Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulif MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vonast til þess að samráðsvett- vangur um samkeppnismál sem viðskiptaráðherra hefur áhuga á að setja á fót leiði til þess að fleiri láti sig samkeppnismál varða. „Það er í mínum huga helsti kostur samráðsvettvangs sem þessa; að fleiri leggist á árar með Sam- keppniseftirlitinu um að farið sé að lögum. Hér á ég bæði við atvinnu- lífið og önnur stjórnvöld. Þess vegna þykir mér þetta jákvætt skref,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við Morgunblaðið. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Ragnheiður Elín Árnadóttir viðskiptaráðherra vilji að Sam- keppniseftirlitið fái leiðbeinandi hlutverk í meira mæli en nú er. Viðskiptaráð átti frumkvæði að því að stofnaður yrði formlegur sam- ráðsvettvangur milli viðskiptalífs, atvinnuvegaráðuneytisins og Sam- keppniseftirlitsins um samkeppn- ismál. Ragnheiður Elín segir í frétt Ríkisútvarpsins að fyrirtæki hafi kvartað yfir því að erfitt sé að fá leiðbeiningar í samkeppnismál- um. Til að mynda hafi fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu, sem ætli sér að fara í einhver verkefni og vilji vita hvort það sé í lagi, fengið þau svör að láta bara á það reyna. „Það er skynsamlegt að byrgja brunninn áður en barnið dettur of- an í eftir því sem kostur er,“ segir Páll Gunnar. „Við reynum að leið- beina markaðnum t.d. með því að gefa út ítarlegar ákvarðanir er varða samkeppnismál og brot. Við verðum hins vegar ávallt að vera reiðubúin að framfylgja lögum og reglum þegar svo ber undir. Í þessum efnum þarf að finna gott jafnvægi. Framkvæmdastjóri hjá OECD lagði á það ríka áherslu í pallborði á fundi á okkar vegum á föstudaginn var að Samkeppniseft- irlit yrði að hafa tennur.“ – Þú hefur varað við því að láta markaðnum í té of miklar upplýs- ingar þar sem það geti leitt til þess að stjórnvöld handstýri mörk- uðum, t.d. með því að segja fyr- irfram hver sé markaðsráðandi, það geti dregið úr frumkvæði at- vinnulífsins og sé óframkvæman- legt. „Það er vissulega svigrúm fyrir hendi til að byrgja brunninn, líkt og ég sagði áðan, en það er mjög mikilvægt að Samkeppniseft- irlitið sé ekki sett í þá stöðu að stýra fyrirtækjum. Það gæti unnið gegn hagsmunum sem á að vernda og unnið gegn nýbreytni og nýjum hugmyndum, ef það á stýra því hvernig fyrirtæki hegði sér áður en þau hafa tekið einhverjar ákvarðarnir.“ Fleiri hugi að samkeppni  Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að samráðsvettvangur sé jákvætt skref  Ráðherra vill að Samkeppniseftirlitið fái leiðbeinandi hlutverk í meira mæli Morgunblaðið/Eggert Páll Gunnar Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir helsta kost samráðsvett- vangsins að fleiri muni leggjast á árar um að farið sé að lögum. Samkeppniseftirlitið verður að hafa tennur » Viðskiptaráð átti frumkvæði að því að stofnaður yrði form- legur samráðsvettvangur milli viðskiptalífs, atvinnuvegaráðu- neytisins og Samkeppniseft- irlitsins um samkeppnismál. » Viðskiptaráðherra segir að fyrirtæki hafi kvartað yfir því að erfitt sé að fá leiðbeiningar í samkeppnismálum. » Framkvæmdastjóri hjá OECD segir að Samkeppniseft- irlit verði að hafa tennur. Seðlabanki Kína og Seðlabanki Ís- lands hafa end- urnýjað gjaldmiðla- skiptasamning sín á milli. Upphaflegi skiptasamning- urinn var undirritaður 9. júní 2010 og var tilgangur hans að efla tví- hliða viðskipti landanna og styðja við beina fjárfestingu, ásamt því að efla fjármálaleg tengsl. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júana, að því er fram kemur í til- kynningu en greint var frá fjárhæð- inni þegar samningurinn var kynntur 2010. Samningurinn gildir í þrjú ár og verður mögulegt að endurnýja hann að þeim tíma liðnum. SÍ endur- nýjar samn- ing við Kína  66 milljarða gjald- miðlasamningur ● Hrund Rudolfsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Veritas-samstæðunnar frá og með 15. október nk. Hreggviður Jónsson, sem verið hefur forstjóri fé- lagsins frá stofnun, tekur við stöðu stjórnarformanns frá sama tíma. Veri- tas-samstæðan samanstendur af móð- urfélaginu, Veritas, ásamt fjórum rekstrarfélögum sem starfa á sviði þjónustu við heilbrigðisgeirann á Ís- landi. Velta samstæðunnar á síðasta ári var rúmir 15 milljarðar króna og starfs- menn um 180. Hrund hefur setið í stjórn Veritas frá 2009, síðustu fjögur ár hefur hún starfað sem fram- kvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel. Hún var framkvæmdastjóri hjá Mile- stone/Moderna Finance frá 2006-2009 og þar áður rekstrarstjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá Lyfjum & heilsu frá 2001-2006. Hrund forstjóri Veritas                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +12.-1 ++/.-/ ,+.033 ,-.-0+ +0.0,3 +44.42 +.,440 +02.+2 +5,.14 +,+.-/ +12.25 ++/.3+ ,+.1-0 ,-.+3 +0.0/1 +44./, +.,4/3 +02./ +54.41 ,+0.0455 +,+.45 +15.-4 ++/./2 ,+.1/, ,-.+11 +0.143 +43.-1 +.,3+ +05.,2 +54.02 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Afgangur af vöruskiptum fyrstu átta mánuði ársins var 31,1 milljarðar króna en á sama tíma fyrir ári var afgangurinn hins vegar 40,2 millj- arðar króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var því ríflega 9 milljörðum króna minni á þessu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands, en samtals námu vöruútflutningstekjur á tímabilinu 393,8 milljörðum króna en á móti voru fluttar inn vörur fyrir 362,6 milljarða fyrstu átta mánuði ársins. Vöruskiptaafgangur í ágústmán- uði nam 2,9 milljörðum miðað við 13,8 milljarða afgang í ágústmánuði árið 2012. Innflutningurinn í síðasta mánuði var sá minnsti í krónum talið síðan í ágúst í fyrra. Greining Íslandsbanka segir að lakari vöruskiptaafgang milli ára megi einkum rekja til óhagstæðrar verðþróunar á helstu útflutnings- afurðum Íslands, sjávarafurðum og áli. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur verð sjávarafurða verið um 5,6% lægra og verð áls 5,1% lægra á heimsmarkaði en raunin var á þessu tímabili í fyrra. „Bæði innflutningur og útflutn- ingur hafa skroppið saman á milli ára í magni mælt, sem hlýtur að telj- ast nokkurt áhyggjuefni, enda hvílir aukinn hagvöxtur á annars vegar auknum útflutningi og hins vegar meiri innlendri eftirspurn sem end- urspeglast ætti í auknum innflutn- ingi,“ segir í greiningu bankans. Hins vegar eru jákvæðar vísbend- ingar um aukningu á innflutningi ýmissa fjárfestingarvara. Ljóst er að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði í ár verður borinn uppi af þjónustuviðskiptum í miklu ríkari mæli en áður. Greining Ís- landsbanka segir útlit fyrir að vöru- skiptaafgangur verði um 50-60 millj- arðar miðað við 77,3 milljarða 2012. Vöruskiptaafgangur minnkar um 9 milljarða Morgunblaðið/ÞÖK Útflutningstekjur Minni útflutningur skýrist af óhagstæðri verðþróun á mörkuðum. Álverð er til að mynda 5,1% lægra en á sama tímabili 2012.  31 milljarðs afgangur það sem af er ári Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1,1% á evrusvæðinu í september og hefur ekki verið jafn lítil síðan í febrúar 2010. Sam- kvæmt upplýsingum frá Eurostat er það einkum lækkun á orkuverði sem skýrir lækkunina. Í ágúst mældist ársverðbólgan 1,3%. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Fyrir ári mældist ársverðbólgan 2,6% á evrusvæðinu en verðbólgu- markmið Seðlabanka Evrópu eru 2%. Sérfræðingar telja ólíklegt að verðbólga aukist á næstunni nema olíuverð hækki mikið. Verðbólgan aðeins 1,1% Helgar Alvöru Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch brunch Steikt beikon Spælt egg Steiktar pylsur Pönnukaka með sírópi Grillaður tómatur Kartöfluteningar Ristað brauð Ostur Marmelaði Ávextir kr. 1740,- pr. mann Barnabrunch á kr. 870 Ávaxtasafi og kaffi eð a te fylgir. H ug sa sé r! H ug sa sé r! Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi! Alla laugardaga og su nnudaga frá kl. 11.30 til kl. 14 .30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.