Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is F élagsauður er hugtak sem fyrst var notað árið 1916 af Lyda Judson Hanifan. Hugtakið þekkja því margir en í því felast áhrif félagstengsla sem hver og einn myndar í samskiptum við aðra og í þeim geta falist verð- mæti. Verðmætin endurspeglast í já- kvæðum áhrifum á hagsæld, sam- stöðu og gagnkvæmni einstaklinga og samfélaga. Í meistaraverkefni Unu Maríu Óskarsdóttur í lýðheilsuvísindum kannaði hún hvort félagsauður mæld- ist breytilegur milli hópa og hvort finna mætti tengsl milli félagsauðs og heilsufars. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og vert að skoða þær nánar. Tenging félagsstarfs, trausts og heilsu Heilsan er sennilega með því dýrmætasta sem hver og einn á. Því hlýtur að teljast forgangsatriði að hugsa vel um heilsuna og átta sig á því hvaða þættir í umhverfinu hafa áhrif á hana. „Þeir sem taka þátt í fé- lagsstarfi, hafa áhuga á stjórnmálum og samfélagsmálum og treysta fólki meta heilsu sína betri en hinir,“ segir Una María sem í framhaldi tekur nærtækt dæmi úr daglega lífinu: „Ef þvingað andrúmsloft er á vinnustað, líður starfsfólkinu verr og í kjölfarið getur veikindadögum fjölgað og fleira í þeim dúr. Það er svo mikilvægt að vinnuveitendur láti starfsfólkið finna að það sé hluti af heildarmyndinni. Að það hafi áhrif á ákvarðanatöku upp að einhverju marki,“ segir hún. Tengsl félagsauðs og heilsu þjóðarinnar Þeir sem treysta öðrum, hafa áhuga á stjórnmálum og eru virkir í félögum segjast vera við betri heilsu en aðrir. Þetta er á meðal þess sem uppeldis- og mennt- unarfræðingurinn Una María Óskarsdóttir skrifar um í meistararitgerð sinni í lýðheilsuvísindum. Það eru tengsl á milli félagsauðs og heilsufars Íslendinga og lýðheilsa er eitt af því sem brýnt er að efla þekkingu á í þágu þjóðarinnar sjálfrar. Einelti Með minna einelti batnar lýðheilsan. Hér má sjá börn úr Vatnsenda- skóla og nágrannaleikskólum í Kópavogi í göngu gegn einelti. Morgunblaðið/Malín Brand Höfundurinn Una María Óskarsdóttir hefur kynnt niðurstöður sínar um tengsl félagsauðs við heilsufar Íslendinga í meistararitgerð sinni. Það er vel við hæfi að vekja athygli á Facebook-síðu Reykjavíkur því nú er sérstök áhersla lögð á nýtni. Nýtni- vikan hefst á morgun, sunnudag, og er markmið hennar að fá fólk til að draga úr myndun úrgangs og nýta hluti betur. Af því tilefni er haldin samkeppni á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar um best nýtta pappírinn. Hér ættu marg- ir að geta fengið útrás fyrir sköp- unargáfuna en það sem þarf að gera er að senda inn mynd af hlut sem er vel nýttur, endurunninn, endurskap- aður eða endurnýttur. Myndinni þarf að fylgja dálítill texti til útskýringar þar sem fram kemur hlutverk hlut- arins, uppruni og erindi í samkeppn- ina. Verðlaun verða í formi inneignar hjá Góða hirðinum og Rauða kross- inum, sölubás í Kolaportinu og hag- nýt verðlaun fyrir þann sem fær flest „like“ á vefsíðunni. Vefsíðan www.facebook.com/notes/reykjavíkurborg Endurnýting Bómullarflíkur sem fá síðar nýtt hlutverk í ofnum teppum. Best nýtti pappírinn Í skammdeginu getur verið af- skaplega notalegt að kveikja á kert- um, hita sér kakó og spila við ein- hvern skemmtilegan. Við erum svo heppin að eiga aragrúa af borðs- pilum á íslensku sem virkja hinar ýmsu stöðvar heilans. Spil þarf ekki að vera flókið til að vera skemmtilegt og mætti t.d. hvetja yngstu kynslóðina til að teikna slönguspil á blað og nota krónur, tappa eða baunir sem leik- muni. Púsl eru líka góð fyrir einbeit- inguna og svo eru þau líka svo fal- leg! Endilega … … spilið og púslið Morgunblaðið/G.Rúnar Nýtnivikan verður haldin ífyrsta sinn hér á landivikuna 17.-24. nóvember. Markmiðið er að draga úr myndun úrgangs og fá hinn almenna borg- ara til að hugleiða hvernig hægt sé að nýta hluti betur. Þetta er samevrópsk vika og fær fólk vonandi til að leiða hug- ann að því hvernig lengja megi líf- tíma hluta og hvernig gefa megi notuðum hlutum nýtt hlutverk í stað þess að þeir endi sem úrgang- ur. Mikilvægt er að börn læri að það er í höndum neytendanna að hafa áhrif á framboð á vörum með neyslumynstri okkar. Til dæmis með því að nota plastpoka oftar en einu sinni má leggja sitt af mörk- um til að draga úr myndun úr- gangs. Samkvæmt upplýsingum af vef Reykjavíkurborgar er talið að verðmæti matar sem hent var hér á landi árið 2008 hafi verið rúmir 3 milljarðar. Að búa til stól Á morgun, sunnudaginn 17. nóv- ember, verða haldnar tvær lista- smiðjur í Norræna húsinu. Þær eru ætlaðar börnum á aldrinum 6- 12 ára og forráðamönnum þeirra. Sú fyrri er frá klukkan 12.30 til 14 og sú seinni frá 15 til 16.30. Í listasmiðjunum munu þátttak- endur búa til stól undir hand- leiðslu Brynhildar Þorgeirsdóttur og Ínu Salóme Hallgrímsdóttur, myndlistarmanna og kennara við Myndlistaskólann í Reykjavík. Smiðjunum er ætlað að vekja börn og fullorðna til vitundar um allt það sem fellur til meðal ann- ars vegna umbúða af vörum sem fólk kaupir og neytir daglega og sýna hvernig hægt er að gefa þeim nýtt hlutverk. Bláa tunnan nýtt við sköpun Unnið verður með það fjöl- breytta úrval af pappír sem borg- arbúar flokka nú frá öðrum úr- gangi og setja í bláu tunnuna. Þar safnast pappír sem til dæmis kem- ur af mjólkurfernum, eggjabökk- um, dagblöðum, umbúðum utan af morgunkorni og fleira. Einnig verður skoðað hvernig hlutir eins og sælgætispappír, korktappar og hlutir af gosdósum geta líka reynst tilvalinn efniviður til sköpunar. Þátttaka í smiðjunum er áhuga- sömum að kostnaðarlausu en Reykjavíkurborg, Sorpa og Nor- ræna húsið kosta verkefnið. Listasmiðjur í Norræna húsinu fyrir 6-12 ára börn Nýtnivikan 17.-24. nóvember Ljósmynd/Reykjavíkurborg Nýting Það ætti ekki að vera mikill vandi fyrir klóka krakka að búa til stól. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ALHLIÐA HREINSIEFNI með ilmi. Verð 499 kr. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 23 27 www.rekstrarland.is EXTRA STERKUR ALHREINSIR á erfiða bletti. Verð frá 979 kr. Gæðin skipta máli Í Rekstrarlandi finnurðu mikið úrval af vistvænum og vottuðum vörum. SALERNISPAPPÍR 8 rúllur í pakka, umhverfisvottaður, húðofnæmisprófaður, eyðir lykt, stíflar ekki lagnir. Verð 738 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.