Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 8. O K T Ó B E R 2 0 1 3
250. tölublað 101. árgangur
LESTRARVINIR
AÐSTOÐA BÖRN
VIÐ LESTUR
VERULEIKINN EINS
OG SKRÝTINN
SKÁLDSKAPUR
VILL FERÐA-
ÞJÓNUSTU Í
FJARSKIPTAHÚS
SÖNN ÍSLENSK SAKAMÁL, 26 VÍK Í MÝRDAL 12BRÚA KYNSLÓÐABILIÐ 10
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Atvinnuleysi meðal þeirra sem eru með há-
skólamenntun minnkar hægar en þeirra sem
eru með minni menntun. Fyrir hrunið árið
2008 var algengt að hlutfall þeirra sem voru
með háskólamenntun á atvinnuleysisskrá væri
10-12% en eftir hrun hefur hlutfallið hægt og
bítandi þokast upp á við og hefur aldrei verið
hærra en í september sl., eða um 22%.
Mjög hefur dregið úr atvinnuleysi undan-
farna mánuði en langmest hjá þeim sem eru
með minnstu menntunina. Einnig hefur dregið
úr atvinnuleysi þeirra sem eru með háskóla-
próf, en ekki nærri því eins mikið.
Í september voru 1.430 með háskólanám á
atvinnuleysisskrá af alls 6.480.
Af þeim sem eru með háskólapróf voru flest-
ir viðskiptafræðingar eða 213, næst flestir
höfðu lokið lögfræðinámi eða 76 og 56 höfðu
lokið kennaranámi. Um 44% þeirra sem voru
skráðir atvinnulausir í september voru aðeins
með grunnskólapróf en hlutfallið hefur verið
50% og oft ríflega það undanfarin ár.
Útskrifaðir um áramót, enn í atvinnuleit
Dregið hefur úr atvinnuleysi meðal við-
skiptafræðinga en fjöldi atvinnulausra sem
hafa numið lögfræði hefur aukist og hafa þeir
aldrei verið fleiri en í september sl. eða 76.
Framkvæmdastjóri stórrar lögfræðiskrif-
stofu sem Morgunblaðið ræddi við benti á að
mun meira væri um að lögfræðingar sem hefðu
útskrifast í janúar hefðu sótt um vinnu nú í
haust. Slíkt hefði ekki þekkst áður.
Háskólamenntaðir sitja eftir
Hægar dregur úr atvinnuleysi háskólamenntaðra en atvinnuleysi þeirra sem eru með minni menntun
Dregur úr atvinnuleysi meðal viðskiptafræðinga en aldrei fleiri með lögfræðigráðu atvinnulausir
Atvinnuleysi meðal viðskipta-
fræðinga og lögfræðinga
Heimild: Vinnumálastofnun
Jan. 2007 Sept. 2013
400
300
200
100
0
Lögfræðingar
Viðskiptafræðingar
„Veggjakrot hefur aukist mikið að undanförnu í
flestum hverfum borgarinnar,“ segir Kjartan Magn-
ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík, en borgarfulltrúar flokksins lögðu fram tillögu á
fundi borgarráðs þann 17. október um að aðgerðir
gegn veggjakroti yrðu hertar. „Á síðasta kjör-
tímabili fór fram mikið átak sem náði hámarki 2008
og mikill árangur vannst í baráttunni gegn veggja-
kroti. Í kjölfar efnahagskreppunnar var þarna skor-
ið niður og nú duga framlögin rétt fyrir lágmarks-
hreinsun,“ segir Kjartan.
Árið 2012 var um 24 milljónum króna varið í
hreinsun á veggjakroti en til samanburðar má geta
þess að árið 2008 nam upphæðin um 156 milljónum
króna.
Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnisstjóri á
umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, tel-
ur líklegt að upphæðin í ár verði undir 24 milljónum.
„Í ár hefur heldur verið dregið saman miðað við árið
í fyrra.“
MVeggjakrot farið »4
Veggjakrot eykst í borginni
Krotað á veggi í flestum hverfum borgarinnar
Meira í flestum hverfum Minna sett í hreinsunarstarf
Morgunblaðið/Golli
Eignaspjöll Undirgöngin við Miklubraut hafa orðið veggjakroturum að bráð eins og mynd sem tekin var í gær sýnir.
Á árunum 1997 til 2011 hækkaði hlutfall
þeirra sem stunduðu nám í félagsvís-
indum, s.s. viðskiptafræði og lögfræði, úr
31% í 37%. Á sama tíma hækkaði hlutfall
þeirra sem stunduðu nám í verkfræði- og
raunvísindagreinum úr 16% í 18%.
Á árunum 2007-2013 hafa Háskóli Ís-
lands og Háskólinn í Reykjavík útskrifað
samtals um 800 lögfræðinga.
Flestir í félagsvísindi
HÁSKÓLANÁM Á ÍSLANDI
MSkipa sér sjálfir »6
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Um áramót verð-
ur sjúkrabílum í
Búðardal,
Hvammstanga og
Ólafsvík fækkað,
úr tveimur á
hverjum stað í
einn. Ef einn bíll
er í útkalli er eng-
inn varabíll til
staðar. Þórður
Ingólfsson hér-
aðslæknir hefur áhyggjur af stöð-
unni. „Hér eru vegalengdir miklar
og tímafrekt getur verið að komast á
milli staða og þess vegna höfum við
áhyggjur af því ef fækka á sjúkrabíl-
um á svæðinu. Meðalútkall er eitt-
hvað í kringum fjórir klukkutímar í
dag og þau geta farið upp í allt að
átta tíma. Þess vegna teljum við
mikilvægt að hafa hér sjúkrabíl til
vara.“
Þórður segist ekki hafa nákvæma
tölu yfir þau tilvik þegar báðir bíl-
arnir eru í útkalli en þau séu nokkur
á ári. „Við sendum aldrei varabílinn
út nema um bráðatilvik sé að ræða.
Eins, ef það verða alvarleg bílslys,
getum við þurft að senda tvo bíla á
vettvang enda flytja sjúkrabílar al-
mennt ekki fleiri en einn alvarlega
slasaðan sjúkling í einu.“
Áhyggjur íbúa komu fram á fundi
í kjördæmaviku Alþingis sem Har-
aldur Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, var á. Hann
segist skilja áhyggjur íbúa. „Við eig-
um ekki að gefa neinn afslátt af lág-
marksöryggi og þurfum að finna
þessu máli farsæla lausn.“
Enginn
varabíll
tiltækur
Miklar vegalengdir
og tímafrek útköll
Þórður
Ingólfsson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Landeigendafélagið Geysir ehf., sem
á meirihluta lands við Geysi í Hauka-
dal, hyggst á fyrri hluta næsta árs
hefja innheimtu gjalds af ferða-
mönnum sem sækja svæðið. Í til-
kynningu um þessi áform er ástæð-
an sögð vera sú að með öðru móti
verði ekki farið í nauðsynlegar og
kostnaðarsamar úrbætur á svæðinu.
Garðar Eiríksson, ritari Geysis
ehf., segir að ekki sé búið að ákveða
hve hátt gjaldið verður. Segir hann
að um hálfan milljarð króna þurfi til
uppbyggingar á svæðinu og gerir
hann ráð fyrir því að innlendir jafnt
sem erlendir ferðamenn verði rukk-
aðir.
Landeigendafélag Geysis ehf. var
stofnað í september í fyrra. Að því
standa allir landeigendur Hauka-
dalstorfunnar og eiga þeir 65% en ís-
lenska ríkið á 35%. Að sögn Garðars
hefur ríkinu verið tilkynnt um
áformin en ríkið er ekki aðili að land-
eigendafélaginu. Spurður um við-
brögð ríkisins segir hann þau hafa
verið „hógvær“. „Ég myndi segja að
viðbrögð þeirra hefðu verið hlut-
laus,“ segir Garðar.
Gjald fyrir
að skoða
Geysi
Innheimta hefst
fyrri hluta árs 2014
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Geysir Áform eru um gjaldtöku.