Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 46

Morgunblaðið - 16.08.2013, Síða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2013 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is AF BRIMRÁS STIGUM OG TRÖPPUM 25% AFSLÁTTUR SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 19. ágúst. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og lífsstíl föstudaginn 23. ágúst Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl haustið 2013 Heilsa & lífsstíll Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafs- firði verður haldin í fimmtánda sinn í ár og hefst hátíðin í kvöld og lýkur á sunnudaginn. Örn Magnússon píanóleikari stofnaði hátíðina undir einkunn- arorðunum „list- sköpun og nátt- úra“ og í ár verða ný íslensk lög við íslensk ljóð flutt á hátíðinni. Ólöf Sigursveins- dóttir, sellókenn- ari og listrænn stjórnandi hátíð- arinnar, segir fimmtán ára afmæli Berjadaga vera merkan áfanga fyrir klassíska tónlistarhátíð á jafn ein- angruðum stað og Ólafsfirði. „Það er mjög einstakt að hér hafi haldist klassísk tónlistarhátíð í öll þessi ár enda hefur Ólafsfjörður verið mjög einangraður staður. Í bænum eru hins vegar góðir tónleikastaðir en bæði kirkjan og menningarhúsið Tjarnarborg bjóða upp á virkilega góða aðstöðu fyrir klassíska tón- leika.“ Leiklistarfélag Ólafsfjarðar stóð fyrir endurbótum á Tjarnarborg í vetur og þar er því að finna glæsi- lega og fullbúna aðstöðu fyrir klass- íska tónleika. „Þetta verður í fyrsta sinn sem við spilum í fullbúnum tón- leikasal Tjarnarborgar á Berjadög- um sem er tilhlökkunarefni.“ Menning fyrir alla aldurshópa Á Berjadögum er að finna eitt- hvað fyrir alla aldurshópa en tón- skáldið Hilmar Örn Hilmarsson mun stýra tónsmíðanámskeiði fyrir börn og unglinga. „Tónsetningarnám- skeið Hilmars er í boði hátíðarinnar en þar talar hann um hljóð, himin- geiminn, tifstjörnur, fuglasöng, galdrasöng og alls konar hljóð sem hann tónsetur með börnunum. Hann fer með þau í náttúruferð hljóðanna eins og hann lýsir námskeiðinu,“ segir Ólöfu. Í tilefni af því að Berja- dagar eru haldnir í fimmtánda sinn segir Ólöf að bryddað verði upp á þeirri nýjung að halda fjöl- skylduhátíð þar sem allir eru vel- komnir. „Þetta verða fjölskyldu- tónleikar á Keramikverkstæðinu á Burstabrekkueyri sem nefnast Gengið inn um loðdýraskálann og allir eru velkomnir á tónleikana sem hefjast klukkan fimm í dag.“ Ólöf vonar að fjölskyldu- tónleikarnir verði árlegur viðburður og vaxi með hátíðinni sem nú þegar hefur sett svip sinn á bæinn og bæjarlífið á hverju ári. Þriggja daga hátíð í náttúrunni Ólafsfjörður og umhverfi bæjarins bjóða upp á einstakt tækifæri til að upplifa klassíska tónlist í stórbrot- inni náttúru en tónleikagestir geta notið tónlistarinnar, í kirkjunni eða Tjarnarborg, og náttúru svæðisins og bæjarlífsins milli tónleika. Hátíðin stendur í þrjá daga og er dagskráin ekki af verri endanum að sögn Ólafar. „Jóhanna Halldórs- dóttir barokksöngkona fléttar sam- an heimi barokksins og nýjum hljóð- heimi tölvunnar með hjálp Hilmars Arnar Hilmarssonar tónskálds á tónleikunum í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld og síðan syngja tenórarnir og bræðurnir Hlöðver Sigurðsson og Þorsteinn Freyr Sigurðsson í Tjarn- arborg á sunnudaginn svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ólöf en nálgast má dagskrána á heimasíðu hátíðarinnar, http://www.berjadagar-artfest.com. Klassískir tónar í fimmtán ár  Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði fagnar fimmtán ára afmæli sínu um helgina  Lokatónleikar hátíðarinnar fara fram í Tjarnarborg, nýuppgerðu menningarhúsi bæjarins Ljósmynd/Guðný Ágústdóttir Ólafsfjörður Klassíska tónlistarhátíðin Berjadagar lífgar upp á bæinn á hverju ári og hefur gert það núna í fimmtán ár eða frá aldamótum. Ólöf Sigur- sveinsdóttir Tónsmíðanámskeið Hilmar leiðbeindi börnum á Berjadögum í gær. Ljósmynd/Gísli K.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.