Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 14
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Já, það er gott að búa í Grímsey, okkur hérna finnst það að minnsta kosti. Hér hefur maður svolítið sjálfræði, menn eru kannski eigin húsbændur á svona lítilli eyju í meiri mæli en þeir sem búa annars staðar. Þegar menn eru komnir upp á bragðið með það getur verið erfitt að breyta til. En eins og með allt þá er margt sem mælir með því að búa hér og annað sem mælir á móti,“ segir Garðar Ólason, einn af hlut- höfum og stjórnarmönnum útgerð- arinnar Sigurbjarnar í Grímsey. Þar starfa á bilinu 12-14 manns og er fyrirtækið stærsti vinnuveitand- inn á staðnum. Sigurbjörn var stofnaður fyrir rúmum 30 árum af Garðari og Gylfa Gunnarssyni og nú starfa synir þeirra beggja með þeim. Auk útgerðar er verkaður salt- fiskur á vegum fyrirtækisins. Hann er seldur til Evrópu, aðallega til Portúgals og Spánar. Hverjir eru kostirnir við að vera með útgerð og saltfiskverkun í Grímsey? „Við erum náttúrlega á miðunum og það er verulegur kost- ur. Ókosturinn er að allir aðdrættir og flutningar er mjög dýrir. Það fara stórir peningar í það.“ Við erum gott samfélag Samkvæmt vef Hagstofu Ís- lands hafa íbúar í Grímsey flestir verið um 120, það var í kringum 1990. Síðan þá hefur fækkað nokk- uð, í eyjunni bjuggu um 100 manns árið 2008. Nú búa þar 76 og hefur Morgunblaðið/ÞÖK Grímseyingur Maður þarf ekki að rekja ættir sínar marga ættliði til eyjarinnar til að geta kallað sig Grímseying, segir Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í eyjunni. Hérna hefur maður svolítið sjálfræði  „Mætti vera meira um að fólk settist að hérna í Grímsey“  Bandaríski ritstjórinn og fræðimaðurinn Daniel Willard Fiske gerðist mikill velgjörðarmaður Grímseyinga á 19. öld, þrátt fyrir að hafa aldrei til eyjarinnar komið. Fiske fæddist árið 1831 og lést 1904. Hann fékk sem ungur maður mik- inn áhuga á Íslandi og norrænum fræðum. Hann ferðaðist um Ísland, safnaði íslenskum bókum og var afar áhugasamur um land og þjóð. Fiske var mikill skákáhugamaður og er hann frétti af miklum skákáhuga Grímseyinga gaf hann hverju heimili í eyjunni skákborð og taflmenn og gaf þeim einnig bókasafn. Hinn 11. nóvember ár hvert halda Grímseyingar kaffisamsæti í tilefni af fæð- ingardegi Fiskes. Velgjörðarmaður Daniel Willard Fiske sýndi Grímseyingum mikið vinarþel. Hver var eiginlega þessi Fiske?  Til og frá Grímsey er farið ýmist með ferju eða flugvél. Ferjan Sæfari siglir frá Dalvík allan ársins hring þrisvar sinnum í viku. Siglingin tek- ur um þrjár klukkustundir hvor leið. Norlandair býður upp á daglegt flug til Grímseyjar þrisvar í viku árið um kring og Flugfélag Íslands flýgur þangað sjö sinnum í viku yfir sum- armánuðina en þrisvar í viku yfir veturinn. Flugtíminn er um 30 mín- útur. Auk þessara áætlunarferða bjóða nokkur fyrirtæki upp á skipulagðar ferðir og leiguflug til Grímseyjar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sæfari Ferjan siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar allan ársins hring. Farið með ferju eða flugvél NORÐURLAND-EYSTRA DAGA HRINGFERÐ GRÍMSEY „Grímsey greip mig sterkum tökum þegar ég fyrir alvöru kynntist nátt- úru og mannlífi þar. Mín fyrsta ferð í eyjuna var árið 1976 þegar við Ingvi Hrafn Jóns- son fórum þang- að í fréttaferð fyrir Morg- unblaðið. Síðan liðu nokkur ár, þá fór ég aðra ferð og svo varð ekki aftur snúið. Og fyrir mynda- smiðinn er þetta paradís, því sjón- arhornin eru mörg og í raun og veru er þetta allt önnur veröld en t.d. hér fyrir sunn- an,“ segir Friðþjófur Helgason ljós- myndari. Á síðasta ári sendi Frið- þjófur frá sér bókina Grímsey – perla við heimskautsbaug, sem er endurbætt útgáfa annarrar bókar með sama titli sem kom út árið 2004. Þetta er snotur ljósmyndabók í litlu broti, þar sem tekst þó svo vel að miðla því fjölmarga áhugaverða sem í eynni er að finna. „Maður sér endalaust eitthvað nýtt í Grímsey. Ég fer þangað tvisv- ar til þrisvar á ári og er nokkra daga í senn. Það hefur svo fylgt ár- unum að maður er farinn að velta uppruna sínum meira fyrir sér og amma mín, Guðlaug Sesselja Helga- dóttir, ólst upp í Grímsey og það með öðru vakti áhuga minn á þess- um stað,“ segir Friðþjófur. Þeir fað- ir hans, Helgi Daníelsson, unnu saman að Grímseyjarbókinni sem fyrr er nefnd og einnig að æviskrám Grímseyinga sem komu út í kring- um aldamót. Þá hafa þeir feðgar Mörg sjónarhorn í annarri veröld  Friðþjófur Helgason hefur myndað í Grímsey allt frá árinu 1976 Friðþjófur Helgason MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 0 kr. útborgun Langtímaleiga Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.