Morgunblaðið - 28.10.2013, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kópavogs-bær birtiá dög-
unum yfirlit yfir
rekstur bæjarins
og fjárhags-
áætlun næsta
árs. Fjárhagsáætlunin ger-
ir ráð fyrir að fasteigna-
skattur á íbúðarhúsnæði
lækki á næsta ári, en hann
var einnig lækkaður í ár frá
fyrra ári. Einnig er áform-
að að lækka vatnsskattinn
aftur og samtals sparar
þetta íbúum bæjarins al-
mennt nokkra tugi þúsunda
á ári.
Þetta eru mikilvæg skref
í rétta átt og brýnt að sveit-
arfélögin fari að feta sig frá
þeim háu sköttum og gjöld-
um sem þau hafa byggt upp
og létti álögum af íbúunum.
Um leið er brýnt að þau
fari sömu leið og Kópavog-
ur hyggst gera á næstu ár-
um. Bærinn leggur nú
áherslu á að greiða niður
skuldir og koma skulda-
hlutfallinu niður, en það er
allt of hátt í Kópavogi líkt
og hjá mörgum sveitar-
félögum.
Seltjarnarnes hefur
löngum verið til fyrir-
myndar að ýmsu leyti, en
ekki síst þegar kemur að
álögum á íbúa og svo er
enn. Þar er útsvarið, eftir
lækkun fyrir þetta ár, með
því lægsta sem þekkist á
höfuðborgarsvæðinu, eða
13,66%, og að auki eru fast-
eignagjöld hóflegri en al-
mennt þekkist. Aðeins
Garðabær er með jafnlágt
útsvar þegar litið er til höf-
uðborgarsvæðisins, en
Garðabær er annað dæmi
um sveitarfélag sem lagt
hefur áherslu á trausta
fjármálastjórn og hóflegar
álögur.
Seltirningar geta því ver-
ið sáttir við samanburðinn
við önnur sveitarfélög, en
þeir þurfa þó að fara áfram
gætilega ætli þeir að halda
þessari eftirsóknarverðu
stöðu. Sveitarfélögin söfn-
uðu ekki síst skuldum
vegna þess að þau réðust í
verkefni sem þau réðu í
raun ekki við og fjármögn-
uðu með lántöku. Morg-
unblaðið hefur á síðustu
dögum birt greinar eftir
Seltirninga sem vara við því
að ráðist verði í öll þau
verkefni á Sel-
tjarnarnesi sem
hugmyndir eru
uppi um, enda
hefðu þær fram-
kvæmdir í för
með sér aukna
skuldsetningu og fælu í sér
hættu á hærri sköttum í
framtíðinni. Sjálfsagt er að
bæjarfulltrúar þar taki
slíkar aðvaranir alvarlega
og gæti þess að færast ekki
svo mikið í fang að sækja
þurfi aukið fé til skattgreið-
enda.
Með sama hætti ættu
fulltrúar í sveitarstjórnum
um allt land að huga að því
hvernig þeir geta takmark-
að umsvif sveitarfélaganna
og forgangsraðað í þágu
brýnustu verkefnanna, þar
með talið í þágu lægri
skatta.
Ríkisstjórnin hefur á
stefnuskrá sinni að afnema
lágmarksútsvar á kjör-
tímabilinu og á aðalfundi
Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu upp-
lýsti innanríkisráðherra að
frumvarp þessa efnis væri í
undirbúningi. Við sama til-
efni upplýsti hún að einnig
væri til skoðunar að heimila
sveitarfélögum að lækka
eða fella niður fasteigna-
skatta kjósi þau að fara þá
leið.
Sveitarfélögin hafa mörg
hver komið sér í skulda-
vanda á liðnum árum og líta
nú flest svo á, í það minnsta
ef marka má útsvarshlut-
fallið, að lægri skattar séu
glatað fé.
Þetta viðhorf þarf að
breytast og liður í því gæti
verið að afnema lágmarks-
álagningu sveitarfélaga svo
að þau keppi frekar um
skattgreiðendur en nú er.
Annað sem þarf að breytast
til að slakað verði á skatt-
heimtu hjá sveitarfélög-
unum er að sveitarstjórn-
armenn sýni skatt-
greiðendum aukna tillits-
semi og að kjósendur verði
meðvitaðri um að gælu-
verkefnin sem rætt er um
fyrir kosningar koma við
pyngjuna þeirra eftir kosn-
ingar. Þess vegna þurfa
þeir að sýna sveitarstjórn-
armönnum aðhald þegar
kemur að skattheimtu, ekki
síður en í öðrum málaflokk-
um.
Sveitarstjórnir
þurfa að taka
aukið tillit til
skattgreiðenda}
Skattar og skuldir
sveitarfélaganna
C
eline Dion greindi frá því í viðtali
við Opruh Winfrey fyrir nokkrum
árum að henni, René og börn-
unum þeirra þremur hefði leiðst
svo að þurfa að taka sér ferð á
hendur til að fara í vatnsleikjagarða að þau
hefðu ákveðið að byggja sinn eigin í heimreið-
inni. Úr urðu tvær sundlaugar, brýr, renni-
brautir, tréhús úti í miðri laug og sérlega falleg
„á“ sem rétt silast áfram á grasflötinni.
Þegar hún sýndi höllina í þætti Winfrey fékk
hún yfir sig svívirðingar, þvílíkt gort, ekki að
spyrja að derringnum. Winfrey lyfti varla brún
enda á hún alltaf jafnflott dót og stjörnurnar og
yfirleitt flottara. Þannig var Dion þarna í þætt-
inum að hitta fyrir ömmu sína og ofjarl í herra-
setrum og einkagörðum.
Heimili Winfrey eru nærri tíu og af handa-
hófi má nefna að í einum garðinum er kon-
unglegt tehús með bleiku rósabeði allt um kring en þær
rósir voru sérstaklega búnar til og ræktaðar upp fyrir Op-
hruh og tók það garðyrkjumann hennar um fimm ár að
ljúka því starfi. Það er ómögulegt að tefla þessu saman án
þess að Dion sitji uppi með að eiga Hótel Örk.
En hingað er kominn maður sem hvorki Dion né Win-
frey eiga roð í og er umfjöllunarefni helgarblaðanna úti en
það er Nicolas Cage. Leikarinn á nefnilega hauskúpu. Af
risaeðlu. 67 milljóna ára gamla. Allar moldríkar aðalendur
heimsins hljóta að mygla þegar Cage dregur hauskúpuna
fram í samkvæmum. Trúlega er þetta eitt besta partíat-
riðið í Hollywood. Það kurrar þó í einhverjum
núna. Í ljós hefur komið að hauskúpan er þýfi.
Á sínum tíma, árið 2007, var hauskúpan góð
viðbót í steingervingasafn Cage. Og af þeim
sem öfunduðu hann af forndýrinu var Leon-
ardo DiCaprio trúlega sá reiðasti. Á uppboð-
inu í Kaliforníu var hann á hinni línunni í
þeirri von að yfirbjóða félaga sinn en á end-
anum fékk Cage hana á 31 milljón íslenskra
króna.
Hún er þó ekkert svo ógurlega dýr – flest
hús og flugvélar í Hollywood kosta margfalt á
við það, 74 fermetra íbúð í Vesturbænum
kostar 32 milljónir. Þó má geta þess að tveim-
ur árum eftir þessi kaup stefndi Cage fjár-
málastjóra sínum fyrir auma ráðgjöf, svona al-
mennt. Slæm fjármálaráðgjöf eða ekki, hann á
samt hauskúpu af forndýri.
Fjölmiðlar ytra velta því fyrir sér hvernig
Cage líði. Hvort honum bregði við þær fréttir að hauskúp-
unni hafi verið rænt úr Gobi-eyðimörkinni í Kína og
smyglað til Bandaríkjanna. Kannski þekkti hann þessa
kínversku forsögu. Kannski ekki. Gullin okkar eiga mörg
hver svipaða sögu – fortíð þeirra er gruggug, kínversk,
mongólsk, kambódísk. Við vitum kannski að 250 sauma-
konur féllu í yfirlið af vannæringu við saumavélarnar í
Kambódíu þegar þær saumuðu jólakjólinn á okkur,
kannski ekki. Þeim 5.000 króna kjól fylgja samt miklu
fleiri móralskar spurningar en kúpu falinni í bananagámi,
rennibrautum og rósabeðum. julia@mbl.is
Júlía Margrét
Alexanders-
dóttir
Pistill
Rennibraut, tehús, kúpa og kjóll
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Borgarráð veitti fyrr í mán-uðinum staðfestingu sínasem eigandi á samþykktstjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) vegna fyrirhug-
aðrar tengingar Hellisheiðarvirkj-
unar við borholur í Hverahlíð.
Fulltrúar meirihlutans og Sjálf-
stæðisflokks greiddu atkvæði með
staðfestingunni, en Sóley Tóm-
asdóttir, fulltrúi VG í borgarráði,
greiddi atkvæði á móti.
Sóley lagði fram bókun af því til-
efni, þar sem hún benti á að „[t]eng-
ing borholanna í Hverahlíð við Hellis-
heiðarvirkjun er skammtímalausn
sem tekur ekki á hinum raunverulega
vanda sem alltof miklar væntingar til
afkastagetu á svæðinu hafa skapað,“
eins og segir í bókuninni
„Ef við höldum áfram óbreyttri
nýtingu á núverandi vinnslusvæði og
ef ekkert verður að gert þá yrðu bara
nokkur ár þangað til við verðum búin
með það svæði sem við erum núna að
nýta í Hellisheiðarvirkjun,“ sagði Sól-
ey.
Undrast Besta flokkinn
„Niðurdrátturinn er um 4% á ári
samkvæmt gögnum frá OR. Það seg-
ir sig sjálft að það tæki ekki mjög
mörg ár að klára nýtingarsvæðið. Ef
við ætlum að halda áfram að nýta
svæðið með sama ágenga hættinum
og við höfum verið að gera, þá mun-
um við á endanum klára orkuna á
Hellisheiði, því nýting háhitavarmans
er í eðli sínu ágeng. Ef fólk ætlar í
skynsamlega nýtingu verður að
draga úr framleiðslu í Hellisheið-
arvirkjun.“ Sóley undrast hvernig
fulltrúar meirihlutans kusu í þessu
máli. „Ég er furðu lostin yfir að Besti
flokkurinn skuli ekki standa með
náttúruverndarsjónarmiðum sínum í
þessu máli. Allt sem þau hafa talað
fyrir bendir til að þau vilji það. Mér
finnst þau ekki átta sig á því að þau
eru í kjöraðstæðum til að breyta, til
þess að vinda ofan af stóriðjustefn-
unni. Til þess þarf samt rosalegan
kjark.“
„Þetta er auðvitað mjög flókið,
að hluta til af því að við vitum ekki allt
um jarðfræðina á þessu svæði. Þess
vegna höfum við legið yfir þessu í
sumar,“ sagði Dagur B. Eggertsson,
formaður borgarráðs. „Að bestu
manna yfirsýn og okkar fólks í stjórn
OR sem hefur mikla sérþekkingu á
þessu sviði, þá er þetta besti kost-
urinn í stöðunni, og við samþykktum
það að þeirra tillögu.“
Fullnægjandi til framleiðslu
Eiríkur Hjálmarsson, upplýs-
ingafulltrúi OR, sagði óþarfa að hafa
áhyggjur af því að vinnsla á svæðinu
myndi ganga of nærri því.
Eiríkur segir OR gera ráð fyrir
að tenging þeirra hola sem nú eru í
Hverahlíð sé fullnægjandi til að við-
halda framleiðslugetu Hellisheið-
arvirkjunar. „Hugsanlega er hægt að
byggja þar meira upp í framtíðinni,
en menn verða að taka þetta í smærri
skrefum en gert hefur verið síðasta
áratuginn,“ sagði hann.
„Þeir jarðvísindamenn sem hafa
farið yfir þessar áætlanir meta það
þannig að þetta sé það klókasta í
stöðunni til að viðhalda vinnslugetu
virkjunarinnar. Aðgerðin er einmitt
til að koma í veg fyrir að of mikið sé
tekið upp úr þessu svæði sem gert
var ráð fyrir í kringum virkjunina,“
sagði Eiríkur.
Hann segir Hellisheiðarvirkjun
þurfa stærra upptektarsvæði en áður
var gert ráð fyrir til að finna jafnvægi
milli afkastagetu virkjunarinnar og
jarðhitasvæðisins. „Svæðið er of lít-
ið eins og er. Við gerum ekki ráð
fyrir því að jafnvægið sé lægra
þegar við lítum á þetta svæði í
heild.“
Hverahlíðin tengd
Hellisheiðarvirkjun
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gufustrókar Jarðhitasvæðið kringum Hellisheiðarvirkjun hefur ekki skil-
að jafnmikilli orku og vonir stóðu til. Gufa verður leidd í hana úr Hverahlíð.
Í umsögn fjármálastjóra Reykja-
víkurborgar segir að sú tenging
sem OR hyggst koma á milli hol-
anna í Hverahlíð og Hellisheið-
arvirkjunar muni kosta rúma 2,3
milljarða króna. Í erindi OR
kemur fram að fyrirtækið hafi
metið fjóra kosti, að bregðast
ekki við, fjölga borholum við
Hellisheiðarvirkjun, nýta Grá-
hnúkasvæðið til orkuöflunar
eða fara þá leið sem nú er til
skoðunar, að tengja tilbúnar
holur í Hverahlíð við Hellisheið-
arvirkjun.
Í umsögninni kemur enn
fremur fram að framkvæmdin,
sem kosta muni 1,5 milljörðum
meira en holurnar sjálfar, rúm-
ist samt sem áður innan „Plans-
ins“ sem OR og
eigendur henn-
ar starfa
eftir.
Tenging fyrir
milljarða
HELLISHEIÐARVIRKJUN