Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Hasarmyndin var eitt afríkjandi formum afþrey-ingarkvikmynda á síð-ustu áratugum 20. ald- arinnar. Þeir Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger tróndu þar á toppnum með hverri harðhausa- myndinni á fætur annarri, þar sem vondu gæjarnir gátu átt von á því að endast ekki mikið lengur en sjö sek- úndur á lífi á skjánum. Eitt aðal- umræðuefnið á þeim dýrðartíma var hvort Sly eða Arnie væri meiri harð- haus, og þá fylgdi oftast með hvílík gargandi snilld það yrði ef þeir myndu leiða saman hesta sína í has- armynd. Að vissu leyti má segja að sá draumur hafi ræst í Expendables- myndunum, þar sem Schwarzenegg- er kom fram í aukahlutverki, en í Es- cape Plan eru þeir báðir í aðal- hlutverkum í fyrsta sinn. Ray Breslin (Stallone) er sérfræð- ingur í því að brjótast úr fangelsum, nokkurs konar samblanda af Harry Houdini og MacGyver. Hann nýtir sér gáfur sínar til þess að finna veik- leika á fangelsum og hjálpa yfirvöld- um að vinna bug á þeim. Einn dag- inn kemur inn á borð til hans nýtt verkefni, að finna leið út úr há- marksöryggisfangelsi, sem á að hýsa öll helstu úrhrök þessa heims utan við alþjóðalög og -rétt. Aðstoðar- menn hans hafa illan bifur á verkefn- inu, en Breslin þiggur það engu að síður. Skiptir engum togum að þegar þangað er komið er ljóst að Breslin hefur verið illa svikinn, og að hann er núna fangi í alvörunni sem verður að taka á honum stóra sínum til þess að sleppa. Innan veggja fangelsisins kynnist hann Emil Rottmayer (Schwarzenegger), en hann er liðs- maður hryðjuverkamannsins Man- heim, sem rænir frá þeim ríku og færir þeim fátæku. Manheim ber meðal annars ábyrgð á falli íslenska bankakerfisins. Þeir Breslin og Rottmayer taka höndum saman gegn ofríki fangavarðarins Hobbes (Jim Caviezel) og helsta handbendi hans, Drake (Vinnie Jones). Það er þó hægara sagt en gert, því að Hob- bes hefur lesið bókina hans Breslin og smíðað eftir henni fullkomnasta fangelsi heims. Sem hasarmynd gerir Escape Plan margt rétt. Þó að þeir Stallone og Schwarzenegger séu komnir af léttasta skeiði eiga þeir sviðið og ná að nýta sér það til fullnustu. Bera þeir myndina algjörlega uppi á vöðvamiklum og breiðum herðum sínum. Helstu gallar myndarinnar leynast hins vegar í handriti og leik- stjórn. Þó að vissulega séu fyndnar senur innan um í myndinni, þá skort- ir nokkuð á sama léttleika og er til dæmis í Expendables-myndunum. Myndin tekur sjálfa sig því aðeins of alvarlega. Þá má segja að leikstjór- inn Mikael Håfström, sem er vanari hryllingsspennumyndum eins og 1408, skili sínu dagsverki, en ekki mikið meira en það. Leikstjóri með næmara auga fyrir listfengi ofbeldis- ins hefði líklega getað skilað mynd- inni á stall með bestu hasarmyndum sem gerðar hafa verið. Þrátt fyrir það ætti enginn af fjölmörgum aðdá- endum Stallones og Schwarzeneg- gers að verða fyrir vonbrigðum. Borin á breiðum herðum Þreknir Stallone og Schwarzenegger eiga sviðið í Escape Plan. Sambíóin Escape Plan bbbmn Leikstjóri: Mikael Håfström. Handrit: Miles Chapman og Jason Keller. Aðal- hlutverk: Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Jim Caviezel, Curtis „50 Cent“ Jackson, Vinnie Jones, Vin- cent D’Onofrio, Amy Ryan og Farad Tah- ir. Bandaríkin 2013. 115 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is „Við erum búin að æfa mikið, syngja, dansa og leika undanfarna mánuði þannig að við erum löngu komin í jólaskap,“ segir Linda Ás- geirsdóttir sem ásamt Hrefnu Hall- grímsdóttur stendur að baki tvíeyk- inu Skoppu og Skrítlu. Þær bjóða í ár í fyrsta sinn til jólaskemmtunar en Jólahátíð Skoppu og Skrítlu verður frumsýnd í Borgarleikhús- inu í dag kl. 13. „Við sáum um Jóladagatal Stöðv- ar 2 í fyrra og þar kviknaði hug- myndin að búa til leikrit, jóla- leikrit,“ segir Linda. „Þetta er fjórða leikritið okkar og höfum við aldrei verið svona mörg áður á sviðinu, alls sextán.“ Hún segir að tólf börn á aldrinum fjögurra til ell- efu ára taki þátt í sýningunni, þar á meðal fimleikabörn, ballerínur og jólabörn, en þetta er í fyrsta sinn sem svo stór hópur barna leikur með þeim Skoppu og Skrítlu. Stór hópur barna Jólabörnin koma meðal annars úr söng- og leiklistarskólanum Sönglist, sem starfræktur er í sam- vinnu við Borgarleikhúsið, ballerín- urnar koma úr Ballettskóla Eddu Scheving og fimleikabörnin úr fim- leikadeildum Gróttu og Fylkis. Um hvað fjallar sýningin? „Við erum að bíða eftir jólasvein- inum sem ætlar að aðstoða okkur við að uppfylla jólaóskir barnanna. Í upphafi sýningarinnar skrifa börnin litla jólaósk á óskatré og kemur jólasveinninn ávallt og að- stoðar okkur við að útbúa gjafir og fagna jólunum,“ útskýrir Linda og tekur fram að síðan komi ýmislegt upp á. Óvæntir gestir banki upp á þegar undirbúningur hátíðarinnar standi sem hæst og þá lendi jóla- sveinninn í stökustu vandræðum. Fjórða leikritið þeirra Eins og áður segir er þetta fjórða leikrit þeirra Skoppu og Skrítlu. Fyrsta leikritið, Skoppa og Skrítla í leikhúsinu, var frumsýnt árið 2006 í Þjóðleikhúsinu og hefur síðan verið sýnt hátt í 200 sinnum í þremur heimsálfum. Sýningin var aftur sýnd í byrjun þessa árs í Borgar- leikhúsinu. Sýningin Skoppa og Skrítla í söngleik var sýnd árið 2008 og í kjölfarið fylgdi Skoppa og Skrítla á tímaflakki árið 2010. Auk þess hafa vinkonurnar gert bíó- mynd, tíu DVD-diska, geisladiska og bók, svo eitthvað sé nefnt. Með hlutverk Skoppu og Skrítlu fara Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir, en með önnur hlutverk fara Vigdís Gunnars- dóttir, Viktor Már Bjarnason og börnin tólf. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, Hallur Ingólfsson sem- ur tónlist en handritið er eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Jólin Jólahátíð Skoppu og Skrítlu er fyrsta jólaleikrit þeirra vinkvenna. Skoppa og Skrítla í miklu jólaskapi  Nýtt jólaleikrit í Borgarleikhúsinu Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Gildir sunnudaga til fimmtudaga. Munið að framvísa Moggaklúbbskortinu. Borðapantanir í síma 445 9500 2 FYRIR 1 AF MATSEÐLI Á VEITINGASTAÐNUM MADONNA TIL 1. DES. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA INNRITUN Í DREIFNÁM Á VORÖNN 2014 Eftirfarandi námsbrautir eru í boði í dreifnámi Borgarholtsskóla á vorönn 2014: • Bíliðngreinar. Dreifnám í bíliðngreinum stendur einungis þeim nemendum til boða sem áður hafa lokið raunfærnimati. • Félagsliðar • Viðbótarnám fyrir félagsliða • Félagsmála- og tómstundaliðar • Leikskólaliðar • Málm- og véltæknigreinar • Nýsköpunar- og frumkvöðlanám í verslun og þjónustu • Skólaliðar • Stuðningsfulltrúar í grunnskólum Rafræn innritun er hér: www.inna.is/innritun. Nánari upplýsingar um dreifnámið eru á heimasíðu Borgarholtsskóla, www.bhs.is. Umsóknarfrestur um námið er til 30. nóvember 2013. Tómas Viktor Young hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Hljómahallar, nýs tónlistar- og menning- arhúss í Reykjanesbæ, úr hópi 27 umsækjenda. Tómas hefur unnið hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tón- listar sl. fjögur ár, verið tengiliður við Hróars- kelduhátíðina sl. 14 ár og starfað við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Hann stóð fyrir alþjóðlegu tónlist- arhátíðinni ATP á Ásbrú nú í sumar. Tómas framkvæmdastjóri Hljómahallar Tómas Viktor Young
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.