Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 33
Keflavík stendur við samnefnda vík og er stærsti byggðar- kjarninn í sveitarfélaginu Reykjanesbæ, sem varð til árið 1994 þegar Keflavík sameinaðist Hafnahreppi og Njarðvíkurkaup- stað. Talið er að verslun hafi hafist í Keflavík í upphafi 16. aldar og þaðan hefur ávallt verið mikið útræði. Íbúar í Keflavík og Njarðvík eru samanlagt rúmlega 14.100. Þar er stærsti flugvöllur landsinsLjósmynd/MatsWibe Lund „Þegar ég sá hana fyrst hélt ég að stelpa hefði átt hana,“ segir Sigrún. „Rúnar sagði mér að þetta hefði verið hans eign, hann hefði notað þetta og mamma hans hefði saumað þetta á hann.“ Á safninu eru fleiri föt frá Rúnari, t.d. svart- og hvítköflóttur jakki frá árdögum Hljóma og blár blómamynstraður satínjakki. Háhælaðir skór Jóhanns Svartir skór, með a.m.k. 20 sentimetra háum hælum og ríkulega skreyttir semalíusteinum voru, að sögn Sigrúnar, í eigu Jóhanns Helgasonar þegar hann var í hljóm- sveitinni Change og fleira er þarna úr fórum Jóhanns, m.a. kögri skreyttar rúskinnsbuxur sem greinilega voru mikið notaðar, sé eitthvað að marka stagbættan aftur- endann. Hvaða gildi hefur fatnaður tón- listarfólks fyrir safn eins og ykkar? „Hann hefur mjög mikið gildi. Það er áhugavert að sjá hvernig þau klæddu sig, þau höfðu áhrif á tískuna og það var litið upp til þessa fólks,“ segir Sigrún. „Þannig að við kynnumst svolítið líka þessari sögu, hvernig tískan var og straumarnir. Safn þarf að vera raunverulegt og það er mikilvægt að halda þessu til haga.“ Frjálslegt Útsaumað rúskinnsvesti og buxur úr sama efni með kögri. Föt Rúnars Júlíussonar Kragalausa jakkanum í miðjunni skrýddist Rúnar á fyrstu árum Hljóma. Blái jakkinn og Tweety-mussan komu síðar. Bjöllukjóll og skór með semalíusteinum Tónlistarfólk klæðist gjarnan á áberandi hátt, enda hefur það mikil áhrif á strauma og stefnur í tískunni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 í starfsemi MSS er fjarnám frá Háskólanum á Akureyri, en um 120 nemendur stunda slíkt nám í gegnum MSS. „Þau koma hingað til að sækja tíma í gegnum fjar- fundabúnað og hérna taka þau prófin,“ segir Guðjónína. „Það skiptir miklu máli að geta boðið upp á háskólanám í heima- byggð.“ Allt upp í áttrætt Með þeirri fjölbreytni sem er í starfsemi MSS er möguleiki á að fylgja fólki í gegnum öll skóla- stig; frá því að stunda nám á grunnskólastigi og upp á há- skólastig. Þær Guðjónína og Anna Lóa segja hópinn sem leit- ar til MSS á ýmsum aldri. „Með- alaldurinn er 30-35 ára. En við höfum verið að fá fólk upp í átt- rætt,“ segir Guðjónína. Hugarfarsbreyting „Hér hafa margar sólskins- sögur gerst og það er gaman að fylgjast með fólki rétta úr kútn- um eftir að það byrjar í námi. Suma hefur dreymt um það lengi, en ekki haft sig út í það t.d. vegna námserfiðleika eða slæmr- ar reynslu úr grunnskóla,“ segir Anna Lóa. „Þetta svæði hefur bú- ið við lágt menntunarstig og það er gaman að sjá þessa breytingu sem hefur orðið á hugarfari; að fólk geti farið í nám á öllum aldri.“ annalilja@mbl.is Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum, MSS er öflug stofnun þar sem m.a. er boðið upp á nám á ýmsum skólastigum frá grunn- skóla og upp í háskóla, fjölbreytt námskeið, íslensku fyrir útlend- inga og ýmis konar ráðgjöf og greiningu. „Já, við erum í ýmsu,“ segir Guðjónína Sæmundsdóttir, for- stöðumaður MSS, en miðstöðin hefur verið starfrækt frá árinu 1998. „Stærsti hópurinn sem leit- ar til okkar eru þeir sem hafa minnstu menntunina, en sumt af því fullorðna fólki sem til okkar leitar hefur ekki lokið grunn- skóla, aðrir hafa ekki verið í námi lengi.“ Margir þurfa ráðgjöf Að sögn Guðjónínu leita á milli 3.000 og 4.000 til MSS á á ári hverju. Stór hluti af starfseminni er náms- og starfsráðgjöf og Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi veitir henni for- stöðu. „Markmiðið er að veita þeim ráðgjöf sem annaðhvort hafa hug á að fara í nám eða skipta um vinnu,“ segir Anna Lóa. „Ráðgjöfin er líka fyrir þá sem þarfnast persónulegrar ráð- gjafar. Aðsókn í ráðgjöfina hefur aukist mjög frá byrjun. Þá vor- um við ákaflega ánægð þegar við fengum 160 heimsóknir á ári, en núna eru þær um 2.000.“ Annar þáttur sem er viðamikill Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum eflir menntun Hér hafa margar sólskinssögur gerst Morgunblaðið/Kristinn Menntun og stuðningur Þær Guðjónína og Anna Lóa segja hugar- farsbreytingu hafa átt sér stað á Suðurnesjum varðandi menntun. því. Það myndi styrkja þessar íþróttagreinar mikið.“ Hnefaleikar voru bannaðir hér á landi áratugum saman, en banninu var aflétt í kringum aldamótin. Björn segir að af þess- um sökum hafi margir rang- hugmyndir um íþróttina og haldi að það að æfa box sé áþekkt því sem sjá megi í hnefaleikaviður- eignum í sjónvarpi. „Það sem margir vita ekki er að þetta er sérlega örugg íþrótt. Það er t.d. mjög sjaldgæft að fólk sem æfir box meiðist og ég segi stundum við fólk að box sé í 29. sæti yfir hættulegustu íþróttirnar, á eftir sundi,“ segir Björn. Viðhorfið skiptir öllu máli Hann segir miklu máli skipta í boxi, eins og í öðrum íþróttum, að vera með ábyrgan þjálfara og læra grunnatriðin. „Margir eru hálfhræddir við þessa íþróttagrein og halda að þeir þurfi að fara beint inn í hringinn á fyrstu æfingu. En númer 1, 2 og 3 er að læra grunn- tæknina og viðhorfið skiptir öllu máli. Þetta er ekkert svo ósvipað skák, maður þarf að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Þetta er svo miklu meira en að kýla.“ Æfingar Hnefaleikafélagið er með æfingaaðstöðu sína á efri hæð gömlu sundhallarinnar í Keflavík. Morgunblaðið/Kristinn Boxari Björn Snævar Björnsson, formaður Hnefaleikafélags Reykjaness, segir grunnatriðin skipta miklu máli. Skannaðu kóðann til að sjá Tweety- mussuna og margt fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.