Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á þessum diski er ég einn með kassagítarinn og spila öll mín uppáhalds Bítlalög,“ segir Björn Thoroddsen djassgítarleikari með meiru, um nýjan disk sinn, Bjössi Thor og Bítlarnir. Diskurinn kem- ur formlega út á fimmtudag og þá heldur Björn útgáfutónleika í Saln- um og hefjast þeir klukkan 20. Út- gáfutónleikarnir marka jafnframt upphaf þriggja daga Jazz- og blúshátíðar Kópavogs sem Björn stýrir. „Á tónleikunum mun ég kynna plötuna en á henni eru mörg þekkt lög,“ segir hann og telur upp: „Help“, „Lady Madonna“, „When I’m 64“, „I’ll Follow the Sun“, „I’m a Looser“ … Þetta eru lög frá öll- um tímabilum Bítlanna, allt klass- íkerar. Þetta eru lögin sem maður heyrði í gamla daga í Kanaútvarp- inu. Platan varð þannig til að fyrir um ári hlustaði Óttar Felix Hauks- son á mig leika Bítlalagapróg- ramm og kom síðan að máli við mig og sagði: Við verðum að gefa þetta út! Ég tók ekkert sér- staklega undir það, enda Bítlarnir viðkvæmt umræðuefni,“ segir Björn og hlær, en málin þróuðust engu að síður þannig að platan er komin út. Björn fékk fyrstu ein- tökin í hendur í gær. „Ég hef gert töluvert af því er- lendis að leika einn á þennan hátt á kassagítarinn. Ég fer til dæmis strax eftir hátíðina á laugardag út til Atlanta í Bandaríkjunum að spila.“ Björn hefur verið mikið á faraldsfæti undanfarin ár og þá ekki síst fyrir vestan haf, þar sem hann leikur reglulega á tónleikum. „Eru gítarfenómen“ En fyrst er dagskrá í þrjú kvöld í Salnum; á föstudagskvöld er komið að Gítarhátíð Bjössa Thor. „Þá komum við fjórir fram, frá sitthvoru landinu. Frá Kanada kemur Tim Butler, frá Bandaríkj- unum Trevor Gordon Hall og loks frá Englandi Craig D’Andrea. Þessir menn eru gítarfenómen – maður þarf að fara í sturtu eftir að hlusta á þá!“ Björn hlær og bætir við að þetta séu miklir snillingar og tveir síðastnefndu séu ungir að árum, eitthvað um þrítugt, en hafi engu að síður unnið til allskyns verðlauna fyrir leik sinn. „Kvöldinu er stillt þannig upp að hver spilar sína efnisskrá. Kassa- gítarinn verður í forgrunni og allt gert við hann sem hægt er að gera. Við erum allir ólíkir spilarar og það mun heyrast. Áður hefur verið rafmagnsgítarstemning í Gít- arveislunni en nú ákvað ég að hafa hana allt öðruvísi. Þessir ungu menn sýna hvað er í gangi í dag; þeir nálgast hljóðfærið á annan hátt en flestir. Það er upplifun að heyra það.“ Á laugardagskvöld verður loks komið að blúsveislu undir yf- irskriftinni „Kanada vs. Kópavog- ur“. Björn segir að Blústríó Tims Butler verði leiðandi í dagskránni, en auk Butlers er það skipað þeim Óskari Birni Bjarnasyni og Ólafi Þór Kristjánssyni. Þeir munu leika fræga slagara eftir Johnny Wint- her, Jimi Hendrix og fleiri en síðan taka að tínast á svið gestir sem tengjast Kópavogi. „Þar má meðal annars nefna Tryggva Hubner gít- arleikara og Björgvin Birki Björg- vinsson, sem er mjög efnilegur gít- arleikari, Kristján Hreinsson „Skerjafjarðarskáld“ sem er samt Kópavogsbúi í húð og hár, og þá syngur Rannveig Ásgeirsdóttir bæjarfulltrúi blús.“ Þegar Björn er spurður að því hvort hann grípi ekki líka í gít- arinn kveðst hann muni vera eitt- hvað að „þvælast“ þarna. „Ég stekk inn ef einhver þarf á mér að halda. En þetta verður stemnings- kvöld.“ Winnipeg, Saskatoon, Denver Eins og fyrr segir hefur Björn á undanförnum árum oft komið fram á hátíðum í Kanada og Bandaríkj- unum en í Winnipeg stjórnaði hann einnig fyrr á árinu gít- arveislu, sambærilegri við þá í Salnum. Hún vakti mikla lukku og er fyrirhugað framhald þar á, í maí á næsta ári. „Það er sama formið nema þessi hátíð er á útlensku! Hún gekk það vel að það var uppselt í stórt leik- hús og nú eru viðræður í gangi um samskonar gítarhátíðir í tveimur borgum til. Ég verð með eina í sumar í Saskatoon í Sasketshawan og þá eru yfirgnæfandi líkur á að ég stjórni gítarhátíð í Denver í Colorado í apríl. Þetta virkar eins og hér, ég er gestgjafinn og einn af aðalhljóðfæraleikurunum. Auðvit- að er mikið af mjög flinkum spil- urum á þessum svæðum, en það bara herðir mann.“ Hann brosir. En þetta er ekki upp talið, því einnig eru í gangi viðræður um að Björn stýri slíkri hátíð í New Or- leans. Það á eftir að skýrast. Árlegt í Bergen „Fyrr á þessu ári var ég síðan með gítarveislu í Bergen í Noregi, á listahátíð borgarinnar, segir hann.“ Hún gekk líka afar vel og var uppselt. „Það er verið að ræða að þetta verði að árlegum viðburði og ég verði við stjórnina,“ segir Björn. Gítarveislur hans eru því að hlaða utan á sig og í tengslum við það er sífellt meiri eftirspurn eftir leik Björns. „Ég er einmitt á leið- inni til Atlanta að leika Bítlapróg- rammið. Það er gaman að vera kallaður úr Kópavoginum til lands- ins sem fann upp öll gítartrikkin,“ segir gítarleikarinn fingrafimi. Gítarhátíðir í Kópa- vogi og víða um lönd  Björn Thoroddsen og Bítlalögin  Gítarveislur hans víða Morgunblaðið/RAX Fingrafimur „Kassagítarinn verður í forgrunni og allt gert við hann sem hægt er að gera,“ segir Björn Thoroddsen um gítarveisluna í Salnum. Hann kom fram á tónleikum í Menntaskólanum í Kópavogi í gær. www.gilbert.is ÍSLENSK ÚR FYRIR ÍSLENDINGA Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 Þegar njóta á kvöldsins...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.