Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ísland hefur verið vinsælt hjá erlendum ferða- mönnum, sem flykkst hafa til landsins eftir hrun og eldsumbrot. Áður en lagt er af stað út á land getur verið gott að skoða kort af landinu, líkt og þessir ferðamenn gerðu í Hafnarstrætinu, vel dúðaðir í vetrarkuldanum. Skoða Ísland með berum augum Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn fjölmennir í miðbæ Reykjavíkur sem fyrr Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is „Við teljum þetta vera mjög jákvætt skref og mikilvægt að hafa formleg- an samræðuvettvang á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda á hverjum tíma,“ segir Þorsteinn Víg- lundsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, um tillögu ráð- herranefndar um kjarasamninga þess efnis að komið verði á fót fasta- nefnd um samskipti ríkisins og heild- arsamtaka aðila á vinnumarkaði. Í minnisblaði ráðherranefndarinn- ar kemur fram að hlutverk fasta- nefndarinnar yrði að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti ríkisins og aðila vinnumarkaðarins og vera vett- vangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál. Þorsteinn telur það vera til góðs að formgera samstarfið með þessum hætti. „Þetta er mikilvægt innlegg í þessi breyttu vinnubrögð sem við er- um að reyna að innleiða,“ segir hann. Halda verðbólgu í skefjum Í minnisblaði ráðherranefndarinn- ar kemur einnig fram að kjara- samningar með áherslu á kaupmátt og hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnir að stuðla að efnahags- legum stöðugleika. Þá verði kjara- samningarnir að miðast við að halda verðbólgu í skefjum. Gylfi Arn- björnsson, formaður Alþýðusam- bands Íslands, telur að fastanefndin gæti komið til góðs í samningavið- ræðum. „Þetta er mikilvægt innlegg, en aðalatriðið er þó að þetta dugar ekki til.“ Hann segir minnisblaðið vera afrakstur samráðs aðila vinnu- markaðarins og ráðherranefndar- innar, sem vonandi geti leitt að sátt og lengri samningum á næsta ári. „Við erum búin að eiga samráð við stjórnvöld um þessa kjarasamninga og hvernig rammi eigi að vera utan um viðræðurnar,“ segir Gylfi. Hann segir ASÍ hafa gert ríkisstjórninni grein fyrir því að til þess að hægt verði að setjast að samningum þurfi hins vegar að veita svör við kröfum þeirra er lúta að fjárlagafrumvarpi næsta árs og skýringar á áformum og útfærslum ríkisstjórnarinnar á skattalækkunum. „Málið er nú í ákveðnum farvegi og það hefur verið vilji innan ASÍ til að gera skamm- tímasamning sem yrði þá notaður til þess að leggja grunn að einhverri sátt, en til þess að geta gert það þarf að veita okkur skýrari svör um fjár- lög næsta árs.“ Hann segist vonast eftir svörum frá ríkisstjórninni á næstu dögum. „Þetta eru lykilatriði í okkar huga og prófsteinn á það hvernig ríkisstjórnin ætlar að rækta þetta samstarf. Er þetta bara um- ræða eða eru menn tilbúnir til þess að breyta einhverju?“ Mikilvægt en dugar ekki til  Jákvæðir gagnvart tillögu um stofnun fastanefndar um samskipti ríkisins og samtaka aðila á vinnumarkaði  Vilji innan ASÍ til að gera skammtímasamninga Þorsteinn Víglundsson Gylfi Arnbjörnsson „Þetta eru erlend félög í samstæðu Samherja. Miðað við það hljóta marg- ar aðrar kærur að vera á leiðinni frá Seðlabankanum á íslensk fyrirtæki sem eiga fyrirtæki erlendis,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í samtali við Morgunblaðið um mál Seðlabankans gegn fyrirtæk- inu. Þorsteinn segir frá því í bréfi til starfsmanna Samherja, sem birt var á vef fyrirtækisins, að hann hafi verið kvaddur til skýrslutöku hjá sérstök- um saksóknara í síðustu viku vegna málsins sem hófst með húsleit á skrif- stofum Samherja í mars 2012. Þor- steinn fagnaði því að hreyfing væri komin á málið og sjónarmið fyrirtæk- isins kæmust að. Við skýrslutökuna kom betur í ljós en áður hvað Sam- herji á að hafa brotið af sér að mati Seðlabanka Íslands. Þorsteinn segir að annars vegar sé um að ræða verðlagningu á fiskafurðum til útflutnings og hins vegar ætluð brot á skilaskyldu á gjaldeyri í fyrirtækjum tengdum Samherja erlendis. Þorsteinn segir í bréfinu að ítarleg rannsókn hafi farið fram á ásökunum um verðlagningu fisks en ekkert athugavert fundist varðandi viðskipti eða starfshætti fé- lagsins sem réttlætt geti þær aðgerð- ir sem félagið hafi verið beitt af hálfu Seðlabanka Íslands. „Satt að segja hvarflar oft að mér að þessi þáttur rannsóknar Seðlabankans sé tilbún- ingur einn, til þess gerður að finna til- efni til að ráðast inn á skrifstofur okk- ar í leit að öðrum sakarefnum. Svo rangir voru útreikningarnir og lang- sóttar ásakanirnar.“ Umfang rannsóknar á meintum brotum á skilaskyldu á gjaldeyri hjá erlendum fyrirtækjum Samherja er mun meira. „Ég fæ ekki betur séð en að röksemdafærsla Seðlabankans sé sú að erlendu félögin séu í raun ís- lensk og eigi því að falla undir reglur um skil á gjaldeyri,“ segir Þorsteinn í bréfi til starfsmanna. Hann telur að túlkun Seðlabankans á gjaldeyrislög- unum verði að teljast rúm og í raun ótrúleg. helgi@mbl.is Fleiri hljóta að koma  Forstjóri Samherja telur að túlkun Seðlabankans á gjald- eyrislögunum sé ótrúleg  Var kvaddur til skýrslutöku Þorsteinn Már Baldvinsson Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun fara með loft- gæðamælistöð í efri byggðir Reykjavíkur, svo sem í Grafarholt, Úlfarsárdal og Breiðholt til að mæla brenni- steinsvetni. Stjórn Orku- veitu Reykjavíkur ræddi í gær tillögu Kjartans Magnússonar um að koma upp síritandi loftgæðamælistöð við austurenda byggðarinnar í Graf- arholti/Úlfarsárdal. Kjartan lagði til- löguna fram í september með þeim orðum að útstreymi brennisteins- vetnis frá virkjunum á Hengilssvæði væri stærsta umhverfismál sem Orkuveitan glímdi við í rekstri sínum. Í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins sem lögð var fram í gær er tekið undir efni tillögunnar. Kjartan segist hafa orðið var við áhyggjur og fengið fyrirspurnir frá íbúum sem óttast áhrif brennisteins- vetnis. Fyrsta skrefið í því sé að safna sem bestum og nákvæmustum upp- lýsingum um loftgæðin í efstu byggð- um borgarinnar. „Orkuveitan hefur til skoðunar enn víðtækari aðgerðir til að draga úr mengun,“ segir Kjartan þegar hann er spurður til hvaða ráða sé hægt að grípa ef meira brennisteinsvetni mælist í Grafarholti en á stöðum sem áður hefur verið mælt á. helgi@mbl.is Mælt verð- ur á fleiri stöðum Kjartan Magnússon  Athuga mengun í Grafarholtinu Tveir ungir menn voru handteknir á Akureyri í gær fyrir að hafa í fjórgang reynt að tæla börn upp í bílinn til sín við skólalóð grunn- skóla á Akureyri. Ekkert barnanna fór upp í bílinn og gátu tvær stúlk- ur sem mennirnir nálguðust gefið upp bílnúmer bifreiðarinnar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru mennirnir það ungir að barnaverndaryfirvöldum hefur ver- ið gert viðvart. Var mönnunum sleppt að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu bendir marsgt til þess að um einhvers konar grín hafi verið að ræða af þeirra hálfu. Reyndu að tæla börn Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Frábært buxnaúrval! GARDEUR, GERKE, GINO, TUZZI, LINDON Sparibuxur, ullarbuxur, stretchbuxur, gallabuxur... Þrjár síddir! Verð frá 9.980 St. 36-52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.