Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Bakstursofn
HB 23AB221S (hvítur)
Einnig fáanlegur í stáli.
Keramíkhelluborð
ET 651NE17E
Pakkatilboð
(ofn og helluborð):
189.900 kr. stgr.
Fullt verð: 259.800 kr.
Fyrir nokkrum vikum sagði JónGnarr Kristinsson borg-
arstjóri að hann væri „algjörlega
fullviss um það að [Reykjavík-
urflugvöllur] þarf að fara.“ „Annað
kemur ekki til greina,“ sagði hann.
Síðan virðistþað hafa
gerst að hann
og litli sam-
starfsflokkurinn hafa áttað sig á að
þessi afstaða gæti kostað töluvert
af atkvæðum í borgarstjórnarkosn-
ingunum á næsta ári. Í framhaldinu
er skrifað undir samkomulag.
Samkomulagið gera borg-arfulltrúar meirihlutans í við-
leitni til að láta skera sig niður úr
snörunni fyrir kosningarnar. Í raun
veitir samkomulagið flugvellinum
þó aðeins gálgafrest og er gagnlegt
eftir því.
Samkomulagið felur í sér að flug-brautum verður fækkað um
eina en að norður-suðurbraut, sem
er forsenda fyrir flugvallar-
starfseminni, fái að vera til 2022 í
stað 2016 eins og fjarstæðukennd
aðalskipulagstillaga Besta flokks-
ins og Samfylkingarinnar, sem
aldrei gat komið til framkvæmda,
gerði ráð fyrir.
Á meðan á að „fullkanna aðrakosti [en Vatnsmýrina] fyrir
framtíðarstaðsetningu flugvallar á
höfuðborgarsvæðinu.“
Hversu oft og lengi ætli slíkkönnun hafi farið fram og
hverju öðru en áframhaldandi
óvissu um framtíð flugvallarins er
hægt að bæta við með þessari sex
ára frestun?
Og óvissu sem er frestað umstundarsakir, er hún ekki eftir
sem áður óvissa?
Óvissunni frestað
um skamma hríð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.10., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 1 snjókoma
Akureyri 3 alskýjað
Nuuk -1 snjókoma
Þórshöfn 8 skúrir
Ósló 11 skúrir
Kaupmannahöfn 12 skúrir
Stokkhólmur 12 skýjað
Helsinki 10 skúrir
Lúxemborg 12 léttskýjað
Brussel 13 léttskýjað
Dublin 12 skúrir
Glasgow 11 skúrir
London 16 léttskýjað
París 15 skýjað
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 13 léttskýjað
Berlín 17 skýjað
Vín 17 léttskýjað
Moskva 11 skýjað
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 21 heiðskírt
Barcelona 26 heiðskírt
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 17 heiðskírt
Winnipeg 2 skýjað
Montreal 6 alskýjað
New York 12 heiðskírt
Chicago 9 skýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:59 17:25
ÍSAFJÖRÐUR 9:16 17:18
SIGLUFJÖRÐUR 8:59 17:01
DJÚPIVOGUR 8:32 16:51
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Stefán Gunnar Gunnarsson telur
það mikla mildi að ekki skuli hafa
farið verr þegar sprenging varð út
frá etanólarni á heimili hans á laug-
ardag.
Sjö fjölskyldumeðlimir voru
umhverfis arininn þegar spreng-
ingin varð og læsti eldur sig í klæði
þeirra allra. „Ég var með símann í
höndunum að hringja á Neyðarlín-
una um leið og ég velti barnabarni
mínu eftir götunni til að slökkva
eldinn sem hafði læst sig í hann.
Fyrstu viðbrögð voru að fara út og
draga börnin með okkur. Við rúll-
uðum þeim eftir götunni til að
slökkva í þeim. Þá kom í ljós að við
konan vorum einnig logandi og við
slökktum í okkur,“ segir Stefán um
fyrstu andartökin eftir að spreng-
ingin varð.
Að sögn Stefáns helltist niður
etanól þegar hann var að fylla á ar-
ininn. Hluta þurrkaði hann upp en
útlit er fyrir að hluti vökvans hafi
runnið í falskan botn undir arn-
inum. „Þessi falski botn virkaði að
sögn lögreglunnar eins og sprengi-
hólf. Etanólið verður gaskennt þeg-
ar það hitnar og svo komst eldur í
þetta. Við það varð sprenging og et-
anólið skvettist um allt,“ segir Stef-
án um atvikið. Um var að ræða rúm-
an lítra af logandi etanóli sem
þeyttist yfir heimilisfólk. „Stofan
varð eitt eldhaf og eldurinn læsti sig
í allt tau sem þarna var. Fötin okkar
loguðu en við náðum að slökkva í
okkur áður en etanólið brann upp
utan á fötunum,“ segir Stefán. Fjór-
ir í fjölskyldunni fengu annars stigs
bruna á höndum og fótum en þrír
eins stigs brunasár. Stefán er
slökkviliðsmaður en segir að það
hafi ekki gagnast sér sérstaklega í
þessum aðstæðum. Sjálfsbjarg-
arviðleitninni hafi frekar verið um
að þakka.
Hringdi á Neyðarlínuna um leið
og hann slökkti í logandi barninu
Mikil mildi að ekki fór verr í etanólsprengingu Eldhaf í stofunni
Morgunblaðið/Eggert
Etanólarinn Stefáns var keyptur
í gegnum smáauglýsingavefinn
bland.is og hafði verið notaður
einu sinni fyrir sprenginguna.
Fyrir réttum fjórum árum
benti Brunamálastofnun á eld-
hættu af slíkum örnum ef ekki
væri rétt með þá farið. Fyrir um
tveimur árum varð slys á veit-
ingastaðnum Austur þar sem
starfsmaður brann illa á hendi
og handlegg þegar eldur bloss-
aði upp í etanóleldstæði.
Brann illa
við eldstæði
VARASAMIR ARNAR
Í því samkomulagi sem íslenska ríkið,
Reykjavíkurborg og Icelandair Gro-
up skrifuðu undir á föstudag er hvatt
til þess að aðilar fylgi eftir auglýstu
deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir
stækkun alþjóðlegu flugstjórn-
armiðstöðvarinnar í Vatnsmýri.
Umsókn Isavia um stækkun á mið-
stöðinni er sem stendur til umfjöll-
unar í borgarráði Reykjavíkur en
verkefnið felur í sér 2.600 fermetra
stækkun á núverandi húsnæði, sem
er rúmlega 3.100 fermetrar að stærð.
Áætlaður kostnaður við verkefnið
nemur tæpum milljarði króna og
greiða notendur þjónustunnar, fyrst
og fremst flugfélög á Norður-
Atlantshafi, stærstan hluta hans.
Friðþór Eydal, talsmaður Isavia,
segir samkomulagið milli ríkis og
borgar fagnaðarefni, enda sé framtíð
miðstöðvarinnar nú tryggð. Hann
bendir jafnframt á að starfsemi flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar sé „algjör-
lega óháð“ staðsetningu Reykjavík-
urflugvallar. kij@mbl.is
Samkomulagið
„fagnaðarefni“
Enn til umfjöllunar í borgarráði
Morgunblaðið/Árni Sæberg