Morgunblaðið - 28.10.2013, Side 2

Morgunblaðið - 28.10.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Miele ryksugur Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Margir kaupendur og seljendur eru í biðstöðu vegna boðaðra afskrifta verðtryggðra íbúðalána. Þetta er mat Úlfars Davíðssonar, löggilts fasteignasala hjá Remax Borg. „Seljendur jafnt sem kaupendur eru í biðstöðu og bíða eftir útspili ríkisstjórnarinnar. Það er mín upp- lifun. Markaðurinn er viðkvæmur. Óvissan er mikil. Því fylgir biðstaða, sérstaklega nú þegar það styttist í að efna eigi loforð um afskriftir. Auðvitað hefur þetta meiri áhrif á dæmigerðar fjölskyldur en hinar efnameiri. Hugsanlega hefur þetta góð áhrif á markaðinn. Hugsanlega ekki. Hvað gerist ef ekkert verður gert í skuldamálum? Væntingar sumra eru óraunhæfar. Margir halda að þeir muni fá ávísun í pósti.“ Meiri líkur á verðhækkun Guðmundur Th. Jónsson, löggilt- ur fasteignasali hjá Fasteignamark- aðnum, telur meiri líkur en minni á að niðurskriftir húsnæðislána muni leiða til hækkunar fasteignaverðs. Afskriftir muni enda koma hreyf- ingu á markaðinn. Þá telur hann skattaívilnanir til handa lántökum sem fóru illa út úr verðbólguskotinu misserin eftir efnahagshrunið ekki munu hafa áhrif strax. „Seljendur eru í flestum tilfellum kaupendur í framhaldinu ef þeir fá niðurfellingu. Það er grundvallar- atriði að eyða óvissunni. Ef stjórn- völd svíkja loforðið um afskriftir veit fólk hvar það stendur og hættir að bíða. Margir bíða á hliðarlínunni eft- ir því hvað verður. Niðurfelling eyk- ur eigin fé og gerir fólki kleift að selja eignir sem eru yfirveðsettar, þótt það hafi farið í gegnum 110%- leiðina á sínum tíma. Sú leið var van- hugsuð, enda eru lánin komin í a.m.k. 120% [af höfuðstól]. Auðvitað þarf þetta fólk að fá leiðréttingu vegna verðbólguskots, ekkert síður en fólk sem tók erlend lán og er jafn- vel betur sett nú en þegar það tók lánin. Ég tel hins vegar að ívilnanir í gegnum skattkerfið muni hafa minni áhrif, enda taka áhrifin af því langan tíma að koma fram.“ Þá telur Guðmundur að margir sem hafi beðið með að stækka við sig muni gera það ef hluti íbúðalána þeirra verður afskrifaður. Það muni gera þeim kleift að færa sig upp í dýrari eignir, sem muni fyrir vikið seljast betur. „Það hefur verið minna um sölu á markaðnum í eignum frá 55 og að 90 milljónum. Ég held að afskriftir muni ekki hafa eins mikil áhrif á sölu allra dýrustu eignanna. Það er skrít- ið með þennan markað að það er eftirspurn eftir mjög dýrum eignum. Þar er um að ræða fólk sem þarf ekki á lánafyrirgreiðslu að halda. Ég hef selt tvær eignir á tæpar 300 milljónir á undanförnu rúmlega einu og hálfu ári. Eignir í þessum verðflokki eru yfirleitt ekki auglýst- ar, heldur er leitað að kaupendum sem eru á höttunum eftir eignum í þessum gæðaflokki.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Óvissa Að mati fasteignasala bíða margir með fasteignaviðskipti vegna boðaðra skuldaniðurfellinga. Beðið eftir afskriftum á húsnæðisskuldum  Fasteignasali segir óvissu um afskriftir takmarka framboð Viðar Böðvarsson, varaformaður Félags fasteignasala, segir erfitt að meta áhrif afskrifta á fasteignaverð. „Ef ráðist verður í aðgerðir, sama hverjar þær verða, eykst framboð eigna. Það er biðstaða hjá mörgum sem eiga mikið skuldsettar eignir og vilja vita hvar þeir standa áður en þeir setja eignirnar í sölu. Það hefur að mínu mati takmarkað framboð á markaðnum á síðustu mánuðum. Hvaða áhrif aukið framboð af eignum hefur á fasteignaverð fer eftir því hver eftirspurn verður. Fái margt fólk afskriftir og ákveði að selja mun það þurfa að kaupa og það mun mynda eftirspurn. Svo er margt fólk að leigja og vill kaupa. Þetta ræðst því mikið af því til hvaða aðgerða verður gripið. Verða þeim sem eru að kaupa eign í fyrsta sinn auðvelduð kaupin? Slíkar hliðarráðstafanir við afskriftir myndu auka eftirspurn og það hefði áhrif á verðið.“ Erfitt að meta áhrif á verðið VARAFORMAÐUR FÉLAGS FASTEIGNASALA Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í það minnsta fimm meðlimir úr vél- hjólagenginu Devils Choice komust í gegnum landamæraeftirlit lögregl- unnar og sóttu gleðskap í félagsheim- ili þess í Garðabæ í fyrrakvöld. Þessar upplýsingar fengust frá Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á Suð- urnesjum. Um var að ræða danska gengismeðlimi en eins og fram hefur komið stöðvaði lögreglan 11 norska meðlimi Devils Choice sem hugðust sækja gleðskapinn og sendi þá úr landi. „Í einhverjum tilvikum var það líka svo að þó að við stöðvuðum menn í eftirlitinu þá gátum við ekki staðfest að um væri að ræða meðlimi samtak- anna. Svo eru einhverjir sem fóru í gegn án þess að við tækjum eftir því og í þessu tilviki mun svo vera. Við vorum ekki að stoppa hvert einasta flug og hvern einasta mann og vorum ekki með virkt landamæraeftirlit all- an tímann. Við erum einfaldlega ekki með mannskap í það,“ segir Sigríður. Hún bendir á að sumir sem taldir voru tilheyra genginu hafi fengið að „njóta vafans“. Hún segir að lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu hafi verið látin vita af því að nokkrir meðlimir í samtökunum hafi „komist í gegn“. Ekki þótti þó tilefni til að hafa afskipti af gleðskapnum. Hún segir að lög- regluna gruni að gengið sé að reyna að koma undir sig fótunum á Íslandi líkt og það hefur gert erlendis. Fimm danskir sluppu í gegnum eftirlitið  Sóttu gleðskap Devils Choice á laugardag  Nutu vafans Devils Choice Vélhjólagengið hélt gleðskap í félagshúsi sínu. Í nokkurra ára gamalli skýrslu nefndar menntamálaráðuneytisins um stað- setningu framhaldsskóla kemur m.a. fram að þörf sé á tveimur nýjum framhaldsskólum í austurhluta höfuðborgarsvæðisins. Nú þegar hefur ver- ið byggður framhaldsskóli við Brúarland í Mosfellsbæ sem tók til starfa ár- ið 2009. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögur í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur um að skoðaðir verði mögu- leikar á uppbyggingu framhaldsskóla í austurhluta borgarinnar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur einnig talað fyrir því að fá nýjan framhaldsskóla í Kópavog, sem hann segir hentugustu stað- setninguna. „Kópavogsbær hefur stækkað gífurlega á skömmum tíma og ungu fólki á framhaldsskólaaldri fjölgað í bæjarfélaginu. Þess vegna tel ég augljóst að nýr framhaldsskóli rísi í Kópavogi en sá skóli getur að auki þjónað hluta efri byggða Reykjavíkur og Garðabæjar,“ segir Ármann en hann ætlar að funda með menntamálaráðherra um málið. Togast á um nýjan framhaldsskóla Hópur áhugamanna um byggingu miðaldadómkirkju í Skálholti hefur tilkynnt kirkjuráði að hann vilji ekki halda verkefninu áfram í þeim farvegi sem það er innan kirkj- unnar. Kirkjuráð samþykkti í júní sl. að ganga til bindandi samninga um verkefnið, með fyrirvara um fjár- mögnun þess og samþykki kirkju- þings og deiliskipulags. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, sem er í forsvari fyrir hópinn, hefur það ver- ið grundvallarforsenda í undirbún- ingi að verkið sé unnið í náinni samvinnu og sátt við þjóðkirkjuna og stjórn Skálholts. „Kirkjuráð undir forystu biskups hefur leitt þetta samstarf, en nú er orðið ljóst að verkefnið er að valda illdeilum og flokkadráttum meðal stofnana þjóðkirkjunnar,“ segir Guðjón. „Við höfum því sent kirkju- ráði erindi þess efnis að við teljum ekki rétt að halda samstarfinu áfram.“ Hættir við mið- aldadómkirkju Stór Tölvumynd af kirkjunni. ÁTVR hefur skrifað undir leigu- samning um húsnæði fyrir nýja vín- búð í Helluhrauni 16-18 í Hafn- arfirði, þar sem Bónus er til húsa og Húsasmiðjan var áður. Áformað er að opna búðina í mars á næsta ári og loka núverandi búð í versl- unarmiðstöðinni Firði frá sama tíma. Sveinn Víkingur Árnason, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs ÁTVR, segir vöruúrvalið verða stóraukið, þetta verði fjórða vínbúðin með öllu vöruúrvali ÁTVR. Hinar eru Heið- rún, vínbúðin í Kringlunni og í Skútuvogi. Húsnæðið verður mun stærra en Hafnfirðingar eiga að venjast í Firði, rúmgóður kælir settur upp fyrir bjór og öll aðstaða fyrir viðskiptavini betri. ÁTVR rekur nú 48 útibú um allt land. Að sögn Sveins Víkings hafa engar ákvarðanir verið teknar um nýjar verslanir eða að fækka þeim sem fyrir eru. Auglýst hefur verið eftir húsnæði í Garðabæ en Sveinn segir ekkert ákveðið heldur um hvort útibú verður opnað þar. Búð- in í Hafnarfirði muni geta sinnt stóru svæði. Vínbúðin í Stekkjarbakka hefur verið opnuð aftur eftir gagngerar endurbætur og lagfæringar hafa verið unnar í útibúinu í Grindavík. Ný vínbúð í Hafnarfirði með allt úrvalið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.