Morgunblaðið - 16.11.2013, Side 47
UMRÆÐAN 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2013
Það hefur verið
mikið umrót í stjórn-
málum á Íslandi á
síðustu árum, hvort
heldur er í lands-
málum eða sveit-
arstjórnarmálum.
Það hefur mikið
reynt á í stjórnmála-
starfi og samherjar
hafa þurft að standa
þétt saman um þau
málefni sem þeir trúa
á. Ég sat í borgarstjórn frá 2006
til 2010 og var varaborgarfulltrúi
þar til fyrir nokkrum vikum. Þetta
var ákaflega gefandi og skemmti-
legur tími, en jafnframt krefjandi
eins og allir vita. Það reyndi á
hvern þann sem stóð í stjórnmála-
starfi, það reyndi á
samstarf, það reyndi á
samherja.
Traustur samherji
Við slíkar aðstæður
kynnist maður fólki
náið og sér hvern
mann það hefur að
geyma. Í því mikla
málefnastarfi sem
unnið var á þessu
tímabili vann ég ákaf-
lega mikið með Júlíusi
Vífli, núverandi odd-
vita Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík. Ég fann í honum
traustan bandamann og samherja.
Við unnum náið saman í mörgum
málum og höfðum oft sömu póli-
tísku sýn á málin. Á sama tíma
fylgdist ég vel með starfi Júlíusar
Vífils með öðrum samherjum okk-
ar sem og framgöngu hans gagn-
vart pólitískum mótherjum. Ég
get vitnað um að hann kom ætíð
fram af sanngirni og sáttfýsi, þótt
hann stæði jafnframt ávallt fast á
sínu.
Faglegur
borgarmálamaður
Júlíus Vífill byrjaði að vinna að
borgarmálum á miðjum aldri og
hafði áður átt fjölbreyttan feril í
atvinnu- og listalífi. Það fór ekki
fram hjá neinum sem vann með
Júlíusi Vífli að fjölbreyttur bak-
grunnur hans, reynsla og þekking
var borgarstjórnarhópi Sjálfstæð-
isflokksins mikilvæg á þessu kjör-
tímabili efnahagshruns, sam-
dráttar og sparnaðar. Júlíus Vífill
hefur mikinn áhuga á mannlegu
samfélagi, lista- og menningarlífi
og skóla- og skipulagsmálum sem
hann veitti forystu. Það leiddi
óhjákvæmilega til þess að áhugi
hans á borgarmálum í heild sinni
varð einlægur og hann setti sig
vel inn í málin. Vegna alls þess
sem ég tel upp að ofan hef ég
lengi séð fyrir mér að Júlíus Vífill
verði leiðtogi Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Sú stund er komin.
Ég mun kjósa Júlíus Vífil í 1. sæt-
ið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík 16. nóvember.
Júlíus Vífil til forystu
Eftir Jórunni
Frímannsdóttur
Jórunn
Frímannsdóttir
»Ég get vitnað um að
hann kom ætíð fram
af sanngirni og sáttfýsi,
þótt hann stæði jafn-
framt ávallt fast á sínu.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Það er alltaf gott
þegar fólki gefst
tækifæri á að velja í
lýðræðislegu próf-
kjöri forystufólk,
hvort sem er á sviði
sveitarstjórna eða
landsmála. En
ábyrgð þeirra sem
kjósa er líka mikil.
Styrkleiki Sjálfstæð-
isflokksins í gegnum
tíðina er að hann hefur oftast end-
urspeglað, út frá mönnum og mál-
efnum, þá breidd sem nauðsynleg
er til að hugsjónir flokksins verði
það hreyfiafl sem þarf til framfara
fyrir fólkið í landinu.
Framhjá þessu má ekki horfa.
Sá sem skipar for-
ystusæti sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík-
urborg verður að
höfða til hins almenna
íbúa borgarinnar en
ekki til flokksmanna
eingöngu. Sagan sýnir
að blómatímbil sjálf-
stæðismanna og um
leið Reykjavíkur var
þegar listann leiddu
einstaklingar sem með
málflutningi sínum og
sjarma öðluðust traust
og virðingu allra borg-
arbúa.
Hinn 16. nóvember verða sjálf-
stæðismenn í Reykjavík að axla
þessa ábyrgð. Þeir þurfa að hugsa
lengra. Það gera þeir með því að
kjósa til forystu Þorbjörgu Helgu
Vigfúsdóttur sem hefur af sam-
viskusemi og stefnufestu sinnt
borgarmálum í 12 ár. Hún er
sannarlega reynslubolti sem hefur
farið vel yfir sviðið. Hún hefur
komið að gerð fjárhagsáætlana,
verið í skipulagsnefnd, gætt að
velferðarmálum og sett mennta-
málin á dagskrá. Málaflokkur sem
oft hefur verið nefndur í aukasetn-
ingum í aðdraganda prófkjara en
allir sjá nú að það er eitt brýnasta
hagsmunamál borgarinnar til
skemmri og lengri tíma. Réttilega
hefur Þorbjörg Helga bent á að ef
menntamál Reykjavíkurborgar
verði ekki tekin fastari tökum geti
þau lent á svipuðum stað og heil-
brigðismál okkar Íslendinga eru
nú um stundir.
Þorbjörg Helga hefur sýnt það
að hún höfðar út fyrir harðasta
flokkskjarnann, hún hefur gert
sér far um ný vinnubrögð í þágu
borgarbúa án þess að missa sjónar
á hugmyndafræði Sjálfstæð-
isflokksins. Hún er heiðarleg, úr-
ræðagóð og einlæg. En fyrst og
síðast er hún með reynslu og
þekkingu til að vinna fyrir borg-
arbúa og gera borgina okkar allra
betri. Því það skiptir máli hver
leiðir.
Hugsum lengra
Eftir Þorgerði
Katrínu Gunn-
arsdóttur
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
»En fyrst og síðast er
Þorbjörg Helga
reynslubolti með þekk-
ingu og sýn til að vinna
fyrir borgarbúa og gera
borgina okkar allra betri.
Höfundur er forstöðumaður mennta-
og nýsköpunarsviðs SA.
– með morgunkaffinu
Póstsendum
Ný sending af
aðhaldskjólum
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Reynsluaktu vinsælasta bíl í heimi
búinn sparneytinni Ford EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð.
Ford Focus er einfaldlega frábær bíll. Spyrðu Focus eiganda – hannmun staðfesta það.
5 DYRA FRÁ
STATION FRÁ
FORD FOCUS
3.490.000 KR.
3.640.000 KR.
ford.is
Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114/117 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í 90
mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.
AFMÆLISPAKKI AÐVERÐMÆTI 320.000 KR.
FYLGIR FORD FOCUS Í NÓVEMBER