Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Alicante
á næsta ári
komið í sölu
Nú er tækifæri til að bregðast
skjótt við og næla sér sæti
á frábærum kjörum!
Netverð frá kr. 25.900
Flugsæti á mann aðra leiðina með
sköttum.
frá kr. 25.900
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Guðmundur Vignir Óskarsson, verk-
efnastjóri á umhverfis- og skipu-
lagssviði Reykjavíkurborgar, segir
enga spurningu um það að veggja-
krot hafi aukist upp á síðkastið.
„Eftir hrun dró mjög úr fjár-
magni til hreinsunarstarfs en eðli
veggjakrots er þannig að ef það fær
að þróast óáreitt þá vill það magnast
og því er mikilvægt að vinna jöfnum
höndum gegn því.
Reykjavíkurborg hefur kappkost-
að að halda sínum eignum hreinum
en síðan eru einkaeignir og álags-
svæði sem hafa farið jafnt og þétt úr
böndunum,“ segir Guðmundur.
Árið 2012 var um 24 milljónum
króna varið í hreinsun á veggjakroti
en til samanburðar má geta þess að
árið 2008 nam upphæðin um 156
milljónum króna. Guðmundur telur
líklegt að upphæðin í ár verði undir
24 milljónum. „Í ár hefur heldur
verið dregið saman miðað við árið í
fyrra. Farsælasta leiðin til þess að
komast af með sem lægstan kostnað
er að vinna skipulega og heildstætt
að verkefninu. Loks þarf að gera
greinarmun á veggjakroti og vegg-
list og það er umræða um það að
varpa þurfi betur ljósi á hvar þessi
mörk liggja.
Það hefur orðið aukning á vegg-
list í borginni með velþóknun borg-
ara enda er hún leyfisskyld en
veggjakrot á ekkert skylt við t.d.
myndverk á húsum og það er mik-
ilvægt að halda veggjakroti í skefj-
um,“ segir Guðmundur.
Getum lært af öðrum
Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, segir veggjakrot vera al-
þjóðlegt vandamál og að víða um
heim sé farið í átak gegn því. „Það
hefur hins vegar lítið farið fyrir
slíku átaki hér í Reykjavík und-
anfarin ár. Kaupmannahöfn og
Helsinki eru borgir sem staðið hafa
vel að málum og við getum lært mik-
ið af þeim í þessum málum.
Þrennt er talið skila árangri í
þessari baráttu; að mála strax yfir
veggjakrot en rannsóknir sýna að
krotvargar gefast fljótt upp á að
krota þar sem málað er strax yfir.
Svo þarf að leggja áherslu á for-
varnarstarf og jákvæðan áróður
gegn veggjakroti í samvinnu við
skóla, íþróttafélög og aðra aðila sem
sinna æskulýðsstarfi. Loks skal
leggja vinnu í að finna afkastamestu
krotvargana og láta þá sæta ábyrgð,
t.d. með greiðslu skaðabóta en
reynslan sýnir að stærstan hluta
krotsins má rekja til fárra ein-
staklinga.
Stundum er því haldið fram að
borgaryfirvöld eigi ekki að beita sér
gegn veggjakroti því það sé listræn
tjáning einstaklinga en staðreyndin
er sú að veggjakrot er sett á eignir í
óþökk eigenda og er því um eigna-
spjöll að ræða og ber að taka á þess-
um málum þannig,“ segir Kjartan.
Veggjakrot far-
ið jafnt og þétt
úr böndunum
Mikið skorið niður í framlögum
borgarinnar til hreinsunarstarfs
Morgunblaðið/Golli
Krot Veggjakrot er víða vandamál.
Guðmundur Vignir
Óskarsson
Kjartan
Magnússon
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Illugi Gunnarsson menntamálaráð-
herra íhugar það alvarlega að af-
nema skerðingar á auglýsingum hjá
Ríkisútvarpinu (RÚV) en lækka
þess í stað framlag ríkissjóðs til
stofnunarinnar um 215 milljónir
króna. Að sögn Páls Magnússonar
útvarpsstjóra myndi það þýða að enn
vantaði 100 milljónir upp á að sú
ákvörðun ráðherrans að skila RÚV
ekki útvarpsgjaldinu að fullu yrði
bætt. Það sé þó betra en ekkert.
Illugi segir að með þeim lögum
sem samþykkt voru um RÚV í vor
hafi möguleikar þess til að afla sér
auglýsingatekna verið skertir. „Í
staðinn átti að koma 715 milljóna
króna hækkun á framlagi frá ríkinu,
sem síðan var fært niður í 215 millj-
ónir í fjárlagafrumvarpi,“ segir
hann í samtali við mbl.is. „Ég mun
leggja það fyrir þingið að þeir fjár-
munir verði dregnir til baka, en lög-
um um RÚV breytt þannig að það
hafi þá aftur tækifæri til að afla sér
þessara tekna sjálft á markaði. Ég
vil frekar nota þessa peninga í til
dæmis menntakerfið,“ segir hann.
Páll Magnússon segir það vera of
snemmt fyrir sig að lýsa skoðun
sinni á þessum áformum. Enn eigi
hann eftir að sjá útfærslu á þeim.
Í gildandi lögum frá því í vor var
gert ráð fyrir að frá næstu áramót-
um rynni útvarpsgjaldið óskert til
stofnunarinnar en á móti tæki hún á
sig skerðingu á kostunar- og auglýs-
ingatekjum upp á 400 milljónir, að
sögn Páls. „Staðan er þannig að gert
er ráð fyrir að útvarpsgjaldið skili
rúmlega 3,9 milljörðum en þar af fari
500 milljónir ekki til RÚV, heldur í
aðrar þarfir ríkissjóðs,“ bendir hann
jafnframt á.
„Ef þessi skerðing sem
fyrirhuguð er á kostunar-
og auglýsingatekjum Rík-
isútvarpsins verður öll
tekin til baka, þá vantar
enn 100 milljónir upp á að
bætt sé sú ákvörðun að
skila RÚV ekki út-
varpsgjaldinu að
fullu. Það er þó
auðvitað betra
en ekkert.“
Morgunblaðið/Ernir
RÚV Um áramót eiga að óbreyttu að taka gildi ákvæði laga um RÚV sem hámarka til dæmis lengd auglýsingatíma.
Enn myndi vanta
100 milljónir upp á
Vill rýmka auglýsingatíma og lækka framlag ríkissjóðs
„Mér finnst það fráleit hug-
mynd,“ segir Ari Edwald, for-
stjóri 365 miðla, aðspurður
hvernig honum lítist á áform
menntamálaráðherra um að
rýmka auglýsingaheimildir
RÚV. „Mér þykir það með ólík-
indum að Illugi Gunnarsson
ætli að reisa sér þann minn-
isvarða í stjórnmálum að slá
skjaldborg um sukkið á Rík-
isútvarpinu.“
Hann segir að tekin hafi ver-
ið tiltölulega lítil skref í rétta
átt þegar auglýsingaheimild-
irnar voru skertar með laga-
breytingu síðasta vor. Því
séu það vonbrigði að
menntamálaráðherra ætli
að rýmka heimildarnar að
nýju. „Af hverju ætti RÚV
ekki að geta tekist á við
tekjulækkanir eins
og til dæmis
Landspít-
alinn?“
„Fráleit
hugmynd“
FORSTJÓRI 365 ÓSÁTTUR
Illugi
Gunnarsson
Páll
Magnússon
Ma Kai, varaforsætisráðherra
Kína, fundaði með Sigmundi Davíð
Gunnlaugssyni forsætisráðherra og
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís-
lands, í heimsókn sinni á Íslandi um
helgina.
Sigmundur tók á móti Ma Kai í
Þjóðmenningarhúsinu á laugardag-
inn en morguninn eftir hitti Ma Kai
Ólaf á Bessastöðum. Á fundinum
með forsetanum var meðal annars
rætt um vaxandi samvinnu Íslands
og Kína um nýtingu jarðhita og
rannsóknir á bráðnun íss og jökla á
norðurslóðum og á Himalajasvæð-
inu. Ma Kai fer af landi brott í dag.
kij@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ma Kai Varaforsætisráðherra Kína skrifar
í gestabókina í Þjóðmenningarhúsinu.
Ma Kai sótti Ísland
heim um helgina
„Því ber að fagna hve vel lögreglan
sinnir þessum málum núna. Bæði er
búið að dæma í vændiskaupamálum
og auk þess er verið að fylgja eftir
vísbendingum sem fyrir liggja um
mögulegt vændi á þessum kampa-
vínsstöðum,“ segir Guðrún Jónsdótt-
ir, talskona Stígamóta, í kjölfar þess
að fimm voru um helgina úrskurð-
aðir í gæsluvarðhald í tengslum við
rannsókn lögreglunnar um ætlaða
sölu og milligöngu vændis af hálfu
forsvarsmanns og starfsmanna
kampavínsklúbbsins Strawberries í
miðbæ Reykjavíkur.
Fram kemur í tilkynningu frá lög-
reglunni að ásamt handtökunum hafi
einnig verið gerðar húsleitir á öðrum
stöðum sem taldir eru tengjast eig-
anda staðarins. Eins var staðurinn
innsiglaður og honum lokað. „Í að-
gerðum lögreglu voru fjórir starfs-
menn handteknir og jafnframt eig-
andi staðarins. Þá voru þrír
einstaklingar handteknir grunaðir
um kaup á vændi,“ segir m.a. í til-
kynningu frá lögreglunni.
vidar@mbl.is
Fimm í gæsluvarð-
hald í vændismáli
Fagnar aðgerðum lögreglunnar
Morgunblaðið/Golli
Strawberries Fimm í varðhald.
Ari Edwald