Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013 Í stjórnarskránni er friðhelgi eign- arréttarins skilgreind í 72. grein: „Eign- arrétturinn er frið- helgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Og í 71. grein segir: „Allir skulu njóta friðhelgi einka- lífs, heimilis og fjölskyldu.“ Friðhelgi er staður þar sem við eigum alltaf að geta komið til að geta notið griða og helgs friðar. Friðhelgi er griðastaður skapaður um framtíðina, væntingar okkar og vonir. Peningar eru aftur á móti upp- gjör við fortíðina. Peningaseðill sem ég á er skilgreint uppgjör af minni vinnu. Seðillinn er friðhelg eign en verðmæti hans er það ekki af því að það er fortíðaruppgjör. Sama á við um verðbréf eins og skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Ef þetta uppgjör fer forgörðum af því að of mikið fjármagn er í umferð fellur verðgildi þess. Þannig er staðan í efnahagslífinu. Þar sem sumir vilja skara vel að sinni köku gengur erfiðlega að loka uppgjör- inu. Lánardrottnum yfirsést að eign- ir fólks eru friðhelgar, en verð- gildi pappíra þeirra ekki. Verra er að opinberir aðilar virðast ekki skilja þetta heldur. Fjármagnseigendur eru að berj- ast fyrir því að halda uppi fölsku verðmæti peninga með því að handstýra genginu og um leið að ganga að skuldugum eins og enginn sé morgundagurinn. Fyrst komu þeir eftir bíleigendunum og tækjum fagmanna. Síðan eignum húseig- andanna einni og einni. Kerfisbundið hafa heimilin og at- vinnutækin verið hirt og vonir fólks og framtíðarsýn brotnar niður. Bankastjórinn, sem áður var fulltrúi verkalýðsins, skilgreindi stríðið þannig, að það yrði gengið að hverjum og einum eftir greiðslugetu, en ekki eftir lögmæti lána. Fulltrúi fjármagnsins sem eyðilagði hagkerfið og braut sam- félagslega samninginn um verð- tryggingu ætlar fólkinu að borga verðtryggt og skuldsetja hvern og einn eftir getu og helst betur eins og 110% leiðin sýndi. Til að pappírar með veði í eign- um fólks standi jafnfætis friðhelgi þeirra verða öll slík verðbréf að vera gerð samkvæmt lögum þar um, sömuleiðis innheimta þeirra eða uppboðsmeðferð. Það er ekki til margskipt frið- helgi. Friðhelgin er sú sama hvort sem það er friðhelgi heimilisins eða eignarréttarins annars vegar eða friðhelgi Alþingis eða friðhelgi sendiráðs. Allt nýtur sömu frið- helginnar. Þó er sá munur að frið- helgi sendiráðsins byggist á al- þjóðlegum samningi sem er lögfestur og er því samkomulag við aðrar þjóðir. Friðhelgi eign- arréttarins og heimilisins er samningur við okkur sjálf og er bundin í stjórnarskrá eins og friðhelgi Alþingis. Það má aldrei setja í lög neitt það sem tekur af friðhelgi heimilisins eða eign- arréttarins, en það má setja í lög að taka af friðhelgi Þing- valla. Lögin tryggja fortíðinni rétt inn í framtíðina en ekki réttlæt- ing fjármagnseigandans eða út- reikningar, fullyrðingar um efnahagslegan stöðugleika, túlk- anir laga, eða önnur slík ólög. Því með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Þess vegna lifa lögin en ekki réttmæti eða rétt- læting hagsmunaaðila og ólög þeirra. Lögin lifa en réttlæt- ingin ekki. Starfsmenn banka og sýslu- manna verða að skilja muninn á friðhelgri eign og peningum. Það verður að gæta þess að far- ið sé fullkomlega eftir lögum þegar verið er að ganga að frið- helgum eignum fólks, en ekki treysta alfarið útreikningum gerðum í verðbólgu- og vaxta- vímu eins og fjármálastofnanir hafa gert. Öll lán sem taka veð í heim- ilum fólks eða einstaklingurinn hefur gefið veð fyrir skal túlka sem neytendalán, því það er neyt- andi sem hefur gefið sitt persónu- lega veð með sinni friðhelgri eign og friðhelgi heimilis síns. Hótanir starfsmanna fjármála- stofnana eða lögmanna þeirra sem byggðar eru á ólögmætum aðferð- um og túlkanir þeirra sem grund- vallast ekki á lögum um neyt- endalán heldur byggjast á fölskum pappírum eru því friðhelgisbrot og brot á hegningarlögum og skal fara með þau sem slík. Kæra má slíkt til lögreglu og ætlast er til að yfirvaldið taki á málum þessa fólks, sem brýtur friðhelgi heimila til að innheimta vafasamar skuld- ir. Ef embættismenn, til dæmis starfsmenn Umboðsmanns skuld- ara, sýslumenn, dómarar eða aðr- ir, verja ekki friðhelgi heimilanna og leyfa það að gengið sé að frið- helgum eignum með rangindum og fölsunum eru þessir opinberu sýsl- unarmenn að fremja mannrétt- indabrot. Þetta gildir líka um þá lögmenn sem fyrir fjármálastofn- anir vinna, því þeir starfa sem op- inberir sýslunarmenn og taka ábyrgð sem slíkir. Ef aurasálinni og sendlum hennar finnst eðlilegt að rjúfa friðhelgi fólks og eignarrétt þess út af vafasömum skuldum og taka af því heimilin með ólögmætum hætti, á þá fólkið rétt á því að bjóða sér heim í stofu til þeirra af því þau skulda fólkinu skýringar? Gildir friðhelgi heimilisins eitt- hvað frekar heima hjá aurasálinni? Íslenskir dómarar þurfa að sýna að þeir standi undir því að geta dæmt friðhelgisbrot sem og mann- réttindabrot, þrátt fyrir það að skipun þeirra standist ekki stjórn- arskrá, þar sem réttur Alþingis við að velja dómarana hefur verið afnuminn. Friðhelgisyfirlýsing Eftir Björn Óskar Vernharðsson » Friðhelgisyfirlýsing þessi er skrifuð til að gera grein fyrir þeim mun sem er á friðhelgri eign og eign sem er það ekki. Björn Óskar Vernharðsson Höfundur er sálfræðingur. Þrettán borð hjá eldri borgurum í Stangarhyl Fimmtudaginn 26. september var spilaður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara Stangarhyl 4, Rvk. Keppt var á 13 borðum. Meðal- skor 312. Efst í N/S voru Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 370 Helgi Samúelsson - Sigurjón Helgason 355 Siguróli Jóhannss. - Magnús Ingólfss. 347 Hrafnh. Skúlad. - Guðm. Jóhannss. 339 A/V Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 397 Ólafur Ingvarss. - Jón Hákon Jónsson 375 Bjarni Guðnas. - Guðm. K. Steinbach 373 Magnús Jónsson - Gunnar Jónsson 348 Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 29/9 var fyrsta kvöldið í fjögra kvölda tvímennings- keppni Þátttakan var glæsileg en 24 pör mættu til leiks. Hæsta skor kvöldsins í N/S. Oddur Hanness. – Árni Hannesson 268 Sigurður Kjartansson – Páll Pálsson 241 Guðm. Sigursteinss. – Unnar A. Guðmss. 236 Austur/Vestur Þórður Ingólfss. – Hörður Gunnarss. 291 Ómar Ómarsson – Ómar Ellertsson 270 Berglj. Gunnarsd. – Elsa Bjartmars 261 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is - með morgunkaffinu ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Í 60 ÁR Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk, sími 553 1380 • Álfabakki 12 (Mjódd), 109 Rvk, sími: 557 2400 • www.bjorg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.