Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
www.falkinn.is
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
Raftæknivörur
Mótorvarrofar
og spólurofar
Það borgar sig að nota það besta!
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
3
1
.3
0
1
Skynjarar Töfluskápar
Hraðabreytar Öryggisliðar
Aflrofar Iðntölvur
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Stjórnvöld í Sýrlandi hafa skilað inn áætlun um
eyðingu efnavopna á réttum tíma að sögn tals-
manna alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar
OPCW.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti
ályktun um eyðingu efnavopna og tækja til
framleiðslu efnavopna í Sýrlandi eftir að tutt-
ugu og einn einstaklingur lét lífið í efnavopnaá-
rás í úthverfi Damaskus fyrr á þessu ári. Ah-
met Uzumcu, framkvæmdastjóri OPCW, sagði
fyrr í þessum mánuði að Sýrlandsstjórn hefði
lagt fram nýjar upplýsingar varðandi efnavop-
nabúr sitt, þ.e. viðauka við þær upplýsingar
sem ríkisstjórnin veitti í upphafi.
Fyrr í þessum mánuði sendi OPWC sveit eft-
irlitsmanna í annað sinn til Sýrlands í þeim til-
gangi að framkvæma aðgerðir til eyðingar
efnavopna sem sýrlensk stjórnvöld búa yfir.
Efnavopnaeftirlitsmönnum hefur því verið
fjölgað í Sýrlandi í október. Sýrlendingar tóku
fyrstu skrefin í haust að aðild að samningi um
bann við þróun, framleiðslu og söfnun efna-
vopna.
AFP
Efnavopn Stjórnvöld í Sýrlandi hafa staðið við
samninga sína um áætlanir og eyðingu efna-
vopna landsins sem gerðir voru í haust.
Skila áætlun um efnavopnaeyðingu
Fleiri efnavopnaeftirlitsmenn sendir til Sýrlands
Bandarísk yfirvöld hafa hlerað far-
síma Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands, frá árinu 2002 að sögn
þýska vikublaðsins Der Spiegel.
Blaðið segist hafa séð leyniskjöl frá
NSA, Þjóðaröryggisstofnun Banda-
ríkjanna, þar sem kemur fram, að
sögn blaðsins, að sími Merkel hefur
verið hleraður allt frá árinu 2002 eða
áður en hún varð kanslari Þýska-
lands. Málið hefur vakið mikla reiði í
Þýskalandi og nú hefur þýska blaðið
Bild am Sonntag greint frá því að
það hafi heimildir fyrir því að Bar-
ack Obama, forseti Bandaríkjanna,
hafi verið upplýstur um að banda-
ríska Þjóðaröryggisstofnunin hafi
hlerað síma Merkel.
Bild am Sonntag hefur í dag eftir
heimildarmönnum innan bandarísku
leyniþjónustunnar að Keith Alex-
ander, forstjóri Þjóðaröryggisstofn-
unar Bandaríkjanna (NSA), hafi
upplýst Obama um hleranirnar fyrir
þremur árum. „Obama stöðvaði ekki
aðgerðina heldur lét hana halda
áfram,“ hefur dagblaðið eftir hátt-
settum starfsmanni NSA. Þjóðarör-
yggisstofnunin (NSA) neitaði því í
gær að Obama hefði haft vitneskju
um hlerun á síma Merkel.
Yfirmaður þýsku leyniþjónust-
unnar hefur verið sendur til Banda-
ríkjanna þar sem hann mun fara
fram á að fá afhent gögn sem tengj-
ast símhlerununum.
Þá hefur blaðið Frankfurter
Allgemeine Sonntagszeitung greint
frá því að Obama hafi tjáð Merkel,
þegar hún hringdi í hann sl. mið-
vikudag, að hann hafi ekki vitað að
síminn hennar væri hleraður. Þá
kemur einnig fram að Obama hafi
sagt Merkel að hefði hann vitað af
hlerunum bandarískra stjórnvalda
hefði hann stöðvað þær strax.
Hlerun Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hefur hlerað síma kansl-
ara Þýskalands í ellefu ár og málið hefur vakið mikla reiði í Þýskalandi.
Hleruðu síma
Merkel í 11 ár
Obama hafi ekki vitað af hlerununum
AFP
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sprengjur sem komið var fyrir í
kyrrstæðum bifreiðum við fjölfarn-
ar götur í Bagdad, höfuðborg
Íraks, urðu a.m.k. 56 manns að
bana þegar þær sprungu í gær.
Hryðjuverkaárásin virðist hafa ver-
ið þaulskipulögð en sprengjurnar
sprungu með nokkuð jöfnu millibili
á um hálftíma. Flestar sprengjurn-
ar sprungu í hverfum sjía-múslíma.
Þá sprengdi sjálfsvígssprengju-
maður sig í loft upp í borginni Mo-
sul í norðurhluta Íraks, skammt frá
banka þar sem nokkrir hermenn
stóðu í röð. Alls létust 12 í árásinni.
Ofbeldis- og hryðjuverk hafa
ekki verið meiri í Írak frá árinu
2008 en mikil spenna er enn í land-
inu á milli hópa sjía-múslima og
súnníta-múslima. Að sögn Samein-
uðu þjóðanna hafa mörg hundruð
manns fallið í ofbeldis- og hryðju-
verkum það sem af er október en í
septembermánuði féllu um þúsund
manns og vel yfir tvö þúsund særð-
ust í Írak.
Súnní-múslimar eru í miklum
meirihluta í norðurhluta Íraks en
sjía-múslimar eru ráðandi í suður-
hluta landsins
Ofbeldi Bílsprengjur sprengdar í
Bagdad, höfuðborg Íraks.
Tugir hafa fallið í
sprengjuárásum í Írak
AFP
Búist er við
miklu óveðri á
Englandi og
Wales en breska
veðurstofan hef-
ur gefið út við-
vörun vegna
væntanlegs
óveðurs.
Íbúar á
stórum svæðum, bæði á Englandi
og Wales, hafa verið beðnir að
halda sig inni við. Þá er búist við
því að rafmagnstruflanir verði
vegna veðursins og vegna mikillar
úrkomu er hætta á að ár flæði yfir
bakka sína.
BRETLAND
Óveður á Englandi