Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013 Það hefur verið mikið umrót í stjórn- málum á Íslandi á síðustu árum, hvort heldur er í lands- málum eða sveit- arstjórnarmálum. Það hefur mikið reynt á í stjórnmála- starfi og samherjar hafa þurft að standa þétt saman um þau málefni sem þeir trúa á. Ég sat í borgarstjórn frá 2006 til 2010 og var varaborgarfulltrúi þar til fyrir nokkrum vikum. Þetta var ákaflega gefandi og skemmti- legur tími, en jafnframt krefjandi eins og allir vita. Það reyndi á hvern þann sem stóð í stjórnmála- starfi, það reyndi á samstarf, það reyndi á samherja. Traustur samherji Við slíkar aðstæður kynnist maður fólki náið og sér hvern mann það hefur að geyma. Í því mikla málefnastarfi sem unnið var á þessu tímabili vann ég ákaf- lega mikið með Júlíusi Vífli, núverandi odd- vita Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Ég fann í honum traustan bandamann og samherja. Við unnum náið saman í mörgum málum og höfðum oft sömu póli- tísku sýn á málin. Á sama tíma fylgdist ég vel með starfi Júlíusar Vífils með öðrum samherjum okk- ar sem og framgöngu hans gagn- vart pólitískum mótherjum. Ég get vitnað um að hann kom ætíð fram af sanngirni og sáttfýsi, þótt hann stæði jafnframt ávallt fast á sínu. Faglegur borgarmálamaður Júlíus Vífill byrjaði að vinna að borgarmálum á miðjum aldri og hafði áður átt fjölbreyttan feril í atvinnu- og listalífi. Það fór ekki fram hjá neinum sem vann með Júlíusi Vífli að fjölbreyttur bak- grunnur hans, reynsla og þekking var borgarstjórnarhópi Sjálfstæð- isflokksins mikilvæg á þessu kjör- tímabili efnahagshruns, sam- dráttar og sparnaðar. Júlíus Vífill hefur mikinn áhuga á mannlegu samfélagi, lista- og menningarlífi og skóla- og skipulagsmálum sem hann veitti forystu. Það leiddi óhjákvæmilega til þess að áhugi hans á borgarmálum í heild sinni varð einlægur og hann setti sig vel inn í málin. Vegna alls þess sem ég tel upp að ofan hef ég lengi séð fyrir mér að Júlíus Vífill verði leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sú stund er komin. Ég mun kjósa Júlíus Vífil í 1. sæt- ið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 16. nóvember. Júlíus Vífil til forystu Eftir Jórunni Frímannsdóttur Jórunn Frímannsdóttir »Ég get vitnað um að hann kom ætíð fram af sanngirni og sáttfýsi, þótt hann stæði jafn- framt ávallt fast á sínu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Það er alltaf gott þegar fólki gefst tækifæri á að velja í lýðræðislegu próf- kjöri forystufólk, hvort sem er á sviði sveitarstjórna eða landsmála. En ábyrgð þeirra sem kjósa er líka mikil. Styrkleiki Sjálfstæð- isflokksins í gegnum tíðina er að hann hefur oftast end- urspeglað, út frá mönnum og mál- efnum, þá breidd sem nauðsynleg er til að hugsjónir flokksins verði það hreyfiafl sem þarf til framfara fyrir fólkið í landinu. Framhjá þessu má ekki horfa. Sá sem skipar for- ystusæti sjálfstæð- ismanna í Reykjavík- urborg verður að höfða til hins almenna íbúa borgarinnar en ekki til flokksmanna eingöngu. Sagan sýnir að blómatímbil sjálf- stæðismanna og um leið Reykjavíkur var þegar listann leiddu einstaklingar sem með málflutningi sínum og sjarma öðluðust traust og virðingu allra borg- arbúa. Hinn 16. nóvember verða sjálf- stæðismenn í Reykjavík að axla þessa ábyrgð. Þeir þurfa að hugsa lengra. Það gera þeir með því að kjósa til forystu Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur sem hefur af sam- viskusemi og stefnufestu sinnt borgarmálum í 12 ár. Hún er sannarlega reynslubolti sem hefur farið vel yfir sviðið. Hún hefur komið að gerð fjárhagsáætlana, verið í skipulagsnefnd, gætt að velferðarmálum og sett mennta- málin á dagskrá. Málaflokkur sem oft hefur verið nefndur í aukasetn- ingum í aðdraganda prófkjara en allir sjá nú að það er eitt brýnasta hagsmunamál borgarinnar til skemmri og lengri tíma. Réttilega hefur Þorbjörg Helga bent á að ef menntamál Reykjavíkurborgar verði ekki tekin fastari tökum geti þau lent á svipuðum stað og heil- brigðismál okkar Íslendinga eru nú um stundir. Þorbjörg Helga hefur sýnt það að hún höfðar út fyrir harðasta flokkskjarnann, hún hefur gert sér far um ný vinnubrögð í þágu borgarbúa án þess að missa sjónar á hugmyndafræði Sjálfstæð- isflokksins. Hún er heiðarleg, úr- ræðagóð og einlæg. En fyrst og síðast er hún með reynslu og þekkingu til að vinna fyrir borg- arbúa og gera borgina okkar allra betri. Því það skiptir máli hver leiðir. Hugsum lengra Eftir Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir »En fyrst og síðast er Þorbjörg Helga reynslubolti með þekk- ingu og sýn til að vinna fyrir borgarbúa og gera borgina okkar allra betri. Höfundur er forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA. – með morgunkaffinu Póstsendum Ný sending af aðhaldskjólum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Reynsluaktu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni Ford EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð. Ford Focus er einfaldlega frábær bíll. Spyrðu Focus eiganda – hannmun staðfesta það. 5 DYRA FRÁ STATION FRÁ FORD FOCUS 3.490.000 KR. 3.640.000 KR. ford.is Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114/117 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. AFMÆLISPAKKI AÐVERÐMÆTI 320.000 KR. FYLGIR FORD FOCUS Í NÓVEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.