Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 2
Árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, hefst í dag, en Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra afhenti ung- um fulltrúum ýmissa heilbrigðisstétta fyrstu bleiku slaufurnar við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Fram kom í máli forstjóra Krabbameins- félagsins að á næstunni verði hægt að taka upp nýja aðferð við greiningu á leghálskrabbameini, þökk sé fé sem safnast hefur í átakinu. Október er mánuður Bleiku slaufunnar Morgunblaðið/Rósa Braga Árvekniátak Krabbameinsfélags Íslands hefst í dag en heilbrigðisráðherra afhenti fyrstu slaufurnar í gær 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. KEMUR HEILSUNNI Í LAG EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Sala á mjólkurafurðum hefur aukist mjög undanfarin misseri en Mjólk- ursamsalan (MS) gerir ráð fyrir 7,7 milljóna lítra aukningu í mjólkursölu innanlands á árunum 2012 til 2014. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, seg- ir innanlandsmarkaðinn vera að styrkjast verulega og þróunin hafi verið óvenjuhröð síðustu mánuði. Þá segir formaður Landssambands kúabænda, Sigurður Loftsson, það skynsamlegt að hækka greiðslu- mark mjólkur fyrir næsta ár til að fylgja sölunni eftir. Frá ársbyrjun hefur sala á smjöri, rjóma, ostum, drykkjarmjólk og fleiri mjólkurafurðum aukist mjög. Einar segir í samtali við Morgun- blaðið að búast megi við verulegri framleiðsluaukningu á næstu mán- uðum. „Þetta er auðvitað ánægjulegt fyrir fyrirtækið og okkur sem störf- um hér en fyrst og fremst er um að ræða verulegan ávinning fyrir bændurna.“ Hann segir sölu á bæði smjöri og osti hafa verið einkar mikla, en einnig virðist sem neyt- endur séu farnir að drekka drykkjarmjólk og nýmjólk í meira mæli en áður. Eftirspurnin tekur við sér „Þróunin er óvenjuhröð síðustu mánuði. Eftirspurnaraukningin var jöfn alveg frá árinu 2009 þangað til núna, á seinni hluta árs 2013.“ Að- spurður hvaða skýringu hann kunni á þessari aukningu segir Einar mikla áherslu hafa verið lagða á vöruþróun og vörugæði. „Síðan er verðið á þessum vörum hagstætt. Al- mennt viðhorf til mjólkurvara hefur einnig verið að styrkjast,“ segir Ein- ar. Samtök afurðastöðva í mjólkur- iðnaði hafa lagt það til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, auki greiðslu- mark mjólkur, sem er samanlagður mjólkurkvóti bænda til framleiðslu fyrir innanlandsmarkað, úr 116 milljónum lítra árið 2013 í 123 millj- ónir lítra á næsta ári. Einar segir ekkert því til fyrirstöðu að það verði gert. Undir það tekur Sigurður Lofts- son: „Ég held að það sé skynsamlegt að hækka greiðslumarkið þetta mik- ið til þess að reyna að fylgja þessari bröttu sölu eftir.“ Aðspurður hvort markaðurinn ráði við þennan uppgang í sölunni segir Sigurður að kúabændur eigi vel að geta ráðið við hann að öllu óbreyttu. „Maður veit samt aldrei hverju náttúran tekur upp á, en við ættum að ráða við þetta ef árferðið verður eðlilegt.“ Þá segir í tilkynningu frá Mjólk- ursamsölunni, sem send var út í gær, að fyrirtæki í mjólkuriðnaði hafi ákveðið að kaupa alla framleiðslu bænda á fullu afurðastöðvaverði frá byrjun októbermánaðar til áramóta. Greiðslumark verði aukið  Sala á mjólkurafurðum hefur aukist mjög  Forstjóri MS segir þróunina ánægjulega  Leggja til að greiðslumarkið verði aukið fyrir næsta ár „Það er ánægju- legt hvernig vörum okkar er tekið.“ Sigurður Loftsson „Þetta hefur gríðarleg áhrif á svæðið. Við erum ekki einungis að tala um þessa 32 starfsmenn sem fengu uppsögn, heldur allar út- gerðir þeirra rækjuskipa sem eru hér á svæð- inu og hafa byggt afkomu sína á þessum veiðum,“ seg- ir Finnbogi Sveinbjörnsson, formað- ur Verkalýðsfélags Vestfirðinga, um frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu á úthafsrækju sem lagt verður fram á Alþingi á næstu vikum. Í gær var öllum 32 starfsmönnum rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísa- firði sagt upp störfum, en ástæðan er sögð vera frumvarp ráðherrans. Í samtali við Morgunblaðið segir Finnbogi að ef frumvarpið verði að lögum muni það kippa stoðunum undan öflugri atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Samkvæmt frumvarpinu stendur til að úthluta kvóta að 70% í hlutfalli við fyrri kvótaeign en aðeins 30% í hlutfalli við veiðireynslu á þeim þremur árum sem veiðar á úthafs- rækju hafa verið frjálsar. Þetta myndi þýða að viðskiptabátar Kampa fengju 8% af úthlutaðri afla- hlutdeild í stað 28%. „Ég ætla að vona að ráðherrann sjái sig um hönd og þetta verði ekki að veruleika,“ segir Finnbogi. kij@mbl.is „Gríðar- leg áhrif á svæðið“ Finnbogi Sveinbjörnsson  Kampi segir upp 32 starfsmönnum Karlmaðurinn sem lést í bíl- veltu í Keldu- hverfi austan Húsavíkur að- faranótt laug- ardagsins 28. september síð- astliðins hét Sveinn Björns- son og var 33 ára að aldri. Hann var búsettur í Árdal í Kelduhverfi. Sveinn var einn á ferð þegar slysið varð, en mikil hálka var á vegum. Sveinn lætur eftir sig tvö börn. Lést í slysi í Kelduhverfi Hjónin Stefán Kristjánsson og Kolbrún Guð- mundsdóttir hafa rekið Kaffivagninn við Reykjavíkurhöfn í 30 ár eða frá árinu 1983. Nú er hins vegar kominn tími til að leyfa öðrum að spreyta sig við reksturinn að sögn Stefáns. „Við vorum þriðju eigendur Kaffivagnsins og kominn tími til að við tækjum okkur frí frá rekstrinum, sem hefur gengið nokkuð vel hjá okkur þau ár sem við höfum rekið Kaffivagn- inn,“ segir Stefán en hann seldi Guðmundi Við- arssyni reksturinn og tekur hann við honum í dag. „Ég hlakka til að taka við rekstrinum enda hafnarsvæðið eitt flottasta svæðið í borginni og það verður mikil uppbygging hér og líf á næstu árum,“ segir Guðmundur. Hann lofar því að ekki verði miklar breytingar á staðnum. „Gamli tíminn fær að halda sér og maturinn verður heimilislegur og þjóðlegur. Ísland verð- ur í hávegum haft á Kaffivagninum.“ Nýr eigandi Kaffivagnsins  Fyrri eigendur hætta eftir 30 ár í rekstrinum Morgunblaðið/Golli Eigendur Stefán Kristjánsson og kona hans Kolbrún Guð- mundsdóttir seldu Guðmundi Viðarssyni og konu hans Mjöll Daníelsdóttur Kaffivagninn, þau eru til vinstri á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.