Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þróunin hefur verið svo hröð að
þegar litið er yfir markaðinn í dag
má sjá greinilegan mun á frammi-
stöðu þeirra sem náðu að fanga
krafta samfélagsmiðlanna, og hinna
sem komu ekki auga á þau tækifæri
sem samfélagsmiðarnir bjóða upp á.
Þetta segir Oliver Luckett og gefur
sem dæmi kosningabaráttu Besta
flokksins í síðustu borgarstjórnar-
kosningum. „Flokkurinn vann stór-
sigur í kosningunum og byggði það
nær alfarið á réttri notkun sam-
félagsmiðla. Flokkurinn var langt
frá því að vera eins vel fjármagn-
aður og andstæðingarnir en náði að
koma skilaboðunum áleiðis í gegn-
um miðla eins og Facebook.“
Luckett er fyrirlesari á ráðstefn-
unni You Are in Control (www.yo-
uareincontrol.is) sem fram fer í Bíó
Paradís dagana 28 til 30. október.
Luckett er meðstofnandi fyrirtæk-
isins theAudience sem sérhæfir sig
m.a. í að hjálpa stórstjörnum banda-
ríska skemmtanageirans að ná há-
marksávinningi út úr samfélags-
miðlum.
Hagkvæmt og hnitmiðað
Að sögn Luckett eru samfélags-
miðlar sterkasta tækið sem fólk og
fyrirtæki hafa til að ná til almenn-
ings. Kostir samfélagsmiðlanna fel-
ist ekki síst í því að ef rétt er að
málum staðið má þar ná með mjög
hnitmiðuðum og um leið hagkvæm-
um hætti til rétta hópsins. „Það er
eðli hefðbundnu miðlanna; sjón-
varps, útvarps og dagblaða, að þar
fer mikið af auglýsingafjármagninu
til spillis. Ef ég t.d. auglýsi vöru
ætlaða konum í sjónvarpi þá eru
karlmenn helmingurinn af þeim
áhorfendum sem ég er að borga fyr-
ir að ná til. Í öðrum tilvikum er
markhópurinn hreinlega ekki að
nota gömlu miðlana: að auglýsa
unglingamynd í dagblaði er ekki lík-
legt til að skila árangri því að unga
fólki er að nota allt aðra miðla.“
En umfram allt bjóða samfélags-
miðlarnir upp á að ná allt öðrum og
nánari tengslum við almenning. Þar
reynir á að kunna nokkur einföld
undirstöðuatriði til að virkja eigin-
leika þessara miðla og ná að koma
skilaboðunum sem víðast. Luckett
ætlar í erindi sínu að deila sjö
reglum sem varða leiðina að árang-
ursríkum herferðum á samfélags-
miðlum. Hann segir að það hjálpi að
líta á samfélagsmiðlaheiminn eins
og lífveru:
Nærast á innihaldi
„Verður t.d að muna að sam-
félagsmiðlar nærast á „innihaldi“ (e.
content). Það þarf stöðugt að skaffa
nýtt efni og innihald til að halda
hlutunum á lífi,“ segir hann. „Sam-
félagsmiðlar eru lika tilfinningalegir
miðlar. Auglýsingar í fjölmiðlum
eru oft upplýsingamiðaðar og ef
þær eru yfirfærðar beint yfir á sam-
félagsmiðil þá virka þær ekki, því
tilfinningalega þáttinn vantar. Sam-
félagsmiðlar eru líka eins og lífræn
kerfi að því leyti að þeir losa sig
hratt við úrgang. Fyrirtæki eða
frumkvöðull sem sendir aðeins frá
sér óáhugavert efni og fær ekki
„læk“ og „deilingar“ verður fljótt
undir í stöðugum upplýsinga-
straumnum og hættir að birtast í
sjónsviði fólks. Slæm markaðssetn-
ing kallar fram slæm viðbrögð á
augabragði.“
Samfélagsmiðlarnir eru lykillinn
Rekur fyrirtæki í Kaliforníu sem aðstoðar stórstjörnurnar við að gjörnýta möguleika samfélagsmiðlanna
Heldur erindi um þau lögmál sem hafa þarf í huga til að ná árangri með þessu nýja markaðstæki
Morgunblaðið/Golli
Eiginleikar „Það er eðli hefðbundnu miðlanna; sjónvarps, útvarps og dagblaða, að þar fer mikið af auglýsinga-
fjármagninu til spillis. Ef ég t.d. auglýsi vöru ætlaða konum í sjónvarpi þá eru karlmenn helmingurinn af þeim
áhorfendum sem ég er að borga fyrir að ná til,“ segir Oliver Luckett sérfræðingur í samfélagsmiðlum.
Með undirstöðuatriðin á hreinu
segir Oliver Luckett að jafnt stór-
ir sem smáir eigi að geta virkjað
krafta samfélagsmiðlanna. Það
sé yfirleitt ekki fyrr en komið er
út í þungavigtardeildina að fer að
verða aðkallandi að fá að borðinu
sérhæfðan ráðgjafa sem þekkir
eiginleika samfélagsmiðlanna út
og inn. Hann segir samfélags-
miðlaheiminn á stöðugri hreyf-
ingu og lögmálin sem þar gilda
geta breyst frá einum degi til
annars og með mjög djúpa þekk-
ingu á þessum heimi sé hægt að
ná enn meiri árangri.
„Gott er að taka dæmi af Face-
book og hvernig sú síða gefur
færslum mismikið vægi. Ef þú
sem notandi ert kannski með
500 manna vinahóp sem inni-
heldur ættingja, kunningja, fyr-
irtæki og dægurstjörnur er
straumurinn af færslum svo mik-
ill að Facebook byrjar að stýra
því hvað þú sérð. Síðan gefur
hverri færslu ákveðna „vigt“ eftir
flóknum reiknireglum þar sem
t.d. hvert „læk“ eða „deiling“
eykur vigtina og gerir færsluna
sýnilegri,“ segir hann.
„Það er hægt að borga fyrir
þennan sýnileika, með því að
greiða Facebook fyrir að birta
færsluna hjá öllum vinum, eða
það er hægt að gera virkilega vel
heppnuð skilaboð sem dreifa sér
sjálf. Það getur jafnvel skipt máli
á hvaða formi skilaboðin eru
höfð, og hafa rannsóknir okkar
t.d. leitt í ljós að myndband sem
birt er með Facebook-spilaranum
fær fimmtán sinnum meiri sýni-
leika en myndbönd sem tengd
eru inn á Facebook af YouTube.“
Öll brögðin
í bókinni
FÆRSLUR SEM DREIFA SÉR
Næststærsti lánveitandi Kína, China
Construction Bank (CCB) sá hagnað
á síðasta fjórðungi aukast um 9,4% í
takt við væntingar markaðsgrein-
enda. CCB er fyrstur kínverskra
banka til að birta rekstrartölur
fjórðungsins en von er á tölum frá
ICBC, næststærsta banka heims að
markaðsvirði, og frá öðrum kín-
verskum lykilbönkum 30. október.
Aukinn hagnaður CCB er einkum
rakinn til aukinna tekna af lánveit-
ingum og þjónustugjöldum. Námu
tekjurnar á þriðja ársfjórðungi 56,8
milljörðum yuan, jafnvirði 9,3 millj-
arða dala eða ríflega 1.100 millj-
arða króna. Fréttaveita Bloomberg
bendir á að bankinn byrjaði í ágúst
að beina lánum í auknum mæli til
smárra lántakenda en slík lán bjóða
upp á hærri álagningu en lán til
stærri og stöndugri aðila.
Það að hagnaður bankans skuli
hafa verið í samræmi við spár kann
að hvetja til aukinnar bjartsýni á
tölurnar sem vænta má 30. október
en Deutsche Bank hefur áætlað að
hagnaður kínversku bankanna níu
mælist 11% hærri á þriðja ársfjórð-
ungi. ai@mbl.is
Hagnaður hjá CCB
í samræmi við spár
AFP
Risi CCB er mikilvægur lánveitandi í Kína. Mannlífsmynd frá Beijing.