Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
✝ Elín Guð-mundsdóttir
fæddist á Blesa-
stöðum, Skeiðum,
10. janúar 1916.
Hún lést á dvalar-
og hjúkrunarheim-
ilinu Grund 20.
október 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristín Jónsdóttir,
f. 16. maí 1886, d.
2. september 1971 og Guð-
mundur Magnússon, f. 11. maí
1878, d. 20. október 1972. Þau
eignuðust 15 börn og 13 þeirra
komust á legg. Auk þess átti
Guðmundur dótturina Lauf-
eyju, f. 20. mars 1920 með Sig-
ríði Eiríksdóttur, f. 1. október
1886, d. 23. janúar 1966. Systk-
ini Elínar eru Jón, f. 14. mars
1911, d. 26. febrúar 2003,
Magnús, f. 17. september 1912,
d. 29. júní 1997, Hermann, f.
23. ágúst 1913, d. 18. október
1980, Guðrún, f. 17. desember
1914, d. 22. mars 1997, Helga,
f. 17. maí 1917, Þorbjörg, f. 1.
júlí 1918, Magnea, f. 20. júlí
1919, d. 9. janúar 2000, Ingi-
gerður, f. 1. febrúar 1921,
stúlka, f. 10. febr-
úar 1922, lést í
fæðingu, Óskar, f.
1. júlí 1923, d.
1924, Svanlaug, f.
8. júlí 1924, d. 14.
apríl 2007, Ingi-
björg, f. 2. sept-
ember 1925,
Hrefna, f. 5. júlí
1927, Óskar, f. 5.
maí 1929, d. 21.
september 2013.
Elín var ógift og barnlaus.
Elín var fjóra vetur í skóla á
Húsatóftum á Skeiðum og vet-
urinn 1942-1943 gekk hún í
kvennaskóla á Laugalandi í
Eyjafirði. Elín flutti úr for-
eldrahúsum 19 ára gömul, fyrst
til Hafnarfjarðar í vist. Úr
Hafnarfirði flutti Elín til
Reykjavíkur þar sem hún bjó
eftir það, lengst af í miðbæ
Reykjavíkur. Elín vann lengi
við saumaskap meðal annars
hjá Dýrleifu Ármann og í Faco.
Seinni hluta starfsævinnar
vann Elín í Sjálfsbjörg við
umönnun.
Útför Elínar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 28. októ-
ber 2013, kl. 15.
Elín Guðmundsdóttir eða Ella
eins og við kölluðum hana var
móðursystir okkar og kom úr
stórum systkinahópi frá Blesatöð-
um á Skeiðum. Ung fluttist hún til
Reykjavíkur þar sem hún bjó alla
tíð síðan og vann ýmis störf, að-
allega við saumaskap.
Allt frá því við fluttum ungir
drengir frá Stöðvarfirði til
Reykjavíkur var Ella stór hluti af
lífi okkar bræðra. Það var sama
hvort verið væri að stytta, lengja,
þrengja eða víkka flíkur, ferma,
gifta, útskrifa eða skíra, þá var
Ella frænka til staðar og ætíð
boðin og búin að hjálpa okkur á
alla lund. Hún virtist alltaf hafa
tíma fyrir okkur þótt við værum
langt frá því þeir einu í fjölskyld-
unni sem hún rétti hjálparhönd.
Þær voru ófáar ferðirnar í mat-
arboð hjá Ellu á Rauðarárstíg-
inn. Þegar foreldrar okkar
brugðu sér út fyrir landsteinana
var það Ella sem kom til okkar í
Ljósalandið og sá til þess að við
bræður hefðum nóg að borða og
sá síðan til þess að búið væri að
taka til áður en foreldrarnir
kæmu aftur heim. Það sýndi best
umhyggju Ellu gagnvart öðrum.
Hún setti alltaf aðra í fyrsta sæti.
Ella hafði létta lund og dillandi
hlátur og kom öllum í gott skap.
Það er trúlega ein af ástæðum
þess að hún náði 97 ára aldri. Allt
fram til hins síðasta fylgdist Ella
með frændfólki sínu og lét sér
annt um það. Hún var eins og
gagnabanki þannig að ef upplýs-
inga var þörf var hringt í Ellu og
hún hafði svör á reiðum höndum.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við minnast góðrar og um-
hyggjusamrar frænku og þakka
fyrir allt sem hún gerði fyrir okk-
ur af mikilli fórnfýsi. Blessuð sé
minning hennar.
Guðmundur, Atli, Valur og
Kristján.
Um leið og við þökkum Ellu
frænku fyrir samfylgdina, minn-
umst við hennar sem manneskju
sem var dugleg, hlý og fórnfús.
Ella var alin upp í stórum systk-
inahópi og hjá henni varð einskon-
ar miðstöð stórfjölskyldunnar,
systkinabarna og frændfólks.
Frændsystkinin urðu börnin
hennar sem hún eignaðist ekki
sjálf og gistu þau oft á hennar fal-
lega heimili bæði í fríum og á
skólatíma og ekki var komið að
tómum kofunum hjá henni, hvorki
í spjalli eða mat. Ella fylgdist allt-
af vel með, var víðsýn á lífið og átti
auðvelt með að setja sig í spor
annarra.
Það eru margir að „drífa sig“ í
þessari ætt og hún Ella okkar var
svo sannarlega í þeirri ætt, þar
sem hugurinn bar hana hálfa leið
og þegar einu verkefni var lokið
var strax farið að huga að því
næsta. Hún Ella var ákveðin og
skemmtilegur karakter, mikill
listunnandi alla tíð, bæði á óperur
og leiklist. Allir áttu svo mikið í
Ellu frænku, bæði fullorðnir og
börn. Það voru ófáar gistinætur
sem við fjölskyldan áttum hjá
henni þegar við bjuggum úti á
landi og tók hún ávallt á móti okk-
ur með opinn faðm, uppbúin rúm
og kræsingar á borðum. Hún var
einstaklega gestrisin og áttum við
yndislegar stundir á heimili henn-
ar þar sem hún bjó í hjarta borg-
arinnar. Það er ómetanlegt að
hafa átt Ellu sem frænku, frænku
sem sýndi stuðning í hverju sem
var enda var henni ávallt umhug-
að um velferð vina og fjölskyldu.
Við þökkum Ellu samfylgdina og
góðvildina alla tíð. Blessuð sé
minning hennar.
Kristín Gunnarsdóttir og
fjölskylda.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast Elínar móðursystur okk-
ar sem við kölluðum alltaf Ellu
frænku.
Þegar við fluttum til Reykja-
víkur unglingar utan af landi varð
heimili Ellu eins og okkar annað
heimili. Við vorum ekki þær einu
sem sóttu í að heimsækja Ellu því
heimili hennar var mjög gest-
kvæmt. Ella var mjög gestrisin og
kunni öðrum betur að njóta
stundarinnar og búa til notalega
stemningu bæði við hátíðleg tæki-
færi en ekki síður hversdags.
Það sem einkenndi Ellu öðru
fremur var greiðvikni hennar og
hjálpsemi við aðra. Hún taldi
aldrei eftir sér að gera öðrum
greiða og var mjög vakandi fyrir
því hvar og hvernig hún gæti orð-
ið að liði. Þessarar óeigingjörnu
hjálpsemi nutu allir í kringum
hana.
Áhugamál Ellu voru fjölmörg,
hún var félagslega virk og naut
þess að fara á mannamót. Hún
var menningarlega sinnuð og
fannst gaman að fara á tónleika, í
leikhús og óperur voru í sérstöku
uppáhaldi. Nánast er hægt að
fullyrða að hún hafi farið á allar
óperur sem settar voru upp.
Að fara á tónleika og í leikhús
var sérstök viðhöfn hjá Ellu og
punkturinn yfir i-ið var að fara
heim til hennar eftir tónleika eða
sýningu og ræða verkið yfir
tertubita og sérrítári.
Ella hafði mikinn áhuga á
þjóðfélagsmálum, hún fylgdist
vel með öllu sem gerðist í sam-
félaginu og hafði mjög gaman af
að ræða um það sem var efst á
baugi hverju sinni.
Eins og áður hefur komið fram
hafði Ella mörg áhugamál. En
hennar stæsta áhugamál var samt
fólkið í kringum hana. Hún sýndi
fólki endalausa umhyggju og bar
hag þess fyrir brjósti og var svo
mikið í mun að öðrum liði vel að
okkur fannst stundum að hún
gleymdi sér og sínum þörfum og
setti sig sjaldnast í fyrsta sæti,
það gengu alltaf aðrir fyrir.
Hún hafði ótrúlega yfirsýn yfir
alla stórfjölskylduna og tengsl-
anet hennar. Hún vissi hvað allir
voru að gera, afmælisdagar, brúð-
kaup, byggingarframkvæmdir,
ekkert var utan hennar áhuga-
sviðs. Við gátum alltaf fengið
fréttir af fjölskyldumeðlimum hjá
Ellu og þannig hélt hún fjölskyld-
unni saman og sá til að þess að
tengslin rofnuðu ekki.
Það var gott að ræða við Ellu
um ýmislegt sem lá á hjarta, hún
var skilningsrík og víðsýn, og
hægt að treysta því að það sem
hún var beðin fyrir færi ekki
lengra.
Síðustu ár voru Ellu erfið
heilsufarslega og erfitt fyrir hana
að sætta sig við að geta ekki tekið
þátt í því sem hún hafði áhuga á.
Hugurinn var samt alltaf frjór og
áhugi hennar á því sem fram fór
dvínaði ekki. Okkur finnst vísa
sem samin var um föður hennar
og afa okkar níræðan eiga vel við
hana.
Úr níræðum augum áhugi og gæskan
ekki mun hverfa strax.
Þeir kunna að lifa sem endist æskan
til ævinnar lokadags.
(Bjarni Jónsson)
Við munum alltaf sakna Ellu og
þökkum góða og gefandi sam-
fylgd.
Blessuð sé minning hennar.
Ósk og Þóra.
Mig langar að skrifa nokkur
kveðjuorð um Ellu ömmusystur
mína sem var mér alltaf svo hlý og
góð.
Fyrstu minningar mínar um
Ellu eru þegar ég var 5 ára og var
svo heppin að flytja í sama hús og
hún átti heima í, á Rauðarárstíg.
Ég var mjög heppin að hafa hana
og Ella var mér eins og amma.
Það var alltaf gott að vita af Ellu
uppi á næstu hæð og hún var ný-
hætt að vinna og hafði endalausan
tíma fyrir mig. Þegar ég var ný-
byrjuð í skólanum var ég skráð á
skóladagheimili en var fljót að átta
mig á því að það væri miklu
skemmtilegra og betra að fara
heim til Ellu. Við Ella vorum oft
búnar að ákveða að ég kæmi til
hennar beint eftir skólann og
skrapp ég þá bara í strætó og
mamma alltaf jafn undrandi þegar
hún kom að sækja mig og ég
stungin af til Ellu. Ég og Ella
höfðum alltaf nóg að gera á dag-
inn, hún kenndi mér á saumavél-
ina sína, ég fékk að mála á svunt-
ur, steikja kleinur og oft var hún
búin að hita kakó fyrir mig þegar
ég kom. Hún var iðulega búin að
fara út í búð áður en ég kom heim
til hennar og kaupa það sem mér
þótti gott og stundum var hún líka
búin að leigja vídeóspólur og fékk
ég þá að bjóða vinkonum mínum
að koma líka. Eitt sinn þegar ég
var átta ára fór hún vestur á firði í
heimsókn til ömmu minnar og afa.
Áður en hún fór lét hún mig fá
lyklana sína svo ég gæti komið
beint heim eftir skóla og var hún
búin að kaupa inn til að eiga fyrir
mig. Þetta var ekta Ella, alltaf svo
góð og hlý.
Hún Ella var mjög félagslynd
og henni leið vel í kringum margt
fólk. Hún var alltaf til í að bregða
sér af bæ og ef hún vissi af ein-
hverjum sem var að fara austur
fyrir fjall skellti hún sér gjarnan
með til að heimsækja ættingjana á
Selfossi.
Eftir að ég varð fullorðin og
eignaðist börn var hún þeim sem
langamma og fannst þeim stór
partur af því þegar þau fóru til
ömmu sinnar að kíkja á Ellu
frænku í leiðinni. Hún mundi eftir
öllum afmælisdögunum og gaf
þeim alltaf afmælis- og jólagjafir.
Elín
Guðmundsdóttir
✝ Ragnar Gunn-arsson fæddist í
Reykjavík 20. nóv-
ember 1943. Hann
lést á líknardeild
Landspítalns 18.
október 2013.
Foreldrar Ragn-
ars voru Rannveig
Ingibjörg Árna-
dóttir, f. 12. ágúst
1922, d. 8. apríl
1989 og Gunnar Jó-
hannesson, f. 11. feb. 1919, d. 1.
mars 1962. Fósturfaðir Ragnars
var Jóhannes Einarsson, f. 10.
ágúst 1917, d. 25. nóvember
1995. Systkini Ragnars sam-
mæðra eru: Rós, Helga Rós,
Margrét Rós, Jóhannes, Einar,
Unnur Rós, Anna Rós, Þorkell,
Elísabet Rós, Ásdís Rós, Árni
Heiðar.
Eftirlifandi eiginkona Ragn-
ars er Guðrún Markan, f. 28.
september 1944. Foreldrar
eru Kristín Metta, Mikael Nói og
Erik Leó. Ragnar ólst upp á
Bergstaðastræti. Hann gekk í
Miðbæjarskóla til 12 aldurs.
Hann fór til sjós sem unglingur
á varðskip, fyrst sem messagutti
svo sem matsveinn. Eftir sjó-
mennsku starfaði Ragnar við
pípulagnir hjá tengdaföður sín-
um. Árið 1976 fluttu þau hjónin
til Vestmannaeyja þar sem
Ragnar hóf nám í pípulögnum,
síðan lá leiðin í Tækniskólann
(HR) þar sem hann lærði iðn-
fræði. Seinna fór hann í rekstr-
arnám í HÍ. Frá árinu 1986 rak
Ragnar Verkfræðistofuna Verk-
vang sem síðan sameinaðist Ice-
consult árið 2007. Hann var fag-
maður og fræðimaður á sínu
sviði sem snéri að hitastýrikerf-
um og orkueftirliti.
Ragnar tók virkan þátt í
starfi Barnahjálpar ABC. Hann
var með sjónvarpsþáttinn
Kvöldljós á sjónvarpsstöðinni
Omega. Ragnar starfaði á veg-
um Lífsgæða sem eru þver-
kirkjuleg samtök með nám-
skeiðahaldi í mörg ár.
Útför Ragnars fer fram í
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
28. október 2013, kl. 13.
hennar voru Hörð-
ur Markan, f. 4.
ágúst 1916, d. 2.
mars 1987 og Guð-
rún Guðlaugs-
dóttir, f. 18. desem-
ber 1920, d. 7.
október 1978. Börn
Ragnars og Guð-
rúnar eru: Árni
Hörður, f. 19. júlí
1963, maki Krist-
jana Helga Jóns-
dóttir. Börn þeirra eru Krist-
björg Sóley, Brynjar Snær og
Edda Marin. Fyrir átti Árni,
Ragnar og Sigurbjörgu Díönu,
barn hennar er Hrefna Sóley
Pétursdóttir. Metta Ragn-
arsdóttir, f. 17. maí 1967. Börn
hennar eru Guðrún María Ís-
leifsdóttir, maki Kristján Helgi
Jónsson. Barn þeirra er Telma
Sól. Sindri Jónsson. Elísabet
Markan, f. 23. maí 1982. Maki
Björn Hróbjartsson. Börn þeirra
Það kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti að heyra að Ragn-
ar uppeldissonur bróður okkar
væri dáinn. Mér er það afskap-
lega minnisstætt þegar ég sá
Ragnar í fyrsta sinn. Jói bróðir
var að kynna fyrir okkur kær-
ustuna sína, en hún átti son sem
var líklega fjögurra ára gamall,
sem kom með henni. Þótt okkur
Mæju systur þætti mikið til kær-
ustunnar koma, þá vorum við
hrifnari af stráknum hennar, hon-
um Ragnari. Ég sé hann fyrir
mér eins og það hefði gerst í gær.
Hann var í hvítum sportsokkum
með hvíta húfu, sem klæddi hann
svo vel. Hann var svo ljúfur og
elskulegur og kom eins og engill
af himnum sendur til okkar. Við
vorum búnar að biðja Guð svo
mikið að gefa okkur bróður eða
systur, en þar sem móðir okkar
var komin úr barneign gekk það
ekki þótt við minntum Guð á
Söru.
Móðir okkar tók ástfóstri við
Ragnar. „Ég veit hvað er að vera
tökubarn,“ sagði hún þar sem hún
hafði verið send í fóstur þegar
hún var aðeins tveggja ára. Henni
fannst þau eiga eitthvað sameig-
inlegt, þar sem hann ólst ekki upp
hjá sínum eigin föður. Ragnari
þótti afar vænt um mömmu og
tók mamma hann oft með sér
þegar hún fór í kálgarðinn, en
hún elskaði að rækta garðinn sinn
sem var í hrauninu í Hafnarfirði.
Þar átti Ragnar mjög góðar
stundir með mömmu okkar.
En fljótlega eignaðist mamma
hans barn með bróður mínum. Þá
var ég aðeins ellefu ára. Við höfð-
um aldrei áður séð svona lítið
barn, enda var hún bara sjö
merkur. Það var Rós, systir
Ragnars, og svo bættust við nýjar
Rósir á næstu árum og bræður.
Ragnar ólst því upp í stórum
systkinahópi. Síðar skildi leiðir
okkar. Ragnar ræktaði sína fjöl-
skyldu og við Mæja okkar og hitt-
umst við aðeins við hátíðleg tæki-
færi.
Það urðu því miklir fagnaðar-
fundir þegar við hittumst í Veg-
inum, kristilegu trúfélagi. Þá var
Ragnar með konunni sinni, henni
Guðrúnu, þau höfðu fundið trúna
á Jesú. Líklega hefur mamma sáð
frækorni í kálgarðinum, sem
dafnaði og blómstraði á réttum
tíma. Eins og svo margir vita var
Ragnar trúfastur við að flytja
fagnaðarerindið um Jesú, þess
vegna vitum við að hann er á
öruggum samastað hjá Guði. Það
er það dýrmætasta sem við get-
um eignast.
Elsku Guðrún og fjölskylda.
Við biðjum Guð um að hugga ykk-
ur og gefa ykkur sinn himneska
frið.
Fyrir hönd okkar og Mæju,
Sigríður Einarsdóttir.
Elsku Ragnar, vinur minn.
Í minningunni var tíminn með
þér við vatnið í Póllandi ógleym-
anlegur, eilífur, endalaus og fal-
legur. Við ræddum um börnin
okkar og maka, sammæltumst
um að án helgunar og trúar á
Jesú Krist væri lífið innihalds-
laust og hallærislegt. Við höfðum
bæði reynt það og vildum ekki
aftur í það svarthol tilgangsleysis.
Greind þín og trú heillaði mig í
fyrsta skipti sem ég hitti þig. Þú
umvafðir mig kærleika og óttaðist
ekki að ég var ný og sennilega
ógnandi fyrir hin hefðbundna
Hvítasunnumann hvað þá
„Krossara“. Þú tókst frá mér ótt-
ann við þetta há-„heilaga“ fólk.
Sannfærðir mig um að Jesús elsk-
ar alla menn og líka konur eins og
mig. Þú hafðir miklar mætur á
Gunnari mínum og baðst með
okkur hér heima þegar illa lét.
Við erum þér svo þakklát fyrir
vináttu þína og Guðrúnar.
Á þessum sólríka degi í Pól-
landi þegar mér fannst Guð og
menn hafa brugðist, fannst að
þetta líf væri allt tóm þvæla og
vitleysa, tókstu mig að þér. Þú
hafðir óbilandi trú á að Guð væri
að vinna, að allt færi vel og að
réttlætið myndi sigra.
Þú varst í raun sá sem barðist
ekki við dauðann heldur ég.
Dauðann sem skilur að mann og
Guð, en ekki þetta líf og það
næsta. Þú efaðist ekki um eilíft líf.
Þú varst að vísu með alvarlegt
krabbamein en ég með vantrúna
og þessa skelfilegu áráttu mína
og margra annarra að gera allt í
eigin mætti. Þú bannaðir mér það
en síðar þann dag gátum við hleg-
ið að heimsku mannsins og þeirri
tilfinningu minni að máttur minn
stæðist alveg mátt Guðs, í það
minnsta stundum að kristið fólk
afsakaði oft leti sína með því að
þykjast hvíla í Guði. Þú hafðir
gaman af þessum pælingum mín-
um og hlóst mikið.
Vatnið var spegilslétt, sólin
skein og þú hallaðir þér aftur í
sundbuxunum einum klæða og
sagðir: „Jónína, þú boðar trú í
vinnunni þinni hér í Póllandi.“ Ég
skrifaði á Facebook þetta kvöld
að þrátt fyrir erfiðleika heima
fyrir þá hefði ég verið blessuð
með nærveru þinni og kærleika.
Mig langaði að launa þér kær-
leika þinn til mín þegar ég skrif-
aði dóttur þinni í Noregi og bauð
henni að koma til þín. En hún var
komin að því að fæða og gat það
ekki þrátt fyrir að langa mikið. Þá
hugsaði ég, hvað annað gæti verið
Ragnari þakklætisgjöf? Ég bað
þig að predika fyrir hópinn. Þú
talaðir um „sjálfið“. Þú kenndir
okkur að deyja sjálfum okkur og
endurfæðast í andanum.
Í dag, er við fylgjum þér til
grafar, veit ég að orðin „vertu
trúr allt til dauða og Guð mun
gefa þér lífsins kórónu“ eiga við
alla þá sem hafa gert Jesú Krist
að leiðtoga lífsins. Það á við þá
mega-kristnu sem og þá smá-
kristnu. Þú ert án efa krýndur
lífsins kórónu kærleikans hjá föð-
urnum þó ekki nema fyrir það eitt
að bjarga einni sálu frá dauða og
vantrú, minni.
Guð blessi fjölskylduna sem þú
elskaðir meira en allt annað. Þú
vakir yfir þeim.
Guð blessi þig, verkfræðingur,
en með tárin í augunum hugsa ég
til daganna í Póllandi og orða
þinna: „Sérðu vatnið hérna, þeir
sem halda að lífið sé tilviljun hafa
ekki opnað augu sín. Guð er al-
staðar og í öllu fólki.“
Jónína Benediktsdóttir.
Fyrir rúmum 17 árum varð ég
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast Ragnari Gunnarssyni og
síðar meir að hafa þau forréttindi
að fá hann í samstarf sem þátta-
stjórnanda á Sjónvarpsstöðinni
Omega.
Ragnar var einstakur maður,
stundvís og áreiðanlegur. Ávallt
jákvæður og kappsamur að gera
alla hluti eins vel og hægt var.
Í öll þessi 17 ár þáði hann aldr-
ei neina greiðslu eða umbun fyrir
alla þá miklu vinnu sem hann á
sig lagði við gerð þáttarins Kvöld-
ljós.
Ragnar
Gunnarsson
HINSTA KVEÐJA
Táp var þitt eðli,
trúr til góðs þinn vilji,
stofnsettur varst þú á sterkri rót.
Um þig og að þér
öfl og straumar sóttu,
sem brotsjór félli fjalls við rót.
Orka þér entist,
aldur tveggja manna,
að vinna stórt og vinna rétt.
Vitur og vinsæll
varstu til heiðurs
í þinni byggð og þinni stétt.
(Einar Ben.)
Með þökk fyrir allt. Guð
geymi þig Raggi.
Ísabella Friðgeirsdóttir
og fjölskylda.