Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Svanhildur Eiríksdóttir
svei@simnet.is
ÍReykjanesbæ hefur umnokkurt skeið verið unniðað því að brúa bilið millikynslóða og hafa slík sam-
félagsverkefni vakið athygli og
fengið viðurkenningar. Eitt af
þessum verkefnum er heimsókn
eldri borgara í grunnskóla bæjar-
ins sem aðstoða nemendur við
námið og þá aðallega lestur. Slík
verkefni er að finna í öllum grunn-
skólunum sex í bænum. Víða eru
þátttakendurnir kallaðir lestrar-
ömmur eða lestrarafar, lestrar-
þjálfarar eða lestrarvinir, eins og í
Myllubakkaskóla sem blaðamaður
heimsótti í vikunni. Þeir hafa bæði
hjálpað börnum við að stíga fyrstu
skrefin í lestrinum sem og að-
stoðað börn sem þurfa á þjálfun
að halda vegna lestrarörðugleika.
Brýnt þótti að veita slíka aðstoð í
skólunum, þar sem aðstæður
heimafyrir eru misjafnar. Gylfi
Jón Gylfason, framkvæmdastjóri
fræðslusviðs Reykjanesbæjar,
sagði í samtali við blaðamann að
grunnhugmynd verkefnisins væri
sótt í hið alkunna máltæki „Það
þarf heilt þorp til að ala upp
barn“.
Margt hefur breyst
Í Myllubakkaskóla eru nú
starfandi fjórir lestrarvinir og ver-
ið er að vinna í því að finna þann
fimmta. Ingibjörg Haraldsdóttir
var í þjálfun þennan dag og sagði
að sér litist vel á verkefnið, þó
hún gæti lítið tjáð sig um það
svona á fyrsta degi. „Ég hef ekki
reynslu af skólamálum eins og
þær hér, aðra en þá að hafa að-
Lestrarvinir aðstoða
börn við lestur og þjálfa
„Það er gaman að lesa fyrir lestrarvini. Við tölum um orðin og spjöllum stundum
um bækurnar.“ Um þetta voru Dagur Gísli Antonsson og Nicole Júlía Pieczy-
kokska, nemendur í öðrum bekk í Myllubakkaskóla, sammála en þau voru að lesa
fyrir tvo lestrarvini þegar blaðamann bar að garði.
Notalegt Þau spjalla stundum um bækurnar. Dagur Gísli var að ljúka við
lestur hjá Ingibjörgu og fékk að velja sér límmiða í skráningarbókina.
Fjórir lestrarvinir Nicole les fyrir Sigurbjörgu. Hjá henni sitja Elsa Lilja og
Óla Björk og til hliðar er Ingibjörg, sem var í þjálfun þennan dag.
Fjölmargir hafa áhuga á íslensku út-
gáfu orðaspilsins Scrabble, eða
skrafls eins og það hefur verið kallað.
Að mati margra jafnast fátt á við það
að mynda orð á okkar ástkæra og yl-
hýra máli úr tilviljanakenndu stafa-
rugli. Þó svo að tengja megi margar
ánægjustundir við skraflið er senni-
lega óhætt að fullyrða að það hafi oft
vakið deilur um hvaða orð teljast rétt
og hvaða orð ekki. Ýmis álitamál
koma því upp við þetta spil og til er
býsna góður vettvangur fyrir heim-
spekilegar vangaveltur um orðasmíð
og leikreglur skraflsins. Skraflfélag
Íslands var stofnað á Facebook
snemma á árinu. Félagið deilir áhuga-
verðum orðagátum og geta meðlimir
sett inn myndir af fögrum borðum úr
leiknum til að gleðja aðra unnendur.
Fyrsta Íslandsmótið í skrafli verður
haldið í nóvember og er allar nánari
upplýsingar að finna á síðunni.
Vefsíðan www.facebook.com/skraflfelag-Islands
EPA/ANDY RAIN
Orðaleikur Vettvangur fyrir unnendur skraflsins er nauðsynlegur, enda koma
oft upp álitamál í leiknum. Skraflfélag Íslands heldur úti áhugaverðri síðu.
Áhugafólk um skrafl sameinast
Sellufundur aldraðra og öryrkja verð-
ur haldinn í dag klukkan 13.15 í Borg-
artúni 22 á annarri hæð til vinstri.
Þar verður rætt um hvort mál- og
tjáningarfrelsi sé á Íslandi og mun
lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð-
inu vera sérstakur gestur auk lög-
fræðings ÖBÍ og réttargæslumanns
fatlaðs fólks í Reykjavík. Almenn um-
ræða verður um réttarstöðu borgara
til að koma saman á almennings-
stöðum og láta skoðun sína í ljós.
Sérstaklega verður rætt um nýleg at-
vik þar sem lögregla hefur þurft að
handtaka eldri borgara vegna mót-
mæla. Allir eru velkomnir á fundinn.
Endilega …
… mætið á
sellufund
Morgunblaðið/Golli
Lögreglumál Tjáningarfrelsi rætt.
Fimm daga hátíð í tilefni tónlistar-
hátíðarinnar Iceland Airwaves verður
haldin á KEX hosteli við Skúlagötu
dagana 30. október til 3. nóvember.
Fjöldi tónlistarmanna mun flytja tón-
list þar og er aðgangur ókeypis á
meðan húsrúm leyfir.
Þeir sem ekki komast að geta horft
á beina útsendingu á veraldar-
vefnum, nánar tiltekið á síðunni
www.kexp.org.
Viðburðum er dreift yfir daginn og
hefjast þeir klukkan 13 og síðustu
tónleikar kvöldsins hefjast klukkan
20:30. Þetta á við um alla daga þess-
arar fimm daga hátíðar. Einvalalið
tónlistarfólks kemur fram á hátíð-
inni, til dæmis má nefna að fyrsta
daginn verða Emilíana Torrini, Sam-
úel Jón Samúelsson og Valdemar á
meðal flytjenda.
Fleiri stór nöfn verða á þessari há-
tíð og má þar nefna John Grant, Pét-
ur Ben., Bloodgroup, Múm og Bernd-
sen. Auk tónlistarflutnings býður
Kexland upp á ýmiss konar ævin-
týraferðir fyrir ferðalanga sem vilja
skoða landið örlítið í leiðinni.
Stórstjörnur á KEX
Fjölbreytt og ókeypis dagskrá í
tilefni Airwaveshátíðarinnar
Morgunblaðið/Golli
Gestir Emilíana Torrini er á meðal þeirra sem flytja munu tónlist á KEX.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.