Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 44

Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Keilulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur LEGUR Í BÍLA OG TÆKI www.falkinn.is Það borgar sig að nota það besta! th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 TRAUSTAR VÖRUR ...sem þola álagiðKúlu- ogrúllulegur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt eitthvað bjáti á. Þú ættir að vera heima og slaka á í dag. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið. 20. apríl - 20. maí  Naut Hugsaðu fyrst um eigin þarfir, annars hefurðu ekkert að gefa öðrum. Sýndu þol- inmæði og þrautseigju því öll él birtir upp um síðir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Eins og er er eitthvað sem þú vilt svo mikið og af öllu hjarta að það hefur dul- arfullt vald yfir þér. Þú laðast skyndilega að einhverjum sem er eldri og reyndari en þú. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst eins og aðrir séu með allt á hreinu en það er bara á yfirborðinu. Njóttu þess að vera með öðrum og að deila draum- um þínum og framtíðarvonum með þeim. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Maður þarf ekki alltaf að reyna voða mikið á sig. Dálæti þitt á fallegum stöðum og hlutum vex til muna. Notaðu kvöldið til að endurnýja orku þína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki til of mikils ætlast að von- ast til að verkefni verði skemmtilegt og auð- velt. Vertu til staðar fyrir þá sem skipta þig máli og hlúðu að eigin heill. 23. sept. - 22. okt.  Vog Stundum getur svo virst að breytingar séu nauðsynlegar breytinganna vegna. Tákn- in segja að þú munir leyfa öðrum að njóta visku þinnar, og það ber ávöxt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gamall vinur mun kynna þig fyrir persónu sem á eftir að verða þér náin lengi. Auk þess ertu til í að vera skapandi til að gleðja vini þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Bogamaður kemur miklu í verk núna því hann hættir ekki fyrr en settu marki er náð. Ef þú stendur ekki með minni máttar, er allt eins víst að hann verði undir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Frestaðu mikilvægum samræðum við félaga og nána vini. Nú þarf að taka af skarið og komast að niðurstöðu í peninga- málum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er sjálfsagt að sýna öðrum kurteisi þótt þú sért ekkert á þeim buxunum að kynnast þeim nánar. Treystu á ráðlegg- ingar vina þinna. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað málum áfram. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána. Gerðu bara það allra nauðsynlegasta. Gylfi Guðmundsson viðskipta-fræðingur skrifaði mér ágætt bréf, þar sem hann segir frá heil- ræðavísum, sem Páll Guðmundsson skipstjóri frá Neðri-Breiðdal kenndi honum. Vísurnar eru eftir Kristján föður Guðmundar Inga skálds, en þeir feðgar sátu Kirkjuból í Bjarn- ardal í hartnær eina öld. Kristján orti þessar vísur rétt fyrir aldamótin 1900, en þá var hann á vertíð á Kálf- eyri við Önundarfjörð, rétt utan Klofnings. Gylfi segir tilurð vísn- anna þá, að með Kristjáni í verbúð- inni hafi verið ungur maður, illa lyntur, illkvittinn, hrekkjóttur, prettinn, orðljótur og lyginn, enda öllum til ama. Kristján var góðmenni og þetta tók hann sárt, svo að hann vildi leiða piltinn á réttar brautir: Vertu ávallt viss í þínum sökum, viðmótsþýður við hvern einstakan. Byggðu ætíð mál á réttum rökum, rek ei burtu frá þér sannleikann. Ævibraut svo ótrauður fram haltu, aldrei sýndu öðrum manni prett. Fyrir öðrum aldrei smjaðra skaltu og aldrei halla á lítilmagnans rétt Sigurður frá Haukagili segir frá því, að Guðmundur Ingi hafi að vor- lagi beðið eftir skipsferð vestur. Einar Helgason í Gróðrarstöðinni útvegaði honum starf við að slá bletti þar til ferð félli, m.a. sló hann garð Valtýs Stefánssonar ritstjóra og kvað að loknum slætti: Völlinn skoða Valtýr má, víst er fjólan dáin, þó að biti illa á Ísafoldar stráin. Hér skírskotar Guðmundur Ingi í kvæði úr revíunni „Haustrigningar, alþýðleg veðurfræði í fimm þátt- um“, sem sýnd var um miðjan 3. áratuginn. Þar er söngurinn um Tótu litlu tindilfættu eftir Gústav Jónasson ráðuneytisstjóra, en hann náði fádæma vinsældum og flestir eða allir kunnu hann og sungu til skamms tíma. Þetta er miðerindið: En mamma Tótu var mesta ógnar skar, með andlit allt í hrukkum, – og hún gekk á krukkum –. Eitt sinn upp hún stóð og æpti; „Dóttir góð! Sæktu mér að lesa sögur eða ljóð.“ Og Tóta litla tölti af stað til að kaupa Morgunblað. „Seint ert þú á labbi,“ segir Fjólupabbi. „Ekkert varðar þig um það ég þarf að fá eitt Morgunblað. Maður getur alltaf á sig blómum bætt,“ svaraði hún Tóta litla tindilfætt. Ég hef hnikað til orðum í næst síðustu hendingunni til þess að hafa hana eins og hún er ávallt sungin. Ég tel að þessi útgáfa hafi unnið sér þegnrétt hjá ljóð- og söngelskum Íslendingum! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skáldið og Tóta lita Í klípu „TRÚIRÐU ÞESSU? ÞAU HAFA EKKI ENNÞÁ NÁÐ Í RUSLIÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... við hliðina á þér. FUNDARHERBERGI HRÓLFUR, HVERNIG VEIT ÉG HVENÆR ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ GIFTA MIG? ÞÚ VAKNAR EINN DAGINN OG LÍTUR Á DAGATALIÐ … … OG ÁKVEÐUR AÐ ÞETTA SÉRÉTTI DAGURINN. HVAÐ GERI ÉG SVO? BRENNIR DAGA- TALIÐ ÞITT. BRÚMM! BRÚMM! ÞÚ PLATAR ENGAN!Sumarið er búið! Að minnsta efeitthvað er að marka spár veðurfræðinga sem virðast stað- ráðnir í að lofableytu og hráslaga á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Þegar komið er fram í miðjan ágúst telst það mikil bjartsýni að biðja um nokkurra daga góðviðriskafla, með sól og hita sem slagar í 20 gráður á celsíus. Því má víst telja að við á höfuð- borgarsvæðinu verðum að gera okk- ur tíu daga góðviðriskafla um miðj- an júlí að góðu. Víkverji er þakklátur fyrir þessa tíu daga, ann- að er vanþakklæti, við búum nú á landi sem kennt er við ís. x x x Víkverji er hinsvegar með tillögusem veðurguðirnir eru vinsam- legast beðnir um að taka til greina. Ekki taka okkur Íslendinga neinum vettlingatökum í vetur, berjið á okk- ur með kulda, snjókomu, stinnings- kalda og hvað þetta heitir allt sam- an. Vetrarveður yfir veturinn í skiptum fyrir sumarveður á sumrin. Það er ákveðinn stemming í að grafa bílinn út úr bílastæðinu, alveg eins og það er ákveðin stemming í því að geta klæðst stuttermabol í fleiri en þrjá daga yfir sumarið. Eru það ekki sanngjörn skipti veður- guðir? Vetur á veturna og sumar á sumrin. x x x Annars er til margs að hlakka ávetri komanda. Karlalandsliðið í fótbolta á í fyrsta skipti í langan tíma raunhæfan möguleika á sæti í lokakeppni stórmóts. Vonandi eiga þeir eftir að ylja okkur í skammdeg- inu og hversdagsleikanum sem teygir sig sífellt lengra eftir því sem nær dregur jólum. Enski boltinn byrjar á morgun, ekki er það öllum fagnaðarefni en þó mjög mörgum. Víkverji hefur einkar gaman að því að láta tuðru- sparkandi, bítandi, peningagráðuga, skapvonda og í mörgum tilfellum stórfurðulega leikmenn enska bolt- ans skemmta sér yfir vetrartímann. Veljið ykkur uppáhaldslið, rífist við vin um atvik helgarinnar og fagnið mörkum. Það styttir biðina eftir sumrinu svo ofsalega mikið. víkverji@mbl.is Víkverji En vér, lýður þinn og gæsluhjörð, munum þakka þér um aldur og ævi, syngja þér lof frá kyni til kyns. (Sálm- arnir 79:13)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.