Morgunblaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2013
Haustsól í Kópavogi Roðagylltum blæ sló á sindrandi himininn sem var einstaklega fallegur á að líta í gærkvöldi þegar sólin hneig til viðar. Sjónarspil sólsetursins gleður ávallt sálartetrið.
Ómar
Ari Matt-
híasson, hag-
fræðingur og
fram-
kvæmdastjóri,
hefur rann-
sakað þann
kostnað sem
Íslendingar
bera vegna
áfengis- og
vímuefnaneysl-
unnar. Hann skoðar kostn-
að vegna heilbrigðisþjón-
ustu, löggæslu, vinnutaps,
félagsþjónustu og allra
þeirra þátta sem áfengis-
og vímuefnaneyslan hefur
áhrif á. Niðurstaðan er
ótrúleg.
Niðurstaða Ara er að
kostnaður samfélagsins
sem hlýst af áfengis- og
vímuefnaneyslunni sé 70
milljarðar króna á ári.
70.000.000.000 krónur. Á
einu ári.
SÁÁ hefur þjónustað þá
sem eiga við áfengis- og
vímuefnavandann að stríða
í 36 ár með góðum ár-
angri. Þúsundir manna og
kvenna hafa fengið bót
sinna meina með aðstoð
SÁÁ og margir eiga sam-
tökunum líf sitt að þakka.
Það er hiklaust hægt að
segja að SÁÁ hafi á ein-
hvern hátt snert allar fjöl-
skyldur í landinu.
Samt er það svo að ríkið
hefur skorið niður framlög
til SÁÁ hægt og rólega ár
eftir ár. Því meira sem
SÁÁ hefur lagt til starf-
seminnar því
meira hefur
ríkið gengið
á lagið og
skorið niður
framlög og í
mörg ár hafa
samtökin
þurft að
borga með
þjónustunni
úr eigin
vasa. Það er
auðvitað erf-
itt en það hefur gengið
með samstilltu átaki sjálf-
boðaliða og þjóðarinnar
allrar sem alltaf hefur
sýnt þakklæti gagnvart
samtökunum í verki. Álfa-
sala SÁÁ er gott dæmi um
það. En þrátt fyrir öfluga
varnarbaráttu er nú svo
komið að SÁÁ gæti þurft
að hefta aðgang sjúklinga
að þjónustunni meira en
nokkru sinni áður í 36 ára
sögu samtakanna.
Í desember verða liðin
30 ár frá því Vogur, með-
ferðarsjúkrahús, var vígt.
SÁÁ hóf nú fyrr í þessum
mánuði byggingu á við-
byggingu við Vog sem er
hugsuð til að mæta kröf-
um veikustu einstak-
lingana. Þessar fram-
kvæmdir munu kosta 117
milljónir.
Eins og fyrr segir spar-
ast miklir fjármunir með
hverjum einasta sjúklingi
sem tekst að bjarga. Svo
ég tali nú ekki um þá
sjálfsögðu skyldu sem við
hljótum öll að hafa í hjart-
anu til að hjálpa þeim sem
líður illa og þjást. Það er
augljóst að ríkið á ekki að-
eins að hætta við að skera
niður framlög til SÁÁ,
heldur á að auka þau til
muna. Þannig sparar ríkið
mest. Og sjúklingunum og
fjölskyldum þeirra líður
betur.
Ég ætla að endurtaka
það sem ég sagði áðan:
Kostnaðurinn við áfengis-
og vímuefnavandann í dag
er 70 milljarðar. Þetta
segir sig sjálft, er það
ekki?
Ég vil hvetja alla sem
vettlingi geta valdið, bæði
ríkisvald og þjóðina alla,
til að rétta fram hjálp-
arhönd nú þegar mikið
liggur við og leggja SÁÁ
lið á næstu vikum og mán-
uðum. Það gerum við ekki
aðeins með frjálsum fram-
lögum, heldur með því að
láta í okkur heyra. Áfram
Vogur!
Eftir Rúnar
Frey Gíslason
» Því meira sem
SÁÁ hefur lagt
til starfseminnar
því meira hefur
ríkið gengið á lagið
og skorið niður
framlög og í mörg
ár hafa samtökin
þurft að borga
með þjónustunni
úr eigin vasa.
Rúnar Freyr Gíslason
Höfundur er samskipta-
fulltrúi SÁÁ.
Áfram Vogur
Nýfallinn er dóm-
ur í Hæstarétti sem
staðfestir að
greiðslur úr íslensk-
um þrotabúum mið-
ist við lögeyri lands-
ins, íslenskar
krónur. Dómurinn
er þörf áminning um
að allir eiga að vera
jafnir fyrir lögum.
Þjóðin hefur sýnt
erlendum kröfuhöfum föllnu
bankanna mikla þolinmæði. Sú
óvissa sem hefur fylgt þeirri bið-
lund, t.d. gjaldeyrishöft og
óvissa um eignarhald fjár-
málastofnana, er orðin þjóðinni
mjög dýr. Nú er mál að linni.
Framtíðin
Þegar leitast er við að skoða
framtíð fyrirtækja er horft ann-
ars vegar á framtíð rekstrarins
og hins vegar á byrði efnahags-
reikningsins. Ef fyrirtæki eru
bæði með lélegan rekstur og
ónýtan efnahag er fátt sem kem-
ur þeim til hjálpar. Ef hins vegar
reksturinn er góður en skuld-
setning of mikil þá er þess virði
að bæta úr málum.
Íslendingar búa við þá stöðu
að framtíð landsins er björt, og
hef ég skrifað bók sem skýrir
ítarlega þá sýn, en klafi skulda
er of mikill. Með öðrum orðum
þá er vel hægt að vinna sig út úr
vandanum. Það sem hins vegar
er ekki hægt að sætta sig við er
að Íslendingar séu látnir mæta
afgangi þegar kemur að upp-
gjöri hrunsins.
Erlendir kröfuhafar gömlu
bankanna njóta sérréttinda um-
fram Íslendinga.
Gömlu bank-
arnir, sem enn er
ekki búið að setja
í þrot, eru undan-
þegnir skattalög-
um og lögum um
gjaldeyrismál.
Það eru því bara
fyrirtæki og ein-
staklingar á Ís-
landi sem vinna
að verðmæta-
sköpun sem
þurfa að standa
straum af kostnaði samfélagsins
en kröfuhafar gömlu bankanna
eru undanþegnir því. Þeir kröfu-
hafar eru nánast eingöngu er-
lendir aðilar sem keyptu kröfur
sínar eftir hrunið en hafa for-
réttindi umfram innlenda aðila
sem skapa verðmæti og sinna
skyldum sínum og hafa gert það
bæði fyrir og eftir hrun.
Erlendir kröfuhafar, með
hjálp innlendra almannatengla
og lögfræðinga, settu upp leikrit
í London í síðustu viku, undir yf-
irskriftinni „Iceland Investment
Forum“, til að reyna að fá
stjórnvöld til að tala af sér er-
lendis. Ástæðan er sú að þeir eru
hræddir um að eignir þeirra á
Íslandi verði ekki áfram und-
anþegnar íslenskum lögum. Þeir
vilja því reyna að fá fram um-
ræðu alþjóðlega um að þeir þurfi
að þola eignaupptöku og svo fá
dómara t.d. í London til að
frysta erlendar eignir gömlu
bankanna, til að koma í veg fyrir
slíkan „órétt“. Þeir sleppa að
nefna að Íslendingar eru gestir í
eigin landi, þeir sem raunveru-
lega njóta forréttinda eru er-
lendir aðilar sem eru undan-
þegnir lögum um skatta og
skilaskyldu gjaldeyris. Slíkar
undanþágur má alltaf afnema og
slíka mismunun á að afnema.
Allir eiga að vera jafnir fyrir lög-
unum.
Stjórnendur Landsbankans,
sem segja að höftin verji bank-
ann, misskilja illilega stöðuna.
Höftin pína Íslendinga og und-
anþága erlendra kröfuhafa ver
þá fyrir áföllum. Höftin verja
því ekki bankann, starfsmenn
hans eða viðskiptavini, heldur
einfaldlega erlenda kröfuhafa
bankans.
Að læra af reynslunni
Nýfallinn dómur Hæstaréttar
sýnir hvers konar afleikur það
var hjá íslenskum embættis- og
stjórnmálamönnum að semja við
erlenda kröfuhafa Landsbank-
ans um greiðslur og uppgjör í
erlendri mynt í desember 2009.
Íslenskir embættismenn hafa
litla reynslu og enga sérþekk-
ingu af því að semja við erlenda
kröfuhafa. Sú sára reynsla sem
þjóðin hefur af IceSave og
samningum íslenskra embættis-
manna um uppgjör gömlu bank-
anna hlýtur að kenna okkur að
erlendir sérfræðingar eru nauð-
synlegir, bæði til að tryggja trú-
verðugleika Íslands út á við og
hagsmuni okkar til framtíðar.
Eftir Heiðar
Guðjónsson
»Höftin verja því
ekki bankann,
starfsmenn hans eða
viðskiptavini, heldur
einfaldlega erlenda
kröfuhafa bankans.
Heiðar Guðjónsson
Höfundur er hagfræðingur.
Gestir í eigin landi