Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 3
267. tölublað 101. árgangur
KLÆÐI OG SKÆÐI
ÍSLENSKRA
STÓRSTJARNA
KOM MEÐ
HOLLYWOOD
TIL ÍSLANDS
SKOPPA OG
SKRÍTLA Í
JÓLASKAPI
SUNNUDAGUR JÓLALEIKRIT 62KEFLAVÍK 32
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Ekki er hægt að ganga frá nauða-
samningum hjúkrunarheimilisins
Eirar fyrr en búið er að leysa úr
ágreiningi um veðsetningu íbúð-
anna. Þetta segir Sigríður Kristins-
dóttir hrl. hjá Acta lögmannsstofu.
Stjórnendur Eirar þinglýstu lánum
á íbúðir við Fróðengi og Hlaðhamra
án þess að leita eftir heimild til veð-
setningar hjá sýslumanni.
Sigríður fer með mál tveggja ein-
staklinga sem eiga kröfur á Eir. Þeir
unnu í vor dómsmál gegn Eir og er
hjúkrunarheimilinu gert að greiða
annars vegar tæplega 21 milljón og
hins vegar 29 milljónir ásamt drátt-
arvöxtum. Eir er hins vegar í
greiðslustöðvun og á meðan fæst
þessi krafa ekki greidd.
Sigríður hefur einnig krafist þess
að sýslumaður afmái veðskuldabréf
á öryggisíbúðir Eirar við Hlaðhamra
í Mosfellsbæ og við Fróðengi í Graf-
arvogi úr þinglýsingarbók. Sam-
kvæmt lögum getur sjálfseignar-
stofnun, sem er ekki í atvinnu-
rekstri, veðsett eignir, ef fyrir liggur
skýr heimild sýslumannsins á Sauð-
árkróki. Þessarar heimildar var hins
vegar ekki alltaf aflað. »20
Truflar nauðasamninga
Eir sótti ekki alltaf um leyfi til veðsetningar til sýslumanns
Morgunblaðið/Ómar
Eir Skuldamálin eru í ólestri.
Eftir markalaust jafntefli gegn Króatíu á Laugar-
dalsvellinum í gærkvöldi á íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu áfram raunhæfa möguleika á að kom-
ast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Brasilíu
næsta sumar.
Íslenska liðið stóðst þunga sókn Króatanna nær
allan síðari hálfleikinn eftir að Ólafur Ingi Skúlason
fékk rauða spjaldið þegar aðeins 50 mínútur voru
liðnar af leiknum. Áður hafði liðið misst sinn helsta
markaskorara, Kolbein Sigþórsson, meiddan af
velli. Manni færri vörðust íslensku leikmennirnir af
miklum krafti til leiksloka.
Liðin mætast aftur á Maksimir-leikvanginum í
Zagreb á þriðjudagskvöldið og þá ráðast úrslitin
um hvor þjóðin kemst á HM í Brasilíu. » Íþróttir
Morgunblaðið/Eggert
Draumurinn um HM lifir
Markalaust jafntefli Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum
Morgunblaðið/Golli
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það var farið almennt yfir gang mála hjá
sérfræðingahópnum um höfuðstólslækkun
verðtryggðra lána og tímaáætlun þeirrar
vinnu. Staðan er mjög góð. Vinnan gengur
vel og það er ljóst
að allar áætlanir
munu standast. Það
er gaman að geta
greint frá því,“
sagði Sigmundur
Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráð-
herra í tilefni um-
ræðna um skulda-
málin á fundi
ríkisstjórnarinnar í
gær.
Sigmundur Davíð
segir engar hindr-
anir í vegi fyrir því
að hægt verði að
greina frá aðgerð-
unum fyrir lok mánaðarins. Spurður hvort
efnt verði til sérstaks blaðamannafundar,
þar sem aðgerðirnar verði skýrðar, sem og
hugsanlegar afleiðingar þeirra, sagði for-
sætisráðherra allar líkur á því.
Ítrekuðu að áætlanir stæðust
Forsætisráðherra segir ráðherranefnd
um skuldavandann hafa farið reglulega yfir
málið og að markmiðið með umræðunum í
gær hafi fyrst og fremst verið að ítreka að
tímarammi þessa helsta kosningaloforðs
ríkisstjórnarinnar muni halda. „Það er búið
að fara vel í gegnum ólíkar sviðsmyndir.
Forsendurnar eru því nokkuð klárar. Ég sé
engar hindranir sem ættu að geta tafið för,“
segir Sigmundur Davíð, sem vill að öðru
leyti ekki ræða útfærslurnar á þessu stigi.
Sigurður Hannesson, formaður sérfræð-
ingahópsins, sagði vinnuna ganga mjög vel
og að henni myndi ljúka fyrir nóvemberlok.
Skulda-
málin að
leysast
Forsætisráðherra
sér engar hindranir
Sjóður leið-
rétti verð-
tryggð lán
» Sérfræð-
ingahópurinn
hefur metið
kosti þess að
stofnsetja leið-
réttingasjóð.
» Fé úr honum
myndi renna til
skuldara.
Margir miðar seldust í gærkvöldi
í ferðir á seinni umspilsleik Íslend-
inga og Króata sem fram fer í Zag-
reb næstkomandi þriðjudag. Ice-
landair var með það til athugunar
að bæta þriðju vélinni við.
Icelandair fer með tvær vélar,
annars vegar í þriggja daga ferð
með landsliðinu og hins vegar í
einnar nætur ferð. Fyrir leikinn
voru 40 sæti laus í seinni ferðinni
en þau seldust upp strax eftir leik,
að sögn Lúðvíks Arnarsonar, for-
stöðumanns hjá íþróttadeild Vita.
Enn voru laus sæti lengri ferðina
en eftirspurn mikil í báðar ferð-
irnar.
Sama var uppi á teningnum hjá
íþróttadeild Úrvals-Útsýnar sem er
að selja í ferð á landsleikinn með
Wow air. Opið var hjá fyrirtækinu
í gærkvöldi og áfram í dag. »6
Stefnir í fjóra flug-
farma til Króatíu
Leikurinn Stemningin var spennuþrungin
á Ölveri er fjölmenni horfði á leikinn í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýlegar rann-
sóknir sýna að ís-
lenska kúskelin
Hafrún var orðin
507 ára gömul
þegar hún náðist
á hafsbotni við
Grímsey sumarið
2006. Hafrún er
elsta lífvera sem
fundist hefur á
lífi. Hún hefur
verið kölluð elsta lífvera jarð-
arinnar og skráð í heimsmetabæk-
ur. Skelin fékk nafnið Hafrún,
vegna þess að hún skráði sögu hafs-
ins. Hafrún klaktist árið 1499 og
hóf þá lífsgöngu sína. »12
Kúskelin Hafrún
náði 507 ára aldri
Kúskel Hafrún
náðist við Grímsey.
Umsvif í kringum ferðaþjónustu
virðast hafa orðið til þess að draga
úr fólksfækkun í þeim bæjum á
landsbyggðinni sem njóta ferða-
mannstraums. Ferðamannatímabilið
er á hinn bóginn of stutt til að stöðva
fólksfækkun og víða heyrast raddir
um að til þess að ferðaþjónustan
teljist „alvöru atvinnugrein“ verði að
lengja ferðamannatímabilið.
Þetta er niðurstaða athugunar
sem Hjalti Jóhannesson, landfræð-
ingur hjá Rannsókna- og þróun-
armiðstöðinni á Akureyri, hefur gert
en hann fjallaði um málefnið á haust-
þingi Félags
landfræðinga í
gær.
Blómstrandi
ferðaþjónusta
stuðli auk þess að
aukinni þjónustu
og menningar-
starfsemi og bæti
bæjarbraginn.
Það væru t.d.
tæpast tveir
pöbbar í Bakkagerði, á Borgarfirði
eystra, ef ekki væri fyrir ferðamenn-
ina. »24
Fjölgun ferðamanna
hægir á fólksfækkun
Ferðamenn
við Gullfoss.