Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 34
KEFLAVÍK
DAGA
HRINGFERÐ
34
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Flugfreyju- og flugþjónsstarfið eru
meðal eftirsóttustu starfa landsins,
a.m.k. ef eitthvað er að marka þann
mikla fjölda sem jafnan sækir um
þegar þessi störf eru auglýst. Flug-
akademía Keilis á Ásbrú í Reykja-
nesbæ býður upp á nám í flugþjón-
ustu, sem er skipulagt samkvæmt
evrópskum stöðlum og útskrifaðir
flugþjónustunemar frá Keili starfa
nú hjá flugfélögum bæði hér á landi
og víða um heim.
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins litu inn í kennslu-
stund í náminu, það sækja nú á
milli 10 og 15 nemendur og það
stendur yfir í átta vikur.
„Þetta er í mjög föstu formi,“
segir Bryndís Blöndal, kennari og
flugfreyja hjá Icelandair, sem hef-
ur kennt við námsbrautina frá upp-
hafi námsins árið 2008. „Evrópska
flugmálastjórnin gefur út reglugerð
um hvernig standa skuli að grunn-
þjálfun flugfreyja og -þjóna. Það
sem við erum að gera hér er að
fara nákvæmlega eftir þessari
reglugerð og uppfylla þessar kröf-
ur. Þegar nemendur ljúka námi hér
fá þeir skírteini sem gildir í þeim
löndum sem heyra undir evrópsku
flugmálastjórnina.“
Ungar konur í meirihluta
Að sögn Bryndísar er flug-
þjónustunámið hjá Keili sambæri-
legt þeim námskeiðum sem verð-
andi flugþjónustufólk situr á vegum
flugfélaganna áður en það hefur
störf. „Hjá flugfélögunum þarf
þjálfun á einstakar flugvélateg-
undir, en grunnurinn er eins hjá
öllum. Flugfélög geta sparað sér
þjálfunarkostnað með því að taka
inn fólk sem er búið að verða sér
úti um þennan grunn. T.d. hefur
Icelandair tekið þetta nám fullgilt
og þeir sem eru með það hafa ein-
ungis þurft að fara í þessa stuttu
þjálfun sem lýtur að sérstöku verk-
lagi hjá flugfélögunum eða flug-
vélategundunum.“
Inni í skólastofunni eru ein-
ungis ungar konur. Spurð að því
hvort karlar sæki ekki í námið seg-
ir Bryndís þá vera í miklum minni-
hluta, en nokkrir hafi þó útskrifast
úr því. Í gegnum tíðina hafi flestir
nemendanna verið ungar konur
Hver eru inntökuskilyrðin í
námið? „Viðkomandi verður að
vera orðin/n 18 ára og hafa gott
vald á talaðri og ritaðri ensku. Allt
kennsluefnið er á ensku og allar
handbækur allra flugfélaga eru
sömuleiðis á ensku.“
Jákvæðni og sveigjanleiki
Alla jafna sækja mörg hundr-
uð manns um þegar flugþjón-
ustustörf eru auglýst hér á landi.
Hvers vegna heldurðu að starfið sé
svona eftirsótt? „Ég held að það sé
t.d. vegna ævintýraþrár sem blund-
ar í fólki,“ segir Bryndís. Verðið
þið, sem kennið á námskeiðinu,
eitthvað vör við ranghugmyndir um
starfið? „Já, sumir halda að þetta
sé ákaflega mikið „glamúrstarf“.
En ég held að fæstir velji sér starf-
ið af þeirri ástæðu, heldur vegna
þess að þeir hafa gaman af að um-
gangast fólk og vera á ferðinni.“
Hvernig á góð flugfreyja að
vera? „Mjög jákvæð, sveigjanleg og
þolinmóð því það er ýmislegt sem
kemur upp á í starfinu. Það eru
engir tveir dagar eins og maður
þarf að vera viðbúinn öllu.“
Breytt viðhorf til flugdólga
Í þessari kennslustund var
verið að leiða verðandi flugfreyjur
Sumir halda
að þetta sé
„glamúrstarf“
Hjá Flugakademíu Keilis
er boðið upp á flugþjónustunám
Í flugþjónstunámi í Keili Frá vinstri: Ásta Lilja, Margrét og Arndís.
Í gulu vesti Í flugþjónustunáminu
er kennt á ýmis öryggistæki.
Sumir töluðu um Hollywood-skilti
þegar skilti með nafni Reykjanes-
bæjar var sett upp á Vogastapa árið
2004. Stafirnir í skiltinu eru úr
stáli, um tveir og hálfur metri á
hæð. Skiltið er því hátt í 30 metrar
á lengd og blasir við þeim sem leið
eiga um Reykjanesbrautina í átt að
Reykjanesbæ, jafnt á nóttu sem
degi, enda er það vel upplýst.
Skiltið stendur á 38 metra
löngum hlöðnum grjótvegg og var
smíðað í Vélsmiðju Ásmundar Sig-
urðssonar í Njarðvík. Þegar það var
í vinnslu var fjallað um það á síðum
Morgunblaðsins. Viðar Már Aðal-
steinsson, sem þá var framkvæmda-
stjóri umhverfis- og skipulagssviðs
bæjarins, sagði í viðtali við blaðið
að verið væri að setja upp nokkurs
konar bæjarhlið á sveitarfélaga-
mörkum Vatnsleysustrandarhrepps
og Reykjanesbæjar. „Fólk mun taka
eftir því þegar það ekur um land
Reykjanesbæjar,“ sagði Viðar í við-
talinu og sagði uppsetningu skilt-
isins lið í því að fá fólk til að líta til
bæjarins á jákvæðan hátt.
Skiltið var sett upp tíu árum eftir
að Reykjanesbær varð til við sam-
einingu þriggja sveitarfélaga á Suð-
urnesjum; Keflavíkurkaupstaðar,
Njarðvíkurkaupstaðar og Hafna-
hrepps árið 1994.
Reykjanesbær er fimmta fjöl-
mennasta sveitarfélag landsins, með
um 14.200 íbúa. Flatarmál sveitarfé-
lagsins er 144,6 km² og er það í 60.
sæti yfir landmestu sveitarfélög
landsins.
Hollywood-bragur þótti á
Reykjanesbæjarskiltinu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjanesbær Stafirnir í skiltinu eru úr stáli og eru um tveir og hálfur metri á
hæð. Þeir standa á 38 metra löngum hlöðnum grjótgarði.
Þær Arndís Anna Jakobsdóttir,
Ásta Lilja Sólveigardóttir og Mar-
grét Aðalheiður Kristófersdóttir
eru allar í flugþjónustunámi í
Flugakademíu Keilis. Þær láta vel
af náminu og segja það hafa
staðist væntingar og vel það.
Spurðar að því hvers vegna
þetta nám hafi orðið fyrir valinu
segja þær Arndís og Ásta Lilja
áhuga á ferðalögum hafa haft
sitt að segja. „Ég hef mjög gam-
an af því að vera í þjón-
ustustörfum og mig langar að
ferðast,“ segir Arndís. „Mig er
búið að langa til að verða flug-
freyja rosalega lengi. Það var
eitthvað sem heillaði mig við
þetta,“ segir Ásta Lilja.
Margrét Aðalheiður tekur í
svipaðan streng þegar hún er
spurð að því hvað hún hyggist
fyrir að náminu loknu. „Mig lang-
ar að fara til útlanda, ferðast og
vinna hjá einhverju erlendu flug-
félagi,“ segir Margrét Aðalheiður.
„Eitthvað sem
heillaði mig“
ÞÆR LÁTA VEL AF
FLUGÞJÓNUSTUNÁMINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013