Morgunblaðið - 28.10.2013, Side 13

Morgunblaðið - 28.10.2013, Side 13
Vík er þorp í Mýrdalshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar hefur verið verslun frá síðari hluta 19. aldar og hóf þorpið að myndast í framhaldi af því. Þarna er fjölskrúðugt fuglalíf og svæðið er kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Helstu atvinnu- vegir eru verslun og þjónusta. Í Vík búa um 280 manns MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013 Opið í verslun okkar Virka daga: 10-18 Laugardaga: 10-14 Sunnudaga: Lokað Kjarval Vík Heima er best Við þjónum Suðurlandinu Mótasmíði Allt á fullu hjá duglegum mönnum en þeir ætla sér að steypa stöpla brúarinnar nú í nóvember. virki. Slíkt þarfnaðist hins vegar langs undirbúnings, auk þess sem tryggja þurfti fjármögnun. Allt gekk þetta eftir og nú í byrjun hausts var hafist handa. Nýja brautin verður um 300 metra löng og 10 metra breið. Stöplarnir eru sex; tveir landstólpar og fjórir úti í fljótinu. Þessa dagana er verið að steypa undirstöður þeirra – en brúin er reist á þurru landi og er 300 metrum austar en sú sem nú stendur. Því fylgir að farvegur árinnar er færður til og vegna þess reistar rásir og varnargarðar og hafa starfsmenn verktakafyrirtækisins Þjótanda á Hellu það verk með höndum. Gerð nýrra vega, sem eru alls 2,2 km, sem fylgir brúarsmíðinni, er í höndum Framrásar hf. í Vík sem er undirverktaki Eyktar. Til þess að setja stærðir í brúarsmíðinni í samhengi má nefna að í hana fara alls 2.400 rúmmetrar af steypu, það er hrærur úr alls 300 tunnufullum steypubílum. Þar af er áætlað að alls 1.600 rúmmetra þurfi í brúargólfið sjálft. Og steypan kemur frá Steypustöðinni hf. sem nýlega opnaði starfsstöð í Vík sem koma mun sér vel fyrir byggingastarfsemi á svæðinu. Brúin nýja er tveimur metrum hærri en sú sem fyrir var, en hana bókstaflega skolaði út þegar flóðbylgja skall á. Tók hönnum brúarinnar nú mið af því og er henni því ætla að standast mikið álag. Unnið fram að kvöldmat Guðbjartur Hafsteinsson hefur starfað hjá Eykt um árabil, en mál hafa eigi að síður atvikast svo að þetta er fyrsta brúin sem hann stjórnar smíði á. „Karlarnir hjá mér hafa sumir smíðað allmargar brýr. Og þetta eru menn sem láta sér ekkert fyrir brjósti brenna þótt dag- urinn sé langur, en hér byrjum við klukkan hálfátta á morgnana og vinnum fram að kvöldmat.“ sbs@mbl.is Guðbjartur Hafsteinsson Ljósmynd/Þráinn Sigurðsson Flugsýn Mynd sem Þráinn tók úr vængjaflugi. Víkin fyrir fótum hans. brekkur eru í um 20° gráðu halla og í bókum leiðsögumanna er sagt að engar brekkur á íslenskum vegi séu jafn brattar. „Fyrstu hugmyndir mínar voru þær að í þessu yfirgefna húsi á fjallinu yrði til dæmis hljóðver fyrir tónlistarmenn sem vildu taka upp músík í óvenjulegu umhverfi. Sá þó fljótt að sú áætlun gengi ekki upp og horfi núna meira til afmarkaðra þátta ferðaþjónust- unnar,“ segir Þráinn. Af fjallinu er einstök sýn; í vestri eru það Pétursey, Eyja- fjallajökull og Vestmannaeyjar og í austri strandlengjan, Hjörleifs- höfði og í móðu sést djarfa fyrir Hvannadalshnúki. Og sé gengið fram á brún fjallsins eru Reyn- isdrangar fyrir fótum.„Svo er í húsinu salur sem er um 100 fer- metrar að flatarmáli sem gæti fengið eitthvert skemmtilegt hlut- verk,“ segir Þráinn sem með Æsu konu sinni sótti nýlega námskeið í svifvængjaflugi. Þau heilluðust af sportinu og það ýtir undir áhug- ann að aðstæður til slíks flugs við Reynisfjall eru frábærar. Þarf þá ekki annað en fá vind undir vængi og svífa svo fram af fjallsbrúninni þar sem uppstreymið grípur flug- menn og lyftir upp í hæstu hæðir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Samgöngur Vegurinn upp á Reynisfjall er bæði brattur og hrikalegur. þurfa að koma efni til okkar senda það í gegnum sérstaka gátt á netinu og sé tölvusamband öruggt og gott skiptir staðsetning engu máli. Þetta fer afar vel sam- an við starfsemi okkar hér og skapar nærri tvö starf og það munar um slíkt á sex manna vinnustað í litlu þorpi úti á landi,“ segir Anna Birna. Auglýsingum í Lögbirtinga- blaðinu fjölgaði talsvert fyrst eft- ir efnahrunshrunið, að sögn Önnu Birnu. Í eftirleik þess og uppgjöri hafa ótal mörg uppgjörsmál kom- ið til kasta stjórnvalda og lög- manna, svo sem gjaldþrot, inn- kallanir, greiðsluaðlaganir og svo mætti áfram telja. Og allt þetta þarf að auglýsa formlega. „Þetta auglýsingamagn hefur haldist, hvað sem gerist þegar lengra líður frá hruni,“ segir Anna Birna sem með sínu fólki hefur fleiri járn í eldinum. Má þar nefna að á sýsluskrifstofunni í Vík í Mýrdal er fært bókahald fyrir fjórar sendiskrifstofur Ís- lands, það er í Vín í Austurríki, Tókýó í Japan og Ottawa í Kan- ada og skrifstofu Íslands hjá Nato í Brussel. sbs@mbl.is Eins og aðrir fjölmiðlar, ef það hugtak á við um blaðið sem hér er umfjöllunarefni, þá end- urspeglar Lögbirtingablaðið sam- félagið á líðandi stundu. Í blaðinu, sem komið hefur út í 105 ár, eru tilkynningar um allt milli himins og jarðar sem tengist lög- formlegum gjörningum. Þarna má nefna auglýsingar um nauð- ungarsölur, greiðsluaðlögun, happdrættisstarfsemi, ný fyr- irtæki, breytingar á skipulagi sveitarfélaga, mat á umhverfis- áhrifum, tilkynningar um ýmsar leyfisveitingar og svo framvegis. Sýslumenn tóku við verkefnum Dagleg verkefni sýslumanna, sem eru í hverju lögsagnaremb- ætti landsins, eru fjölbreytt. Þeir eru t.d. innheimtumenn ríkis- sjóðs, eru með umboð Trygg- ingastofnunar ríkisins og Sjúkra- trygginga Íslands, gera upp dánarbú, gefa út vottorð, annast hjónavígslur og fleira. Litlu emb- ættin úti á landi sum hver og starfsfmenn þeirra hafa svo ýmis sérverkefni með höndum. „Við tókum við útgáfu Lögbirt- ingablaðsins árið 2007, en þá var ákveðið í dómsmálaráðuneytinu að fela sýslumönnum umsjón ákveðinna verkefna sem áður höfðu verið afgreidd þar innan- húss,“ segir Anna Birna Þráins- dóttir sýslumaður. „Í Stykkis- hólmi er farið yfir myndir úr eftirlitsmyndavélum lögreglu og sektir vegna hraðaksturs skrif- aðar út, í Bolungarvík er lagt á vanrækslugjald vegna bifreiða sem ekki eru færðar til skoðunar á réttum tíma, Hólmavík sinnir málum skjalaþýðenda, Sauðár- krókur sér um málefni sjálfseign- arstofnana, bætur til þolenda af- brota eru afgreiddar á Siglufirði og hér í Vík erum með Lögbirt- ingablaðið og sjáum um leyf- isveitingar vegna útfararstofa.“ Ellefu fá prentað blað Lögbirtingablaðið kom lengst af út í prentuðu formi en nú er áhersla lögð á rafræna útgáfu. Í þeirri mynd kemur blaðið út dag- lega en tvisvar í viku á prent- vænu PDF-skjali. Rafrænir áskrifendur eru um 3.000, en þeir sem fá prentuðu útgáfuna í pósti eru ekki nema ellefu. „Þeir sem Lögbirtingablaðið er 105 ára og gefið út í Vík í Mýrdal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Lögbirting Anna Birna Þráinsdóttir sýslumaður og Guðrún Hildur Kol- beins sem er ritstjórnarfulltrúi á skrifstofunni að sýsla í útgáfu blaðsins. Daglegt og rafrænt  Næsta umfjöllunarefni 100 daga hringferðar Morgunblaðs- ins er Skógar. Á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.