingja- skapur er þetta drengur, ég vann nokkur ár í rækjuverksmiðju og þetta er ekkert miðað við lyktina þar.“ Einnig minnist ég annars at- viks í samskiptum okkar Palla frá síðastliðnum vetri. Við áttum báðir vaktina, það var komið kvöld og átti ég eitthvert erindi við hann. Ég hringi í vaktsímann og hann svarar en svo koma mikl- ir skruðningar og sambandið slitnar. Ég prófa aftur að hringja en þá er mér tilkynnt að slökkt væri á símanum. Eftir nokkrar mínútur hringir hann í mig til baka og útskýrir hvað hafði gerst; Hann hafði legið í baðkerinu í rólegheitunum þegar hann svar- aði vaktsímanum, en misst hann í vatnið við að reyna að svara mér. Hann hafði snör handtök, setti símakortið yfir í sinn síma til þess að tryggja að næðist í vakthaf- andi flugáhöfn, setti vaktsímann í þurrkun og hló svo bara að þessu. Svona var Palli í hnotskurn, gerði aldrei veður úr hlutunum. Starfsmenn Mýflugs og Slökkviliðs Akureyrar syrgja góða vini og samstarfsfélaga, og er hugur allra hjá fjölskyldum þeirra sem eiga um sárt að binda. Blessuð sé minning þeirra Palla og Péturs, með bestu þökk- um fyrir samstarfið. Bragi Már Matthíasson. Páll Steindór Steindórsson ✝ Páll SteindórSteindórsson flugstjóri fæddist í Reykjavík 3. des- ember 1966. Hann lést í flugslysi á Ak- ureyri 5. ágúst 2013. Útför Páls Stein- dórs fór fram frá Akureyrarkirkju 14. ágúst 2013. Þetta er allt of stór biti að kyngja. Tíminn frá því þetta skelfilega slys varð hefur ekki verið raunverulegur. Maður situr á góðra vina fundi á einum fallegasta stað í bænum og þá hring- ir síminn hjá sessu- nautnum með þá verstu martraðar- frétt sem hægt var að hugsa sér. MYX-ið virðist hafa farið í fjallið. Og vinamissirinn er strax ljós því við þekkjum klárlega alla um borð. Við vitum þó ekki strax hversu margir þeir eru, en alltaf a.m.k. þrír því það er lágmarks- áhöfnin. Við hröðum okkur niður á flugvöll til að reyna að komast að því hve margir eru um borð, staðfesta hverjir það eru, hvort einhver lifir, og næstu klukku- stundir eru í ringulreið, það þarf að segja fréttina öllum okkar nánustu, vinnufélögunum, koma annarri flugvél og áhöfn á vakt- ina því vinnan er þess eðlis að ekkert rof má verða á henni, fundir með áfallateymi og starfs- mönnum, og hvernig maður komst í gegnum þennan hörm- ungardag hreinlega skil ég ekki því áfallið var svo mikið. Óbæri- legt, höggið svo svakalegt. Einn af okkar reyndustu flugmönnum og kær vinur fallinn frá, ásamt einum af nánustu samstarfs- mönnum undanfarin ár. Eina ljósglæta dagsins var heimting annars félaga okkar úr helju fyrir óútskýranlegt kraftaverk. Til allrar hamingju var aðeins lág- marksáhöfn um borð og þar af lifði einn, lítið meiddur. En vinir okkar, þeir Palli og Pétur, eru okkur nú horfnir. Eðalmenn báð- ir tveir. Húmoristar og ljúf- menni. Fagmenn fram í fingur- góma. Í dag kveðjum við hann Palla okkar, sem kom til liðs við okkur þegar Mýflug hóf að starf- rækja sjúkraflugsþjónustu í byrj- un árs 2006. Síðan þá höfum við eignast teymi manna sem hefur sérhæft sig í vandasömu verkefni og skilað því vel, oft við erfiðar aðstæður. Þetta er hugsjónastarf og þar hefur Palli staðið fremstur í flokki, staðið vaktina með stakri prýði þessi sjö og hálft ár, í verk- efni sem útheimtir alúð og vand- virkni í þeim mæli sem Palli bjó einmitt yfir og var okkur fyrir- mynd að því leyti. Og hann tókst alltaf á við öll vandamál með húmorinn að vopni. Sárast er þó að Palli skyldi þurfa að kveðja unga fjölskyldu því hvernig eiga börn, sem rétt eru að byrja að gægjast inn í unglingsárin að taka svona áfalli? Elsku Sía mín, Sara Elísabet og Guðný Birta og aðrir aðstandendur, ég finn svo til með ykkur. En Sigurbjörn Einarsson biskup hitti eitt sinn svo beint í mark með þessum orð- um; „… hvað skyldi nú gleðja hina framliðnu meira en að við sem eftir lifum og syrgjum þá, lít- um upp og brosum til þeirra í gegnum tárin?“ Þær eru nú einu sinni þess eðlis, minningarnar um Palla, að þær ylja og kalla fram bros. Og Palli, minn kæri vinur, það hafa verið forréttindi að fá að hafa þig í okkar hópi, fljúga með þér, hlæja með þér, njóta þægi- legrar nærveru og þeirrar greið- vikni sem var þinn aðall. Jóhann- es úr Kötlum orðar vel það sem mér býr í brjósti núna: Ástvinum þínum öllum ég sendi blóm fagurrautt úr brjósti mínu, legg það við sárin, læt tárin seytla í þess krónu, uns sorgin ljómar. Njóttu ferðarinnar, hvert sem vængirnir bera þig núna. Þorkell Á. Jóhannsson. Palli, þegar ég heyrði í fréttum að sjúkraflugvél hafði farist á Ak- ureyri þá hugsaði ég með sjálfri mér: Ekki Palli, ekki Palli. Ég var svo sjálfselsk af því að þú varst bekkjarbróðir minn og áttir að eiga langt líf framundan. Það eina sem er jákvætt við þetta hörmulega slys er að félagi þinn lifði af og fyrir það verðum við öll að vera þakklát. Ég man alltaf eftir því þegar mamma þín flutti á Hellu með þig og Dóra bróður þinn. Svo byrjaði hún að kenna í skólanum og var kennarinn okkar. Þú varst nú frekar fjörugur drengur og ég gleymi aldrei þegar mamma þín sagði oftar en einu sinni „Páll Steindór Steindórsson, ég rass- skelli þig þegar við komum heim“ og þú bara glottir og vissir mæta vel að hún myndi aldrei gera það. Amk. man ég eftir að hafa heyrt þessi orð í nokkur ár og það segir manni að þú varst ekki hræddur um að hún myndi láta verða af því. Mamma þín var umsjónar- kennarinn okkar frá því í fyrsta bekk og upp í sjötta bekk og kenndi okkur svo dönsku þar til við útskrifuðumst úr skólanum á Hellu. Í minningunni er það nú þannig að maður man mest eftir fyrsta kennaranum sínum og er sú minning bara góð og þú fylgir í þeirri minningu, „Palli Guðnýj- ar“. Laugardaginn 23. júní 2012 hittumst við í tilefni 30 ára út- skriftarafmælis úr Grunnskólan- um á Hellu í dásamlegu veðri. Þú taldir það ekki eftir þér að keyra einn frá Akureyri suður til Hellu á Rangárvöllum bara til að hitta okkur eina kvöldstund þrátt fyrir að þú hefðir eiginlega ekki tíma til þess. Ekki datt mér í hug að það væri í síðasta sinn sem við myndum hittast. Ég er svo þakk- lát fyrir að hafa hitt þig þar. „Það veit ei nokkur ævi sína alla, og án þín Guð er lífið búið spil. Því á þig einhver engillinn mun kalla, þá endar þetta líf ef rétt ég skil.“ (Óli Trausta) 5. ágúst 2013 var einhver engill að kalla á þig, Palli. Ég kveð með söknuði góðan skólabróður, það er skarð hoggið í 6́6 árganginn úr Helluskóla sem verður ekki fyllt upp í. En minn- ing þín lifir, kæri Palli. Kæra Sigríður, Guðný Birta, Sara Elísabet, Guðný og aðrir ástvinir, ég bið Guð að gefa ykkur styrk, ljós og frið á erfiðum stundum. Aðalbjörg Guðgeirsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.