Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Ég kynntist Júlíusi Vífli þegar hann tók við formennsku í skipulagsráði árið 2008. Ég var þá ný- byrjaður sem verk- efnastjóri hjá skipu- lags- og umhverfis- sviði og tók honum satt að segja með ákveðinni tortryggni, líkt og margt annað starfsfólk á sviðinu. Ástæðan var einföld. Starfsfólk sviðsins, sem er flest sérmenntað í skipulagsmálum eða arkitektúr, var búið að fá sig fullsatt á því fólki sem taldi sig hafa lýðræðislegt umboð til þess að hrauna yfir alla skynsemi í skipu- lagsmálum. Hroki, skammsýni og hagsmunagæsla hafði einkennt marga fulltrúa undangenginna meirihluta og því við engan að sak- ast þótt maður hafi búist við hinu versta af nýjum formanni. Annað átti strax eftir að koma í ljós, og nánast á einu augnabliki snarbreytt- ist allt andrúmsloft. Einlægur áhugi Júl- íusar Vífils á fag- mennsku í skipulags- málum og góðri byggingarlist skein í gegn, og starfsfólkið fann að álit þess skipti máli og að á það var hlustað. Ég upplifði einlægan vilja til þess að vinna þvert á póli- tískar línur með það að leiðarljósi að leita bestu lausnarinnar. Ég brosi því alltaf út í annað þegar seinni tíma spámenn hafa eignað sér slík vinnubrögð. Ég þekki Júlíus Vífil ekki af neinu öðru en að taka ákvarðanir byggðar á þeim bestu upplýsingum sem hann hefur úr að moða. Að mínu mati er Júlíus Vífill ekki einungis efni í góðan leiðtoga sem tekur réttar ákvarðanir þegar á því þarf að halda. Í mínum huga er hann einnig leiðtogi, sem býr til andrúmsloft til góðra verka og réttra ákvarðana. Sjálfur kaus ég Besta flokkinn síðast og batt við hann miklar vonir, og á vissan hátt byrjaði hann vel, því stundum sópa nýir vendir best. Mér eins og mörg- um þykir einnig vænt um Jón Gnarr og gæti jafnvel hugsað mér hann sem forseta. Ég ætla hins vegar að kjósa Júlíus Vífil til borgarstjóra næst og næst ... Eftir Örn Þór Halldórsson Örn Þór Halldórsson »Einlægur áhugi Júlíusar Vífils á fag- mennsku í skipulags- málum og góðri bygg- ingarlist skein í gegn, og starfsfólkið fann að álit þess skipti máli og að á það var hlustað. Höfundur er arkitekt og fyrrverandi starfsmaður á skipulagssviði Reykja- víkur. Lítil saga af skipulagssviði borgarinnar Lyftu þér upp! PI PA R \T BW A • SÍ A • 11 18 96 Stofnanir Skólar Heimili Fyrirtæki Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Aðgengi fyrir alla. Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-16 kost að fljúga frá Húsavík, sem býður ekki frekar en Þórs- höfn upp á flug á laugardögum, svo Ak- ureyri varð úr- slitakosturinn. Ég er svo sem ekkert óvanur því að fljúga frá Ak- ureyri og set það ekki fyrir mig og valdi flug kl. 13.30, sem hentar vel, þar sem það tekur þrjá tíma að aka frá Raufarhöfn til Ak- ureyrar. Ég var kom- inn á flugvöllinn rétt upp úr kl. 12 á hádegi, þar sem ég slóraði ekk- ert í kaffi á Húsavík, en hugði gott til glóðarinnar að eiga smá tíma með Baldvin vert á Flugkaffi og hlera aðeins pólitíkina hjá honum, enda er Baldvin einstakur maður, víðsýnn og fróður. Bílnum var lagt í langtímastæði, farangurinn skráður inn og næst var að skella sér í kaffið. Snaggaralegur maður merktur tollgæslunni gekk í veg fyrir mig og spurði: „Hvert ert þú að fara? Ég leit á hann og sá að það var ekkert spaug í gangi. „Ég ætla að fá mér kaffi hjá Baldvin,“ svaraði ég og reyndi að mjaka mér framhjá manninum, enda var ég orðinn kaffiþyrstur með endemum. „Það er beint flug,“ svaraði hann grafalvarlegur, stoltur eins og lambhrútur á grjótvegg. Áherslan, sem maðurinn lagði á beint flug var slík að ég hnaut við. „Ég er einmitt að fara í beint flug til Reykjavíkur,“ svaraði ég og áttaði mig á því að veitingasalurinn var troðfullur af fólki. Þarna sátu fleiri inni, en Fokkerinn bæri í einni ferð. „Fæ ég þá ekkert kaffi?“ spurði ég manninn. Hann ítrekaði að þegar væri beint flug þá væri engin veitingaþjónusta við innan- landsflugið. Hann fræddi mig á því að fólkið, sem var lokað þarna inni væri að bíða eftir beinu flugi til Riga, væri búið að sitja þarna inni frá því klukkan átta um morguninn og það væri þegar orðin þriggja tíma seinkun og engar upplýsingar komnar um komu vélarinnar, sem beið átekta fyrir sunnan vegna veðurs. En örlög þessa beina flugs frá Akureyri urðu þau, að farþeg- arnir voru fluttir suður til Kefla- víkur með rútum og komust þeir í loftið eftir miðnætti. Þarna rifj- uðust upp fyrir mér þeir tímar, þegar annað flugfélag flaug frá Laugardaginn 26. október sl. átti ég er- indi til Reykjavíkur, sem er varla í sögu færandi, nema hvað sú ferð situr ofurlítið í mér. Við sem búum á Raufarhöfn höfum um þrjá kosti að velja, ef við ætlum að fljúga til Reykjavíkur. Við eig- um þess kost að fljúga frá Þórshöfn, en ekkert flug er þaðan á laug- ardögum. Einnig eigum við þess Akureyri að vetri til. Í eitt skipti flaug ég frá Akureyri til London og þurfti að lenda í Keflavík á heimleið. Í annað sinn fór kven- félagið á Raufarhöfn í ferð til Kaupmannahafnar með beinu flugi frá Akureyri og lenti í heimferð- inni í Keflavík og fékk rútu norður. Eftir þá ferð hætti það flugfélag að fljúga beint flug frá Akureyri. Þetta atvik situr ofurlítið í mér, eins og ég nefndi í byrjun þessa pistils, þar sem ég hef fylgst með störfum Flugklasans, sem er leið- andi í því átaki að koma á reglu- legu millilandaflugi um Akureyr- arflugvöll. Áhersla Flugklasans er að eitt flugfélag, að minnsta kosti, sinni reglulegu flugi frá Akureyr- arflugvelli allt árið um kring. Þarna held ég að við séum að tala um hið ómögulega, einfaldlega vegna þess að það er að mínu mati ekki hægt að halda úti áreiðanlegu millilandaflugi á heils árs grund- velli frá Akureyri. Því miður. Reynslan hefur sýnt það. Það er óvirðing við farþega að keyra þá alltaf til Keflavíkur, ef veður haml- ar flugi á Akureyri, þegar annar og betri kostur er við höndina, en það er Aðaldalsflugvöllur, sem er aðeins í 55 km fjarlægð frá Ak- ureyri, þegar Vaðlaheiðargöngin eru tilbúin. Aðaldalsflugvöllur hef- ur alla kosti til að sinna millilanda- flugi. Þó svo að Akureyri sé höf- uðstaður Norðurlands þá mega menn ekki einblína á að flug þaðan sé eini kostur í stöðunni. Þoka, óhagstætt skýjafar eða vindátt of- an á þröngt aðflug verða alla tíð þess valdandi að Akureyr- arflugvöllur verður erfiður fyrir stórar flugvélar, allan ársins hring. Þess vegna tel ég að það sé brýnt að byggja upp Aðaldalsflugvöll sem fyrst og tryggja með því öruggar flugsamgöngur til Norður- lands í framtíðinni. Beint millilandaflug til Norðurlands Eftir Erling B. Thoroddsen Erlingur B Thoroddsen » Það er óvirðing við farþega að keyra þá alltaf til Keflavíkur, þegar annar og betri kostur er við höndina, sem er Aðaldalsflug- völlur. Höfundur er hótelstjóri á Raufarhöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.