Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hrúturinn ætti að koma miklu í verk í dag því hann er til í að vinna heimavinnuna sína. Hæfileiki þinn til að breyta viðhorfum þínum getur skapað þér ný tækifæri. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri að- stöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Skilgreining sambands er að breytast til þess að búa til pláss fyrir dýpri ást. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert í skapi til að skreppa í bæ- inn og skoða gjafir handa öðrum. Aðrir reyna að eigna sér það sem þú hefur skapað. Hentu þér í málefni sem varða tryggingar, reikninga og skuldir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þurfirðu að spyrja af hverju þú situr alltaf í súpunni, skaltu íhuga framgöngu þíns sjálfs. Haltu í trygga vini og geymdu þá í innsta hring, þar sem þeir eiga heima. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar og það á ekki hvað síst við um tíma- mót eins og þau sem nú eru að ganga í garð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst erfitt að skipta tímanum á milli heimilis og vinnu en þarft engu að kvíða því þú hefur nóg þrek fyrir hvorutveggja. Reyndu að haga seglum eftir vindi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samræður við foreldra eru þýðing- armiklar í dag. Leyfðu sköpunargáfunni að njóta sín. Viljirðu sjálf/ur njóta sannmælis ættu aðrir að njóta þess líka. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur fundið leið til að elska þá sem hafa gert þér rangt til. Sum svörin liggja í augum uppi, en önnur þarftu að finna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu ekki tímann líða svo að þú gerir ekki eitthvað skemmtilegt á hverjum degi. Svo ef þú þarft að hressa þig við, skaltu hugleiða smávegis. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt eiga alvarlegar en upp- byggilegar samræður við foreldra þína eða maka þinn í dag. En haltu þig á jákvæðu nót- unum. Skynjun manns skiptir greinilega öllu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú elskar stórmenni og snilld- arhugmyndir. Horfðu ekki framhjá þeim erf- iðleikum sem koma upp því þú verður að taka þá með í reikninginn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Skipun að ofan krefst þess besta frá þér, og þú gefur þeim allt sem þú átt til og slærð í gegn. Bíddu með það í nokkra daga. Philip Vogler skrifaði mérskemmtilegt bréf á föstudag, sem á erindi við fleiri: „Við morgunsund í þægilegu hitaveituvatni um daginn fór ég að hugsa um orð sem ríma við hita. Eitt var fita en það leiddi til þess að ég samdi eftirfarandi: Feitum manni er færra unnt, hann flinkur ei við hast. Kemst þó gegnum þykkt og þunnt ef þrýst er nógu fast. Rétt þegar vísan varð til kom frekar feitur maður að lauginni og meira aða segja heilsaði mér þegar ég steig upp úr. Hann hefur gaman af stökum en ég skammaðist mín og þorði ekki að segja honum vísuna þótt ég hefði alls ekki samið hana með hann í huga. Á leið heim ákvað ég til mótvægis að semja níð um magran mann: Kólnar mögrum manni fljótt, mjótt hans fitulag. Mætti öðlast meiri þrótt: matast allan dag.“ Bréfinu lýkur með því, að Philip sýndi hinum, þéttvaxna manni báð- ar vísurnar og var hann hinn ánægðasti með þær, svo að nú fáum við fleiri að njóta þeirra. Á samræmda prófinu í íslensku fyrir 10. bekk grunnskóla, var kvæðið Mótið eftir Heiðrek Guð- mundsson og hefur valdið deilum, hvernig það var lagt fyrir nem- endur. Þær leiði ég hjá mér en sé ástæðu til að birta kvæðið í Vísna- horni. Lesendur geta þá gengið úr skugga um, að það er vel kveðið og vel valið til úrlausnar fyrir 15-16 ára unglinga og þess vegna til eft- irbreytni eftirleiðis. Á milli þeirra liggur land sem lykur ægir blár. En traustum böndum tengja þau og töfra – sömu þrár. Svo mætast þau á miðri leið um milda sumarnótt. Þá hefur löngun logaheit um langa vegu sótt. Þau setjast niður hlið við hlið. En hverju sætir það, að kringum hrannast þögnin þung og þrengir hjörtum að? Þau höfðu í anda áður reist sér yfir hafið brú. En það er margfalt meira djúp á milli þeirra nú. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Vaxtarlag karla og breytileiki mannlífsins Í klípu „ÞETTA ER FRÁ YFIRSTJÓRNINNI. VIÐ EIGUM AÐ SKERA MEIRA NIÐUR Í YFIR- BYGGINGU OG ÚTLÖGÐUM KOSTNAÐI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BRÓÐIR HANS OG FRÆNDI FENGU TÓLF ÁRA DÓM FYRIR VOPNAÐ RÁN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sigla á móti straumnum. MÓTMÆLIÐ LÖG- REGLU- KÚGUN JÓN SAGÐIST HAFA MIKLAR FRÉTTIR AÐ FÆRA. SAMA ER MÉR. SJÁÐU! NÝR MAGNARI! KANNSKI EKKI ALVEG SAMA. HVERJUM YKKAR FINNST ÍTALSKUR MATUR GÓÐUR? MÉR SÝNIST AÐ VIÐ ÆTLUM AÐ RÁÐAST INN Í ÍTALÍU! GOTT. Ef Víkverji hefði látið æskudraum-inn rætast, og lært kvikmynda- töku, væri hann nú að vinna að heim- ildarmynd með spennuívafi. Hún héti „Baráttan um hraunið“ og fjallaði um átökin í Gálgahrauni. Í kjölfarið myndi svo koma út skáldsagan „Garðahraun“, byggð á atburðunum, og því næst Hollywoodmyndin „Leave My Lava Alone“ í leikstjórn Baltasars Kormáks. Það segir sig sjálft að Mark Wahlberg færi með aðalhlutverkið, Reyni Ingibjartsson, formann Hraunavina. Það fer svo ekki hver sem er í fötin hans Ómars Ragnarssonar, en helst dettur Víkverja í hug að Robin Willi- ams gæti gert því hlutverki góð skil. Það myndi vissulega útheimta tölu- verðan rakstur. Þá eru bara eftir hlutverk Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur og Gunnars Einarssonar bæj- arstjóra. Ef til vill gætu Julia Ro- berts og Richard Gere leitt saman hesta sína í þriðja sinn? x x x Að mati Víkverja yrði þó að poppasöguþráðinn töluvert upp, til að Hollywood liti við honum. 16 ára deil- ur um legu vegar í gegnum Geirs- hraun eru svosem ekki leiðinlegt um- fjöllunarefni, en við það þarf að bætast ástarsaga, andhetja sem sannar sig að lokum og auðvitað byssuhasar og bílaeltingarleikur (hann gæti meira að segja verið um Gunnarshraunið sjálft). x x x Víkverja dettur ekki í hug að geralítið úr deilunum um Gráhraun. Eftir því sem hann kemst næst er óhjákvæmilegt að leggja nýjan veg út á Álftanes, en hann skilur mætavel að fólki sé sárt að sjá hann fara um Gilshraun. Víkverji hefur sjálfur ferðast mikið um íslenskt hraun, en þó ekki um Gjáhraunið í Garðabæ. Hann treystir því hins vegar að það sé allra hrauna fegurst og mest, fyrst svo margir eru tilbúnir að leggja svo mikið á sig til að vernda það. Og það ætti að vekja athygli Hollywood. x x x Víkverji hefur bara eina spurninguað lokum: Hvað heitir þetta hraun aftur? víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátt- urinn.“ (Daníel 2, 20.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.